Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Page 10
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 24. JUNl 1983. Andreas Papandreou . t'orsætisráðherra Grikkja. og sósialistaflokkur hans unnu sigur í kosningunum 1981 meðal annars vegna andstöðu sinnar við Nató. Nú virðist sem sú al'staða hafi verið tekin til endurskoðunar. Grikkland: Nató- aðild — þrátt fyrir ágreiningvið bandalagið Tuttugu mánuðum eftir að grískir sósíalistar komust til valda, meðal annars vegna andstööu sinnar við Nató, ber ekki á að þeir hafi neinar fyrirætlanir um að draga sig út úr hernaðarbandalaginu hvorki hemað- arsamstarfi þess né pólitísku sam- starfi. Aö vísu hafa grísk stjórnvöld snúist gegn fyrirætlunum Nató um uppsetningu nýrra kjarnaflauga í V- Evrópu og gríski herinn tekur ekki þátt í heræfingum Nató á Eyjahafi vegna ágreinings viö tyrknesk stjórnvöld, en Tyrkland er einnig meðlimur í Nató. En þaö er ljóst af viðtölum fréttamanna við hátt setta Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýlega skýrslu um pyndingar á pólitískum föngum í leynilegum fangabúðum í Chile. Leynilögregla Chile, Central Nacion- al de Informaciones (CNI), stjórnar búðunum. Þar eru klefar sem virðast hafa verið útbúnir sérstaklega til pyndinga. Amnestyteluraðpynding- ar í þessum búðum séu aðeins hluti af víðtækum pyndingum í landinu. Amnesty hefur sent rannsóknar- nefnd til Chile til þess að afla upplýsinga um pyndingar, meðal annars með því að ræða við fyrrver- andi fanga sem segjast hafa verið pyndaðir. 1 nefndinni voru tveir læknar. Amnesty Intemational telur að í fyrmefndum búðum leynilög- reglunnar hafi læknar og hjúkmnar- fólk skoðað fanga fyrir og eftir pyndingar og telur ennfremur að einn eöa fleiri í hópi læknanna og .hjúkmnarfólksins hafi „tekið beinan þátt í pyndingum”. I skýrslu Amnesty um pyndingar í Chile er sagt frá 19 fyrrverandi föng- gríska embættismenn og herforingja að þeir líta enn á Grikkland sem mik- ilvægt svæði á suðurvígstöðvum Nató. um. Rannsóknamefnd Amnesty kannaöi mál þeirra og læknamir í nefndinni skoðuðu þá. Átján þeirra segjast hafa veriö pyndaðir í búðum leynilögreglunnar og lögreglunnar, þrettán í stöövum CNI í höfuðborg- inni Santiago, aðrir í stöðvum CNI annars staöar í landinu eða á lög- reglustöðvum. Flestir sögðust hafa verið löðmngaðir, barðir með krepptum hnefum eða bareflum, sparkað hefði verið í þá og fjórtán sögðust hafa verið pyndaðir með raf- straumi. Sem dæmi má nefna mál þriggja fyrrverandi fanga: — Nítján ára nemandi í félagsráð- gjöf segir að sparkað hafi verið í sig, hún hafi verið barin með krepptum hnefum og pynduð með rafstraumi. Henni var nauðgað fjóriun sinnum og hótað frekara kynferðislegu of- beldi. Hún var þvinguö til þess að leggjast við hlið rotnandi mannslík- ama og var sagt að það væri lík mannsins sem hún hefði búið meö. — Tuttugu og fjögurra ára tré- smiður var yfirheyrður samfleytt í Þrátt fyrir ágreininginn um heræf- ingar á Eyjahafinu taka Grikkir enn þátt í flotaæfingum annars staðar á Miðjarðarhafi. I næstu viku munu sex sólarhringa og pyndaður í 4 til 6 klukkustundir í senn. I tíu daga þar á eftir sætti hann barsmíðum í klefa sínum að meöaltali tíu sinnum á sólarhring. — Þrjátíu og þriggja ára starfs- maður mannréttindasamtaka, sem var undir læknishendi vegna floga- veiki, var bundinn nakinn við járn- rúm og pyndaður með rafstraumi. Hann segir að læknir hafi skoöað hann fyrir og eftir pyndingar. Þorri fanganna sem rætt var við sagðist hafa verið í læknisskoðun fyrir og eftir pyndingar. I sumum tilvikum bendir margt til þess að „einn eða fleiri lækna og hjúkrunar- fólksins hafi tekið beinan þátt I pyndingum, "segir ískýrslunni. Amnesty International vekur athygli á því að í alþjóðasiöareglum lækna er þátttaka í pyndingum bönn- uð. Fangabúðir CNI í Santiago eru í byggingu sem var áður læknaskóli borgarinnar. Amnesty International heldur því fram að síðan leynilögreglan CNI var stofnuð árið 1977 hafi hún ólög- lega og í trássi við ákvæði stjórnar- skrárinnar handtekið og yfirheyrt mörg hundruð menn af pólitískum ástæðum. Athygli yfirvalda hafi mörgum sinnum verið vakin á lög- brotum af þessu tagi en sjaldan hafi það leitt til lögsóknar. Amnesty Intemational sendi ríkis- stjóm Chile skýrslu sína í apríl í vor. Skorað er á yfirvöld að skipa óháða rannsóknamefnd til þess að kanna hvað hæft sé í fullyrðingum um pyndingar sem hafa verið kærðar. I skýrslunni segir að á miðju ári í fyrra hafi rúmlega tvö hundmð pyndingakærur verið fyrir dómstól- um. Skoraö er á stjórnina aö sjá til þess að dómstólar gegni skyldum sínum samkvæmt landslögum til þess að tryggja að fangar séu ekki pyndaðir eða sæti illri meðferð. Mannréttindasamtökin hvetja einnig til þess að ítarlega verði kannað hvað hæft sé í fullyrðingum um að læknar og hjúkrunarfólk taki þátt í pyndingum, einkum í stöðvum leyni- lögreglunnar CNI í Santiago. Lagt er til að Læknafélagi Chile verði boöin þátttaka í rannsókn málsins. grísk herskip taka þátt í æfingum undan strönd Italíu með herskipum frá Spáni, Bandaríkjunum og Frakk- landi. Og þó grísk stjórnvöld hafi ekki fallið frá þeirri fyrirætlun sinni að losna við bandarísku herstöðvarn- ar úr landi hafa þau sýnt meiri sveigjanleika í viðræöunum um þau mál en búist var við. Þannig hefur samband Grikkja viö Nató alls ekki rofnað algerlega þó slíku hafi verið spáð við valdatöku stjómar Pap- andreou. Stjórnvöld draga í land Papandreou forsætisráðherra lof- aði því, í kosningabaráttunni fyrir valdatöku sósíalista, að Grikkir myndu draga sig út úr samstarfinu í Nató en þá höfðu Grikkir nýlega haf- ið hernaðarsamstarf viö Nató að nýju eftir að hafa dregið sig út úr því um sex ára skeiö í mótmælaskyni viö innrás Tyrkja á Kýpur. En nú bregð- ur svo viö að í stað þess aö standa gegn öllum hugmyndum um aðild að Nató, eins og flokkur sósíalista gerði þegar hann var í stjómarandstöðu, leggur ríkisstjómin höfuðáherslu á ákveöna málaflokka sem sagt er að standi einir í vegi fyrir fullu sam- starf i Grikk ja við hin Nató-ríkin. Eitt þeirra vandamála snertir grísku eyjuna Lemnos, en Tyrkir segja að samkvæmt samningum Grikkja og Tyrkja eigi hún að vera án allra herstöðva. Þessu hafna grísk stjórnvöld algerlega. Vegna þess komu Grikkir í veg fyrir að flotaæfingar yrðu haldnar á Eyja- hafi í desember síðastliðnum en sam- kvæmt fyrirætlunum um æfingarnar áttu skipin hvergi að koma nærri Lemnos. Grísk stjórnvöld héldu því fram að með því væru Nató-ríkin að taka undir afstöðu Tyrkja varðandi þetta mál. Og eftir það hafa Grikkir ekki tekið þátt í flotaæfingum á Eyjahafi. Annað vandamál snertir tregðu Nató til þess að afhenda Grikkjum að nýju fulla stjórn á flugumferð í grískri lofthelgi sem Grikkir höföu fýrir 1974. I samkomulaginu sem Grikkir gerðu þegar þeir tóku upp hernaðarsamstarf við Nató 1980 seg- ir að það mál verði ekki útkljáð fyrr en Larisa-flugstöðin í Grikklandi hafi veriö sett undir stjóm Nató. En stjóm sósíalista vill snúa þessu við og að fyrst verði Grikkjum tryggð full yfirráö lofthelgi sinnar og síðan fái Nató umráð yfir Larisa-flugstöð- inni. Þetta mál er enn óútkljáð. Breyttar baráttuaðferðir Skömmu eftir að Papandreou tók við embætti hleypti hann upp fundi vamarmálaráðherra Nató þegar hann fór fram á að Nató gæfi Grikkj- um tryggingu fyrir því að Tyrkir réð- ust ekki inn í Grikkland. Þessu var neitað og fundinum lauk í upplausn sem ekki hefur áöur gerst í sögu Nató. En síðan þá hafa Grikkir beitt öðmm aðferðum. Á Nató-fundinum I París, fyrr í þessum mánuði, létu fulltrúar Grikkja sér nægja að láta í ljós efasemdir sínar um viss atriði í lokaályktun fundarins en beittu ekki neitunarvaldi sínu gegn henni í heild. I viðtali við fréttamenn lagði grísk- ur hershöfðingi áherslu á herfræöi- legt gildi Grikklands gagnvart Nató. Hann benti á að Grikkland lokaði f yr- ir útgönguleið Sovétríkjanna út á Miðjarðarhafið og fyllti upp í varnir Nató milli Italíu og Tyrklands. „Grikkland er líka það Nató-ríkj- anna sem auðveldast er að fara um ef þyrfti að koma Júgóslavíu til hjálpar gegn herjum Varsjárbanda- lagsins,” sagðihershöfðinginn. Valdajafnvægi Kannski er lykilinn að afstöðu sósíalista til Nató að finna í viötali við Papandreou sem birtist í grísku blaði í apríl 1981, sex mánuðum áður en hann komst til valda. Þar segir Papandreou að áframhaldandi aðild að Nató sé þjóðinni mjög hættuleg og einnig segir hann að grundvallar- stefnan sé sú að draga sig út úr bandalaginu. En forsætisráðherrann segireinnig: „Hversu hratt úrsögnin kemur til framkvæmda mun ráöast af þörf gríska hersins fyrir vopn, valdajafnvæginu í heiminum og sér- lega valdajafnvæginu í okkar heims- hluta.” Þó aö ríkisstjómin hafi sagt að hættulegt sé fyrir Grikki að eiga að- ild að Nató virðist hún hafa metið stöðuna svo að það væri hættulegra að segja sig úr bandalaginu. Utgjöld Grikkja til hermála nema 6,5% af þjóðartekjum sem er hæsta hlutfall slíkra útgjalda hjá nokkru Natóríki. Mestur hluti vopnabúnaðar gríska hersins er keyptur af Vesturveldun- um. Papandreou hefur sagt að þessi miklu útgjöld til hermála séu nauö- synleg til þess að verja landið gegn Tyrkjum sem grísk stjómvöld telja ásælast grískt landsvæði. Og Papan- dreou, sem einnig er varnarmála- ráöherra Grikklands, hefur marg- sinnis fullvissað gríska herforingja um það að vopnaþörf þeirra verði sinnt. En allar aðgerðir, sem miðuðu að því að draga Grikkland út úr Nató, myndu gera Papandreou erfitt fyrir með að halda það loforð sitt. I við- ræðum um bandarísku herstöðvarn- ar í Grikklandi lögðu grísk stjórn- völd fram þá kröfu að gegn því að Bandaríkjamenn fengju að halda stöðvunum yrðu þeir að veita Grikkj- um mikla hemaðaraðstoð. Nú hafa þær viðræður siglt í strand, þó ekki sé ljóst af hverju. En reikna má með að afstaða grískra stjórnvalda til Nató muni að einhverju leyti ráöast af niðurstöðu þeirra viðræðna. Andstaða við stjóra Pinochets í Chile hefur aukist stórlega síðustu mánuði og náð hámarki með víðtækum verkföllum og mótmælaaðgerðum síðustu daga. En ekkert fararsnið er á Pinochet úr forsetastóli og ekki linar leynilögregla hans tökin eins og kemur fram í þessari grein um skýrslu Amnesty Inter- national um pyndingar í leynilegum fangabúðum í Chile. Amnesty International: Pyndingar í Chile — taka læknar þátt fþeim?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.