Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 4
4
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983.
ÉlÉiSS
' ■ ,. ...
31 1 ;r;ni. f ■ Jíl'í
Bílar fastir
á Breiða-
dalsheiði
Breiöadalsheiöi, milli Isafjaröar og
Flateyrar, varö illfær fólksbílum á
laugardagskvöld. Tveir fólksbílar,
sem báöir voru á sumardekkjum, fest-
ust í svokallaðri Kinn, vestan megin í
heiðinni, um kvöldið. Snjóbylur var þá
á heiðinni.
Breiöadalsheiöi var í gær talin fær
vel búnum fólksbílum. Aðrar heiöar á
Vestfjöröum, þar á meðal Hrafnseyr-
arheiöi, Dynjandisheiöi, Þorska-
fjarðarheiöi og Botnsheiði, eru enn
færar öllum bílum. Mönnum er þó ráö-
lagt að leggja ekki á þær á fólksbílum,
illabúnumtilvetraraksturs. -KMU.
Höggmyndasýning
Ragnars
framlengd
Vegna mikillar aösóknar hefur veriö
ákveöið að framlengja höggmynda-
sýningu Ragnars Kjartanssonarí List-
munahúsinu viö Lækjargötu. Sýningin
er haldin í tilefni af sextugsafmæli
listamannsins um þessar mundir.
Sýningin veröur opin til 9. október
sem hér segir: virka daga kl. 10—18,
laugardaga og sunnudaga kl. 14—18,
lokaömánudaga. -IHH.
HÓTELIÐ VIÐ BLÁA
LÓNIÐ OPNAÐ EFTIR
RÚMAN MÁNUÐ
„Ég geri mér vonir um að geta opn-
aö hóteliö um mánaöamótin október—
nóvember. Þetta hefur allt gengiö
mjög vel og byggingin er langt kom-
in,” sagöi Þóröur Stefánsson er við
heimsóttum hann í nýja hótelið sem
hann er að láta reisa í Svartsengi viö
Grindavík.
Fjölmargir aðilar, bæöi hér á landi
og eriendis, hafa sýnt þessu nýja hóteli
í Svartsengi mikinn áhuga. Eru þar
fremstir í flokki psoriasis- og exem-
sjúklingar svo og hjarta- og æðasjúkl-
ingar og þá ekki síður gigtarsjúkling-
ar.
Hóteliö er staösett viö lóniö mikla í
Svartsengi, en þaö er eins og kunnugt
er mjög vinsælt meöal psoriasissjúkl-
inga og einnig gigtarsjúklinga. Telja
þeir sig fá bót meina sinna meö því aö
fara í þaö og hafa spurnir af lækning-
armætti þess þegar borist út fyrir land-
steinana. Hafa fyrirspumir um þaö og
hótelbygginguna borist víða aö.
Þórður sagði að þama yrði um aö
ræða einskonar hvíldarhótel. 1 því
veröa 11 stór og rúmgóö tveggja
manna herbergi svo og setustofa, mat-
salur og annaö sem til þarf á hóteli
sem þessu. Er byggingin þegar langt
komin og ef allt fer aö óskum flytja
fyrstu gestirnir inn í byrjun nóvember.
Þóröur sagöi aö margir heföu lagt
hönd á plóginn viö aö koma þessu-
hóteli upp. Hann heföi hvergi komið aö
lokuöum dymm og sveitarfélögin og
íbúar á Suöurnesjum heföu verið sér
sérstaklega hjálplegir. „Án þeirra og
margra annarra aöila heföi aldrei get-
aö oröiö af þessu,” sagði hann.
-klp.
r
Islenska óperan:
„LA TRAVIATA”
NÆSTA VERK
Aöalfundur Islensku óperunnar
var haldinn laugardaginn 24. sept. sl.
Formaöur óperunnar, Garöar Cortes,
flutti skýrslu um þetta þriöja starfs-
ár óperunnar. Þar kom fram að 93
sýningar vora haldnar á þremur
verkefnum á þessu starfsári óper-
unnar. Þessi verk voru: Búum til
óperu eftir Benjamín Britten, Töfra-
flautan eftir Mozart og Míkadó eftir
Gilbert og Sullivan. Operugestir
voru um 35 þúsund talsins.
Frumsýning veröur 19. okt. nk. á
sjöunda viðfangsefni óperunnar sem
er La traviata eftir Giuseppe Verdi. I
aöalhlutverkum veröa þau Olöf Kol-
brún Harðardóttir, Garöar Cortes og
Halldór Vilhelmsson. Leikstjóri er
Bríet Héðinsdóttir. Ýmsir aðrir
leggja hönd á plóginn við uppsetn-
inguþessa verks.
Áætlað er aö í janúar hefjist sýn-
ingar á tveimur nýjum verkefnum.
Barnaóperanni Nóaflóðinu eftir
Benjamín Britten og Rakaranum í Se-
villa eftir Giacomo Rossini og þar
fara þau Sigríöur Ella Magnúsdóttir,
Júlíus Vífill Ingvarsson og Kristinn
Sigmundsson meö aðalhlutverkin.
Garðar Cortes var endurkjörinn
formaður og með honum í stjórnina
voru kjörin þau Olafur Davíösson,
Olöf Kolbrún Harðardóttir, Þor-
steinn Gylfason og Þorsteinn Júlíus-
son.
Á fundinum var minnst þeirra
Helgu Jónsdóttur og Sigurliöa Krist-
jánssonar sem gáfu Islensku óper-
unni hús hennar og lögöu þar meö
grundvöll að reglulegu starfi. Aö lok-
um var öllum velunnurum óperunn-
arþakkaöurstuöningur. -APH.
Svo mælir Svarthöfði . Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Klappað fyrir gjaldþrotastefnu á Akranesi
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, er mælskumaður
mikill og hinn viðkunnanlegasti álit-
um. Hann hefur því ýmislegt til að
bera sem prýða þarf stjórnmála-
mann. Hins vegar hefur hann fengið -
svo hroðalegt pólitískt uppeldi aö
honum nýtist ekki af kostum sínum,
heldur talar svart þegar svo býður
við að horfa og kemur þá mælskan að
litlu gagni.
Nýiega hélt hann fund á Akranesi
undi afni lýðræðis en ekki undir
nafr.i -ss hvað rikisstjórnin sé að
gera fyrir okkur eða hvað hún geri á
móti il.kur eins og venjan hefur ver-
ið c*i; .. ..m að Blazertímanum.
Þeni fund sóttu um hundrað og
þrjái íu manns. Þarna þuldi Svavar
sinn gamla saknaðarsöng út af fyrri
ríkisKíjórn sem stefndi okkur út í
efnahagslegt öngþveiti og á annað
hundrað stiga verðbólgu. Hundrað
og þrjátíu manns klöppuðu ákaflega
þegar Svavar krafðist þess að tekin
yrðu meiri erlend lán, líklega í þeim
tilgangi að koma okkur endanlega á
hausinn.
Það er nefnilega svo í pólitík að
stjórnarandstaðan býr sér til mái úr
andhverfu þess sem ríkisstjóm er að
gera. Hún hagar þessu svona til að
auka styrk sinn og mátt i væntanleg-
um kosningum. Hún gerir það
kannski líka til að halda virðingu
sinni. Hundrað og þrjátiu manns
tóku undir þetta atferli með lófataki
en ekki nema þrjátíu manns mættu
hjá forsætisráðherra á fundi á sama.
staö þegar hann var að boða hvað
Blazer-ráðherra væri að gera fyrir
okkur. Þetta bendir til að almenn-,
lngur hafi meiri áhuga á vitleysunni í,
Svavari en tilraunum seinheppinnar
ríkisstjórnar til að snúa niður af
þeirri ógæfu sem Svavar leiddi fyrir
þjóðina síðustu þrjú árin.
Þegar Svavar Gestsson og félagar
hans halda ræður um þessar mundir
þá telja þeir að einhverjir aðrir en
launþegar eigi að bera byrðarnar af,
samdrætti verðbólgunnar. Og það er
mikið rétt að launþegar búa nú um
stundarsakir við þunga tíð. En þess
er vænst að eitthvað rakni úr 1.
febrúar næstkomandi. Launa-
greiðslur eru yfirleitt stærsti út-
gjaldaliður fyrirtækja og stofnana og
eðlilegt að þeim verði aö halda í
skefjum ef eitthvað á að eiga við
efnahagsvanda þjóðfélagsins á ann-
að borð.
Svavar Gestsson og félagar vilja.
ekki una þessari aðferð. Maðurinn,
sem boðaði f jögurra ára neyðaráætl-
un þegar hann sá að fjármálavitið
vantaði í síðustu rikisstjórn, boðaði á
Akranesi við lófatak að þjóðlnni væri
best borgið með að hrinda af sér oki
núverandi ráðstafana, þ.e. kaup-
bindingu, og taka upp fyrri Ilfnaðar-
hætti. Og í raun væru heppilegustu
rökin við þessu að leyfa Svavari að
gera þetta og þá með aðstoð þess
hluta Sjálfstæðisflokksins — manna
innan iðnaðarins og fleiri greina —
sem telja að Svavar Gestsson búi
yfir lausnum til að firra okkur gjald-
þroti. Það er vist vegna þess að hann
sýndi það í síðustu ríkisstjórn.
Enginn maður getur tekið til máls
um þessi gjaldþrotamál í dag og trú-
að því í raun og veru að okkur beri
ekkert að gera. En hundrað og þrjá-
tíu manns á Akranesi komu nú til
hjálpar við Svavar og klöppuðu ákaf-
ast þegar hann boðaði framhald
gjaldþrotastefnu sinnar, búinn að
gleyma því að áður hafði hann boðað
neyðaráætlun til fjögurra ára.
Hvemig tal hans nú samræmist fjög-
urra ára áætluninni má hann einn
svara á næsta fundi.
Sannleikurinn er sá að við erum í
miklum vanda stödd. Vel getur verið
að ríkisstjórnin hafi ekki siðferðllegt
þrek til að bjarga málum en það er
alveg ljóst að fyrrverandi stjórn
hafði það ekki og manna sístur sjálf-
ur klappkóngurinn af Akranesi,
Svavar Gestsson. Hann vill taka upp
eyöslustefnu að nýju, safna meiri
skuldum og láta Hjörleif bæta við
öðra bilhlassi af einskisverðum
nefndaáiitum.
Svarthöfði.