Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 30
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn 30 DV. MÁNUD AGUR10. OKTÖBER1983. Tíðarandinn Forvigismenn islensku hijómsveitarinnar. Talið að framan: Ámi Sigur- gestsson, Sigurður /. Snorrason, Þorsteinn Hannesson og Guðmundur Emiisson. Einar Ólafsson tók myndina af þeim köppum er þeir röltu inn 6 Frikirkjuveg 11 til þess að haida fundmeð blaðamönnum um hag og horfur hljómsveitarinnar. Hljómsveit vant- ar hálfan Blazer Listir og viöskipti eru andstæö skaut í mannlífinu aö dómi sumra. Listin fæst við hin æðri sviö til- verunnar, segja þeir; hún teygir sig út yfir endimörk rúms og tíma en viöskiptin lúta aö líöandi stundu, stundargróða og stundarhagsmunum. Auövitaö er mikið til i þessum dómi, en þó er vert aö staldra viö og hugsa málið í tvígang. Viðskiptaheimurinn kemst sæmilega af án listarinnar, en hvaö yrði um listina ef vettvangur viðskiptanna stæði henni ekki opinn? Jafnvel hin göfugasta listgrein hefur ríka þörf fyrir harðsnúna sölu- mennsku, auglýsingar, linnulausa umfjöllun í fjölmiölum, hverskyns sambönd á hærri stööum og síöast en ekkisíst— peninga, gnótt penlnga. Þaö er dapurleg staöreynd að margir ljómandi listamenn hafa hreinlega trénast upp og oröið að engu vegna þess aö þeir fengu aldrei þann grundvöll sem þeir þurftu til þess að fóta sig á, en í dag skulum viö grípa tækifæriö og vekja athygli á fáeinum góöum listamönnum, listamanna- hópum og aöstööu fyrir listamenn. Viö segjum frá Islensku hljómsveitinni, sem berst nú í bökkum, landvinningum islenskra listiönaðarmanna og nýrri aöstööu fyrir ljósmyndara til þess aö koma verkum sínum á framfæri. Vor að hausti Þaö voraöi aö hausti í fýrra, þegar ný, þróttmikil hljómsveit leit dagsins ljós í Reykjavík. Isienska hljómsveitin heitir hún og svo hefur hún fest sig í sessi í menningarlífi voru, aö það er erfitt aö hugsa sér þjóölífiö án hennar. Samt er þaö staðreynd að hljómsveit þessi berst í bökkum og er nú viðbúið aö hún leggi upp laupana áöur en mánuöur er liöinn. Undirtektir alþýðu landsins voru góðar, henni var fagnaö ákaft af áheyrendum í Reykjavík, Svíþjóð og fyrir austan, en það dugir ekki til. Aögangseyrir aö hljómleikum er nærri 300 krónum en þaö hrekkur ekki til — hann þyrfti aö vera nærri 700 krónum, miðað viö aöstæður, til þess aö endar náisaman. Hljómsveitin fékk nokkurt framlag úr f járhirslum ríkisins í fyrravetur og nú hefur hún beðiö um annað eins og þó heldur minna aö kaupmætti — einar 800.000 krónur. Þessi fjárhæð er rúmlega þaö sem forsætisráðherra fékk úr innansleiktum fjárhirslunum um daginn til þess aö kaupa sér farar- tæki. Þessi fjárhæð er rétt aðeins meiri en sem nemur nýjum Blazer- jeppa af þeirri gerö sem höföingjum sæmir, en þó er ekki víst aö ráðamenn sjái sér fært aö víkjast undir bón hennar. Ágæt grúppa Það hafa víst allir fullan skilning á ginnungagapi ríkishirslunnar, en þaö væri hörmulegt ef örbirgð hins opinbera yröi til þess að eitt af skraut- legustu fiörildum hinnar yndislegu vornætur tónlistarinnar hlyti vondan dauðdaga innan stundar — þaö má hreinlega ekki veröa? Forvígismenn Islensku hljómsveit- arinnar leggja á þaö megináherslu aö styrkur til hennar megi ekki skerða hlut Sinfóniuhljómsveitar Islands, en þó munu margir telja aö illt sé aö skoöa málefni þessara tveggja hljómsveita hvor í sinu lagi. Það er nefnilega staöreynd aö þegar ein hljómsveit fær allan þann fjár- stuöning sem hún þarf til að fram- fleyta sér og sínum þá getur hún boðið fólki á tónleika sina fyrir miklu lægra verð en aðrar hljómsveitir sæju sér nokkum tíma fært. Þetta er niður- greiðsludæmiö fræga, sem hvert mannsbarn kannast við og þekkir úr landbúnaöi og ýmsum öðrum fram- leiöslugreinum, en þaö á líka fullt eins viö um menninguna ef út í þá sálma er fariö. Sú hugmynd hefur skotiö upp kolli aö forystumenn í menningarmálum þjóöarinnar greiöi hljómsveitunum fé úr ríkishirslunum í samræmi viö vinsældir þeirra — þaö er aö segja, á- kveöna fjárhæö á hvern seldan aö- göngumiða. Vitanlega mætti slik tilhögun ekki setja vora ágætu Sinfóniuhljómsveit út á kaldan klaka, því hún er prýðileg grúppa, eins og kellingin sagði, en það er víst ölium ijóst aö til einhverra ráöa veröur að grípa og það heldur fyrr en seinna. i» Kona sem yrkir í ull... Þaö er dálítil tiska að hafa hom í síöu norrænnar samvinnu en hún hefur nú líka sinar góðu hliðar ef aö er hugað. Á hennar vegum hefur til dæmis mörgum íslenskum lista- mönnum gefist tækifæri til þess aö koma störfum sínum og verkum á framfæri viö aðrar þjóðir, komast í snertingu við útlenda listamenn, kynnast kjörum þeirra, sjónarmiöum, nýjungum og fleira. „Þessi eina vika sem ég dvaldi úti var á viö margra mánaöa námskeiö,” sagði Hulda Jósefsdóttir, nýkomin heim frá Danmörku þar sem hún var aö setja upp fáeinar ullarmyndir á sýningu í bænum Hjörring. Tveimur listamönnum frá hverju Norðurlandanna fimm var boðið aö senda verk á þessa sýningu, sem haldin er í listasafninu í Hjörring í tilefni af fertugsafmæli Samtaka um norræna samvinnu þar í bæ. Norræni menningarsjóðurinn veitti fjárstyrk til fyrirtækisins. Sýningin hófst 24. september og stendur til 23. október. List og hernaður Af Islandi var tveimur kunnum lista- mönnum boöið aö senda listmuni til Hjörring, þeim Guöbrandi Josef Jezorski gullsmiö og Huldu Jósefs- dóttur sem yrkir í ull, svo vitnað sé til oröa listgagnrýnanda nokkurs í Svía- ríki. Málmsmíði er mörg þúsund ára gömul eins og kunnugt er og hafa list- fengir menn á öllum tímum skapað úr málmi gullfalleg listaverk þó aö stund- um hafi herskáir höfðing jar tekiö þessi sköpunarverk til handargagns í hernaöi og steypt úr þeim vélar til mannvíga — en þaö er önnur saga. Við birtum með greinarstúf þessum ljósmynd af gullhring einum sér- kennilegum og svipmiklum sem Guöbrandur lét á sýninguna. Ljós- myndin segir kannski ekki alveg ná- kvæma sögu af stærð þessa listmunar, en hann er 18 millímetrar í þvermál aö innanverðu og því líklega hálfur þriðji sentímetri i þvermál aö utanverðu. „Maður fær nú yfirleitt enga stóra sölu út á svona sýningar,” sagði Guðbrandur, ,,en auövitaö er þaö mikilvægt að koma verkum sínum á framfæri erlendis og þaö er ekki lítil landkynning í því heldur — ég held aö þaö sé í reyndinni öllu stærra atriöi en einhver persónulegur á vinningur. ’ ’ Myndin er flík og flíkin er mynd Prjónaskapur er einnig gömul íþrótt og þjóöleg sem karlar jafnt sem konur iðkuðu hér fyrr á öldum af miklum krafti, enda var sú iöja mikil gjald- eyrislind á vondum tímum eins og sagan kann aö greina frá. Vitaskuld voru þeir margir meöfram, sem lögðu sig í framkróka að hafa prjónlesið sem allra fegurst og má vera aö hjá sumum þeirra hafi fegurðin skipað öndvegið en notagildið setiö á hinum óæöri bekkjum. En því miður hafa menn ekki haldiö til haga listmunum ullarinnar frá fyrri tímum og því veröa þessar athugasemdir létt- arámetum. A seinni timum hefur vaknað áhugu fyrir því aö hef ja ullina á nýjan leik til vegs og viröingar, jafnt innanlands semutan. Hulda Jósefsdóttir hefur búiö til marga stórfallega listmuni úr ull, bæði klæönaö og myndverk, enda komst hún einhvem veginn þannig að oröi í sam- tali viö DV á liðnum vetri: flíkin er mynd og myndin er flík. Guðbrandur Josef Jezorski. Mynd Guðmundur Ingólfsson. Hulda kappkostar aö laöa fram þá fegurð sem býr í þessu náttúrlega efni, og birtum við hér eina ljósmynd af einu myndverki hennar úr ull, sem til sýnis er á listasafninu í Hjörring þessa dagana. List og menning Baldur Hermannsson RÍKISSKIP Sími:28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: Alla fimmtudaga austur, alla þriðjudaga vestur og norður, annan hvern laugardag vestur og norður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.