Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Qupperneq 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. JULl 1983.
Til leigu
miðsvæðis í borginni.
Til leigu um 250 m2 salur á 4. hæð á Hverfisgötu 105. Salurinn
er til sýnis alla virka daga á milli kl. 9 og 16. Til greina kemur
langtímaleiga. Nánari upplýsingar í síma 17500 eða á staðn-
um.
SMÁ-auglýsingar
Opnunartími um
VERSLUNARMANNAHELGINA
verður sem hér segir:
Föstudaginn 29. júlí OPIÐ til kl. 22,
laugardaginn 30. júlí LOKAÐ,
sunnudaginn 31. júlí LOKAÐ,
mánudaginn 1. ágúst LOKAÐ.
Þriðjudaginn 2. ágúster
opið frá kl. 9—22.
SMÁAUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI II SÍMI 27022
Auglýsing
Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75 14. septem-
ber 1981 um tekjuskatt og eignarskatt um að
álagningu opinberra gjalda á árinu 1983 sé lokið á
þá menn sem skattskyldir eru hér á landi sam-
kvæmt 1. gr. greindra laga, á börn sem skattlögð
eru samkvæmt 6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og
aðra aðila sem skattskyldir eru skv. 2. og 3. gr.
þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau
opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á
árinu 1983 á þessa skattaðila hafa verið póstlagð-
ar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að
sóknargjöldum undanskildum, sem þessum skatt-
aöilum hefur verið tilkynnt um með álagningar-
seöli 1983, þurfa að hafa borist skattstjóra eða
umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dag-
setningu þessarar auglýsingar.
Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitn-
aðra laga munu álagningarskrár fyrir hvert
sveitarfélag liggja frammi á skattstofu hvers um-
dæmis og til sýnis í viðkomandi sveitarfélagi hjá
umboðsmanni skattstjóra dagana 27. júlí—10.
ágúst 1983, að báðum dögum meðtöldum.
27. júlí 1983.
Skattstjórinn í Reykjavík,
Gestur Steinþórsson.
Skattstjóri Vesturlandsumdæmis,
Jón Eiríksson.
Skattstjórinn í Vestf jaröaumdæmi,
Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra,
Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra,
HaUur Sigurbjömsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi,
Bjami G. Björgvinsson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi,
Hálfdán Guðmundsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum,
Ingi T. Bjömsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sveinn Þórðarson.
Friðarsamtok
og stjómmálaþátttaka
Baráttuhópum gegn notkun kjam-
orkuvopna hefur fjölgað hérlendis á
síöustu misserum. Munu þeir einbeita
sér að raunhæfum verkefnum, og þar
með e.t.v. fá einhverju ágengt, eða
munu þeir dreifa kröftum sínum á
óraunsæ verkefni? Þetta sýnist mér
vera tímabær spurning, því að búast
má viö aö ef baráttuhópunum mistekst
í upphafi aö ná einhverjum augljósum
árangri, og daga ekki þegar uppi, þá
muni einhverjum af hinum hefð-
bundnu samtökum með eða móti Nato
takast að virkja afl þeirra í sina þágu.
Niðurstaða min mun verða sú, að
líklegasta leiðin til langvarandi árang-
urs sé að and-kjamorkuvopnahópamir
hafi samvinnu viö íslenska ríkiö um
lausnir kjarnorkuvandamála.
Hefðbundin friðar-
samtök á íslandi
Saga baráttuhópa gegn kjarnorku-
vopnum sýnir að eina leiðin til að ná
fram árangri í því var að fara
hefðbundnar stjómmálaleiöir. Þannig
má segja að Nato-sinnar á Islandi hafi
talist til baráttuhópa gegn kjamorku-
vopnum allt síðan Island gekk í Nato
árið 1949, ef litið er á þaö markmið
þeirra að tryggja friðinn milli risa-
veldanna tveggja, og þar með að forðast
kjamorkustríð semlslandbiðitjónaf.
Þar vom farnar hefðbundnar stjórn-
málaleiðir, og er ekki ólíklegt að vera
Islands í Nato hafi verið mikilvægt lóð
á skálavog hernaðarjafnvægis sem
hefur viðhaldið friði í rúm þrjátíu ár.
Alþýðubandalagið og forveri þess,
svo og hluti Framsóknar og
Alþýðuflokks hafa oft viljað stuöla að
friði með því að minnka sem mest um-
svif Natohers á Islandi og á síðustu
árum með því að mótmæla því að
kjamorkuvopn yrðu staðsett á Islandi.
Reyndar má gera ráð fyrir að Sjálf-
stæðisflokkur hafi einnig veriö á móti
ótakmörkuðum umsvifum Nato hér-
lendis. Þessi stefna fór einnig
hefðbundnar stjómmálaleiðir aö
mestu.
Kjallarinn
Tryggvi V. Líndal 1
T-'— »■—"l"1 . ,ii ii ...|
Árangur þessara stefna er sá að Is-
land hefur ekki misst nema hluta
sjálfsákvörðunarréttar síns gagnvart
hersetu, og engin kjarnorkuvopn eru á
Islandi. Má því segja að þessar stefnur
báöar, þ.e. Nato-sinna og Nato-and-
stæðinga, hafi leitt til þess að Island er
í raun kjarnorkuvopnalaust svæði.
Enn er að nefna Samtök herstööva-
andstæðinga. Sjálfstæð starfsemi
þeirra hefur að mestu falist í að efna til
f jöldafunda og fræðslu um varnarliðið.
Sem slík hafa þau verið gagnleg vís-
bending um viðhorf almennings til
mála tengdum vamarliðinu. Helsta
stefna þeirra hefur verið sú sama og
áður var nefnt um Nato-andstæðinga;
að Nato hafi sem minnst umsvif á
Islandi.
Áhrif SHA á stjórnmálaflokkana
hafa trúlega veriö þau helst að safna
atkvæðum til þeirra flokka sem studdu
málefni þeirra mest. Þannig hafa áhrif
þeirra trúlega skilað sér að einhverju
leyti eftir hefðbundnum flokkspólitisk-
um leiðum að lokum. Þó hefur þeirra
sérstæða hlutverk verið það að vera
milliliður milli alþýðu og stjómmála-
manna og veita þannig almennum
lýðræðis-, sjálfstæðis- og manngildis-
hugsjónum í flokkspólitíska farvegi.
Reyndar á þetta einnig að mestu
leyti við um almenn samtök Nato-
sinna, þ.e. Varðberg — Samtök um
vestræna samvinnu, þótt tengsi þeirra
við stjórnmálaflokka séu formleg.
Nýir straumar
erlendis frá
Hvatarnir að hinum nýju friðar-
hreyfingum hérlendis era að mestu
komnir erlendis frá og eru þeir að
mínu áliti þessir helstir:
1) Hræðsla fólks almennt við að
kjamorkuvopnum fari sífellt fjölgandi.
2) Utbreiðsla þeirra til vopnabúra æ
fleiri þróunarlanda virðist fyrirsjáan-
leg. 3) Einnig hefur f jölgun eldflauga í
Evrópu stóraukið ugg Evrópubúa.
4) Við þetta hefur bæst aukin almenn
spenna í sambúð risaveldanna
tveggja. 5) Aukþessmættie.t.v. nefna
að almenningur á Vesturlöndum hefur
aflögu þrek til að mótmæla, sem hefði
á öðrum tíma beinst gegn stríði
Vesturlanda, svo sem Víetnam-stríð-
inu. 6) Þar á ofan mætti e.t.v. nefna að
öflugar friðarhreyfingar almennings
hljóta að skapa í sjálfu sér spennu
því að þeim fylgir aukin ábyrgð og
óstöðugleiki, þar eð þær eru nýr hópur
sem bætist við þá sem áður sáu mest
um hermál, nefnilega stjómmála-
mennina og hermennina. Og þrír
hóprnr eru líklegir til áð vera óstöðugri
en tveir, sérstaklega þegar þriðji
hópurinn, friðarhreyfingarnar, era að
mestu ósérfróöir einstaklingar sem
eiga fátt sameiginlegt. 7) Einnig bætist
við áróðursstríð risaveldanna til að
hafa áhrif á almenningshreyfingarn-
ar.
Fleira mætti nefna, svo sem mót-
mælin gegn kjarnorkuverum.
Afleiðingar þessa hafa veriö aö
víðtækar friðarhreyfingar hafa sprott-
iö upp í Evrópu og N-Ameríku, sem
krefjast fækkunar kjarnorkuvopna.
Sums staðar hafa þær fariö flokks-
stjórnmálaleiðina, svo sem
græningjarnir í V-Þýskalandi, sem
Menning Menning Mennin
LENGIMA
JÓRTRA
MOB SHOP —
Steve Beresford,
tónleikar f Norrœna húsinu 22. júlf.
Aðsókn að tónleikum Steve Beres-
ford sannaði svo að eigi veröur um
villst, að telji nýlistaráhangendur
flytjandann af sínu sauðahúsi fyila
þeir sali á tónleikum viðkomandi. Oft
virðist manni þeir í mestum metum
meðal nýlara sem næstum ekkert
kunna fyrir sér í músík heldur keppast
við að fremja einhvers konar antí-
músík og þá gjaman með viðeigandi
tilburðum til að gefa flutningnum blæ
gjörningsins.
Osjálfrátt fer maöur að velta fyrir
sér hvers vegna listamaður (því það
vill hann víst telja sig) eins og Steve
Beresford velur sér músík sem tján-
ingarform. Hann hefur það að vísu
fram yfir marga aðra músíknýlara að
vera lagtækur gutlari á píanó og
skemmtara, líkast til tækur í bílskúrs-
band á gítar og bassa, gæti hafa verið
upprennandi strokleikari í barnæsku
en afburða lélegur homablásari.
Hvorki músíkölsk geta,
né f rumleiki
Steve Beresford gerir þá regin-
skyssu að byggja dagskrá sína á
músíkölskum paródíum. Skyssu vegna
þess að hann hefur hvorki getu til þess
að skila nokkru gríni meö hljóðfæra-
Tónlist
Eyjólfur Melsted
leik sínum né hefur hann frumleika til
að brydda upp á nokkru nýju. Samt er
honum ekki alls vamað — hreinu
músíkgrím brá einu sinni, samtals
einu sinni, fyrir hjá honum og honum
tókst að nýta sér frumleika sinn í hart-
nær hálfa mínútu er hann tók fyrir
„Serial Jazz”. En að ööru leyti var
grínið mestanpart aldargömul nýlist,
margupptuggin og útþvæld. Satie
stendur fyrir sinu, en ég held að það
verði að teljast hæpið að ætla sér að éta
hann upp og japla á honum og kalla svo
nýlist um það bil öld síðar. Og hæpið
hlýtur það að teljast að flokka skrum-
skælingu, og hana trauðla fyndna, af
söng Platters, undir nýlist. Að músík-
alskri vangetunni undanskilinni
stendur að lokum fátt annað eftir í
gjörningi Beresford en heldur aula-
legir tilburðir við hljóðfæraleikinn því
að meira að segja skásti brandari
listamannsins var nútímaleg útgáfa af
teiknisögu og hnitmiðuðu kvæði um
kappana Max og Moritz, afkvæma Wil-
helms Busch frá öldinni sem leið.
Mig undrar að frábær músíkgjörn-
ingamaður eins og Lauri Nykopp þurfi
að f remja sinn makalausa músíkgjörn-
ing fyrir tylft áheyrenda þegar lélegur
músíktrúður eins og Steve Beresford
fyllir sömu sali átta vikum seinna. En í
aðra röndina er það líka sniðugt að
menn skuli komast upp með að telja
sig nýlistarmenn fyrir að vera að
jórtra upp afgamlar tuggur sem að
vísu vora smellin nýlist á sínum tíma.
-EM.