Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Side 24
24
DV. MANUDAGUR 3. OKTOBER1983.
íþróttir ■ íþróttir__________________íþróttir______________ íþróttir íþró
Alfred Gíslason stórskyttan mikla hjá
Essen skoraði sex mörk um helgina.
Sex mörk
Alfreðs
dugðu
Essen ekki
Stórleikur Allreðs Gíslasonar nægði ekki
liði Essen í v-þýska handknattleiknum
þegar Essen lék i Niimberg. Niiraberg
vann 14—13 eftir mikinn barning. Alfreð
skoraði sex mörk fyrir Essen og var besti
leikmaður liðsins í annars slökum leik.
Sigurður Sveinsson skoraði tvö mörk
þegar Lemgo tapaði fyrir Gummersbach
14—16 á heimavelli sínum. Mikið var um.
brottrekstra af leikveUi og dómarar ieiks-
ins þurftu lögregluaðstoð að leik loknum,
svo mikill var hitinn þar.
Urslit leikja i v-Þýska handboltanum
varðþessi.
Lemgo—Gummersback 14-16
Huttenberg—Dankersen 20-13
Giinzburg—Göppingen 23-26
Berlin—Hofweier 18-21
Bergkamen—Schwabing 16-15
Niimberg—Essen 14-13
Nítján högg
undir pari
hjá Ballesteros
Spánverjinn Sevcriano Ballesteros varð
öruggur sigurvegari í Lancome golfkeppn-
inni sem lauk í Paris í gær. Hann lék 72 hol-
urnar á 269 höggum sem er nítján höggum
undir pari. Bandaríkjamaðurinn Corey
Pa vin varð annar á 273 höggum.
-SOS
Víkingar komust
ekki áfram á ein
staklingsframtaki
Norska liðið Kolbotn gerði Evrópudraum íslandsmeistara
Víkings að engu
— Við áttúm ekki von á
því, að komast áfram í
Evrópukeppninni. Þetta
var hreint stórkostlegt —
við erum komnir áfram í
fyrstu Evrópukeppninni
sem við höfum tekið þátt í,
sagði liðstjóri norska liðs-
ins Kolbotn, Stein Mamen,
eftir að Kolbotn hafði slegið
Víkinga út úr Evrópu-
keppni meistaraliða. Norð-
mennirnir komust áfram á
fleiri mörkum skoruðum á
útivelli, en samanlögð
markatala úr viðureign lið-
anna varð 39—39. Kolbotn
vann 20—18 í Osló en
Víkingar 21—19 í Reykja-
vík.
Víkingar geta sjálfum sér kennt
hvernig fór því að þeir voru með pálm-
ann í höndunum — voru yfir 20—18
þegar 1.36 mín. voru til leiksloka og
voru þá með knöttinn. Steinar Birgis-
son reyndi þá ótímabært skot sem
markvörður Kolbotn, Bjöm Steive,
varði. Þar með voru Norðmennirnir
með knöttinn og þegar 23 sek. voru til
leiksloka skoraöi Vidar Bauer mark
Kolbotn, 20—19, sem fleytti norska
liðinu áfram. Víkingar urðu að skora
tvö mörk á síðustu sek. en það tókst
þeim ekki. Viggó Sigurðsson átti síð-
asta orð leiksins — skoraði 21—19
þegar þrjár sek. voru til leiksloka.
Einstaklingsframtak
dugar ekki
Vikingar ollu miklum vonbrigðum
meö leik sínum. Þeir léku slakan hand-
knattleik og lítið sást af skemmtileg-
um leikfléttum. Það var einstaklings-
framtakið sem réð ríkjum hjá Víking-
um og kann það ekki góðri lukku aö
stýra í Evrópukeppni. Þá vantaði
algjörlega yfirvegun í leik þeirra.
Víkingar létu æsa sig upp í tíma og
ótíma og hafði maður þaö á tilfinning-
unni að leikmenn Víkings ætluðu sér að
skora tvö mörk í hverri sóknarlotu.
Einstaklingsframtak Viggós Sigurðs-
sonar og Sigurðar Gunnarssonar hélt
Víkingum á floti í fyrri hálfleiknum en
staðan var 12—11 fyrir Víking í leik-
hléi. Þeir skoruöu þá sín fjögur mörkin
hvor.
Hörður tekur
til sinna ráða
Þegar Sigurður Gunnarsson var tek-
inn úr umferð í seinni hálfleiknum tók
Höröur Harðarson til sinna ráða —
hann skoraði grimmt og náðu Víkingar
þrisvar sinnum þriggja marka forskoti
— 18—15,19—16 og 20—17. Hörður var
þá óstöðvandi — skoraði fjögur möric
og fiskaði vítakast sem Viggó Sigurðs-
son skoraði úr.
Allt á suðupunkti
Þegar staðan var 20—17 var allt
Jóhannes tekur
við hjá Fram
Jóhanncs Atlason fyrrum landsliðs-
þjálfari mun taka við 1. deildarliði
Fram í knattspyrnu keppnistimabilið
1984. Jóhannes aðstoðaði pólska þjálf-
arann Strejlau i lok sumarsins og átti
drjúgan þátt í því að liðið vann sér sæti
íl. deUdáný.
Jóhannes er ekki óþekktur í her-
búöum Fram. Hann þjálfaði meistara-
flokk liðsins fyrir nokkrum árum og
íinnig hefur hann þjálfað yngri flokka
'élagsins með stórgóðum árangri.
-AA.
komið á suðupunkt — aðeins fimm
mín. til leiksloka. Víkingar komast þá í
hraðaupphlaup og gátu gert út um leik-
inn. Sigurði Gunnarssyni brást þá
bogalistin — hann lét Björn Steive
verja frá sér og upp úr því var Björn
rekinn af leikvelli fyrir að brjóta á
Guömundi Guðmundssyni.
Víkingar nýttu sér það ekki að vera
einum fleiri, Hörður Harðarson braut
klaufalega á einum Norðmannanna og
var vísaö af leikvelli. Norðmenn
minnkuðu muninn í 20—18 en þá fóru
leikmenn Víkinga á taugum — hama-
gangurinn var mikill og ótímabært
skot Steinars varð þeim dýrkeypt.
Víkingar slakir
Þrátt fyrir einstaklingsframtak
Harðar og Kristjáns Sigmundssonar,
markvarðar Víkings, sem varöi
grimmt undir lok leiksins, eru Víking-
ar úr leik. Þeir hefðu haldiö áfram í
Evrópukeppninni ef þeir hefðu leikið
yfirvegað og markvisst gegn Kolbotn,
þá hefðu þeir tryggt sér áframhald-
andi farseðil í Evrópukeppninni.
Mörk Víkings skoruðu þessir leik-
menn:
Staðan var 20—18 og 1.36 sek. eftir a
reyndi ótímabært skot úr hægra hornii
fyrir hjá Víkingum að þeir reyndu sk
stæðinganna sundur.
Viggó Sigurösson 8/4, Sigurður
Gunnarsson 4, Hörður Harðarson 4,
Steinar Birgisson 3, Karl Þráinsson 1
og Guðmundur Þ. Guðmundsson 1.
Ricky Bruck.
Bruck ekki af
baki dottinn
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni
DV í Svíþjóð: — Frjálsíþróttamaðurlnn lit-
ríki, Ricky Bruck, einn mesti krlnglukast-
ari heims, gerðl sér lítið fyrir og kastaði
kringlunni 67,06 m á frjálsíþróttamóti hér í
Svíþjóð um helgina. Sænska metið hans er
68,24 m.
Brack, sem er 37 ára, hefur haldið því
fram að hann verði kominn á toppinn á
ólympíuleikunum í Los Angeles næsta
sumar og eftir árangur haus um helgina
eru menn farnir að trúa þvi að þessi mikli
keppnismaður ætli að standa við það.
-GAJ/-SOS.
íþróttir
Bóhannes Atlason lengst til vinstri ásamt Kristni Jörundssyni (í miðju), fyrram
markakóngi Fram, og Ólafi Orrasyni aðstoðarmanni Jóhannesar með yngri
flokka Fram. DV-ljósmynd EJ.
Það var oft hart barist í leik Víkings og Kolbotns á sunnudagskvöldiö. Hér sést Hörf
sýndi góðan leik í seinni hálfleik og skoraði þá skemmtileg mörk.
fþróttir
Iþróttir
mm
Iþróttir