Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Qupperneq 45
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið LOKSINS ER VORIÐ KOMIÐ í DALASÝSLU — þrátt fyrir að almanakið segi að það sé haust „Utgáfa plötunnar hefur tafist, en ég lofa öllum því aö Voriö verður gott, þrátt fyrir aö það sé komið haust nú þegar platan kemur út,” sagði Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónlistarskól- ans í Dalasýslu, er Sviðsljósið rabbaði við hann nýlega. Platan sem Kjartan er aö tala um nefnist Vor í Dölum. ,JEfnið er hluti af því, sem hinir ýmsu kórar í sveitinni hafa verið að fást við síðastliðin tvö ár. Og þá kemur lúðrahljómsveitin einnig viðsögu.” Kjartan sagði að platan hefði verið tekin upp í kirkjum og félagsheimilum. Ætlunin væri að gefa út 350 plötur, en það væri sá fjöldi, sem nauðsynlegt væri að selja, til að platan kæmi út á sléttufjárhagslega. „Þetta er mórölsk og rómantísk plata og ég veit að hún á eftir að þjappa tónlistarfólki í Dalasýslu saman,” sagði Kjartan, sem býr í Búð- ardal. Þeir kórar sem koma fram á plöt- unni eru: Janúarkvartettinn, Söngfé- lagar í Vorboðanum, Karlakórinn Hljómur, Lúðrasveit Tónlistarskóla Dalasýslu veturinn 1982—’83, Söng- félagar í kirkjukórum Hvamms-, Stað- arfells-, Dagverðarness-, Skarðs- og Staðarhólskirkna ’83, Þorrakórinn og Söngfélagar í kirkjukórum Stóra- Vatnshoms-, Kvennabrekku- og Snók- dalskirkju. Við óskum Dalamönnum til ham- ingju meö plötuna og vbnum að hún geri sömu lukku og lagið .Jír ég kem heim í Búöardal,” gerði fyrir nokkrum árum. -JGH. Kjartan Egggrtsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu, heldur á plötunni Vor i Dal sem nú er að koma út. Ýmsir kórar í Dalasýslu syngja á plötunni. Og Kjartan og fleiri eru ekki bangnir með plötuna þó að komið sé haust. „Þetta ergott Vor". DV-mynd: GVA. Olivia mætti með Mattanum — sá er þrettán árum yngri en hún Söngkonan geðþekka, Olivia New- ton-John, er komin með nýjan elsk- huga. Sá heitir Matt Lattanzi og er aðeins 22 ára, en Livvy eins og Olivia er kölluð á meðal vina er orðin 35 ára. Matt þessi er dansari að atvinnu. Blaðasnápar komust að sambandi þeirra, er þau skötuhjú komu til London í síðustu viku til að njóta sæl- unnar í Lundúnaþokunni. Troðið niður og troðið upp — Rocky Stallone fóráspariskónum útísteypuna. Sjérlákurinn kominná vettvang Eintreður, tvitreður, þr'rtreður. Rocky Stail- one með fótsporið fræga fyrir framan leik- húsið í Holly. „Það fara ekki allir í sporin hans Rocky." „Það fara ekki allir í sporin hans Rocky Stallones,” sagði gamli múrarinn eitt sinn er hann setti á sig boxhanskana. Og það er kannski hverju oröi sannara. Rocky tróð nefnilega niður í steypu með aðra löppina nýlega þegar verið var að vígja leik- hús í Hollywood. Menn höföu á orði aö þetta væri bara byrjun- in því að Rocky ætlaöi með þessu að sýna mönnum fram á að það getur verið gott að troða svona niður ef menn ætla aö troða upp síöar meir. Fótspor sem þessi þykja meiri háttar heiður fyrir vestan og hver veit nema Stallone sé nú oröinn ódauðlegur fyrir vikið. Sviðsljósiö er klárt á því að svo sé því að nýj- asta mynd hans heitir jú ,,Staying Alive,” sem einhver lélegur myndi þýöa „„Höldum okkur álífi,” eða „Verumlifani.” Þurfti hann yenum aðhalda? — „MASH-skálkurinn” Alan Alda fær 300 milljónir fyrir sjónvarpsauglýsingu Aðalmaöurinn í MASH- þáttunum, Alan Alda, fær tekjur víðar en frá þess- um geysivinsælu þáttum. Hann gerði nýlega samning við japanska fyrirtækið Atari um að auglýsa fyrir þá vídeo- tæki. Greiðslur? ,,Jú, Alda, þú færð 300 millj- ónir, og það íslenskar fyrirvikið.” Við óskum Alda til ham- ingju með samninginn sem verður að teljast nokkuð góður, miðað við aðstæður aö minnsta kosti. Alan Alda glottir hér við tönn. Landsþing haldið að Hótel Loftleiðum dagana 7.-9. okt. 1983. DAGSKRÁ: Föstudagur 7. okt. kl. 20.30. Þingsetning: Eggert Jóhannesson, formaður. Ávarp: Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra. Ræða: Vilhjálmur Hjálmarsson, fv. ráðherra. Milli atriða verður tónlistarflutningur. Að lokinni þingsetningu er þingfulltrúum og gestum boðið til kaffisamsætis í Kristalsal. Laugardagur 8. okt. kl. 09.00. Ráðstefna um málefni og markmið samtakanna. Stutt fram- söguerindi: Fjallað verður um eftirtalda málaflokka, m.a. í ljósi þeirra umræðna sem fram hafa farið innan samtakanna á undanförnum árum: 1. Mennta- og skólamál: Einar Hólm Olafsson yfirkennari. 2. Langtímavistun/heimili: Lára Björnsdóttir félagsráðg., Jón Sævar Alfonsson skrifstofustj. 3. Atvinnumál: Friðrik Sigurðsson þroskaþjálfi. 4. Ráðgjöf og stuðningur viö fjölskyldur: Halldóra Sigur- geirsd. húsm., Þorsteinn Þorsteinsson bóndi. 5. Ráðstöfun fjármagns til framkvæmda og uppbyggingar: Bjarni Kristjánsson framkvst. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Vinnuhópar taka til starfa og ræöa efni áður upptal- inna erinda. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Niðurstöður vinnuhópa kynntar. Kl. 16.30 Erindi um réttindagæslu þroskaheftra. Jóhann Guð- mundsson læknir. Kl. 16.45 Stuttar umræður. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit. Kl. 19.30 Sameiginlegur kvöldverður þingfulltrúa og gesta í Blómasal. Sunnudagur 9. okt. kl. 9.00—12.00 Aðalfundarstörf Landssamtakanna Þroskahjálpar. Kl. 13.30—17.30 Aðalfundarstörf Landssamtakanna Þroska- hjálpar. Ath.: Aðaláhersla veröur lögð á umræður um niöurstöður vinnuhópa og ályktanir í framhaldi þeirra. Þessar umræður hefjist strax að loknu matarhléi. Ráðstefnan laugardaginn 8. okt. er öllum opin og er áhugafólk um málefni þroskaheftra og aðrir sem því tengjast hvattir til að sækja ráðstefnu þessa. LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAH JÁLP.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.