Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR10. OKTÖBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjómarformaður og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjdrar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HÁUKUR HELGASON. Fréttastjðrar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjérar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáaugiýsingar. skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími rítstjórnar: 84611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarbiað 25 kr. Vegtyllurán valda Alþingi er gömul og virðuleg stofnun. Samkvæmt stjórnarskrá landsins fer alþingi með löggjafar- og fjár- veitingarvald og í krafti þess meirihluta sem þar situr hverju sinni eru ríkisstjómir myndaðar og felldar. Þannig er Alþingi tákn lýðræðisins, raunar homsteinn þess. Saga alþingis og saga þjóðarinnar er samofin allt frá land- námsöld. Vegur þess hefur hnigið og risið í takt við niður- lægingu þjóðarinnar annars vegar og frelsisáfanga hins vegar og úr sölum alþingis hefur tónninn verið gefinn, hvort heldur til varnar eða sóknar í sjálfstæðisbaráttu Is- lendinga. Allt fram á okkar daga hefur alþingi verið sú stofnun, sem landsmenn hafa litið upp til og hverjum manni þótt sæmd og vegsemd að setu á þingi. Ekki aðeins vegna upp- hefðar heldur einnig af hinu, að þar öðluðust menn að- stöðu og áhrif í þjóðlífinu meiri og betri en á öðrum vett- vangi. Alþingi var nafli þjóðfélagsins, þungamiðjan fyrir hvert það mál, sem til framfara horfði. Ekki aðeins er varðaði atvinnumál og félagsleg réttindi, löggjöf og hags- muni stétta og einstaklinga. Þingið var tákn og vett- vangur fyrir baráttu þjóðarinnar til frelsis og fullveldis. Þingsetning hefur löngum verið hátíðarstund. Alþingis- menn riðu til þings, bændur og embættismenn, klerkar og héraðshöfðingjar. Þinghald stóð tiltölulega stuttan tíma ár hvert og fyrr á árum og langt fram á þessa öld var þingmennska stunduð til hliðar við önnur störf, nokkurs konar uppbót eða upphefð fyrir forystumenn þjóðarinnar, hvort heldur þeir komu úr embættismannastétt, atvinnu- lífi eða menntastofnunum. Á síðustu árum hefur þetta breyst. Nú stundar enginn þingmennsku í hjáverkum. Auðvitað heldur alþingi enn stjórnarskrárbundnum völdum sínum. Enn er það virðuleg stofnun og enn vekur þingsetning athygli og eftirvæntingu. 1 tímans rás hafa áhrif þess hinsvegar minnkað. Þing- menn halda ekki lengur til þings í þeirri trú, að þjóðlífið standi og falli með athöfnum þeirra. Þjóðin veit, að það er langur vegur frá orðræðum þeirra til afgreiðslu mála. Þingmenn eru ekki lengur hið ráðandi afl í þjóðfélaginu. Þeim er löngu ljóst, að aðrar valdastofnanir, ríkisstjóm, stjómarráð, Seðlabanki, opinberar stofnanir, hafa og geta tekið ráðin af þeim. Sumpart liggur þetta í breyttri gerð þjóðfélagsins sem er óhjákvæmileg og eðlileg á þeim tímum sem við lifum. Hvert mál á sér aðdraganda og flóknar afleiðingar. Hver og ein ákvörðun hefur áhrif á aðra. Úrlausnarefnin eru margfalt fleiri, vandamálin stærri í sniðum. Enginn þingmaður hefur lengur yfirsýn yfir öll mál. Skriffinnskan, stjómsýslan og stjómmálin eru of yfir- þyrmandi og margbrotin til að einfaldar lausnir séu á valdi eins tiltekins þingmanns. Þróunin hefur orðið sú, að alþingi hefur breyst í af- greiðslustofnun, þar sem vegtyllur skipta meiru en völd; þar sem ræðumennska er mikilvægari en ráð. Sökin liggur ekki hjá þingmönnunum sjálfum. Þeir eru einfaldlega leiksoppar sinna eigin örlaga. Þjóðfélags- munstrið hefur vaxið þeim yfir höfuð. Það þing sem sett verður í dag mun litlu breyta í þess- ari þróun. Engu að síður er sjálfsagt að senda alþingis- mönnum frómar óskir. Þeir hafa sínu starfi og skyldum að gegna, rétt eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Vonandi tekst þeim sameiginlega að láta sitthvað gott af sér leiða. ebs. Gersemi formannsins og iðrunarmerki hinna ranglátu Það lýsir af nýjum degi og maðurinn .- - að aka fjórtán sinnum umhverfis staulast upp úr volgu bólinu, nuggar stírur úr svefndrukknum augum, sturtar í sig kolsvörtu kaffinu og kveikir í ilmsterkum vindlingi; nöldrar í konunni og rekur krakkann í skólann; fer síðan út í haustkalda morgunskímuna. Þungur umferðardynur ymur í lofti. Það stirnir á krómaða hjólskjóta nútímans, þar sem þeir standa í röðum á bílastæðunum, hver fákur á sinum bás, kyrrlátur og þolinmóður. Maðurinn sest undir stýri, fer snöggvast höndum um startara og girstöng og við þessar bliðlegu snert- ingu rumskar fákurinn, ræskir sig tvisvar eöa þrisvar og rymur svo viðkunnanlega: teygir véldrifinn makkann og rennur þýðlega af stað inn í örtröð umferðarinnar. Þannig er virkur morgunn i höfuðstað Islands það herrans ár 1963. Þar á hver maður sínn hjólskjóta, hvort sem hann er snauður eða auðugur. Fátæki hjúkrunarfræöingurinn með ilmsterka vindlinginn er nýkominn heim frá Svíþjóð og búinn að festa kaup á þriggja herbergja íbúð í Bakka- hverfi. Hann ekur nú tÚ vinnu sinnar í notuöum en vel með fömum Trabant, en holdugi rafvirkinn sem býr í sömu blokk og hann ekur af staö um svipaö leyti í spánnýjum BMW. Það skakkar vissulega miklu um verð og gæði þess- ara tveggja bifreiða, en þó vinna þær eigendum sínum nokkurn veginn sama gagnið. Bifreiðin er fákur ferðalanga nútímans en hún er meira en þaö. Hún er vísbending um lífshætti húsbónda síns, fjárhag hans og fegurðarsmekk og reyndar stefnumörk í lifinu. Til eru þeir sem sitja glæstari fáka og vakrari en flestir hinna, en þó að við öfundum þá kannski í hljóði, þá f lögrar ekki að okkur að amast við gersemi þeirra, því vel er oss kunnugt að hún er í alla staði réttilega f engin. Bóngóður maður Forsætisráðherra vorum hefur ný- Einn maður öðrum fremur gerði Sjálfstæðisflokkinn að stórveldi í íslenzkri pólitík. Sá maður var Olafur Thors. Hann var ekki leiftursóknar- maöur. Stefna Reagans og Thatchers hefði ekki átt upp á pallboröið hjá hon- um. Hayek og Hannes Hólmsteinn væru ekki uppáhaldshöfundar hans. Olafur Thors hefði sveiað öðrum og hlegið að hinum. Hlátur Olafs Thors var smitandi. Spámenn uröu þeir ekki sem Olafur hló að. Nú er öldin önnur hjá íhaldinu. Að sigra með sáttum Olafur Thors var maður fjöldans. Hann vissi að freðíhald getur aldrei orðið fjöldahreyfing. Fjöldinn er frjálslyndur. Þess vegna gerði Olafur Thors Sjálfstæðisflokkinn að frjáls- lyndri fjöldahreyfingu. Það var flokkurinn um hans daga. Olaf ur vissi líka að fr jálslynd f jölda- hreyfing boöar ekki stéttastríð. Sh'kur flokkur verður að vera friðflytjandi. Vilja sættir. Að semja sátt varð þvi ævistarf Olafs Thors. Sigrar hans voru sáttagerðir. Ekki að brjóta óvini og beygja andstæðinga heldur að sigra með sáttum. Enginn maður eignaðist jafnmikinn stuðning meðal and- stæðinga sinna og Olafur Thors. Eng- inn öðlaðist jafntrygga vini meðal óvina sinna og hann. Það var hans máti. Heyrið Albert - sjáið Moggann Nú er öldin önnur hjá íhaldinu. Nú Sighvatur Björgvinsson heldur banna samninga með lögum. Nú leita menn ekki eftir vináttu óvina sinna heldur gera sér far um að óving- ast við vini sína. Heyrið Albert kalla flokksmenn sina í verkalýðs- hreyfingunni mafíu og kommúnista! Sjáið Morgunblaðið reka skoðana- bræöur sína inn í raðir and- stæðinganna! ErSjálfstæðisflokkurinn nú friðflytjandi? Boðar hann nú sigur meðsáttagerð? Man nú enginn Olaf Thors ? Sáttagerðin 1963 A þessu hausti eru liðin 20 ár frá því Olafur Thors vann sinn síðasta og stærsta stjómmálasigur. Sá sigur var fólginn í sáttagerð við verkalýðshreyf- inguna. ^ „Á þessu hausti eru liðin 20 ár frá síðasta og mesta stjómmálasigri Ölafs Thors — sáttagerðinni við verkalýðshreyfinguna 9. nóv. 1963. Hvað skyldi Matthías Johannessen, höfundur ævisögunnar, skrifa í leiðara Mbl. þann 9. nóvember,” segir Sighvatur Björgvinsson. horfa menn ekki til Olafs Thors og Bjama Ben. heldur til Reagans og Thatchers, Hannesar Hólmsteins og Hayeks. Nú boða menn ekki sættir Ríkisstjóm Olafs Thors hafði lagt fram á Alþingi frumvarp um bann við kauphækkunum fram til áramóta 1963—1964. Verkalýðshreyfingin boð- Kjallarinn Baldur Hermannsson lega áskotnast fararskjóti nokkur og hefur sá orðið sumum mönnum ásteytingarefni. Forsætisráðherra þessum er ýmislegt vel gefið; hann er ágætlega verki farinn og æðrulaus í fjúkslitringi stjómmálanna; hvorki er hann stór- snúinn í viömóti né harðdrægur í viöskiptum en ljúfur og bóngóöur við sína menn og harla örlátur á almanna- fé þegar því er að skipta. En nú finnst mörgum að hann hafi orðið helst til bóngóður við sjálfan sig, er hann seildist niður í innansleiktar fjárhirslur islenska rikisins og skammtaði sér úr eigin hendi dýrindis bifreið, bandariskan valgrip af göf- ugustu gerð, sem flestir myndu renna til girndarauga, en nokkuð em menn efins um að eigandinn hafi til hans unniö meö f ullum sanni. Forsætisráðherra hefur borið það í vænginn, að glæsivagninn góði sé mest til þess fenginn að spara píndum ríkis- hirslum bensínútg jöld, en til þess aö sú röksemd öðlist gildi verður hann að gera gott betur en þeysast umhverfis Island meö fagnaðarboðskap ríkis- stjómarinnar — hann verður nefnilega hnöttinn en þá er líka eins víst að ein- hvers staðar rísi upp þeir farartálmar slæmir, sem gera myndu hina virðu- legu bensíneyösluferð aö hlægilegri erindisleysu. „Nei, þetta er alls ekki við hæfi,” segja menn og em heldur síðbrýnir. „Þjóöarskútan hangir hallfleytt á framsóknarboðanum en kafteinninn situr trallandi við kabyssuna, kneyfar mysu og raðar í sig vambarkeppum með rúsinuslátri en fyrirskipar ör- magna hásetablókunum að herða nú sultarólina og leggjast fast á árar. Þetta er ekki við hæfi og væri honum nær aö kasta mörsiðrinu og snarast upp á dekk til þess að örva beygðan mannskapinn meö hraustlegu eftir- dæmi.” Svar sem aldrei fyrnist Allt eru þetta orö að sönnu, en nú á forsætisráðherra það svar i fórum sin- um sem deyfa myndi eggjar óvinanna og aldrei fymast meðan fólk er uppi á þessu landi — hann á að kveða sér hljóðs á Aiþingi og birta fyrir alþjóð, að hann muni skila aftur hinum banda- ríska valgrip, og þó ekki láta þar við sitja, heldur afhenda einnig ríkis- hirslunum til eignarhalds og umþótt- unar þann glæsivagn sem hann átti fyrir og þótt hefur ágætur kostur til þessa. Þessi höfðinglega gjöf forsætisráð- herra landsins til þjóðar sinnar myndi að vísu ekki leysa neinn efnahags- vanda, en hún væri langþráð og táknrænt merki um iðrun og yfirbót, en það er hverju mannsbarni ljóst að flokkur forsætisráðherra og þar með hann sjálfur ber ekki litla sök á þeim; harðindum sem nú eru að murka lífið úr islenskum fjölskyldum og drepur1 kjarkinn úr sumum, svo að þeir for- mæla fósturjörðinni í blaðaviðtölum og hugsa sér til hreyfings þangaö sem vitrari menn og betri ráða löndum. Framsóknarflokkurinn ber , hina þungu sök á ofvexti fiskiskipastólsins, ofveiði fiskistofna, offramleiðslu íj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.