Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Qupperneq 2
2 Viðgerð á aðalæð til Reyk javíkur: Tugþúsundir án kalda vatnsins Stór hluti Reykjavíkur var kalda- vatnslaus fyrri hluta dags í gær. Einnig Seltjarnamesbær. Talið er að heimili um fimmtíu þúsund manna hafi verið án kalds vatns sökum við- gerðar á aöalvatnsæö til borgarinnar. Fjögur hverfi sluppu við vatnsleys- ið: Arbær, Breiðholt, Fossvogur og Háaleiti. Þó var þar minni vatns- þrýstingur en venj ulega. Starfsmenn Vatnsveitu Reykjavíkur urðu fyrir nokkru varir viö mikinn leka úr leiöslu þar sem hún liggur undir Elliöaár. Ákveðið var aö gera við leiðsluna á þeim tíma sem talið var að borgarbúar þyrftu síst á köldu vatni að, halda. Viðgerð hófst klukkan 1:25 aðfara- nótt sunnudags. Vatnið hafði þá verið tekið af. Viðgeröin gekk vel og lauk henni skömmu fyrir hádegi. Um klukkan 16 í gær höfðu flestir fengið fullan þrýsting á kalda vatnið á ný. -KMU. Franskir farkostir í Reykjavíkurhöfn Um þessar mundir liggja kafbátur og birgðaskip frá franska sjóhemum við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Far- kostir þessir eru hér í vinaheimsókn og ætla m.a. að færa Islendingum styttu að gjöf sem sett verður upp á Hagatorgi 9. október nk. Skipin verða hér fram yfir næstu helgi. Ekki er vitað hvort almenningi gefst kostur á að skoða þessi fley. APH m----------------—*- Þarna má sjá hin frönsku fiey, kafbátinn og birgðaskipið. HELGI VETURLIÐASON málarameistari, deildarstjóri mólningardeildar BYKO, hefur þekkingu og reynslu sem hann miðlar þér af í BYKO. Þú getur treyst fagmanninum. Fagmaðurinn treystir VITRETEX. VITRETEX plástmálning að innan sem utan. ÞAR SEM FAGMENNIRNIR VERSLA ER ÞÉR ÚHÆTT. BYGGINGAVÚRUVERZLUN byko KÓPAVOGS SF w NÝBÝIAVEGI 6 SÍMI:410 00 DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983. Ekki nauðlending ráðstefna um öryggismál einkaf lugs Sjálfsagt hefur mörgum borgarbú- og þótti viðeigandi að staðsetja eina um bmgðið í brún er þeir sáu þessa slíka uppi á þaki til að minna á við- flugvél standa uppi á þaki Hótel fangsefni ráðstefnunar. Flugmála- Esju. Hér var ekki um nauðlendingu stjóri og Vélflugfélag Islands héldu að ræða heldur var um helgina þessaráðstefnuísamvinnuviðFlug- ráðstefna um öryggismál einkaflugs leiðir. APH DV-mynd GVA Haustslátrun á Reykjanes- brautinni — þar hefur verið ekið á 10 til 20 kindur á undanförnum vikum „Það hefur verið óvenju mikið um þetta að undanförnu en annars er þetta þessi venjulega haustslátrun á Reykjanesbrautinni,” sagði lögreglu- þjónn í Hafnarfiröi er við spurðum hann að því hvort mikið hefði verið um það að ekið hefði verið á kindur á þessari fjölfömu braut undanfarnar vikur. ökumenn sem leið hafa átt um Reykjanesbrautina segja að þar hafi óvenju oft mátt sjá kindur sem ekið hefur verið á liggjandi í vegarkant- inum. Dýrin sækja í grasið við veginn og hlaupa oft fyrirvaralaust út á göt- una en þarna er mikill hraði á bílun- um. Samkvæmt upplýsingum sem biaðið hefur aflað sér hefur verið ekiö á 10 til 20 kindur á Reykjanesbrautinni á undanfömum vikum og er það óvenju há tala. Það er iögreglan í Hafnarfirði og Keflavík sem hefur afskipti af þessum málum og láta ökumenn hana nær undantekningalaust vita af því ef þeir verða fyrir því að aka á dýr. Einstaka undantekning er þó á því en það er ófyrirgefanlegt að láta dýrin liggja eft- ir stórslösuð á veginum eins og ein- staka sinnum hefur komiö fyrir. -klp- Þarna mi ajé hvar dráttarblltlnn aat fastur. Beina varö umfarðinnl yfír torg- ið. DV-myndS DRÁTTARBÍLL SAT FASTUR Sá atburður átti sér stað nú um helgina að dráttarbíll sat fastur við Miklatorg. Tafðist umferð af þessum sökum þar til tókst að losa dráttarbíl- inn. Verið var að flytja hús niður á flug- völl og þegar dráttarbillinn var að beygja frá Miklatorgi niður gamla flug-- vallarveginn, sökk bíllinn niöur og festist. Kalla þurfti til öflugan kranabíl til að losa dráttarbílinn. Allt gekk vel það sem eftir var ferðarinnar og komst húsiö á leiðarenda. Hús þetta var verið að flytja á veg- um Vélflugfélagsins og hyggst félagið nota það undir starfsemi sína. APH Listamenn stofna friðarsamtök T dag, mánudag, verða stofnuð friðarsamtök listamanna, undir kjör- orðinu „Lífiö er þess virði”. Verður stofnfundurinn haldinn í Kvosinni í kvöldkL 21.00. Þar verða flutt ávörp, leikin tónlist og lesin ijóð. Auk þess munu Edda Þórarinsdóttir og Sigurður Karlsson flytja kafla úr nýju leikriti Svövu Jakobsdóttur „Lokaæfingu”. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn geta að sjálfsögðu gengið í samtökin með því að skrá sig á lista sem liggja frammi hjá félagasamtökum lista- manna. Friðarsamtök listamanna munu gerast aðilar að alþjóðlegum friðar- samtökum listamanna — PAND intemational — sem stofnuð voru í Hamborg 2. september sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.