Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Síða 28
28
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Steve Coppell verður að
leggja skóna á hilluna
Kevln O’Callagban—átti snilldarleik með Ips wich.
— í „sjónvarpsleiknum” á White Hart Lane
Mark Falco var hetja Tottenham
þegar Lundúnaliðið vann sigur 2—1 yf-
Coventry tapaði
sínum fyrsta leik
íHighfield Road
ir Nottingham Forest á White Hart
Lane i Lundúnum í gær. Leiknum var
sjónvarpað beint um Bretlandseyjar
og sáu sjónvarpsáhorfendur og 30 þús.
áhorfendur á White Hart Lane Falco
skora sigurmarkið 10 min. fyrir leiks-
lok með glæsilegum skaila, eftir fyrir-
gjöf frá varamanninum Gary Brooke,
sem sendi knöttinn fyrir mark Forest
eftir aukaspyrnu. Brooke kom inn á
fyrir Alan Brazil á 65. min.
Það hefur vakið mikla athygli í Eng-
landi að 30.956 áhorfendur voru á leikn-
um. Reiknað var meö aö aðsókn
minnkaöi, þar sem leiknum var
sjónvarpað beint. Svo var ekki. Þess
má geta að áhorfendur voru 30.662 sl.
keppnistímabil, þegar félögin mættust.
Forest fékk óskabyrjun þegar bak-
vörðurinn Viv Anderson lék á Chris
Hughton á 4. mín. og sendi knöttinn til
Steve Wigley, sem tók knöttinn á hæl-
inn og sendi hann til Colin Walsh, sem
skoraöi 1—0.
Tottenham jafnaði á 67. mín. þegar
varamaðurinn Gary Brooke sendi
knöttinn fyrir mark Forest þar sem
Gary Stevens, sem Tottenham keypti
frá Brighton, stökk hærra en allir aðrir
og skallaði hann knöttinn örugglega
fram hjá hollenska markverðinum
Van Breukelen.
Eins og DV sagöi frá á laugardaginn
lék Frans Thijssen, fyrrum leikmaður
Ipswich, sinn fyrsta leik með Forest.
Hann er í láni hjá félaginu frá
Vancouver Whitecaps.
• Þess má geta að lokum að frétta-
maöur BBC sagði aö Falco hefði skor-
að sigurmarkið en Reuter fréttastofan
segir að Steve Archibald hafi skorað
markið eftir að Falco skallaöi knöttinn
til hans.
-SOS
— honum var tilkynnt það á laugardagsmorguninn eftir rannsókn á hné hans
0 Steve Coppell — ferill hans á enda.
enska landsliðinu og skoraði 7 mörk.
Þá lék hann 390 leiki með United og
skoraöi 77 mörk í þeim.
Mikið blóðtaka
— Ég er mjög hryggur yfir því aö-
knattspyrnuferill Coppell sé á enda.
Þetta er mikið blóðtaka fyrir Coppell,
Manchester United og enska knatt-
spymu, því að Steve Coppell hefur ver-
ið einn besti knattspymumaður Eng-
lands undanfarin ár, sagði Ron Atkins-
son, framkvæmdastjóri United.
-SE/-SOS.
O Paul Mariner.
Mariner er
markahæstur
Paul Mariner hjá Ipswich er nú orðinn
markahæstur í Englandi — hefur skorað
sjö mörk. David Swindlehurst hjá West
Ham er næstur á blaði með sex mörk en
síðan koma þrír leikmenn með fimm
mörk. Það eru þeir Eric Gates hjá Ips-
Wich, John Barnes hjá Watford og Simon
Stainrod hjá QPR.
-SOS.
ell var lykilmaður í leik beggja liöa,
auk þess sem mikill sjónarsviptir er aö
þessum skemmtilega leikmanni af
knattspyrnuvöllunum á Englandi.
Steve CoppelL var keyptur á 40 þús.
pund frá fjórðu deildar liöihu Tran-
mere Rovers fyrir átta árum af þáver-
andi framkvæmdastjóra United,
Tommy Docherty. Coppell varð strax
fastamaöur í liði Manchester United
og var fljótlega valinn í enska landslið-
ið eftir að hafa sýnt frábæra leikni með
United sem sókndjarfur hægri útherji.
Alls lék Coppell 42 landsleiki meö
Steve Coppell, hinn frábæri útherji
Manchester United og enska landsliðs-
ins, hefur orðið að leggja skóna á hill-
una eftir siæm meiðsli á hné er hann
hlaut í landsleik með enska landsliðinu
í leik gegn Ungverjum á Wembley á
síöasta ári. Það var á iaugardags-
morguninn sem lokaúrskurðurinn lá
fyrir eftir að sérfræðingar höfðu rann-
sakað hné Coppeli en þá hafði hann
gengið undir þrjár skurðaðgerðir á
því. Þeir sögðu honum að hann yrði að
hætta að leika knattspyrnu til að forð-
ast örkuml.
Þetta er mikið áfall fyrir Manchest-
er United og enska landsliðið því Copp-
Mark Falco tryggði
Tottenham sigur...
Kevin O’Callaghan átti stórleik með Ipswich sem vann, 2-1
Sigurganga Dundee j
Utd.varstöðvuð j
— og Celtic eitt á toppnum í Skotlandi
Það urðu 10.492 áhorfendur vitni að
fyrsta tapi Coventry City á sínum eigin
heimaveili, 1—2, gegn Ipswich Town.
Ipswich sýndi allar sínar gömlu góðu
hliðar á Highfield Road, sérstaklega í
fyrri hálfleiknum en þá höfðu þeir al-
gera yfirburði gegn hinu unga liði
Coventry. Það var einkum vegna stór-
Ieiks irska Iandsiiðsmannsins Kevin
O’Cailaghan, sem lék gegn íslending-
um á Laugardalsvellinum á dögunum,
sem lagði grunninn að sigri aðkomu-
liðsins.
Á 25. mínútu leiksins gaf hann fal-
lega sendingu á Paul Mariner sem
skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Ips-
wich. Aðeins þrem mínútum síðar
braust O’Callaghan af harðfylgi fram-
hjá tveim varnarmönnum Coventry
inn í vítateig þeirra og skoraði snyrti-
lega framhjá hinum júgóslavneska
markverði Coventry Raddy Avra-
movic, og staðan orðin 2—0 fyrir Ips-
wich eftir aðeins 28 mínútur. Leik-
menn Coventry máttu síöan þakka
fyrir að fá ekki fleiri mörk á sig fyrir
leikhlé, slíkir voru yfirburðir gest-
anna. En í síðari hálfleik komu heima-
menn ákveðnir til leiks og gerðu harða
hríð að marki Ipswich og tókst þeim að
minnka muninn á 63. mínútu. Þá lék
Dave Bennet (fyrrum leikmaður Man-
chester City) laglega framhjá George
Burley bakveröi Ipswich og sendi fyrir
markið. Þar var fyrir Nicky Platnauer
og skallaði hann að markinu en knött-
urinn fór í þverslána og af henni fyrir
fætur Terry Gibson sem skoraði örugg-
lega af stuttu færi. Eftir markið tví-
efldust leikmenn Coventry og reyndu
allt til að jafna metin. En enski lands-
liðsdúettinn í vörn Ipswich, Terry
Butcher og Russel Osman, átti stórleik
og sá um að stöðva alla tilburöi sóknar- I
manna Coventry, en þó þurfti Paul
Cooper að verja mjög vel hörkuskot
frá Dave Bennet.
Ipswich átti af og til stórhættulegar
skyndisóknir og úr einni slíkri bjargaði
Sam Allardyce á marklinu skoti frá
Mick D’Avray, en hann kom inn á sem
varamaður fyrir Paul Mariner sem
meiddist. Á síðustu mínútunum þurfti
Aramovic að verja tvívegis á glæsileg-
an hátt í bæði skiptin frá John Wark.
Liöin sem léku á Highfield Road voru
þannig skipuð:
Coventry: Aramovic, Hormant-
schuk, Roberts, Daly, Allardyce,
Peake, Bennet, Grimes, Gibson, Plat-
nauer og Adams.
Ipswich: Cooper, Gernon, Burley,
Wark, Butcher, Osman, O’Callaghan,
Putney, Mariner (D’Avrey), McCall,
ogGates.
-SE.
Glasgow Rangers stöðvaði sigur-
göngu Skotlandsmeistara Dundee
United í Dundee þar sem Rangers
vann, 2—0. Það voru þeir Ally Mc-
Coist, fyrrum leikmaður Sunder-
land, og Sandy Clarke, fyrrum leik-
maður West Ham, sem skoruðu
mörk Rangers.
Celtic skaust upp á toppinn í
Skotlandi með því að gera jafntefli,
1—1, viö St. Mirren. Frank Mc-
Dougall skoraöi mark St. Mirren en
bakvörðurinn Brian Whittaker I
jafnaði 1—1.
Aberdeen stöðvaði sigurgöngu '
Hearts, meö því að vinna sigur, 2- I
0. Motherwell tapaði, 1—3, fyrir
Dundee á heimavelli og skoruðu j
leikmenn Motherwell tvö sjálfs- g
mörk.
Celtic er með 11 stig, Dundee |
United og Hearts eru með 10 og
Aberdeen 9.