Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR18. JUNl 1983. „Alveg vonlaus. Næsti!” var dómurlim sem Sebastian í Ættarddalinu, öðru nafni Anthony Andrews, f ékk þegar hann var að stíga sín f yrstu spor á leiksviði „Rauða akurliljan er svo mikil freisting! Eg þori að éta hattinn minn upp á það að enginn leikari myndi neita hlutverki þar ef honum stæði það tilboða!” Það er Anthony Andrews, sem þetta mælir, og horfir um leið dreymandi fram fyrir sig. ,jSir Percy Blakeney hlýtur að vera óskahlutverk hvers ein- astaleikara,” bætir hann viö. Andrews er Islendingum að góðu kunnur, þó einkum undir nafninu Se- bastian úr Brideshead Revisited eða Ættaróöalinu sem íslenska sjónvarpið sýndi fyrir skemmstu. Þar þótti hann sýna frábæran leik. Og nýjasti leiksig- ur hans er einmitt hlutverk Sir Percys í Rauöu akurliljunni. Þar eru þaö Ian McKellen og Jane Seymour sem leika á móti honum. „Og þarna stóð ég gersam- lega berskjaldaður!" Það er ekki langt síðan Andrews var gersamlega óþekktur. En árið 1981 brosti loks gæfan við honum. Það var þá sem hann fékk hlutverk Sebastians Flyte í Ættaróðalinu og túlkaði hann svo ógleymanlega. Fyrir hlutverkið fékk hann svonefnd BAFTA verölaun sem veitt eru í Bretlandi besta leikara ársins og einnig var hann útnefndur til Emmy verðlauna í Bandaríkjunum. Andrews var ekki gamall þegar hann fékk óslökkvandi áhuga fyrir leikhúsinu, en fyrsta reynsla hans þar hefði fælt margan frá. Andrews var á viökvæmum aldri eða um fermingu og gekk í Royal Masonic School í Hert- fordshire. Hann var í fyrsta bekk þar þegar eldri bekkingar voru að setja upp leikrit. Andrews langaöi þessi ósköp til aö fá hlutverk í leiknum og kom að máli við einn kennarann sem setti upp verkið meö skólapiltum. Andrews fékk tækifæri til að spreyta sig í leiknum. Það var hlutverk sem enginn piltanna hafði fengist til aö leika, það var nefnilega kvenmanns- hlutverk. Það var hlutverk gyðjunnar Aþenu. Og Andrews var „dubbaður” upp með logagyllta vængi og í bláu silkipilsi og þannig átti hann að koma fram á sýningunni sem fór fram úti undir berum himni. Andrews minnist þessa atviks: „Það var nokkuð hvasst þennan dag sem frumsýningin var. Og þar sem ég stóð hálfnaður með ræðuna, sem ég skyldi flytja, veit ég ekki fyrr til en vindurinn feykir upp pilsinu og þarna stend ég gersamlegaberskjaldaöur! Þaöætlaði allt um koll að keyra! ” Ekki lét þó Andrews þetta óhapp fæla sig frá frekari leiksigrum! „Loksins stóð ég á alvöru leiksviði" Þegar skóla lauk var Andrews ákveðinn í aö gerast leikari, en það var ekki auðvelt. Hann fékk sér því vinnu, gekk inn í ýmis störf á meðan hann beiö eftir stóra tækifærinu. Hann vann í verslun, sem léttadrengur á hóteli og sem einskonar „altmuligmand” á dag- blaði einu. Einhverju sinni var hann að þurrka af á ritstjórninni. Þá fór hann aö hugsa um það hvað hann eiginlega væri aö gera þama. Hann sagði upp á stundinni, gekk inn í næsta leikhús og sótti um vinnu, honum væri alveg sama við hvað. Hann fékk starf sem aðstoðarmaður á sviðinu. Um það leyti var verið að setja upp verk eitt, The Italian Straw Hat. Ein- hverra hluta vegna var skammur tími til stefnu og mörg hlutverk í verkinu. Það var því tjaldað öllu sem til var, einnig Anthony Andrews! „Þótt hlutverkið væri lítið, fannst mér dásamleg tilfinningin að standa loksins á alvöruleiksviði,” segir Andrews. # Eymdin uppmáluð. Andrews í hlutverki Sebastians undir það síðasta. Meðeiginkonunni, Georginu Simpson... .. .og börnunum, Joshua og Jessicu. Og hann heldur áfram: „Eg hafði ekki sótt neinn leikskóla og þess vegna sóttist mér seint að læra réttu taktana, en það tókst. Aðalleikaramir þarna voru af kynslóð sem tók sín fyrstu spor á leiksviði rétt eftir stríð. Þá þekktust ekki leikskólar eins og nú. „Eg hugsaði því með mér,” segir Andrews.. „Ef þeir geta þetta, hlýt ég að geta það.” Andrews þótti ekki standa sig neitt verr en hinir og í kjölfarið fylgdu fleiri hlutverk, þótt öll væru þau smá í snið- um. Hann slóst í hóp allskonar hópa er voru með ferðaleikhús og kynntist ýmsu fólki úr leikarastétt. Einn þeirra var Lyle nokkur Harris. Sá var dag- skrárgerðarmaður hjá BBC sjónvarps- stöðinni. Hinn óslökkvandi áhugi Andrews á leiklistinni fór ekki framhjá Harris og hann bauð honum smáhlut- verk í s jónvarpsdagskrá sem hann var að vinna að. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom fram í sjónvarpi,” segir Andrews, ,,og á eftir leit ég á mig eins og film- stjömu!” Anthony Andrews varð fyrst frægur fyrir túlkun sina á Sebastian í Bridcshead Revisited eða Ættaróðalinu. Hér eru þeir féiagarnir Sebastian Flyte og Charles Ryder eða Andrews og Jeremy Irons.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.