Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Síða 13
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983. 13 Þjóðræði, þingræði, einræði Viö Islendingar státum okkur gjaman af því aö hafa elsta þing- ræðisstjórnarfar í heimi. Til skamms tima höfðum viö líka ástæðu til þess. En hvert stefnir íslenska þjóöin og áöur nefnt þingræðisstjóm- arfar? Hvaö er þingræöi? Viö í Bandalagi jafnaöarmanna höfum m.a. lagt tU breytingar til úr- bóta í stjómarskrár- og kjördæma- málum. Tillögur okkar sem ganga m.a. út á þjóðkjörna ríkisstjórn út- skýröum viö vendilega í kosningun- um í apríl. Þá vomm viö ranglega ásökuö um aö vilja afnema þingræði og kalla þess í staö yfir okkur ein- ræöi. Viö töldum tillögur okkar aftur á móti efla þingræöi í stórauknum mæli, og ekki hvað síst þjóöræöi þar sem þjóöin sjálf fær að kjósa sér ríkisstjórn. Við sögöum fyrir um hvernig þing- menn og ráðamenn núverandi stjórnkerfis haga sér oftlega aö afloknum kosningum. Spáin hefur alfariö gengið eftir, nema hvaö viö gátum ekki séö fyrir aö þeir gengju svo langt sem nú er oröið. Bráðabirgðalög Viö vöktum einnig athygli á þeirri staðreynd, aö bráöabirgöalögum er venjulega óspart beitt. Skýr ákvæði í stjómarskránni kveöa á um aö ein- ungis gefa út bráðabirgðalög þegar brýna nauðsyn beri til. Þrátt fyrir það hefur núverandi ríkisstjóm framleitt og gefiö út hvorki meira né minna en 8 bráöabirgöalög á þeim 4 mánuðum sem hún hefur starfaö. Mönnum getur sýnst sitt hverjum og sjálfir dæmt um mikilvægi og rétt- mæti þessara bráöabirgðalaga. Eitt er þó víst, að engin þeirra heföi þurft aö gefa út til bráðabirgða, ef þjóö- kjöriö þing heföi fengiö að koma saman, fjaliaö um tillögur ríkis- stjórnarinnar, ásamt því aö starfa aö öörum þáttum löggjafarstarfsins. Eiga þessir starfshættir eitthvað skylt viö þingræði? Eöa eru þessar aöferðir e.t.v. eitthvaö frekar í átt viö einræði? Ekki er aö sjá að þeir sem nú sitja í ríkisstjórn hafi lagt sama skilning i stjórnarskrána og ég, en þar stend- ur: „Island er lýðveldi meö þing- bundinni stjórn. ” Þjóðkjörin ríkisstjórn Þegar minnst er á þjóökjöriö þing koma óhjákvæmilega upp í hugann ummæli forsætisráöherra í sjón- varpsumræöum viö Asmund Stefáns- son þann 23. september síðastliöinn, þegar hann opinberaði þá villutrú sem hann er haldinn varðandi kosningar: „Ríkisstjómin er kjörin af þjóöinni allri,” sagöi hann orörétt. Eitthvað virðist Steingrímur vera orðinn uppnuminn af hugmyndum Bandalags jafnaöarmanna um þjóð- kjörinn forsætisráðherra. Oskhyggja hans gengur svo langt aö hann trúir því, aö tillögur okkar hafi náö fram aö ganga, oröiö aö lögum og kosið hafi veriö samkvæmt þeim. Vald frá þjóðinni Það væri betur aö tillögur Banda- lags jafnaöarmanna heföunáö fram að ganga og vonandi veröur svo hiö fyrsta. Samkvæmt þeim mun for- sætisráðherra sitja í umboði meiri- hluta þjóöarinnar. Þá hefur hann fengið umboö sitt frá þjóðinni til þess að framfylgja stefnumálum sínum, tillögum til úrbóta og framfara á öll- um þeim sviðum sem hann gaf loforð um í kosningabaráttunni. Þá getur hann stjómað af einurö, vegna þess mjög svo einfalda atriðis, en um leið mikilvæga, aö til þess hefur hann traust meirihluta þjóöarinnar. Kjallarinn Kristín S. Kvaran Tillögur okkar koma enn fremur í veg fyrir að ríkisstjórn geti gengiö fram hjá þingræðinu og gefiö út bráöabirgöalög. Er það einræði? Er þaö ekki miklu fremur þingræði? Svik Forsætisráöherra og ríkisstjóm hans, er þá ekki í sama mót steypt og núverandi ríkisstjóm, sem flettir gæmnni ofan af loforöalistunum (sem í þessu tilviki er úlfurinn) og svíkur fólkiö sem þá kaus um hvert atriöiö af þeim lista á fætur öðru. Nægir þar aö nefna svik á gefnum loforðum um allt aö 80% lána til hús- bvggjenda/kaupenda og afnám samningsréttar. Til þess aö full- komna meistaraverkið framkvæma þeir þetta án þess aö hafa nokkum tima lagt þessar tillögur fram til um- ræðu fy rir þj óðk jöriö þing. Er þetta þingræöi? Eða á þetta e.t.v. eitthvað frekar skylt viö ein- ræðl? Sex mánaða starfsár Hvemig á að endurvekja tiltrú aimennings á stjómkerfinu og lög- gjafarvaldinu, ásamt þeim störfum sem því er ætlað að leysa af hendi? Fólk er orðið uppgefiö á þeirri spill- ingu, siðleysi og ringulreið, sem virðist ríkja í hinu staðnaða sam- tryggingakerfi flokkanna. Ekki er von á því aö tiltrú og traust fólks vakni viö það aö veröa vitni aö þeirri einkennilegu staðreynd undan- farinna 10 ára, að Alþingi hefur ekki starfaö nema 6 mánuöi aö meðaltali hvertár. Á hvaöa vinnustað tíökast þaö og telst eölilegt að starfsmenn vinni hálft ár en taki full laun allt árið? Mér er ekki kunnugt um aö þaö fyrir- finnist slíkur vinnustaður annar en Alþingi okkar Islendinga. Viö lifum á upplýsinga- og tækni- öld, þar sem ekki þarf annað en að taka upp símann til þess aö fá hinar ítarlegustu upplýsingar um gagn- merkustu atriði, er varöa t.d. stjórn- kerfis- og efnahagsmál. Þetta sneri auðvitað allt öðmvísi við hér á árum áður, þegar tækni- þróuninni haföi ekki fleygt svo langt fram. Þá tók þaö mun lengri tíma að safna upplýsingum um þau mál sem taka skyldi til umræöu á Alþingi. Sömu rök gilda, aö því er varðar feröalög þingmanna út í kjördæmin. Það er auðvitað ekkert vafamál aö þau séu nauðsynleg. En þau, ásamt upplýsingaöflun, þurfa ekki aö taka 6 mánuði. ■ Viö getum komist á hvaða flugvöll landsins sem vera vill innan eins og hálfs tíma. Þaöan er auövelt aö feröast til hinna ýmsu staöa innan kjördæma og er þá miðað viö aö slík ferðalög eigi sér staö að sumarlagi, enda sé hlé gert á þingstörfum á þeim árstíma til þeirra nota, ásamt til sumarleyfa. Aöur fyrr tóku þessi ferðalög af eðlilegum ástæðum mun lengritíma. Þaö er engin ástæða í sjónmáli fyrir svo löngu þinghléi, nema ef vera kynni til aö koma í veg fyrir þingræði. Það virðist því vera ærin ástæöa til þess aö varpa þeirri spurningu til sjálfskipaöra sérfræöinga: Hvaö sé einræði og hvaö þingræöi? Kristin S. Kvaran alþm. Bandalagi jafnaðarmanna. A „Á hvaða vinnustað tíðkast það og telst ^ eðlilegt að starfsmenn vinni hálft ár en taki full laun allt árið? Mér er ekki kunnugt um að það fyrirfinnist slíkur vinnustaður annar en Alþingi okkar íslendinga.” íhaldið leitar til upphafs síns Nýtt er þaö ekki aö Sjálfstæöis- flokkurinn boöi flutning viöfangsefna frá því opinbera til einstaklinga. Flokkurinn hefur líka oft áöur talað um aö hann vilji fækka félagslegum úrlausnum og draga úr samhjálp í nafni einstaklingshyggju. Hingaö til hefur flokkurinn þó yfirleitt látið sér nægja aö tala um þetta. Oftast hefur hann heykst á framkvæmdinni. Frjálslyndir menn hafa ráöið ferð- inni þótt íhaldsunglingar hafi ráðið kosningapésunum. Nýr Sjálfstæðisflokkur Vegna þessa munar á orðum og at- höfnum hefur almenningur ekki gert sér rellu út af orðfæri og yfirlýsing- um Sjálfstæöisflokksins um atlögu gegn félagslegri samhjálp í vel- ferðarríki. „Blessaður vertu, þeir meina ekk- ert meö þessu,” hafa menn sagt. ,.Sjálfstæðisflokkurinn er sami fé- lagshyggjuflokkur á borði og aðrir flokkar eru í oröi. Þessi íhaldsslag- orö eru bara fjas í stuttbuxnadeild- inni, sem leyft er aö vaða elginn en engum dettur í hug aö taka mark á.” Þetta hafa menn sagt. Þetta hefur verið rétt. Þangað til nú. Núna mein- ar Sjálfstæöisflokkurinn það sem stuttbuxnadeildin segir. Frjálslyndi Olafs Thors og Bjama Benediktsson- ar hefur verið vikiö til hliöar. Sjálf- stæðisflokkurinn er á leið aftur til íhaldsupphafsins. Hver er að spara? Þegar Albert Guðmundsson talar um aö selja ríkisstofnanir eöa aö bjóða út viðfangsefni þeirra þá segist hann gera þaö í nafni spamaðar. Ríkissjóöur getur vissulega dregiö úr útgjöldum sínum með því aö vísa reikningum frá sér en til almennings í landinu. Sparar þjóöin á því? Halda menn t.d. aö samgöngur veröi ömggari og flutningsgjöld lægri ef samkeppnisaðilar yfirtaka Skipaútgerö ríkisins og samfélagiö hættir aö ábyrgjast fólki í strjálbýl- inu flutningaþjónustu? Hvaö halda menn aö líði langur tími frá því aö starfsfólki í Þvotta- húsi ríkisspítalanna verður sagt upp störfum, tækjabúnaöur seldur og húsnæðiö tekið til annarra nota þar til einkaaðilinn meö einokunaraö- stööuna telur sig þurfa aö hækka verðið á þvottaþjónustunni umfram þaö sem Þvottahús ríkisspítalanna gat boðið? Auðvitað veröur Þvottahús ríkis- spitalanna undirboöiö á meöan verið er að leggja starfsemi þess niður — losa sig við fólk, vélar og tæki. Hvaö halda menn aö svo muni gerast þeg- ar allt þetta er farið og ekki verður til baka snúiö? Halda menn, aö einkabisness með einokunaraðstöðu sé góögerðarstofnun? Sama tóbak — önnur kynslóð Þetta eru síður en svo einu tilflutn- ingarnir sem fyrirhugaöir em á verkefnum í nafni „spamaðar”. Sannfærður er ég um að miklu fleira er í bígerð. Sumt af því hefur þegar komið f ram. Annaö ekki. Svo ég haldi mig áfram aö heil- brigðisþjónustunni þá kæmi mér ekki á óvart þótt í undirbúningi væri að láta sjúklinga á spítölum og heilsuhælum greiða legukostnaö fyrstu 7—10 dagana. Þaö er a.m.k. í samræmi við orö og yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins nýja. Skyldi ungum mæömm á fæðingar- deildum spítalanna eöa allflestum uppskurðarsjúklingum þykja sú breyting „spara” mikiö? Viö hverja veröa sjúklingarnir svo skyldaöir til þess að skipta? Eldhús Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson ríkisspítalanna eöa Pétur Svein- bjamarson? Spyrjiö Albert. Tvö þúsund hamborgarar í Há- skólabíói og hundrað þúsund naglbít- ar í Atómstöðinni. Sama tóbak — önnurkynslóð. „Aðgerðaverktakar" Ætli eitthvað fleira sé ekki „í píp- unum”? Ætli ekki sé nú verið að at- huga hvemig flytja megi sjálfa heil- brigðisþjónustuna í hendumar á einkaframtakinu? Núverandi heil- brigðisráðherra hefur áður lýst áhuga á því, undir fölsku flaggi „spamaðar”, aö selja ríkisspítalana meö lyfjum, tækjum, starfsliði og búnaði á leigu til lækna„verktaka”, sem taka að sér aðgeröir og umsjá í nokkurs konar ákvæðisvinnu. Svona svipað og hjá stóru bílaverkstæðun- um: Einn botnlangaskurður sama sem margar verðmínútur plús geymslu- og lyftugjald, gas og súr, nál og tvinni, trygging, olía, plástur og tvistur. Sækja klukkan fimm. Staðgreiðsla. Viltu nótu? Skelfing held ég að fólkið spari. Þjónustan verður áreiöanlega eins ódýr og í Bandaríkjunum — eöa á stóra bílaverkstæðunum. Þangað sækja menn fyrirmyndina. Sósíalismi andskotans Vitaskuld rekur hiö opinbera fyrir- tæki sem ekkert eiga skylt við félags- lega þjónustu eða samhjálp. Ástæðu- laust er meö öllu aö samfélagiö beri kostnaö af slíkum rekstri. Þau fyrir- tækiættiaöselja. Menn gleyma því hins vegar hvernig flest þessara fyrirtækja komust í ríkiseigu. Þaö geröist þann- ig aö einstaklingarnir, sem áttu þau og ráku, voru búnir að setja rekstur- inn á hausinn þegar hiö opinbera var látiö hlaupa undir baggann m.a. til þess að forða eigendunum frá fjár- hagstjóni. Þannig hefur samfélagið verið látið þjóðnýta tapið. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið flokka duglegastur við slíka þjóðnýtingu. Hana kallaöi Vilmundur heitinn Jónsson sósíalisma andskotans. Landamæri taps og gróða Einstaklingshyggja Sjálfstæðis- flokksins og boöskapurinn um hiö frjálsa framtak hefur nefnilega aldrei náö lengra en aö landamærum gróðans og tapsins. Frjálshyggjan er ekki meiri en svo að ríkið verður að ábyrgjast að aldrei fari neinn á haus- inn. Einmitt þannig komust mörg einkafyrirtæki í ríkiseign. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið iðinn við kolann. Hann hefur reynst vera reiðubúinn að þjóðnýta tapið. Þessi fyrirtæki á vitaskuld að selja og selja strax. Það er smámál. Hitt er stórmál að hætta að þjóðnýta tap- ið. Nær frjálshyggja Sjálfstæðis- flokksins nýja svo langt? Er Albert reiðubúinn til þess að lýsa því yfir aö hér eftir leyfist einkarekstrinum að fara á hausinn? Ríkið muni hvorki þjóönýta tapið beint né óbeint með niöurgreiddum lánum og styrkjum úr almannasjóöum í hallærisrekst- ur? / þjóðnýtingu upp fyrir haus Svona yfirlýsing kemur auðvitaö aldrei. Albert og félagar em upp fyr- ir haus í aö þjóönýta tapið. Með niðurgreiddum lánum, fjárfram- lögum og styrkjum úr opinbemm sjóðum. Til þess að losa um meiri peninga í slíka þágu á nú að afhenda einstaklingum verkefni opinberra stofnana eða vísa kostnaöarliöum frá ríkiss jóöi til almennings. Málið snýst nefnilega ekki um þann kjarna aö einkaframtak og frjálshyggja em ekkert einkafram- tak og engin frjálshyggja ef þau eiga aðeins aö gilda um ágóöahliö við- skiptalífsins, en „sósíalismi andskot- ans” á að gilda um tapið. Málið snýst um það að undir fölsku flaggi „sparnaðar” ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn nýi að leggja til atlögu viö ýmsa þætti félagslegrar samhjálpar í þeim tilgangi að gera þá að vett- vangi gróðabralls einstaklinga meö bakábyrgð ríkisins um þjóðnýtingu tapsins ef illa skyldi fara. Þetta heur flokkurinn oft áður sagst ætla að gera en aldrei fram- kvæmt vegna andstöðu frjálslyndra afla. Nú em þau öfl komin í minni- hluta í flokknum. Nú er flokkur Olafs Thors og Bjama Ben. ekki lengur til. Ihaldshrumir stuttbuxnastrákar hafa breytt honum í öðmvísi flokk — í f lokk við sitt hæfi. Nú meinar Sjálfstæðisflokkurinn það sem stuttbuxnadeildin segir. Sighvatur Björgvinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.