Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR18. JONl 1983.
„Flest sem ad
kjafti kentur nota ég
í telknmgarnar99
— Fridrik Rafnsson, f réttaritari bladsins í Frakklandi9 spjallar
við hinn géðkunna skopteiknara Jean-Francois Batellier
Eitt af furöum fransks menningar-
lífs er almenn ást Frakka á teikning-
um og teiknimyndum í bókaformi. I
bókabúðum er mesta ösin gjaman við
hillur þær sem hlaðnar eru teikni-
myndabókum af ýmsu tæi. Menn geta
valið allt frá klámbókum til barnabóka
í meinlausari stíl, allt eftir smekk og
þörfum Hvers og eins.
Hörð samkeppni
Eins og gefur að skilja eru allmargir
sem f ást við teikningar og baráttan um
athygli fólks því ansi hörð. 1 fmmskógi
markaðslögmálanna verða því flestir
að láta sér næg ja teiknun í frístundum.
Einn þeirra sem tekist hefur að gera
teiknun að lifibrauði sinu er 35 ára
gamall Parísarbúi, Jean-Francois
Batellier aö nafni. A dögunum var
hann á ferðinni hér í Aix-en-Provence í
Suður-Frakklandi og vakti mikla at-
hygli borgarbúa. Þrátt fyrir miklar
annir við að svara spurningum sýning-
argesta, árita bækur og fleira varð Ba-
tellier ljúflega við beiöni undirritaðs
um smáspjall, lesendum DV til handa.
Að krœkja í fólk
DV: Hvers vegna að koma alla leið
frá París hingað út í „sveit” til þess að
sýna myndir þinar?
B: Vegna sólarinnar! Mér finnst
gott að skipta um loftslag endrum og
eins. Annars er nokkurn veginn sama
hvar maður sýnir, móttökurnar em yf-
irleitt ljómandi góðar. Parísarbúar
eru kannski aðeins trekktari ef eitt-
hvað er.
DV: Hvernig líkar þér að sýna
myndirnar undir bemm himni?
B: Mér líkar þaö stórvel. Fólk er
flest hálflatt í þessum hita og nennir
varla að klifra upp á fyrstu hæð þar
sem sýningarsalurinn er til húsa. Með
því aö sýna líka hérna utandyra kræki
ég í fólkið ef svo má segja. Auk þess
finnst mér mjög jákvætt að sjá og
heyra viöbrögð fólksins á röltinu.
DV: Hvernighefursvogengið?
B: Þetta hefur gengið mjög vel. Að-
sókn aö sýningunni hefur verið ljóm-
andi, skipulagning sýningarinnar er
algerlega í höndum aðila frá borginni
þannig að ég sit bara i makindum í
bh'ðunni og spjalla við fólkið.
IMeistinn undarlegi
DV: Svo að við snúum okkur að al-
mennari málefnum, finnst þér að list-
in eigi að fara til fólksins, fólkið til list-
arinnar eða hvort tveggja?
B: Að mínu áliti eiga Ustamenn að
fara til fólksins án þess þó að eltast
við smekk þess í einu og öllu, einung-
is til þess að geðjast því. Það er eins
með myndlistina eins og annað, að
millivegurinn er bestur og þá um leið
vandrataðastur. Listamaðurinn verð-
ur að halda sig í vissri fjarlægð frá
neytandanum ef hann á að halda list-
rænu sjálfstæði sínu. Þannig verður
áhorfandinn að stilla sig inn á táknmál
listamannsins. Það er síðan þessi
neisti sem myndast milli hugsunar
Ustamannsins og skynjunar áhorfand-
ans sem skapar þetta sem enginn get-
ur útskýrt en stundum er kallaö list.
DV: Hvers vegna varö teiknunin
fy rir valinu sem Ustform?
B: Vegna þess að það er það eina
sem ég kann! Eg hefði rétt eins getað
BatelUer spjallar um llstir við einn af sýningargestum sinum.
J.F. Batellier: „Það er þessi neisti sem myndast muu nugsunar ustamannsins og skynjunar áhorfandans sem
skapar þetta sem enginn getur útskýrt en stundum er kaliað Ust.”
DV-myndir Friðrik Rafnsson.
iÉ \ \ V Jk, í i |||l
S HHKjI
pp* 1 f k :íj
1
''wammm Jál
1; * M gggÉT
Frá útisýningu þeirri sem BateUier hélt á teikningum sinum í háskólaborginni
Aix-en-Provance í Suður-Frakklandi.
fariðaðsyngja. Það viU bara þannig til
að ég get teiknað og því teikna ég. Mér
finnst þetta skemmtilegt tjáningar-
form.
Efni myndanna
DV: Hvað viltu segja mér um val
þitt á viðfangsefnum?
B: Það er margvíslegt og misjafnt
eftir tíma og aðstæðum. Ég teikna flest
sem mér kemur í hug. Atburði líðandi
stundar, það sem er að gerast í þjóöfé-
laginu, aUs kyns hugaróra og heim-
spekilegar spumingar, flest sem að
kjafti kemur nota ég á einhvern hátt i
myndir mínar. AUt sem ég hef þörf fyr-
ir að seg ja eða læt mig dreyma um.
DV: Núertuhérmeöbækurtilsölu.
Er einna vænlegast aö koma verkum
sínum á framfæri á þennan hátt?
B: Það er erfitt að fullyrða eitt eða
neitt í því sambandi. Þetta er ein leiðin
af mörgum miðlum nútímans, t.d.
sjónvarps eða blaða.
DV: Talandi um blöð, hafa teikning-
ar þínar oft verið á síðum blaða hér?
B: Já, það er aUtaf af og til sem
verk mín birtast í blöðunum. Flest
stærstu blöðin s.s. „Le Monde” og ,,Le
Canard Enchainé” hafa birt eftir mig
verk. Auk þess hafa bækur mínar verið
þýddar á nokkur tungumál og í fram-
hjaldi af því hafa blöð viðkomandi
landa birt eitthvað eftir mig.
DV: Bækur þínar eru þannig tU á
hvaðatungum?
B: Bíddu nú við. .. Þær hafa verið
þýddar á ensku, þýsku, spænsku og
hollensku. Mér er að minnsta kosti
ekki kunnugt um fleiri þýðingar!
Vinsældir teikningarinnar
DV: HvernigerstaðateUcningarinn-
ar hér í Frakklandi miðað við önnur
listform?
B: Hún hefur lengi verið og er enn
gífurlega vinsæl hér. Það má jafnvel
segja að hún njóti allt eins mikiUa al-
mennra vinsælda og kvikmyndin.
Teiknimyndir í orðsins víðustu merk-
ingu hafa mikið að segja og njóta sí-
vaxandi vinsælda. AUir aldursflokkar
lesa eða skoða þessar bækur enda er
magnið gífurlegt og úrvaliö mikið. Af-
arnir og ömmumar eru engu áhuga-
minni en barnabömin. Þannig viröist
framtíðin í þessari grein vera allbjört.
DV: Að lokum, þekkir þú einhvem
íslenskan teiknara?
B: Nei, því miður. Eg vissi ekki einu
sinni að þeir væru tU! Hins vegar er
mér kunnugt um tilveru forsetans ykk-
ar. Ég sá hana í sjónvarpinu um dag-
inn og var mjög hrifinn.
Þar með var J ean-Francois BatelUer
rokinn af stað, því að í undirbúningi
var flutningur sýningar hans til kvik-
myndaborgarinnar Cannes. Ekki er
undirrituðum kunnugt um hvort hon-
um tókst að skáka kvikmyndajöfrun-
um þar í aðsókn, en Aixbúar létu ekki
sitt eftir liggja (enda er kappinn klár
oghress). -F.R.