Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Síða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sýr/enskur e/Maugaskotpallur i Bekaa-dainum. Eldflaugarnar eru sovéskar loftvarnaflaugar. Sýrlenska Ijónið kyndir undir ófriðn- um í Austurlöndum nær lýsingar um önnur fjöldamorð sem framin hafa veriö í Sýrlandi í stjórnartíð Assads. Þau áttu sér stað í Tadmur-fangelsinu viö Damaskus 27. júní 1980. Þar var áttatíu her- mönnum skipað að skjóta fangana. Einn af þeim, sem var með í aftöku- sveitunum telur að þar hafi minnst eitt þúsund menn veriö sallaðir nið- ur. Hyglar sínum Rifaat er ekki sá eini úr fjölskyld- unni sem settur hefur verið til hárra embætta. Assad hefur gert annan bróður sinn að formanni í öryggis- ráði þjóðþingsins. Einn frænda sinn gerði hann að yfirmanni þeirrar deildar leyniþjónustunnar sem vakir yfir foringjum hersins. Nokkur ætt- menni eiginkonu hans gegna áhrifa- stöðum. A sama hátt hefur Assad mjög hyglað trúbræðrum sínum, alawitum. Meö því móti tryggir hann sér að þeir verði honum trúir. Sér- réttindastéttin hefur mestu að tapa ef andstæðingar Assads fá rutt hon- um úr vegi. Ohultur er Assad þó ekki. 1981 reyndi einn lifvarða hans að fyrirkoma honum með hand- sprengju, en hún sprakk áður en hún hæföi skotmarkið og tilræðismaöur- inn létsjálfur lífið. Auk nánustu fjölskyldumeðlima á Assad aðra ráðgjafa. Þrír þeir mikil- vægustu eru Mustafa Tlass vamar- málaráðherra, Mohammed al- Khouli, yfirmaður leyniþjónustu flughersins og dr. Rikabi sem þykir áhrifamesti ráðgjafi Assads í utan- ríkismálum. Frá því aö Sýrland varð sjálfstætt ríki árið 1943 hefur verið gerð tuttugu og ein stjómarbylting í landinu. Eru þeir ófáir, sem spá vilja því, aö sömu örlög bíði stjórnar núverandi for- seta, Hafez al-Assad. Með Sovétmenn að bakhjarli Nafni hans skýtur æði oft upp í fréttum af ástandinu í Líbanon. Hann er aöalbakhjarl drúsanna og hefur séð þeim fyrir vopnum og hæf- um foringjum til þess að stjórna þeim í bardögum gegn stjórnarher Líbanons. Hann hefur einnig stutt andstæðinga og uppreisnarforingja innan PLO-skæruliðahreyfingarinn- argegn Arafat. Hafez al-Assad hefur marglýst því yfir, að Sýrland undir hans stjórn muni aldrei semja um frið við Israel nema Israelsmenn skili aftur Golan- hæðunum og leyfi Palestínuaröbum að stofna sjálfstætt ríki á vestur- bakka Jórdan-ár og í Gaza. Sýrland nýtur stuðnings Sovétríkj- anna og er skammt síðan varnar- málaráðherra Sýrlands lét eftir sér hafa: „Við höfum tryggingu fyrir því aöSovétríkin muni aldrei líða að Sýr- land verði boriö ofuriiði.” — Með þann byr í bakið hefur Jafez al-Assad sigltmikinn. Ljónið Nafn hans þýöir „ljón”. Hann kemur frá Qardaha í Latakia-héraði og er af Al-Matawira-ættbálknum, sem þykir afar fastheldinn á gamlar siðvenjur og hefur margar þeirra í heiðri enn í dag. Þessi ættbálkur er nátengdur söfnuði alawita, sem eiga margt sameiginlegt meö shiita- múslimum, en hafa þó sótt ýmsa helgisiði til fleiri trúarbragða eins og kristindómsins. Af 9,2 milljónum íbúa Sýrlands eru 11% alawitar, en mestur hlutinn er sunnita-múslimar. Þessi uppruni Hafez al-Assad gerði honum erfitt fyrir í upphafinu, en 22 ára gamall var hann þókominn inn á herskóla og þrem árum síðar var hann orðinn foringi í flughemum. Um svipað leyti gekk hann í Baath- flokkinn. Samkvæmt yfirlýstri stefnuskrá fiokksins fylgir Baath sósíalisma og þjóðemishyggju, en í reyndinni hefur borið meira á hinu síöamefnda. Stjórnarbylting Assads Fyrir tuttugu áram komst Baath- flokkurinn til valda og þar með fékk Assad brautargengi fyrir alvöru. Leið ekki á löngu þar til hann var gerður að hershöfðingja í flughern- um. Hann stefndi samt hærra og 1971 var hann potturinn og pannan í stjómarbyltingu, þeirri tuttugustu og fyrstu, sem færði honum forseta- embættið og æðstu völd í landinu. Eins og flestir einræðisherrar á okkar dögum hefur Assad komið sér upp víðfeömu öryggisneti. Það eru hvorki meira né minna en fimm greinar leyniþjónustu sem vaka yfir öllu því er fyrir kemur. — Þeirra ill- ræmdustu er Mokhabbarat. Hún leit- ar ekki aðeins uppi andstæðinga, Hafez al-Assad Sýrlandsforseti með Yasser Arafat við öxI sór, a meðan Al Fatha-hreyfingin var enn velkomin i Damaskus, en í siðustu heimsókn Arafats varð PLO-ieið- toginn að forða sér með snarhasti úrlandi. Ungur Sýrlendingur lærir drápslist- ina og meðferð skotvopna ó meðan jafnaldrar hans á Vesturlöndum eru enn i barnaskólum. Enginn skortur er á kennurum í þeirriiðn. stjórnarinnar heldur sér einnig um að fyrirkoma mörgum þeirra. Með einkaher Mikilvægasti hornsteinninn í valdabyggingu Assadstjórnarinnar er einkaher, sem kallaður er Saraya al Dita, eða vamarsveitimar. Það er um fimmtán þúsund manna her, út- búinn nýtísku vopnum. Urvalssveit- um úr þeim er komiö fyrir í Damaskus og nágrenni til þess að fyrirbyggja stjórnarbyltingu númer tuttugu og tvö. Þessar sveitir lúta stjórn Rifaats, bróður forsetans. Rifaat er talinn spilltasti og hömlu- lausasti maöurinn meöal æðstu vald- hafa. — Lundúnablaðið Sunday Times hefur það eftir bankastjóra ein- um í Dallas að Rifaat hafi í fýrra- sumar komið næstum þrem milljörð- um króna fyrir á leynireikningum í bönkum erlendis og sagði banka- stjórinn að það væri rétt eins og yfir- borðísjakans. Fjöldamorð Þessar svonefndu vamarsveitir Rifaats réðust í febrúar í fyrra inn í bæinn Hama þegar andstæðingar Assads leiddu „Múhameöska bræðralagið” til uppreisnar. Með brynvögnum og þungum fallbyssum lögöu Assad-sveitimar hverfi eftir hverfi þessa bæjar í rúst. Það þykir mjög varlega áætlað að um tíu þúsund manns hafi þar verið drep- in. Er það með meiri f jöldamorðum sem sögur fara af á seinni tímum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lagt fram upp- Tengsl við íran og Saudi Arabíu Stjóm Assads forseta hefur komist hjá því að einangrast á utanríkis- málasviðinu. Sýrland heldur vináttu- tengslum við svo ólíka þjóðarleið- toga sem Khomeini, æðstaprest í Iran, og Fahd konung í Saudi Arabíu. Ef ekki hefði komið til éfnahagsað- stoöin frá Saudi Arabíu sem á siðustu fimm árum hefur hlaupiö á yfiri60 milljörðum króna hefði Sýrlands- stjóm tæpast getað haldið úti her í Líbanon eða rekið ýfingarstefnu sína í Austurlöndum nær. Stórveldin skammt undan Sú spuming sem mönnum brennur nú mest í muna er hve langt Sovét- ríkin muni reiðubúin til að ganga í stuðningi sínum við Sýriand. Á meðan Sovétmenn styðja Sýrland hafa Bandaríkin heitið Líbanon- stjóm beinum stuðningi í baráttunni viödrúsa. Israelar, sem vegna sinnar frá- bæru leyniþjónustu, Mossad, era manna best upplýstir um hvað samið er á bak við tjöldin í arabalöndunum, telja að Sovétmenn mundu blanda sér í átökin beint ef bardagar færðust yfir á sýrlenskt yfirráðasvæði. I átökum stjórnarhers Líbanons við drúsa að undanförnu hafa bandarísk herskip blandað sér í skotbardag- ana. Það sýnist því geta orðiö örskammt í það að stórveldin berjist innbyrðis ef ófriðurinn í Austurlönd- umnærmagnast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.