Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Blaðsíða 28
28
DV/TVTÁNUÐAmra tl SÉPlfeMSÉRTsíB3>: 1
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
Sigurganga West
Ham heldur áfram
— David Swindlehurst með þrennu þegar
„Hammers” vann Coventry 5:2
West Ham er nú eina liöiö í 1. deild
meö fullt hús stiga eftir fimm um-
ferðir, hefur sigrað alla andstæðinga
sína til þessa, sem er glæsileg byrjun
hjá Lundúnaliðinu. West Ham hefur
reyndar oft byrjað vel áður en oft
hefur sigiö á ógæfuhliðina hjá þessu
léttleikandi liði er lfða tekur á vetrar-
mánuðina og vellir fara að þyngjast.
Það var frábær ieikur sem áhorfendur
fengu að sjá á Upton Park, einkum af
hálfu West Ham er Coventry kom í
heimsókn.
Strax á 7. min. fékk West Ham víta-
spymu en hinn ungi markvörður
Coventry, Perry Suckling, varði
spyrnuna frá Ray Stewart. Aðeins
tveim mínútum síðar náði Coventry
forystunni er miövörðurinn Trevor
Peake skoraöi með skalla sitt fyrsta
mark fyrir lið sitt, en hann var nýlega
keyptur frá Lincoln City. Nick
Platnauer bætti síðan öðru marki við
fyrir Coventry á 15. mínútu og útlitið
allt annaö en gott hjá West Ham. En
þá tóku „Hammers” loks við sér svo
um munaði og meö tveggja mínútna
millibili um miðjan fyrri hálfleikinn
skoruðu þeir tvö mörk og jöfnuðu
metin. Fyrst skoraöi David
Swindlehurst með hörkuskalla eftir
fyrirgjöf frá Brooking og Steve Whitt-
on sá um jöfnunarmaridð. Swindlehurst
náði síðan forystunni fyrir West Ham
fyrir leikhlé. Whitton skoraöi síöan sitt
annað og fjórða mark West Ham í
byrjun seinni hálfleiks með þrumuskoti
af 20 metra færi. Fimmta marmo
URSLIT
tirslit urðu þessi í 1. deildarkeppninni í
knattspyrnu á iaugardaginn:
1. DEILD:
Arsenal—Liverpool 0—2,
Aston Villa-Norwich 1-0
Everton-WBA 0-0
Ipswich-Stoke 5-0
Leicester-Tottenham 0—3
Man. Utd.-Luton 2-0
Nott.For.-QPR 3-0
Sunderiand-Southampton 0-2
Watford-NottsC. 3-1
West Ham-Coventry 5-2
Wolves-Btrmingham 1—1
2. DEILD:
Barnsley-Middlesb. 0-2
Blackburn-Derby 5-1
Carlisle-Shrewsbury 1-0
Charlton-Sheff. Wed. 1-1
Chelsea-Cambridge 2-1
Grimsby-N ewcastle 1—1
Leeds-Cardllf 1-0
Oldham-Huddersfield 0-3
Portsmouth-Man. City 1-2
Swansea-Brighton 1-3
Sunnudagur:
C.Palace-Fulham 1—1
3. DEILD:
Bolton-Waisall 5-1
Bournemouth-Wigan 0-1
Brentford-Lincoln 3-0
Exeter-Rotherham 0-1
Hnli-MillwaU 5-0
Newport-Bradford 4-3
Oxford-Burnley 2-2
Plymouth-Gfllingham 1—1
Port Vale-Bristol R. 2-0
Sheff. Utd.-Preston 1—1
Southend-Wimbledon 1—1
Föstudagur:
Orient-Scunthorpe 1-4
4. DEILD:
Aldershot-Buryt 1-2
Blackpool-Northampton 2-4
Bristol C.-Hertlepool 2-4
Chester-Crewe 0-1
Chesterffeld-York 2-1
Darilngton-Swlndon 1-0
Petersbrough-Torquay S-4
Rochdale-Readlng 4-1
Tranmere-Wrexham 2-1
Föstudagur:
Hallfax-Mansfield 0-0
Stockport-Colchester 0-0
Sunnudagur:
Doncaster-Hereford 0-0
David Swindlehurst — hetja West
Ham.
skoraði hetja West Ham í þessum leik,
David Swindlehurst, og fullkomnaöi
þarþrennusína.
Ipswich byrjar vel
Leikmenn Ipswich hafa byrjað
keppnistímabilið mjög vel og eru nú í
öðru sæti eftir stórsigur á Stoke City á
Portman Road, 5—0. Fyrsta mark
leiksins var sjálfsmark George Berry,
varnarmanns Stoke; hann renndi bolt-
anum í eigið mark eftir aö bakvörður
Ipswich, George Burley, sendi fyrir
markið. Eric Gates bætti ööru mark-
inu við fyrir Ipswich um miðjan fyrri
hálfleikinn og John Wark skoraöi þaö
þriðja á síðustu mínútu hálfleiksins.
Fyrirliöi Ipswich, Paul Mariner,
skoraði síðan f jórða markið með miklu
þrumuskoti af löngu færi og Wark
Swindlehurst
skorar mest
David Swindiehurst hjá West Ham er ná
markahæstur i 1. deildarkeppnlnni — hefur
skorað sex mörk. Paul Mariner bjá Ipswich
hefur skorað flmm og þelr Steve Whitton hjá
West Ham og Amold Miihren hjá Manchester
United eru með fjögur mörk.
skoraði sitt annað og fimmta mark
Ipswich úr vítaspyrnu undir lok
leiksins. Leikmenn Ipswich léku þenn-
an leik mjög vel og bestur þeirra var
þó útherjinn snjalli, Kevin O’Callag-
han, sem átti þátt í t veimur markanna.
Elliot „svarti sauður" Luton
Luton var betri aðilinn í fyrri hálf-
leik gegn Manchester United á Old
Trafford og var Brian Stein mikill
klaufi að skora ekki fyrir liö sitt í hálf-
leiknum en þá brenndi hann af í al-
gjöru dauðafæri. En dæmið snerist við
í síðari hálfleiknum; þá náöu leikmenn
United öllum tökum á leiknum, en
þrátt fyrir þaö þurftu leikmenn liðsins
vitaspymur til að skora mörk sín í
leiknum. Þaö var Paul Elliot sem var
„svarti sauður” Luton í þessum leik,
hann braut fyrst af sér mjög klaufa-
lega inni í vítateig sínum og úr víta-
spyrnunni skoraði hollenski landsliðs-
maðurinn Amold Múhren af öryggi
fyrra mark United. Skömmu síðar
braut hann aftur af sér með því að
handleika knöttinn innan vítateigs.
Aftur tók Miihren vitið en Les Sealey,
markvörður Luton, varði skot hans en
hélt ekki boltanum og Arthur Albiston,
sem fylgdi vel á eftir, náði að skora.
Eftir þetta áttu leikmenn Manchester
United tvívegis skot í stangir Luton
marksins.
Fyrsti sigur Tottenham
Tottenham vann sinn fyrsta sigur á
leiktímabilinu en það sigraöi hina lán-
lausu nýliöa Leicester City, 3—0 á
Filbert Street. Það var Garth Crooks,
sem skoraði fyrsta markið fyrir Spurs
á 26. mínútu og Gary Mabbutt bætti við
öðru marki með síðustu spymu fyrri
hálfleiksins. Gary Stevens skoraði
þriðja markið i síðari hálfleiknum og
sitt fyrsta fyrir félagið síðan hann var
keyptur frá Brighton sl. sumar.
Tottenham hafði algera yfirburði í
leiknum og lék sinn besta leik þaö sem
af er. Mark Grew, markvörður
Leicester, tókst að halda markatölunni
niöri með snilldarmarkvörslu í leikn-
um. Leicester er því enn á botni 1.
deildar; hefur ekkert stig hlotið að
loknum fimm umferðum.
Markaleikur á City Ground
Þaö var fjörugur leikur á City
Ground þegar Nottingham Forest fékk
Q.P.R. í heimsókn. Gestirnir tóku
fomstuna snenoma í leiknum með
marki ungs nýliða, Ian Dawes að
nafni, en Stapheri Hodge jafnaði
skömmu síðar fýrir Forest og undir lok
fyrri hálfleiks skoraði Peter Daven-
port annað mark Forest og þeir leiddu
því 2—1 í hálfleik en Simon Stainrod
jafnaði fljótlega metin fyrir Q.P.R. í
síöari hálfleik. En undir lok leiksins
varð Bob Hazell, miðvörður Q.P.R.
fyrir því óhappi að senda boltann í
eigið mark og færði Nottingham Forest
sigurinn á silfurfati.
Létt yfir Elton John
Stjómarformaður Watford, Elton
John, hefur ömgglega andað léttar er
lið hans vann sinn fyrsta sigur á leik-
tímabilinu gegn Notts County. Það blés
ekki byrlega í fyrstu því Rachid
Harkouk skoraöi fyrir Notts County
strax á fyrstu mínútum leiksins en þeir
George Reilly og Charies Palmer
skoruðu tvívegis og færðu Watford
forystu í hálfleik, 2—1. Það var svo
enski landsliðsmaðurinn John Bames
sem bætti þriðja markinu við í síðari
hálfleik og tryggði Watford ömggan
sigur.
• Southampton vann góðan sigur á
Roker Park í Sunderland er það tók sér
ferð á hendur yfir endilangt England.
Það var Steve Moran sem skoraði bæði
mörk suðurstrandarliðsins, eitt í
hvorum hálfleik.
Erfitt hjá Úlfunum
Það ætlar að ganga erf iðlega hjá Ulf-
unum eftir að þeim tókst aö
endurheimta sæti sitt í fyrstu deildinni
eftir eins árs vem í þeirri annarri.
Þeim hefur enn ekki tekist að sigra í
leik til þessa og urðu þeir að sætta sig
við jafntefli á heimavelli sínum gegn
Birmingham. Þetta var slakur leikur
tveggja slakra liða. Bæði mörkin komu
í fyrri hálfleik; Mel Eves náði foryst-
unni fyrir Ulfana, en fyrrum mið-
vörður Everton, Billy Wright, jafnaði
metin fyrir Birmingham úr víta-
spyrnu.
• Gamla kempan Dennis Mortimer
skoraöi eina mark leiksins fyrir Aston
Villa er liöið sigraöi Norwich City á
Villa Park.
Áhorfendum f ækkar
stööugt hjá Everton
Aðeins 15000 áhorfendur mættu á
Goodison Park, heimavöll Everton, er
það fékk W.B.A. í heimsókn og er þetta
minnsti áhorfendafjöldi hjá liðinu um
alllangt skeið. Var þetta þriðji heima-
leikur liðsins á þessu leiktimabili og
hefur áhorfendum fækkað verulega frá
y Rai jjj ij li eri m n”
ki om líl m n i ísl ki rið
vann öruggan sigur (2:0) yfir Arsenal á Highbury
Eaglandsmeistarar Liverpool sýadu
það á Highbury I Lundúnum svo ekki
varð nm viHst að þeir koma til með
að verða í slagnum um Englands-
meistaratitilina enn eitt árið. Þrátt
fyrk hrakspár margra um að lið
þeirra væri á niðurleið eg að ýmsir
leikmenn þess væru orðnir nokkuð
eins eg t.d. Kenuy Ðalglish og
Kennedy. Ea það veru einmitt
þek tveir sem áttu fráhæran leik i stér-
á aaáti Arsemd og voru bestu
i Liverpool.
Arsenal byrjaði betur i leiknum og
strax á upphafsmínútunum átti Tony
Woodcock þrumuskat í þversiá Liver-
pool-marksins. Það var síðan gegn
gangi leiksins að Liverpool náði forust-
unni á 17. mínútu, þá átti Kenny Dal-
glish frábæra sendingu á Craig John-
! ston sem skoraði örugglega fram hjá
Pat Jennings í Arsenal markinu. Eftir
þetta óvænta áfall fór leikur Arsenal
að smáriðlast eg Liverpool-vélin náði
æ betri tökum á leiknum og undir lok
fyrri hálfleiksins þurfti Jennings að
taka á honum stóra sínum til að ver ja
þrumuskot frá Ian Rush. Arsenal
hyrjaði seinni hálfleikinn eins og þann
fyrri með sóknarleik og þurfti Bruce
Grobbelaar tvívegis að taka fram
sparihanskana til að verja, í bæði
skiptin frá Charlie Nicholas.
Liverpool gerði síðan endanlega út
' um leikinn er gamla kempan Kenny
Dalglish skoraði með lúmsku skoti frá
vítateigshorni á 70. mbiútu. Eftir þetta
'mark var aöeins eitt lið á vellinum,
Liverpool. Þurfti Pat Jennings að sýna
snilldartakta til að verja frá Rush og
Sounessílokin.
Frank MacLintock, fyrrum Arsenal
leikmaður, er var meðal fréttamanna
BBC á leiknum sagði aö enn vantaði
töluverða yfirvegun i lið Arsenal og
Charlie Nicholas þyrfti tlma til að að-
lagast leik liðsins. En með Liverpool
væri engin spurning, enn eitt árið i
toppbaráttunni.
Llðin sem léfcu é Highbury voru þannig
skipuð:
ARSENAL: Jennings, Sansom, Robson,
Peter Nicholas, O’Leary, Rix, Sunderland,
Woodcock, Charlle Nicholas, Davis, Hill.
LIVERPOOL: Grobbelaar, Neal, Kennedy,
Hansen, Lawrenson, Souness, Lee, Johnston,
Dalgllsh, Rush og Robinson.
Moran — skoraði bæði mörk
Dýrlinganna.
hverjum leik. Veldur þetta forráða-
mönnum Everton miklum áhyggjum
sem von er því árangur liðsins und-
anfarið er ekki til þess líklegur að
draga til sín fleiri áhorfendur. Leikur
Everton gegn W.B.A. þótti mjög
daufur. Everton sótti mun meira án
þess þó að skapa sér nokkur mark-
tækifæri. En eina marktækifæri
leiksins átti síðan holienski landsliðs-
maðurinn hjá Albion, Romeo Zonder-
van, undir lok leiksins en skaut gróf-
lega framhjá úr góðu færi. En það
hefði verið meira en lítið ósanngjamt
ef honum heföi tekist aö skora og stela
öUum stigunum þrem.
Fimm mörk Garners
Mesta einstaklingsframtak dagsins
var í 2. deUd. Það var miðframherji
Blackbum Rovers, Simon Garner, sem
gerði það. Hann skoraði ÖU mörkin í
5—1 sigri liðs síns gegn Derby County.
Manchester City vann góðan sigur á
Portsmouth, 2—1 á suðurströndinni.
Nicky Morgan skoraði fyrsta mark
leiksins fyrir Portsmouth en Ian
1 Tolmie og Derek Parlane svöruöu með
tveim mörkum fyrir City. McCluskey
skoraði sigurmark Leeds (1—0) gegn
Cardiff. Eddy Gray, framkvæmda-
stjóri Leeds, tók fram skóna að nýju og
valdi sjálfan sig í Uðið og átti stórieik.
Mick Speight skoraði fyrir Grimsby en
Kevin Keegan sá um aö bjarga stigi
fyrir Newcastle. Bumstead og Walker
skomðu mörk Chelsea í 2—1 sigrinum
gegnCambridge.
STAÐAN
rx DEILD
West Ham 5 5 0 0 15—3 15
Ipswich 5 4 10 15-3 13
Man.Utd. 5 4 0 1 10-5 12
Liverpool 53 2 0 6—2 11
Southampton 5 3 2 0 5-1 11
Aston Vflla 5 3 11 9-7 10
Coventry 5 2 2 1 9-10 8
Luton 5 2 12 10-7 7
Nott. Forest 5 2 1 2 7-7 7
Blrmingham 5 2 1 2 5-7 7
Notts County 5 2 0 3 8-8 6
Arsenal 5 2 0 3 6-8 6
Norwich 5 1 2 2 6-5 5
Watford 5 1 2 2 8—9 6
Tottenham 5 1 2 2 6-7 5
QPR 5 1 2 2 6-8 5
WBA 5 1 2 2 6-8 5
Everton 5 1 2 2 2-5 5
Sunderiand 5 113 5-10 4
Stoke 5 1 0 4 3—9 3
Wolverhampton 5 0 2 3 5—10 2
Leicester 5 0 0 5 1—14 0
2. DEILD
Sheff. Wed. 5 3 2 0 6—2 M*. 11
Chelsea 4 3 1 0 9-2 10
Mlddlesb. 4 3 1 0 8-4 10
Man. City 5 3 118-5 10
Hnddersfield 4 2 2 0 7—3 8
Biackburn 5 2 2 1 8-5 8
Charlton 4 2 2 0 4-1 8
Shrewsbury 5 2 2 1 4-3 8
Newcastie 5 2 1 2 7—5 7
Leeds 5 2 1 2 6-7 7
Portsmouth 4 2 0 2 5—4 6
Brighton 5 2 0 3 7—7 6
Cardiff 5 2 0 3 5—6 6
Grimsby 4 12 15-5 5
Camhridge 4 112 3—3 4
. Carlisle 5 113 1—4 4
Oldham 4 112 1-4 4
Ðerby 5 113 4—13 4
Barnsley 4 1 0 3 6-7 >
| C. Palace 4 0 2 2 3-6 2
Fulham 4 6 2 2 1-4 2
Swansea 4 0 1 3 2-4 1