Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR10. OKTOBER1983. 5 Lausn húsnæðisvandans? íbúðasamvinnu- félag stofnað Hópur áhugamanna hefur að und- anfömu undirbúið stofnun íbúöasam- vinnufélags. Stofnfundur veröur væntanlega 15. október næstkom- andi. „Þetta félag verður opið öllum,” sagði Jón Rúnar Sveinsson, einn úr 15—20 manna hópi sem haft hefur forgöngu um mál þetta. Um þriðj- ungur hópsins er úr Leigjendasam- tökunum. Ibúðasamvinnufélag er , eins og na&iið bendir til, samvinnufélag um byggingu og rekstur íbúðahúsnæðis. Slík félög finnast mjög víða á Vestur- löndum en eru einna algengust í Skandinaviu. 1 Svíþjóð og Noregi er taliö að fimmtán af hundraöi allra íbúða séu í eigu húsnæðissamvinnu- félaga. Húsnæðissamvinnufélag er að því leyti frábrugðið byggingarsam- vinnufélagi að það byggir ekki aöeins húsnæðið heldur er eigandi þess og rekur það. Þeir sem ganga í húsnæðissamvinnufélag greiða grunngjald og fá við það búseturétt. Búseturéttur er réttur til ævilangr- ar búsetu í íbúðinni og getur jafnvel erfst. Sá sem þennan rétt hefur getur einnig leyft sér að breyta íbúðinni töluvert. Gjald fyrir búseturétt er yfirleitt frá einum til fimm af hundraði kaup- verðs íbúðarinnar. Þegar viðkom- andi flytur úr íbúðinni fær hann grunngjaldið endurgreitt. Auk búseturéttargjaldsins greiðir íbúinn leigugjald sem standa á undir fjármagnskostnaði og reksturs- kostnaði húsnæðisins. Jón Rúnar Sveinsson hefur áætlaö aö 4.500 króna leigugjald á mánuði myndi algerlega standa undir kostn- aði við þriggja herbergja íbúð hjá íbúðasamvinnufélagi. Slík félög á Norðurlöndum hafa ekki bundiö sig við fjölbýlishús. Þau hafa einnig reist raðhús og einbýlis- hús, að sögn Jóns Rúnars. „Forsenda fyrir þvi að þetta sé hægt er að lán til langs tíma fáist,” sagði Jón Rúnar. Hann taldi íbúðir húsnæöissamvinnufélaga í hæsta máta félagslegar íbúðir. Því væri eðlilegt að þær nytu sömu lánakjara og íbúðir í verkamannabústöðum. -KMU. AÐEINS TVÆR VILLUR í UPPLÝS- INGARITINU — segir útgefandinn á Akureyri Frá Jónl Baldvin Halldórssyni, blaðamannl DV, Akureyri. „Við höfum fengið kvartanir um tvær villur í upplýsingaritinu,” sagði Trausti Haraldsson hjá prent- smiðjunni Petit á Akureyri þegar hann var inntur álits á ummælum umdæmisstjóra Pósts og síma í DV á fimmtudag. Þar sagði Ársæll Magnússon að kvartanir hefðu borist um villur í ritinu og hefði slikt í för með sér mikil óþægindi fyrir símnot- endur. Póstur og sími hefur kært út- gáfu ritsins sem inniheldur símaskrá fýrir Akureyri. Trausti sagði aö í ööru tilfellinu hefði villan, sem var í símanúmeri ökukennara i bænum, verið mjög slæm. Hefði viökomandi verið boðið að auglýsa nokkrum sinnum ókeypis í Dagskrá, sjónvarpsdagskrá sem Petit gefur einnig út og dreift er i hvert hús. Hin villan heföi aðeins verið stafsetningarvilla. ,jEg veit lOca um villur í síma- skránni og væri hægt aö nefna dæmi um það,” sagði Trausti. -ÓEF. NámsmenníLundi: Mótmæla drætti á úthlutun lána Sine-deildin í Lundi hélt nýlega stjórnarfund og þar var samþykkt ályktun þar sem segir meðal annars að ljóst sé að dregist hafi að hefja út- borgun haustlána til námsmanna er- lendis. Utlán áttu aö hefjast þann 15. september síðastliðinn og allur dráttur á útborgun lána kemur námsmönnum erlendis mjög illa og orsakar margvis- lega erfiðleika. Þá vill Síne-deildin í Lundi vekja at- hygli á að framfærslumat LlN fyrir Svíþjóð er of lágt miðað við könnun á þvi sem Síne-deildin lét gera síðastlið- inn vetur. Ennfremur vill stjórn Síne-deildar- innar í Lundi fordæma hugmyndir stjórnvalda sem miða að því að skerða kjör námsmanna. Námsmenn séu í dag stærsti láglaunahópur landsins og megi ekki við neinum kjaraskerðing- um. -SÞS. ROLEG HELGI HJA LÖGGUNNI Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var þessi helgi mjög róleg. Reyndar virðist ró og spekt hafa ráðið rikjum um land allt. „Þaö var ansi mikil örtröð á skemmtistöðunum í Reykjavík en það jók okkur ekki vinnu,” tjáði einn lögreglumaöur í Reykjavík okkur. Nokkrir voru teknir við ölvun við aksur um helgina. Hjá lögreglunni á Hvolsvelli fréttum við að lítilsháttar hlöðu- bruni hefði verið á laugardag í Holtsmúla í Landssveit. En slökkvilið og menn úr sveitinni réðu fljótlega niðurlögum elds- ins. Ekki er tjóniö talið mikið. -ÞG Nokkrar GŒ)AR ASTSÐUR til að skreppa til Lond( Hverra þessara 15 atriða gætirðu hugsað þér að njóta? Merktu x þar sem við á Lúxushótel í miðborginni, íslending- um að góðu kunn. Leiksýningar með góðkunningjum okkar af hvíta tjaldinu. Enskur bjór og einstök kráarstemmn- ing. Islenskur fararstjóri á skrifstofu S-L í miðborginni, með viðtalstíma á hverju hótelí 3svar í viku. □ Glæsilegar verslanir. □ Úrvals þjónusta um borð í þotu Flug- leiða. □ Tónleikar af öllum stærðum og gerðum. □ Gönguferð um dýragarðinn og Regent Park. □ Stórleikir liða, eins og Arsenal, Totten- ham, West Ham og Watford. □ Vaxmyndcisafn Madame Tussaud. □ Urmull veitinga- og skemmtistaða. □ Listcisöfn, s.s. British Museum og Tate Gallery og ótal sögufrægar byggingar. □ Heimsfrægir söngleikir, s.s. Evita, Cats □ Verð frá kr. 8.290, barnaafsláttur kr. __ 3.500. Átt þú að skreppa til London? 0-1 atriði:Snúðu þér aftur að því sem þú varst að gera. 1—3 atriði: Þú ert volgur - en getur svosem sleppt London þetta árið. 3 — 10 atriði: Þig dauðlangar - skelltu þér! 10 — 15 atriði: Þú ert varla í húsum hæf- ur af útþrá. Engin spum- ing - þú ferð Brottfarardagar: 11. okt., 13. okt., 18. okt., 20. okt.t 25. okt., 27. okt., 2. nóv., 4. nóv.t 9. nóv., 11. nóv., 16. nóv., 18. nóv., 23. nóv., 25. nóv.? 30. nóv., 2. des.t 7. des., 9. des., 14. des., 16. des.t 21. des., 23. des., 28. des., 30. des. Innifalið: Flug, gisting með morgunmat, akstur til og frá flugvelli erlendis og fslensk fararstjóm f ferðum merktum *. O.fl. □ HelgcU-- og vikuferðir. Hafið samband við söluskrifstofur Samvinnuferða- Landsýnar eða umboðsmenn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.