Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
i
i
*
i
-
I
»
i
*
1
>
i
i
t
v
►
>
I
!
i
■
t
Það liggur mikil
handavinna ad baki
hverjum hjólbarda
Hjólbaröamir eru eitt mikilvæg-
asta öryggistæki bifreiöarinnar. Rétt
val þeirra, svo og ástand, getur átt
stóran þátt í akstursöryggi bílsins.
Bifreiöaframleiðendur ákveöa viö
hönnun bílsins hvemig hjólbörðum
hann skuli vera búinn. Valið er
miðað viö þyngd bílsins og þaö
aksturslag sem ætla má bílnum. Þaö
er mikili munur á hvort bíllinn er
ætlaður til hraðaksturs á hraðbraut-
um eða til þungaflutninga á grófum
vegum.
Nýlega átti undirritaður þess kost
aö kynnast því hjá Goodyearhjól-
barðaverksmiðjunum í Luxemburg
hvemig hjólbarði verður til og eins
hönnun og gæðaprófun á nýjum hjól-
böröum.
Mikil handavinna
Það er löng og margþætt leið sem
gúmmíið fer frá því aö gúmmikvoð-
unni er tappað af tré í Suðaustur-
Asíu og þar til f ullskapað dekk rúllar
af færibandi í verksmiðju og mörg-
um viðbótarefnum hefur verið bætt
við.
Meginuppistaðan í hjólbarðanum
em gúmmíefnin sjálf, strigalögin og
styrkingarvírar. Þessir hlutar eru
framleiddir í sérstökum verksmiðj-
um og síðan felldir í eina heild í hjól-
barðaverksmiðjunni.
Gúmmíefnin eru bæði náttúrlegt
gúmmí, sem kemur úr kvoöu
gúmmítrésins, og eins gerviefni sem
unnin eru að mestu úr oliuefnum.
Flestir hjólbarðar eru í dag fram-
leiddir að mestu úr gervigúmmíi
með íblönduöu náttúrlegu gúmmíi,
meö þeirri undantekningu að stór
vinnuvéladekk og dekk undir flugvél-
ar eru úr hreinu gúmmíi.
Leið gúmmísins þar til það er orðið
að fullgerðu dekki er löng og marg-
slungin. Byrjað erá íblöndun ýmissa
styrkingarefna og síðan hefst löng
ferð í suðupotta, þurrkofna og loks
völsunarvélar sem skila gúmmíinu í
lengjum, hæfilega breiðum, allt eftir
því hlutverki sem það á að gegna í
hjólbaröanum.
Samtímis er unnið að því aö ganga
frá dúknum sem myndar „strigalög-
in” í dekkinu. Áður fyrr var styrkur
hjólbarðanna myndaður með svo og
svo mörgum lögum af strigadúk sem
felldur var i lögum í hjólbarðann en á
síðari árum hefur notkum ýmissa
gerviefna,svo semnylons, rayons og
trefjaglers, komið í staðinn. Dúkur-
inn er húðaður með gúmmílagi
beggja vegna og síðan búinn til hólk-
ur sem svarar til ummáls hjólbarð-
ans. Þessir hólkar bíða síðan tilbúnir
þess að samsetning hefjist.
Þar sem hjólbarðinn kemur á
felguna er hringur úr margofnum
vírum til styrkingar. Eru þeir vafðir
upp í rétt ummál miðað við dekkja-
stærð og síðan húðaðir með gúmmí-
lagi svo að hægt sé að fella þá að
bindilagi hjólbarðans.
Þegar allir hlutar sem fara í dekk-
ið eru tilbúnir er hægt að hefja sam-
setningu hjólbaröans. Það er mikil
handavinna að búa til eitt dekk og
það vakti furðu mína, á öld sjálf-
virkni og vélmenna, að sjá það að
samsetningin fer nær alfarið fram í
höndunum. Hver hjólbarðaframleið-
andi hefur sín einkaleyfi á samsetn-
ingu hjólbarða, en í verksmiðjunum í
Þegar hönnun hjólbarða er lokið er
hafist handa við að smiða endanlegt
mót og er það mikil nákvæmnis-
vinna. Gifsmótið á myndinni er síðan
notað til að búa til endanlega mótið,
en það er sett saman úr átta slíkum
hlutum.
Luxemburg gafst mér færi á að sjá
stóran hjólbarða ætlaðan undir far-
þegaþotu settan saman.
Til hjálpar við samsetninguna hef-
ur hver starfsmaður vél sem er
nokkurs konar rennibekkur með
sívalningi sem hef ur sama ummál og
innrihringurhjólbarðans.Á þennan
sívalning eru síöan þrædd þau
burðar- og strigalög sem hjólbarðinn
er gerður úr. I þessu tilfelli var verið
að setja saman dekk sem var meö
sex slíkum lögum og voru strigalög-
in, húðuð gúmmílagi, dregin upp á
sívalninginn meö handafli og loft-
blæstri. Gúmmíhólkurinn er svolítið
stærri en sívalningurinn og er brúnin
beygð inn. Þegar búið var að þræða
þrjú strigalög á sívalninginn var vír-
hringurinn sem kemur á felguna
settur upp á hvom enda sívalnings-
ins og brúnin sem áður stóð út fyrir
nú brett inn yfir vírhringina til að
halda þeim á sínum stað. Þá eru enn
þrjú strigalög dregin upp á sívaln-
inginn í rennibekknum og brúnin á
þeim enn brett yfir vírhringina til að
loka þá innií burðarlagi hjólbarðans.
Þegar því er lokið er gúmmíhólkur-
inn tekinn af sívalningnum og nú er
dekkið eins og stór tunna, botnlaus í
báða enda. Þessar „tunnur” fara síð-
an á færiband sem flytur þær að vél-
unum sem forma dekkið í endanlegt
lag og móta um leiö slitflötinn.
Mótun hjólbaröans er nær eini
þátturinn í framleiðslunni sem er
sjálfvirkur. Gúmmíhólkurinn fer inn
í vélina sem pressar hann saman og
blæs um leið lofti innan í hólkinn
þannig að hann faili þétt að mótinu,
sem formar endanlega lag hans og
steypir um leið mynstur slitflatarins.
Þetta gerist við mikinn hita og tekur
mótunin nokkrar mínútur. I lok þess
tíma er kælivatni hleypt inn í dekkiö,
þannig að það haldi laginu, og síðan
skilar vélin því nær fullbúnu. Aðeins
er eftir að snyrta það til en smáang-
ar vegna loftgata í steypumótunum
standa út úrslitfletinum.
Samsetning á radialhjólbörðum
er lítið eitt frábrugðin því sem lýst
var hér að framan vegna stál- eöa
trefjabandanna sem eru til styrktar.
Sú samsetning fer að hluta fram í
vélum og vegna samkeppni og einka-
leyfa er slík framieiösla ekki til sýnis
fyrir utanaðkomandi.
Mikið gæðaeftirlit
Áður en hjólbaröi hlýtur náð fyrir
augum tæknimanna verksmiðjanna
hefur hann gengið gegnum marg-
þætta hönnun og síðan flóknar þol-
prófanir. Hönnun hjólbarðans er
flókin og nú síöustu ár hafa f ullkomn-
ir tölvuskermar tekið við af teikni-
borðum verkfræðinganna sem
reikna út burðargildi og aðra þætti
við smíðina.
Þegar tilraunahjólbarði kemur úr
framleiðslu er hann settur í vélar
sem „keyra” hann við hinar ýmsu
aðstæður. Bæði er líkt eftir ójöfnum
og eins mælt þol hans við mismun-
andi hraöa og þrýsting. Eins er slit-
þolið mælt með því aö láta þá snúast
stöðugt á fullum hraða á stórum
tromlum, en með því móti er líkt eft-
ir akstri á vegum. Við hraðaprófanir
er dekkiö látið snúast langt upp fyrir
þau mörk sem því er ætlaö að þola og
fylgst með því hvemig það þolir hið
aukna álag. Framleidd eru sérstök
hraðakstursdekk fyrir hraöbrauta-
akstur og er þeim ætlað að þola mik-
inn hraða og hita án þess að þau
springi. Var mjög fróðlegt aö
fylgjast með einni slíkri prófun þar
sem dekkið var látið snúast á mikl-
um hraða. Viö hraða sem
samsvaraði tæplega 300 km hraða á
klukkustund gaf ysta lag hjól-
barðans sig loks og þaö þeyttist af
en innri lögin héldu þannig að ekki
sprakk. Þetta er gert til að auka
öryggi í aksri á miklum hraöa þann-
ig að ökumaöurinn missi síður vald á
bilnum við slík óhöpp.
I Luxemburg reka Goodyear-verk-
smiðjumar tilrauna- og hönnunar-
stöð fyrir framleiðslu sína um allan
heim utan Bandaríkjanna. Þar fara
fram tilraunir á framleiðslu fýrir-
tækisins jafnframt því sem unnið er
að samanburði á hjólbörðum keppi-
nautanna. I tengslum við tilrauna-
stöðina er rekin verksmiðja sem ein-
göngu framleiðir hjólbaröa sem era
á hönnunarstigi og era þrautreyndir,
bæði í tilraunastofunum og á sér-
stakri kappakstursbraut sem er í ná-
grenni verksmiðjanna.
Hér á bílasíðunni verður á
næstunni gerð frekari grein fyrir
þeim þáttum sem bíleigandi þarf að
hafa í huga við val val á hjólbörðum
og eins hvernig hver bíleigandi getur
fylgst með ástandi dekkjanna þannig
að fyllsta öryggis sé gætt.
JR
Rannsóknarstofur og hjólbarðaverksmiðja Goodyear í Colmar-Berg í Luxem-
burg.
Á 93 kílómetra hraða í beygju þar sem sífellt vatnsrennsli reynir á ökuhæfnina, en
aka þarf á milli keilna sem mynda þrönga braut.
Ökutækjaflotfnn sem notaður er til dekkjaprófana á vegum Goodyear.
„Kappakstursbrautin” við verksmiðjurnar í Colmar-Berg í Luxemburg.
Daginn út og inn er stöðugt verið að reyna hjólbarða við hinar ýmsu aðstæður og
hraða.