Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Side 32
TÚNÞÖKUR
FYRIR ALLA.
Áratuga reynsla tryggir
gæðin.
LANDVINNSLAN S/F.
Pöntunarsímar:
78155 17216(99)5127.
Matthías Bjarnason, heQbrigðis-,
trygginga- og satngönguráðherra.
„Ætla að sjá
til hvort ég
klára þetta
ekki sjálfur”
— segir Matthías
Bjamason, sem hefur
ekkiíhyggjuað ráða
sér aðstoðarráðherra
„Eg hef ekki í hyggju að ráða mér
aðstoðarmann. Ég ætla að sjá fyrst
til hvort ég klára þetta ekki sjálfur,”
sagði Matthías Bjarnason, heilbrigð-
is-, trygginga- og samgönguráð-
herra, er DV spuröi hann um
aöstoðarráðherra.
„Þetta eru að vísu stór ráðuneyti
og fleiri en eitt. Þetta gæti orðið
erfitt,” sagði Matthías.
-KMU.
Einkunnamál flug-
umf erðarst jóranema:
TALINN SAKLAUS
Ríkissaksóknari mun ekki ákæra í
einkunnamáli flugumferöarstjóra-
nemans. „Það var ekki talin sönnun
fundin fyrir því að refsivert athæfi
hefði verið framið,” sagði Þórður
Bjömsson rikissaksóknari.
Mál þetta snerist um meinta fölsun
stúdentsprófseinkunna ungs pilts
sem sótti um að komast i nám í flug-
umferðarstjóm. Pilturinn hefur þeg-
ar lokið hluta af námi sínu. Flugum-
ferðarstjórar neituðu hins vegar að
taka hann i verklegt nám meöan
niðurstaða væri ekki fengin úr eink-
unnamálinu.
Af þessum sökum hefur piltinum i
heilt ár verið haldið frá námi. Hann
hefur á meðan veriö á iaunum sem
nemi.
-KMU.
LOKI
Hvað skyldi þaö taka <
Sverrí mörg hjörí að
semja?
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983.
— Fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis:
Ók á þrjár kindur
— krefst skadabóta
Bóndi nokkur í ölfusi hefur nýveriö
fengið skaðabótakröfur vegna
skemmda sem urðu á bifreið sem ók á
þrjár kindur bóndans í fyrrahaust.
Tvær kindanna drápust í slysinu.
Þetta mál er nokkuö óvenjulegt fyrir
þær sakir að vanalega eru það öku-
mennirnir sem hafa þurft að borga
skaðann, bæði á kindum og bifreið.
ökumaöur bifreiðarinnar segir í
samtali viö DV að hann höfði þetta mál
vegna þess að hann telji að kindumar
hafi verið reknar í veg fyrir bif reiðina,
svo og telur hann tíma til kominn að
ökumenn á vegum iandsins leiti réttar
síns gagnvart eigendum þeirra kinda
sem séu að þvælast á þjóðvegum í tíma
og ótíma.
Málsatvik vora þau að bóndinn var
að reka níu til tíu kindur í gegnum hlið
sem er við býli hans við þjóðveginn
milli Hveragerðis og Selfoss. Farið var
að skyggja er þetta var. Skyndilega
stukku þrjár kindur út úr hópnum og
upp á veginn. Þar bar þá að nokkra
bíla og lenti sá þeirra er f remstur fór á
kindunum.
Tvær kindanna drápust, eins og fyrr
sagði, en ein slapp lifandi. Talsverðar
skemmdir urðu á bif reiðinni.
Þar sem ökumaöur bifreiðarinnar
telur að óheimilt sé með öllu aö reka fé
við þjóðvegi eftir að farið er aö
skyggja, án eftirlits lögreglu, ákvað
hann að höfða mál á hendur bóndan-
um.
Málið, sem verður tekið fyrir um
næstu mánaðarnót, er eftir því sem
næst verður komist, fyrsta mál sinnar
tegundar hérlendis og því prófmál
varöandi rétt ökumanna gagnvart roll-
umá þjóðvegum landsins.
-SþS.
Bæjarfógetinn íEyjum:
VEITIR EKKI
LEYFITIL
JONSMESSU-
GLEÐI
„Eg synjaði íþróttafélaginu Þór
um leyfl til aö halda útiskemmtun á
Jónsmessu,” sagöi Kristján Torfa-
son, bæjarf ógetí í V estmannaey jum í
samtaliviðDV.
„Mér finnst vel séð fyrir skemmt-
anahaldi hér og tel að ein stór útihá-
tíð á ári sé fullnægjandi. Það fylgir
viss hætta slíkum útihátiöum og það
eru hamrar nærri svæðinu. Einnig
hefur borið við aö unglingar hafi ver-
ið með vín á þessum útiskemmtun-
um. Það er rétt aö fulltrúi minn gaf
vilyrði fyrir leyfi en hann þekkti ekki
það sem á undan er gengið. Vissu-
lega hafa þessar hátíðir Þórs verið
haldnar hér síðustu 5 ár en þaö má
segja aö betra er seint en aldrei. ”
„Þetta kom flatt upp á okkur,”
sagði Gunnar Ingi Einarsson hjá
Iþróttafélaginu Þór. „Jónsmessu-
hátíðir okkar hafá alltaf gengiö mjög
vel fyrir sig. Mér skilst að fógeti telji
þetta fylleríssamkomur og að ungl-
ingar undir lögaldri séu með vín. En
þaö vita allir aö það þarf ekki úti-
skemmtanir til. Við erum mjög von-
sviknir út af þessu enda fer mikil
undirbúningsvinna í súginn. Það er
grátlegt að á sama tíma og yfirvöld
predika um nauðsyn æskulýðs- og
íþróttastarfs fá íþróttafélögin ekkert
fjármagn og fjármögnunarstarf
okkar er stöðvað með þessum hætti.”
-ás.
Styttir upp á sunnudag
Loks sér Veðurstofan fyrir endann
á rigningunni sem skapraunað hefur
höfuðborgarbúum og fleirum að und-
anfömu. A sunnudag geta íbúar á
vestanverðu landinu vænst þess að
sjá til sólar á ný eftir margra daga
bið.
-KMU.
Brúðkaup á Jónsmessunótt
Laust eftir miðnætti í nótt, Jónsmessunótt, gaf séra Ámi Pálsson þau Normu
Magnúsdóttur Norðdahl og Bjaraa Sigurð Bjarnason saman í heilagt hjónaband.
Athöfnin fór fram í Kópavogskirkju.
„Það var engin sérstök ástæða. Þetta var hugdetta,” sagði brúðguminn er DV
spurði hann hvers vegna þessi óvenjulegi timi væri valinn til athafnarinnar.
Ur kirkju héldu brúðkaupsgestir til veislu til að samfagna brúðhjónunum. „Ég
ætla að bjóða fólkiuu að velta sér upp úr dögginni í nótt, ef það vill,” sagði Bjarai
og hló. „Himininn hefur séð til þess að nóg er vætan.”
-KMU/DV-myndir: EinarÖIason.