Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. 21 Sérstæð sakamál Eleanor Pearcey naut þess vafasama heiðurs eftir dauða sinn að fá eftirmynd sína úr vaxi setta upp í vaxmynda- safni Madame Tussaud. Fólk flykktist að til að skoða hana, ásamt með munum sem elskhugi hennar seldi safninu. mig að lána sér einhverja peninga, en ég átti aðeins fáeina shillinga. Þá fór húnaftur.” Klara Hogg skildi ekki hvemig þetta hefði getað gerst. Hún vissi að Phoebe var mjög aðgætin í fjármálum og það var því mjög ósennilegt að hún hefði gengið í hús til að biðja um lán, jafnvel þótt um óverulega upphæð væri að ræða. En hún nefndi þetta ekki við Pearcey. Þess í staö bað hún hana um aö koma með sér til lögreglunnar til að reyna að hafa uppi á hinni týndu mág- konu sinni. Móöursýki ílíkhúsinu A lögreglustöðinni var Klöru bent á að snúa sér til líkhússins til þess að ganga úr skugga um hvort likiö sem fundist hafði um morguninn væri af Phoebe Hogg. Bamið var þá enn ekki fundið. Eleanor Pearcey varð mjög óróleg þegar þær stóðu frammi fyrir blóðugu líkinu. „Þetta er ekki hún,” endurtók hún í sífellu. .JFörum héðan strax.” Hún hrópaði þetta móðursýkislega. En Klara þóttist þekkja fötin og vildi skoöa þau nánar. En þegar hún ætlaði að snerta þau, greip algert æðiskast Eleanor Pearcey. Hún reyndi að toga Klöru burt frá líkinu en hún fyrir- skipaði Pearcey að láta sig í friöi. Hún óskaði síðan eftir því að blóðið yrði þvegið af andiiti iíksins og þá fyrst var enginnvafi. Lókið varafPhoebeHogg. Konunum tveimur var síðan sýndur bamavagninn sem fundist hafði um morguninn. Klara Hogg var ekki í neinum vafa um að það væri barna- vagn Phoebe. Pearcey lést ekkert vita. Lögreglumenn fóru síðan með þær báðar heim til hinnar látnu þar sem Frank Hogg var yfirheyrður. Lögregl- an óskaði eftir að gera húsleit og þá fannst lykill hans að íbúö Eleanor Pearcey. Þau vom þá öll flutt á lögreglustöðina þar sem yfirheyrslum var haldið áfram. Bannister lögregluforingi, sem stjórnaði yfirheyrslunum, hafði Pearcey gmnaða vegna óhaminnar hegðunar hennar í líkhúsinu. Hann óskaði eftir þvi að fá aö rannsaka ibúð hennar. Hún veitti það fúslega en sagöistsjálf vilja vera viðstödd. Þang- að fór hún í fylgd tveggja lögreglu- manna. Þeir skoðuðu ibúðina vandlega og innan skamms fór annar þeirra út til að senda skeyti. A meöan ræddi hinn lögreglumaðurinn við Pearcey sem var hin rólegasta og spilaði á píanóið og söng þess á milli. Þau ræddu meðal annars um hörmulegan dauödaga hinnar ungu konu og hvarf bamsins hennar. Grunsemdir fást staðfestar Skeytið var sent til Bannisters sem kom samstundis til Priory Street eftir aö hafa móttekið það. Hann yfirheyrði Eleanor Pearcey og nokkra nágranna hennar. A sama tíma var íbúðin rann- sökuðvendilega. I máli Pearcey komu fljótlega fram undarlegar mótsagnir. Þegar eidhúsiö var rannsakað fundust tveir hnífar með blóðblettum á sköftunum. Þar fannst einnig hand- klæði sem hafði verið þvegið en sjá mátti í torkennilega bletti sem vöktu grunsemdir. Engar eldhúsgardínur voru fyrir gluggunum. Þær fundust skömmu síöar í bakhúsi ásamt borð- dúk sem var ataöur í blóði. Þar fannst einnig skörungurinn sem notaður hafði veriðviðódæðið. Bannister kom með hnifana, skörunginn og blóðugan dúkinn inn i herbergið þar sem Pearcey sat til að sjá viðbrögð hennar. Hún flautaði og lét sem hún heföi engan áhuga á þessu máli. Bannister spurði af hverju skörungurinn væri blóöugur. Hún sagði að það væri vegna þess að hún hefði drepið meö honum mús. En hún gat enga skynsamlega skýr- ingu gefið á þessum hlutum og Banni- ster lét handtaka hana vegna gruns um morð. Eleanor Pearcey stökk upp úr stólnum þegar hún heyrði þetta og hrópaði: „Handtakið mig ef þið viljiö. En ykkur hafa orðið á mikil mistök. Þið getiö dregið mig burt ef þið viljið. En ykkur skjátlast hrapallega.” Aleið- inni til lögreglustöðvarinnar í Kentish Town reyndi hún stöðugt að sannfæra lögreglumenniná um að hún hefði aldrei getaö drýgt svo hræðileg ódæði sem þama höfðu veriö f ramin. Þegar hún var færð í fangaklefann kom ýmislegt kynlegt í ljós. Hún var með marbletti og skrámur upp eftir báðum handleggjum og á hendi bar hún tvo hringi, annan úr messing en hinn giftingahring úr gulli. Það kom í ljós að giftingarhringinn haföi hún tekið af hendi Phoebe Hogg eftir morðið. Nú þurfti ekki frekar vitnanna við. Eleanor Pearcey kom fyrir rétt þann 27. október ákærö fyrir morðið á Phoebe Hogg. Þann 1. desember var hún síðan færö fyrir réttinn í Old Bailey. Hún sat fullkomlega róleg undir réttarhöldunum, íklædd fanga- búningi. Svo virtist sem henni væri nákvæmlega sama um það sem var að gerast umhverfis hana. Eftir fjögurra daga réttarhöld var hún fundin sek um moröiö og dæmd til dauða. Eins dauði er annars brauð Eftir dóminn bar hún margsinnis fram þá ósk að fá að sjá Frank Hogg. Fresturinn var stuttur því aftakan átti að fara fram 23. desember. Að lokum var henni veitt leyfi til að fá heimsókn hans á milli klukkan 2 og 4 þann 22. desember, daginn fyrir aftökuna. Hún gerði boð fyrir Frank og beið hans með mikilli eftirvæntingu. En dagurinn leið og Frank Hogg lét ekki sjá sig í fang- elsinu. Hún varð óróleg í fyrstu en þegar henni varð endanlega ljóst að hún myndi aldrei sjá hann aftur var eins og henni hyrfi allur máttur. Hún lagðist fyrir í fleti sínu, gróf andlitið í höndum sér og grét með miklum ekka- sogum. Um kvöldið virtist hún þó vera búin að sætta sig við örlög sín og hún settist við borðið í klefanum til að lesa. Tvær gæslukonur sátu yfir henni nóttina fyrir aftökuna. Hún sagði ekkert en svaf af og til yfir nóttina. Snemma morguns kom bööullinn. Hún rétti honum höndina og gekk síðan róleg út úr klefanum. Fyrir sólarupp- rás var hengingin afstaðin. Frank Hogg hafði nokkra fjármuni út úr þessu sakamáli. Honum tókst að selja skörunginn og barnavagninn vaxmyndasafni Madame Tussaud. Þar voru þessir hlutir til sýnis við mikla aðsókn í f jölda ára, viö hliðina á vaxmynd af Eleanor Pearcey. - ■ V|DEO--------- OPIÐ ÖLL KVÚLD TIL KL. 23 Kvikmyndamarkaðurinn Skólavörðustíg 19. Rvk. Simi 15480. Videokiúbburinn Stórho/tí 1. Simi 35450. mncn húsbyggjeimdur Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfl. Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pjpueinangrun: frauð- plast/glerull. Borgamesi simi93-7370 li Kvöldsími og helgarsfmi 93—7355 BORGARPLAST HF lT HflR-STÚDÍÓ sími 7AA60 ÞANGBAKKA 10 (í MJÓDD) PÖNTUNARSÍMI 74460 Permanent, litanir, klippingar, blástur, strípur, næringar, lagningaro.fi. Höfum einnig á boóstólum hinar frábæru Jurtasnyrtivörur frá Boots og veitum leiöbeiningar um val á þeim. Kreditkortaþjónusta i« « » »i VINNUVÉLAEIGENDUR Tökum að okkur slit- og viðgerðarsuður á tækj-| um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni. FRAMKVÆMDAMENN - VERKTAKAR Færanleg verkstæðisaöstaða okkar gerir okkur kleift að framkvæma alls kyns járniðnaðar- verkefni nánast hvar sem er. STÁL-ORKA SUIHMMÍ VIIMÍIItMÞJtlMJSTAN « « » »' Símí: 78600 á daginn og 40880 á kvöldin. Heilsuræktin, Þinghólsbraut 19, Kópavogi, simi 43332. SÓL-SAUNA SNYRTING Komið í Ijós i okkar frábæru Silver Super sólarbekki (einnig með háfjallasól) og fáið á ykkur fallegan brúnan lit og losnið við alla streitu. Nýjar fljótvirkari perur. Sauna og góð hvíldaraðstaða. Öll almenn snyrting: andlitsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrting o.fl. Jafnt fyrir konur sem karla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.