Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Page 16
16
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983.
Spurningin
Finnst þór að
gullskipsmenn œttu að
hœtta leit eða halda áfram?
(Spurt i Reykjavik).
Stefán Eyþórsson skiifstofumaður:
Mér finnst þeir ættu að halda áfram.
Því ekki aö komast að því hvort skipið
er þarna eðaekki?
Gisli G. Isleifsson, deildarlögfræðing- j
ur hjá Verðlagsst.: Eg er ekki alveg
viss um það því eftir þeim upplýsing-
um sem fram hafa komiö þá held ég að I
skipiö finnist ekki.
Kristján Oskarsson sktpsqon: ,
Auövitaö eiga þeir að hætta, þetta er ^
sóun á peningum. Það ætti frekar að;
láta þá í Stálvík byggja einn nýjan.
Gunnar Tryggvason vélstjóri: Já, ég
held að þeir ættu að hætta því aö ég
held aö þeir finni skipið aldrei.
Bjarney Sigurðardóttir hósmóðir: Mér
finnst þeir eiga að halda áfram þvi þeir
eru búnir að leita það mikið.
Hfldur Elín Vignir nemi: Ef þeir trúa á
að þeir finni skipiö þá finnst mér að
þeir ættu hiklaust aö halda áfram.
4319— 7258 biður ökumenn að gmta sín þegar komið er að gangbrautum.
Bílstjórar:
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Farið ekki fram úr
við gangbrautir
4319—7258 hringdi:
Eg vil taka undir það sem hrædd
móðir sagöi í lesendabréfi DV 8.
september sl. Þetta sem hún segir í
bréfinu er engin móðursýki, það eru
flestar mæður hræddar um bömin sín í
umferðinni um þessar mundir. I fram-
haldi af því vildi ég segja frá reynslu
sem ég varð fyrir i umferðinni
morguninn 8. september og hef orðið
fyrir oft áður.
Eg var að keyra í áttina til Reykja-
vikurflugvallar og kem ég að gang-
braut sem þar er. Við hana beið ung
stúlka sem ætlaði að fara yfir götuna.
Eg stoppaöi bílinn á hægri akrein, rétt
hjá gangbrautinni, og stúlkan var mér
á hægri hönd. Á vinstri akreininni kom
bíli á 60—70 kílómetra hraða og
stoppaði ekki við gángbrautina heldur
hélt beint áfram. Þetta vakti mjög
mikla gremju hjá mér og því miður
náði ég ekki númeri bílsins því annars
hefði ég kært hann. Þetta hefur oft
skeð áður, bæði hef ég séð þetta og lent
íþessusjálf.
Eg vil skora á bílstjóra aö gæta sín á
því að fara ekki fram úr við gang-
brautir. Eg er sjálf orðin það hvekkt á
þessu aö ég þori varla lengur að stoppa
við gangbraut. Eg myndi kenna sjálfri
mér um ef slys yrði þegar ég stoppaði
við gangbraut.
Lesandi vill fá meira fjör i morgunútvarpið.
LÉTTARILÖG í
MORGUNÚTVARPIÐ
Lesandi hringdi:
Ég vildi einungis koma því á fram-
færi við ráðamenn Ríkisútvarpsins
hvort ekki væri möguleiki á því að hafa
lög þau sem spiluð eru í morgunút-
varpinu aðeins fjörugri. Þegar menn
eru að reyna að rífa sig upp til vinnu á
morgnana þá hjálpar ekkert betur við
að ,,kvikka” menn upp en létt tónlist.
Sú tónlist sem spiluö hefur verið að
undanförnu þætti mér betur við hæfi að
fá að heyra á kvöldin, um það bil sem
ég er aö sofna, en að hún sé spiluð á
morgnana er alveg ótækt. Einsöngslög
og kóra og klassísk tónlist er ekki sú
tegund tónlistar sem spila skal á
morgnana.
Það er skylda Ríkisútvarpsins að
halda að mönnum menningarlegu efni
og er allt gott um það að segja en
hvaða tilgangi þjónar þaö að vera að
spila áðurnefnda tegund tónlistar sem
frekar svæfir menn en vekur?
Hvort sem það eru svo morgun-
þulirnir eöa tónlistardeildarmenn sem
velja þá tónlist sem spiluö er í morgun-
útvarpinu þá vildi ég segja það að það
er hvorki greiöi viö menninguna né
hlustendur aö spila tónlist sem ekki á
heima í morgunútvarpinu. Reyniö að
taka til greina þær ábendingar sem
komu frá hlustendum í hlustendakönn-
uninni sem gerð var fyrir skörnmu, því
þar kom skýrt fram að menn vilja fá
að hlýða á létta tónlist, og þá sér-
staklega á þeim tíma þegar menn
þurfa mest á henni að halda, þ.e. þegar
þeir eru grútsyfjaðir á morgnana.
INDIANAMOLD
KOMIN í
LEITIRNAR
Indiánmr voru fróöir um nétturiog Imknlstyf- Nú or oltt Mf IðBknlstyfjum imfl-
éno oröió vinsœft af konum som fogrunormoöol.
HVAR FÆ ÉG
INDÍÁNAMOLD?
2259—4540 hringdi: boriöámeðkvasta.
Getur nokkur frætt mig ó því hvar ég Mér er sagt aö þetta e&ii sé komið
2259—4540 spurði i DV. 8. sept. hvar hœgt vmri að kaupa indiána-
mold.
Anna Heiða Pálsdóttir hringdi:
I DV 8. september sl. var lesandi
með fyrirspum um hvar hægt væri
að fá indíánamold. Ég vil benda á að
hægt er aö fá hana í versluninni Lady
Rose á Laugavegi 28. Það eru margir
sem halda aö indiánamold sé bara
einn hlutur en hér er um þrjá liti að
ræða í meiki og þrjá í kinnalit.
Meikið kostar 180 krónur en kinna-
liturinn 98 krónur. Þetta eru sömu
efni og Egyptar notuðu forðum og
heitir ALOE. Þetta efni er einnig
hægt aö fá í versluninni Disella,
Miðvangi 41, Hafnarfirði.