Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1983, Page 30
30
DV. MÁNUDAGUR12. SEPTEMBER1983.
Margir erlendu Islandshestanna vöktu athygli fyrir fegurð og reisn, sérstaklega
í töltgreinunum. Hér er einn slíkur, Þór undan Stíganda 625 og Perlu frá Kolkuósi.
Það er Andreas Trappe frá Þýskalandi, sem situr hestinn og voru þeir félagar
lengi vel efstir í keppninni, en þurftu að láta í minni pokann fyrir Hans-Georg
Gundlach og Skoll í úrslitakeppninni í tölti og fjórgangi.
Helstu úrslit
EVRÓPUMEISTARAKEPPNI
A-FLOKKUR— Fimmgangur samanl. Stig
1. Tómas Ragnarsson á Fjölni, Isl. 279,24
2. Eyjólfur Isólfsson á Krák, Isl 229,20
3. Jóhannes Hoyos á Gáska, Austurr. 228,83
4. Christian Indermaur á Valsa, Sviss 225,32
5. Gunnar Arnarson á Galsa, Isl. 215,33
6. Reynir Aðalsteinsson á Sprota, Isl. 203,94
B-FLOKKUR—Fjórgangur samanl. Stig
1. WalterFeldmann jr. á Magnúsi, Þýskai. 197,42
2. Olil Amble á Blika, Isl. 195,93
3. Hans-Georg Gundlach á Skolla, Þýskal. 194,48
4. ThomasHaagáSkugga.Sviss. 191,51
5. Heidi Nilsen á Heru, Noregi 189,70
6. PrebenTroels-Smithá Væng, Danmörku 163,39
7. Otto Hilzensauer á Kjark, Frakkl. 160,16
TÖLT — tJRSLIT: Stig
1. Hans-Georg Gundlach á Skoila, Þýskal. 181,50
2. Andreas Trappe á Þór, Þýskal. 171,50
3. Daniela Stein á Seif, Þýskal. 155,00
4. Joris van Grinsven á Rauðdreka, Hollandi 152,50
250MSKEIÐ:
1. Tómas Ragnarsson á Fjölni, Isl. 126,0 stig, 21,7 sek.
2. Reynir Aöalsteinsson á Sprota, Isl. 120,0 stig, 22,0 sek.
3. Aðalsteinn Aðalsteinss. á Baldri, Isl. 106,0 stig, 22,7 sek.
4. Christian Indermaurá Valsa, Sviss, 86,0 stig 23,7 sek.
FIMMGANGSKEPPNI: Sek.
1. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Baldri, Isl. 218,0
2. Tómas Ragnarsson á Fjölni, Isl. 218,0
3. Reynir Aðalsteinsson á Sprota, Isl. 212,0
4. PietHoyosáSóta.Austurríki, 212,0
5. Eyjólfur Isólfsson á Krák, Isl. 209,0
VÍÐAVANGSHLAUP: Stig
1. Heidi Nielsen á Heru, Noregi 50,0
2. Mathieu Dischinger á Kóp, Frakklandi 48,92
3. Arild Oterholt á Fífli, Noregi 48,00
4. Thomas Haag á Skugga, Sviss 46,84
5. Olil Amble á Blika, Isi. 46,16
FJÖRGANGSKEPPNI: Stig
1. Hans-Georg Gundlach á Skolla, Þýskal. 204,00
2. Andreas Trappe á Þór, Þýskai. 185,00
3. Walter Feldmann jr. á Magnúsi, Þýskal. 182,00
4. Daniela Stein á Seif, Þýskal. 176,00
5. Joris van Grinsven á Rauðdreka, Hollandi 164,00
6. Preben Troels-Smith á Væng, Danmörku 151,00
HLÝÐNIKEPPNI, ”DRESSUR”: Stig
1. Walter Feldmann, jr. á Magnúsi, Þýskal. 49,47
2. Sylvia Dubs á Skolla, Sviss 42,27
3. ThomasHaagáSkugga.Sviss 40,67
4. Heidi Nilsen á Heru, Noregi 36,15
5. Hans-Georg Gundlach á Skolal, Þýskal. 35,53 '
GÆÐINGASKEIÐ: Stig
1. AðalsteinnAöalsteinsson á Baldri, Isl. 104,0
2. Reynir Aðalsteinsson á Sprota, Isl. 86,0
3. Johannes Pucher á Bjarka, Austurríki 75,5
4. Eyjólfur Isólfsson á Krák, Isl. 65,0
5. Els Dutilh á Mána, Hollandi 64,0
6. Alexander Sgustavá Dróma, Austurríki 64,0
Allar einkunnir voru reiknaðar beint inn á tölvu og lágu fyrir um leið, ásamt
röð keppenda og heildarstigum. Þar sem tölvan var tengd prentara var hægt að fá þetta jafnóðum og var það mjög þægiiegt. ■G.T.K.
A ð loknu Evrópu-
meistaramóti
íslandshesta
i Þýskalandi
Vilji einhver verða vitni að algjörri
virðingu við Island, íslensku þjóðina og
menningu hennar, þá ætti sá hinn sami
að sækja hestamót Islandshesta á er-
lenda grund eða til dæmis til Þýska-
lands. Þar er nýlokið Evrópumeistara-
móti Islandshesta, en það stóð yf ir 2. til
4. september sl. Þegar islenski fáninn
er borinn á hestbaki fyrir öllum helstu
þjóðfánum Evrópu og þjóösöngur
okkar ómar yfir fánaborginni með frís
og kumr að undirspili, þá hríslast
undursamleg þjóðemistilfinning um
merg og bein og stoltið gagntekur
mann yfir því einu að vera Islending-
ur.
Islenski hesturinn hefur greinilega
gagntekið hug og hjörtu fleiri en Is-
lendinga sjálfra. Á Evrópumeistara-
mótinu voru mættir til leiks keppendur
frá tíu þjóðlöndum og áhorfendur voru
um tíu þúsund manns. Hvert land átti
sinn tryggja aödáendahóp, sem hvatti
sína menn óspart með hrópum og lófa-
klappi. Greinilegt var að útlendu kepp-
endurnir tóku þessa keppni af fylistu
alvöru og þótt misjafnt væri reiðlagið,
þá var greinilegt að sumir erlendu
knapanna gáfu Islendingunum ekkert
eftir að sitja íslenska hestinn. Helst
var að sjá i skeiðinu að landinn væri
frekar heima hjá sér, enda voru sumir
bestu skeiðknapar landsins mættir til
leiks.
I Þýskalandi einu er talið að séu um
þrjátíu þúsund hestar af íslenska
stofninum. Mikill f jöldi þeirra er fædd-
ur á þýskri grund, enda hefur útflutn-
ingur hesta staðiö nú í þrjátíu ár.
Evrópubúunum er greinilega mikið í
mun að halda sinni ræktun fram og
sumir hestanna á þessu móti báru það
með sér að sú ræktun hefur blessast
ágætlega. Hitt er svo annað að stór
hluti þessara erlendis ræktuðu hesta
eru miðlungshestar og þar undir. Þetta
skapast af því að á stóru hestabúunum
á meginlandinu þar sem íslenski hest-
urinn er ræktaöur er landið dýrt og
landrými því lítið. öll folöld, sem
fæðast, eru því sett á til þess aö fá há-
marksnýtingu á hryssum. Þetta þýðir
að sjálfsögðu það, að stór hluti hrossa-
stofnsins veröur hæfileikalitlir miöl-
ungar, enda hafa hrossaræktendur á
Islandi alltaf þurft að grisja mikið á
haustin, ef gæðin eiga aö halda sér.
Utlendingamir viöurkenna þetta og
segja að þeir þurfi alltaf á að halda
hinu góða blóöi frá heimalandi hests-
ins. Þeir þurfi alltaf að flytja inn góöa
graðhesta og kynbótamerar, auk þess
sem þeir sækjast alltaf eftir gæðingum
til þess að halda nafni sínu á lofti á sýn-
ingum og til útreiða.
A hinn bóginn segja þeir að Islend-
ingar séu ekki orðnir samkeppnisfærir
við þá sjálfa í ræktun hins almenna
fjölskylduhests, vegna þess að íslensku
hestunum hættir til að fá exem fyrsta
árið sem þeir koma út, og fjölskylda
sem nýbúin er að kaupa sér hest og
lendir í slíku missir einfaldlega áhuga
á hestamennskunni, þegar þetta er í
upphafi hreinar sjúkravitjanir. Einnig
segja þeir að hið mikla fjör íslensku
hestanna, sem uppeldi þeirra á Islandi
getur gefið þeim, sé hreinlega ekki við
færi almennings erlendis, sem fyrst og
fremst þarf þægan fjölskylduhest, sem
dólar á feti og skokki megnið af út-
reiðatúrnum. I þessu sambandi getur
spekt t.d. verið mikið atriði, en íslensk-
fæddu hestamir em margir styggir
enda aldir upp villtir. Hin miklu sam-
skipti hestanna í uppeldinu við mann-
inn erlendis gerir þá einfaldlega spaka
og það getur orðið vandamál hvaö þeir
em í rauninni beyglausir viö manninn,
því þaö getur breyst í frekju í uppeld-
inu og síðar kenjar í tamningunni.
Sumir hinna erlendu ræktenda vilja
þó halda því fram, að þeir hefðu aldrei
Mjog vel fór um islensku gestlna i hestamótinu enda var það haldið f hinu undurfagra Eifel-héraði í RfnariHnHnm
Hér er einn hópurinn, sem bjó i hlnum glesilega Eifel-Ferienpark rétt hjá smáborginni Daun. Frá vinstri: Jón
Bárðarson, Hallgrímur HaUgrfmston, Ragna Bogadóttlr, Viðar HaUdórsson, Herbert Ölason (Kóki) og frú, Hreinn
Elfasson, Pétur Bárðarson og Kari Höskuldur Guðlaugsson.
Mikil kátína rfkti jafnan á áhorfendapöllunum og hvöttu áhorfendur landa sfna og „sína menn” ákaft. Hér hefur
vel tekist til á skeiðvellinum og ánægjan leynir sér ekki.