Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 8
8
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Guatemala:
Systurforseta rænt
Systur forseta Guatemala var rænt
á laugardag þar sem hún var aö koma
frá vinnu sinni á spítala í höfuðborg-
inni Guatemala City. Talsmenn stjóm-
valda segja aö bróðir hennar, Osear
Humberto Mojia Victores forseti sem
nýlega steypti Rios Montt af stóli,
muni ekki semja við mannræningjana.
Vopnaðir menn neyddu systur for-
setans, Celesta Aida Mejia Victores til
að stíga upp í bifreiö þegar hún var á
heimleið frá vinnu og höfðu samferðar-
menn hennar ekki tíma til þess að
stöðva ræningjana. Engar kröfur hafa
verið lagðar fram í nafni mannræn-
ingjanna. Vegatálmar voru settir upp
víðsvegar umhverfis höfuðborgina og
leituðu hermenn í bifreiðum.
í júní rændu vopnaðir menn systur
fyrrum forseta Guatemala, Efraín
Rios Montt, en hann neitaði einnig að
semja viöþá.
Snúningur Alexand
er Kielland gengur
að óskum
Frá Pétri Ástvaidssyni í Noregi.
Fleiri þúsund áhorfendur hafa und-
anfama daga fylgst með snúningi olíu-
borpallsins Alexander Kielland við
Stafangur en verkið hefur gengið aö
óskum hingaö til og án allra óhappa.
Kostnaðurinn er nú orðinn 193 milljón-
ir norskra króna og eykst um milljón
með hverjum deginum. Hallinn á pall-
inum er nú 90 gráður en mesta hættan
mun vera liðin hjá er hann hefur náð
140 gráðum. Senn sígur á seinni hluta
þessa umdeilda verks en þann 15.
september á því að vera endanlega
ALLRA SÍÐASTA SÝNING!
Vegna gífurlegrar aðsóknar og
fjölda áskorana mun dávaldur-
inn
GAIL G0RD0N
halda aukasýningu í Háskóla-
bíói í kvöld kl. 9.00
Sjáið og veríð vitni að stórkostlegum
dáleiðsluhæfileikum Gai/ Gordon.
Kynnist dáleiðslu afeigin raun.
Miðasala frá kl. 4.
Ath. Uppse/t í gærkvö/di. Tryggið ykkur
miða tímanlega.
Vonir standa nú til að vopnahló verði gart I Líbanon eftir harða bardaga milli drúsa og falangista og stjóm-
arhersins. Hér sjást tveir liðsmenn kristínna hœgrimanna standa vörð i götuvigi i Beirút.
Líbanon:
Miðar í átt til
vopnahlés
Heldur dró úr bardögum í f jöllunum
sauðaustur af Beirút í nótt, eftir að
samningamenn í Damaskus náði sam-
komulagi um uppkast að vopnahlés-
samningi sem leggja skal fyrir stjórn
Líbanons. Sendiráðsmenn Saudi-araba
í Damaskus, höfuðborg Sýrlands,
sögðu í gærkveldi að Bandar Bin
Sultan, prins og sérlegur sendimaður
ríkisstjórnar Saudi Arabiu í Líbanons-
deilunni, hefði flogið til Kýpur til þess
að sýna háttsettum embættismanni
Líbanonsstjómar samningsdrögin.
Sósíalíski framfaraflokkurinn, sem
samanstendur að mestu leyti af drús-
um og er undir stjórn Walid Jumblatt,
hefur sett þær kröfur fyrir vopnahléi
aö stjómarher Líbanon og hersveitir
kristinna hægrimanna haldi á brott úr
Shouffjöilum. Þar unnu drúsar nokk-
urt land af kristnum falganistum í
kjölfar brottflutnings ísraelsku her-
sveitanna í síðustu viku. Embættis-
menn í Beirút sögðu einnig fyrr í vik-
berjast útlendingar
meðdrúsum?
unni að Sýriendingar, sem sjá drúsum
fyrir vopnum og skotfærum, hefðu sett
fram róttækar kröfur sem Líbanon-
stjórn gæti ekki gengið að.
Líbanskir heimildarmenn, ásamt
vestrænum friðargæslumönnum,
héldu því fram í gær að útlendingar,
þ.e. Sýrlendingar, Palestínuarabar og
Iranir, hefðu nú tekið upp vopn og
berðust með drúsum. Talsmenn drúsa
hafa visað þessu frá.
Chile:
Pinochet varar við
ógnun marxismans
—á tíu ára af mæli byltingar sinnar
Augusto Pinochet, forseti Chile,
sagði í gær að mótmæli gegn stjóm
sinni og efnahagslegir örðugleikar
væru tímabundin vandamál og hann
varaði Chilebúa við því sem hann kall-
aöi ógnun marxismans. f ræöu sinni
ítrekaði Pinochet einnig að stjóm hans
myndi áfram fylgja fyrri stefnu sinni,
sem hún hefði fylgt í tíu ár, en ræða
Pinoches, sem hann hélt í höfuðborg-
inni Santiago, var einmitt liður í
hátíðarhöldum sem haldin voru til þess
aö minnast tíu ára afmælis byltingar-
innar gegn stjórn Salvádor Allende.
Aijdstaða gegn stjóm Pinochets hef-
ur fariö vaxandi upp á síökastið, sér-
lega eftir að efnahagsstefna ríkis-
stjómar hans leiddi landið út í ógöng-
ur. Síðustu þrjá daga hefur komið til
átaka milli lögreglu og stjórnarand-
stæðinga og hafa átta manns látist í
þeim. Mannréttindahópar telja að allt
að 35 þúsund manns hafi verið drepnir
á tíu ára valdatíma Pinochet-stjómar-
innar, flestir þeirra skömmu eftir
valdarán Pinochets.
„Eg skora nú á alla Chilebúa aö
halda vöku sinni og verja frelsi okkar
en afneita öllum alræðistilhneiging-
um,” sagði Pinochet í ræðu sinni. Hann
vék ítrekað í ræðunni aö stjómar-
skránni sem samþykkt var 1980 en
samkvæmt henni hefur hann rétt til að
stjórna landinu fram til 1989. Þó sagði
hann stjóm sína fúsa að íhuga þjóðar-
atkvæöagreiðslu um breytingar á
stjómarskránni til þess að flýta kosn-
ingu þjóðþings sem annars kæmi ekki
saman fyrr en 1990.
Augusto Pinochet, forsetí Chile,
virtíst ekki óttast stjórnarandstöðu-
öflin þar í landi og boðaði ekki tíl-
slakanir í ræðu sem hann hólt um
helgina i tílefni tiu ára afmælis bylt-
ingarinnar sem kom honum til
valda.
S-Kórea:
Skaðabætur heimtaðar af Sovétríkjunum
Stjómvöld í S-Kóreu munu fara þess
formlega á leit við Sovétmenn aö þeir
greiði fullar skaðabætur fyrir kóresku-
farþegaþotuna sem skotin var niður
fyrir tólf dögum yfir sovésku hafsvæði.
Segir í yfirlýsingu kóreskra stjórn-
valda að kröfu þessari verði komið á
framfæri við Sovétmenn meö milli-
göngu Bandaríkjamanna en S-Kóreu-
menn hafa engin samskipti við Sovét-
ríkin. Ekki hefur enn verið ákveðið
hversu miklar skaðabætur verður far-
ið framá.
Talsmenn s-kóreska utanríkisráðu-
neytisins sögðu einnig aö þau þrettán
ríki, hverra þegnar voru um borð í far-
þegaþotunni þegar hún var skotin
niður, myndu hvert fyrir sig leggja
fram skaðabótakröfur við sóvésk
stjórnvöld. S-Kóreumenn hafa lagt til
að ríkin þrettán myndi með sér við-
ræðuhóp þar sem rædd yrðu sameigin-
leg skref sem taka mætti til þess aö fá
skaðabætur greiddar.
Sovétmenn hafa viðurkennt að hafa
skotið flugvélina niður en þeir halda
því fram að hún hafi verið á njósna-
flugi fyrir bandaríska herinn. Tals-
menn Sovétríkjanna hafa þvertekiö
fyrir allar hugmyndir um að Sovétrík-
in greiddu skaðabætur.