Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR10. OKT0BER1983. 13 ***** im:W Btfrofðin er fákur ferðalanga nútímans, en hún er meira an það. Hún ar visbending um iifshættí húsbónda sins, fjárhag hans og fegurðarsmekk og reyndar stefnumörk íiífinu. landbúnaöi, kyrkingi nýgræðings í at- vinnulífinu, útlendri skuldabyröi og annarri bölvun sem steöjar af fullum krafti aö þessari veslings, ógæfusömu smáþjóö. En þó að Framsóknarflokkurinn hafi valdið óbætanlegu tjóni á efna- hag landsins og kjörum fólksins, þá er hitt ennþá verra að hann hefur upprætt hinn náttúrlega trúnað sem veröur aö ríkja milli manna í þjóö- félaginu. Hvar sem framsóknarfor- kólfar hafa náö aö smeygja býfu milli stafs og huröar hefur heiöarleikinn og sanngimin gagnvart náunganum veriö útlæg ger, en valdníðsla, pólitísk fyrir- greiösla og hverskyns spilling hafin til öndvegis. Stóðhross í skíðalöndum Til þess aö mennirnir megi lifa saman í landinu veröa þeir að sýna hver öörum umburðarlyndi og fyrir- gefa hinum ranglátu skaðræðisverk þeirra. Hinir ranglátu veröa samt fyrst að sýna merki iörunar, og sú stund myndi aldrei fymast með íslenskri þjóö ef formaður Framsóknar- flokksins myndi stíga á stokk og mæla fyrir sáttum á þann hátt að jafnvel steinhjarta myndi bifast. Steingrímur Hermannsson þarf á- reiðanlega ekki að kviða því, aö komast ekki upp i skiðalöndin þó aö hann fækki við sig bifreiðum, því að margur gildur búhöldur yrði þá til þess aö ljá honum stdöalin stóöhross meö öllum reiðtygjum, sem duga myndu fullvel í vetrarslarki á öræfum, ekkert síður en véldrifnir glæsifákar, banda- rískir. Baldur Hermannson, blaðamaður. Man nú enginn 01 af Thors? aði gagnaðgerðir. Átök vora í uppsigl- ingu. Ölafi Thors kom ekki til hugar að svipta verkalýðshreyfinguna samn- ingsréttinum. Hann leitaði samninga um sættir og frið. Þegar framvarpið um launalækkun- ina kom til síðustu umræðu í efri deild Alþingis haustið 1963 samdi Olafur Thors við verkalýðshreyfinguna. Sáttagerðin hans fólst í því að hætta við afgreiðslu frumvarpsins gegn því að verkalýðshreyfingin gengi til samn- ingaviðræðna. Ölafur Thors bannaöi ekki samn- inga. Hann bað um þá. Sá er munurínn á Sjálfstæðisflokknum hans og Sjálf- stæðisflokknumnú. „Þetta var upphafíö..." I ævisögu Olafs Thors segir Matthías Johannessen m.a. um þennan atburð: „Þetta var upphaf að því sambandi milli rikisstjórnarinnar og verkalýðshreyflngarlnnar, sem var grundvöllur júni-samkomulagsins 1964 og að árangursríku vlðnámi ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar gegn hinu mikla efnahagsáfalli áranna 1967—1968”. (II. bindi, bls. 314). Stafnt til ófríöar Einar Olgeirsson var einn þeirra vina sem Olafur Thors eignaðist meðal óvina sinna. I minningargrein um Olaf sagði Einar Olgeirsson m.a., aö það hafi verið Olafi Thors mest að skapi „að kveðja stjómmálavettvang- inn eftlr 30 ára stríð sem foringi flokks sins með sættlnnl vlð verka- lýðshreyfinguna 9. nóv. 1963, er horfið var frá hinum hörðu bardaga- aðferðum, er kvelkt hefði bál efna- hagslegrar borgarastyrjaldar að nýju, og stefnt í átt til friðar.” I hvaða átt stefnir Sjálfstæðisflokk- urinn nú? I átt til friðar? I átt til efnahagslegrar borgarastyrjaldar? Sama hugsun — sami viiji Svo náið var túnaðar- og vináttu- sambandið milli Olafs Thors og and- stæöinga hans að menn vita ekki með vissu hvort framkvæði sáttastarfsins kom frá honum eða þeim. Bjami Benediktsson fullyrti að Eðvarð Sigurðsson hefði átt hugmyndina. I þingflokki Alþýðubandalagsins var sagt að Olafur Thors hefði komið til Eðvarðs. Síðar mundi Eðvarð ekki sjálfur hvor þeirra Olafs var hinum fyrri til. Eðvarð sagði: „En við vorum báðir á lelðinni. Hlð sama bjó í hugum beggja. Þegar við hittumst í þinginu sagði annar það, sem hinn hugsaðl...” Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn í dag vera að segja það sem verkafólk er aö hugsa? Ætli hiö sama búi nú í hug- um beggja, Alberts og Bjöms Þór- hallssonar? Annað hijóö í framsókn Þegar Olafur Thors kynnti sáttar- gjörð sína á Alþingi þann 9. nóvember 1963 talaði Olafur Jóhannesson fyrir hönd Framsóknar- flokksins. Olafur sagði: „Vlð höfum vUjað fara samninga- leiðina og lagt áherzlu á, að hún yrðl valin. Við framsóknarmenn vUjum því lýsa ánægju okkar yfir þvi, að nú virðist horfa svo, að samningaleiðin verði farin.” Tuttugu ár era liðin síðan þetta var sagt. Olafur Jóhannesson talar ekki lengur fyrir Framsóknarflokkinn. Fer Framsóknarflokkurinn nú samninga- leiöina að verkalýðshreyfingunni? 20 árum síðar Olafur Thors lét af embætti for- sætisráðherra 5 dögum eftir friðar- samningana við verkalýðs- hreyfinguna — friðarsamningana sem Matthías Johannessen segir í ævi- sögunni aö hafi lagt grundvöllinn aö árangursrikri samvinnu verkalýðs- hreyfingarinnar og viðreisnarstjórn- arinnar um margra ára skeið, m.a. að júní-samkomulaginu 1964; þeim sáttasigri sem m.a. færði fólkinu í landinu mesta átak i húsnæðismálum sem Islandssagan kann frá að greina. I haust verða 20 ár liðin frá þessum atburði. A því afmæli situr Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjóm undir forsæti Steingríms Hermanns- sonar. Hvenær sat formaður Fram- sóknarflokksins í forsæti yfir Olafi Thors? Ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar hefur ekki bara bannað launa- hækkanir og leyst upp kjara- samninga. Hún hefur líka bannaö mönnum samninga. Tekið samnings- réttinn, sjálfan grundvöll allra sátta, frá verkalýöshreyfingunni. Tilboö ríkisstjórnarinnar á 20 ára afmæli sáttasigurs Olafs Thors er: „Við skulum skila ykkur samnings- réttinum aftur ef þið lofið að nota hann ekki. Við skulum afhenda ykkur stjórnarskrárbundin mannréttindi ef þið heitið að beita þeim ekki.” Hvað skyidi Matthías skrífa? Er þetta tilboð ríkisstjómarinnar til verkalýðshreyfingarinnar hugsaö af hálfu Sjálfstæðisflokksins í minningu Olafs Thors? Er þetta svarið sem flokkurínn telur sér sæmandi aö Steingrímur Hermannsson gefi fyrir flokksins hönd á tuttugu ára afmæli sáttanna frá haustinu 1963? Hvað skyldi Matthias Johannessen skrifa í leiöara Morgunblaösins þann 9. nóvember 1983? Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.