Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 48
1 hverri HörOur Óskarsson stakk sár á eftir konunni í höfninni í Keflavík. DV-mynd HB. Keflavík: Lögreglan bjarg- aði konu úr höfninni Tveir lögregluþjónar í Keflavík sýndu mikiö snarræði á sunnudags- morguninn þegar þeir björguöu konu sem var aö drukkna þar í höfninni. Lögregluþjónamir Hörður Oskarsson og Skúli Björnsson vom á eftirlitsferð við höfnina þegar þeir sáu konuna falla framaf bryggjunni. „Hún lenti á milli bátaraða og barst strax frá bryggjunni,” sagöi Hörður í viðtali við DV. „Það var því ekkert um annað að ræða en að snarast úr jakk- anum, binda á sig líflínuna og stinga sér á eftir henni. Konan var komin út aö þriðja bát þegar mér tókst aö ná taki á henni en þá var hún orðin ör- magna. Lóðsbáturinn Silfri var af til- viljun við bryggju meö vélina í gangi og kom okkur til hjálpar. Var þá konan. búin að vera um 15 mínútur í sjónum,” sagðiHöröur. Heröi varð ekki meint af volkinu — fór aö vísu heim í baö og í önnur föt og síðan aftur að vinna, en konan var flutt á sjúkrahúsiö í Keflavík og líður eftir atvikumvel. -H.B./emm. Alþjóðlega söngvakeppnin í Castel Bar: Jóhann Helga og Bjöggiíöðrusætí Jóhann Helgason, með lagið sitt Sail on, náöi öðm sæti í alþjóðlegu söngva- kepninni Castle Bar á Irlandi nú fyrir helgi. Þetta er þriðja stærsta söngva- keppni í heimi á eftir Eurovision og Tokyo Song Festival. Aöeins einu at- kvæði munaði að Jóhann yrði í fyrsta sæti. Tildrög að þátttöku Jóhanns voru þau að Björgvin Halldórssyni, sem stóð sig með ágætum í henni fyrir tveim árum, var boöið til hennar. Hann sendi inn tvö lög í undanúrslit, Sail on og lag eftir sjálfan sig. Sail on var svo valið í lokakeppnina og ákvað Björgvin að bjóða Jóhanni að syngja það sjálfur en Björgvin söng bakraddir. Lagið er löngu þekkt hérlendis þar sem það kom út á plötunni Tass árið 1981 en sú plata var valin besta plata ársins á Stjömumessu DV ’82. -GS. LOKI Þögn er sama og samþykki! 27022 AUGLÝSINGAR ! SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 866111 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1983. Islandssiglingum? Samkvæmt upplýsingum danska dagblaðinu fagnar borgarstjórinn í næsta sumar. Er þess getiö í frétt- af flestir áhafnarmeölimir skipsins. dagblaösins Borsen hefur færeyska Korsör þessu ákaflega, sérstaklega um danska blaösins að færeyska Talsmaður færeysku skipaútgerðar- skipafélagið Smyrill leigt farþega- með tilliti til þess að nýi leigu- skipaútgerðin vinni nú að því að innar sagði nú í morgun að enn skipið Norræna, sem sigldi til samningurinn gidir fram á mitt ár finna nýtt skip eða ferju til að sinna væri ekki ljóst hvort Norræna yrði Seyðisfjarðar, sl. sumar, til Korsör 1985 þannig að hér er ekki um neitt fslandssiglingunum. aftur sett í Islandssiglingamar. Hitt í Danmörku og hefur það siglingar skammtímafyrirtæki að ræða. Því Islendingar eiga hlutafé í Nor- væri ljóst að bæta yrði viö skipi nk. föstudag. Mun það sigla á leið- er ljóst að Norræna siglir ekki frá ræna þó þess sé ekki getið í frétt- vegna þessa nýja samnings við inni Korsör i Danmörku — Kiel í meginlandinu og tii Seyðisfjarðar um dönsku blaðanna en þar segir að Dani. Þýskalandi og samkvæmt danska næsta sumar og ekki heldur þar- hluthafar séu 1000 Færeyingar, þar -EIR. A þingfiokksfundi Sjáifstæðisflokksins f gmr var Þorvakfur Oaröar Kristjánsson (þriöji fri vinstri á mynd- inni) vaiinn frambjóðandi tii embmttis forseta sameinaös þings og Salóme Þorkeisdóttir (iengst tii hægri ámyndinni) tiiembœttis forseta eftrideildar. óm/DV-myndBj. Bj. Verkalýðshreyfingin: Þögul mót- mæla- staða Við setningu Alþingis í dag efnir verkalýðshreyfingin til þögullar mót- mælastöðu fyrir utan Alþingishúsið. Með þessari aðgerð er verið að mót- mæia afnámi samningsréttarins sem ríkisstjómin tilkynnti um í bráða- birgðalögunum frá í vor. Mótmælastaðan hefst um klukkan þrjú og verða þá forsætisráöherra Steingrími Hermannssyni afhentir undirskriftalistar þeir sem verka- lýöshreyfingin hefur safnað undir- skriftum á að undanfömu. Viöstaddir aðgerðimar í dag veröa fulltrúar allra aðildarfélaga verka- lýðshreyfingarinnar og munu f jórir úr þeirra hópi ganga á fund forsætis- ráðherra með listana. Forystumenn undirskriftasöfnunar- innar vonast til þess að atvinnu- rekendur sýni verkafólki sínu þann velvilja að gefa því kost á að mæta á Austurvöll þá stund sem mótmæia- staðanstenduryfir. SþS Alþingi settídag: Fjárlagafrumvarp fyrsta mál þingsins Þorvaldur Garðar forseti sameinaðs þings Alþingi Islendinga, 106. löggjafar- þingiö, veröur sett víö hátíðiega athöfn í dag. Að venju hefst athöfnin með því að þingmenn sitja guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Séra Arni Páls- son, sóknarprestur í Kópavogi, pre- dikar. Að guðsþjónustunni lokinni ganga þingmenn tii fundar í samein- uðu þingi. Þar mun forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lesa for- setabréf um samkomudag þingsins og ávarpa þingheim. Við fundarstjóm tekur síðan ald- ursforseti þingsins, sem að þessu sinni er Ólafur Jóhannesson, og minnist hann látinna þingmanna. Fjórir þingmenn hafa látist frá því þingi var slitið síðastliöið vor, þeir Gunnar Thoroddsen, Vilmundur Gylfason, Eðvarð Sigurðsson og Sig- urðurThoroddsen. Að þessu loknu verða kjörbréf þingmanna athuguð og nýir þing- menn vinna eiða eða drengskapar- heit að stjórnarskrá landsins. Fundi verður síðan að öllum h'kind- um frestað til morguns en þá kosnir embættismenn þingsins. Sjálfstæðis- menn hafa valið Þorvald Garðar Kristjánsson sem frambjóðanda sinn til forseta sameinaös þings. I at- kvæðagreiðslu hlaut Þorvaldur 10 at- kvæði, Friðjón Þórðarson 6 atkvæði og Pétur Sigurðsson 5 atkvæði. Salóme Þorkelsdóttir var valin sem forsetaefni efri deildar. Birgir Is- leifur Gunnarsson er frambjóðandi til embættis annars varaforseta neðri deildar. Fjárlagafrumvarpið verður íagt fram á morgun og þjóð- hagsáætlun í kjölfar þess. Ennfremur staðfesting bráðabirgða- laganna fráívor. -SÞS/óm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.