Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 24
DV. MÁNUDAGUR10. OKTOBER1983. DV. MANUDAGUR10. OKTOBER1983. Framarar lögðu Skagamenn að velli og tryggðu sér ADIDAS-bikarinn í innanhússknattspyrnu á Selfossi Framarar tryggðu sér sigur í fyrsta stórmóti Samtaka íþrótta- fréttamanna i innanhússknatt- spyrau, sem fór fram á Selfossi i gærkvöldi. Tryggöu þeir sér þar með Adidas-btkarinn. Framarar unnu Skagamenn í úrsUtalelk, 6—4, í framlengingu en staðan var 4—4 eftir venjulegan leiktima. Guðmundur Torfason skoraðl fjögur mörk fyrir Fram, Stelnn fgærkvöldi Guðjónsson og Bragi Björasson eitt hvor. Höröur Jóhannesson (2), Júlíus Ingólfsson og Aral Sveinsson skoruðu mörk Skagamanna. Framarar unnu KR-inga 5—3 í undanúrslitum og í hinum undan- úrslitaleiknum unnu Skagamenn sigur 4—2 yfir Valsmönnum. Það var mikil spenna í 8-liða úr- slitunum. Framarar og Breiöa- bliksmenn geröu jafntefli 5—5 og Framarar unnu síðan í æsispenn- andi vítaspyrnukeppni. Þaö þurfti einnig vítaspyrnukeppni til aö fá úrslit í leik Vals og Víkings eftir að staöan haföi veríð jöfn 4—4 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn unnu í tvítekinni vítaspymukeppni. Skagamenn unnu íþróttafrétta- menn 11—7 í fjörugum leik og KR- ingar lögöu Selfyssinga- -SOS » Einar Bollason — í Haukabúninginn. — þegar sterkir Valsmenn sigruðu KR-inga 93:73 — „Ák veðinn í að byrja að æfa aftur” „Við hittum mjög vel í þessum leik og fengum góðan friö að skjóta. Það gerði gæfumuninn í þessum leik,” sagði Jón Steingrímsson, Val, sem átti stórleik þegar Valur vann öruggan sigur gegn KR í úrvalsdeildinni í Selja- skóia í gærkvöldi. Lokatölur urðu 93—73 eftir aö staðan í leikhléi hafði verið 39—29 Val í vil. Þaö þarf ekki aö eyða miklu plássi í gang leiksins sem var ójafn frá fyrstu mínútu og aldrei spuming hver úrslit hans yröu. Valsmenn voru mim betri á öllum sviöum körfuknattleiksins. Hittni þeirra var frábær og varla að þeim mistækist skot allan leikinn. Þegar það svo átti sér staö hirtu þeir líka fráköstin og skoruðu síöan í ööru eöa þriöja skoti í sömu sókninni en það var þó ekki í mörg skipti. Valsmenn veröa örugglega erfiöir andstæðingar hverju liði í vetur. Liösheildin er frekar sterk og mórall- inn góöur. Miklar skyttur og frákastar- ar í liðinu og knáir bakverðir til aö keyra áfram hraðaupphlaupin. Jón Steingrímsson var besti maður vallar- ins í þessum leik ásamt Torfa Magnús- syni sem hitti í hverju skoti sem hann tók í síðari hálfleik og sömu sögu er hægt að segja um Jón. Hann skoraði mest fyrir Val eöa 24 stig en Torfi skoraöi 22. Krisján Agústsson skoraöi 15 stig, Leifur Gústafsson 10. Ungur bakvöröur, Einar „Magic” Olafsson kom mjög vel frá þessum leik og greinilegt aö hann er framtíðarmaður. Einar skoraöi 8 stig, Tom Holton, Björn Zöega og Valdimar Guðlaugsson skoruöu allir 4 stig og Jóhannes Magnússon, sem aftur er kominn í Val, skoraöieina körfu. KR-liðiö var hroðalega lélegt í þessum leik og fyrri hálfleikurinn var slikur hjá liðinu að fara verður langt aftur til að finna hliðstæðu á ósköpun- um. Jón Sigurðsson eini maðurinn með viti og stigahæstur meö 20 stig. Garöar Jóhannesson tók sig þó á í síðari hálf- leik og bjargaði andlitinu. Hann skoraði 18 stig. Aðrir sem skoruðu Alfreð fékk rauða spjaldið — þegar Essen vann stórsigur 25:12 yfir Lemgo Alfreð Gislason og félagar hans hjá Essen unnu stórsigur yfir Sigurði Sveinssyni og félögum hans hjá Lemgo 25—12 í Essen. Alfreð átti mjög góðan leik í fyrri hálfleik — skoraði þá þrjú falleg mörk og átti línusendingar sem gáfu mörk. 1 byrjun seinni hálf- leiksins fékk hann að sjá rauða spjaldið — var útilokaður eftir að hafa tekið á einum sóknarleikmanni Lemgo sem reyndi að komast fram hjá honum. Sigurður fékk fá tækifæri gegn sterkri vörn Essen og náði hann ekki að skora mark. Alfreð hafði góðar gætur á honum í fyrri hálfleiknum. Orslit leikja í v-þýska handboltanum um helgina urðu þessi. Schwabing-Hiittenberg 24—17 Gummersbach-Bergkamen 19—16 Kiel-Niirnberg 14—14 Dankersen-Gunzburg 16—22 Göttingen-Berlin 19—18 Hofweler-Grosswallstadt Essen-Lemgo 19-20 25-12 Bjami Guðmundsson og félagar hans hjá Wanne-Elcken töpuðu 21—26 í Dusseldorf. Bjami skoraði fjögur mörk. -SOS. Naumur Mfkill spenna var í Seljaskólanum í gær- kvöldi þegar ÍR og Njarðvík léku í 1. deUd íslandsmótsins í körfuknattleik. Lelkurinn var í senn spennandi og furðulegur fyrir margra hluta saklr en þó sérstaklega vegna þess að sveifiur voru miklar í leiknum. Njarðvík komst í 12—1 en ÍR-stúlkumar vom ekkl með uppgjöf á dagskrá og með góðum leik náðu þær að komast yfir fyrir leikhlé 21—17 og halda fengnum hlut í síðari hálfleik. Tæpt var það þó í lokin því að Sóley Oddsdóttir tryggði ÍR sigur úr tveim- „Það er dapurleg staöreynd að við höfum aöeins einn miðherja og ef hann kemst í villuvandræði þá er staða okkar slæm. Eg ætla að byrja að æfa á fullum krafti og geri mér grein fyrir „Eg lék ekki með 1. flokki KR eins og ég hef gert undanfarin ár í gær einfald- lega vegna þess að ég er svo að segja ákveðinn í því að byrja að æfa á fullu með lærisveinum mínum í Haukum,” sagðl Einar Bollason, þjálfari úrvals- deildarliðs Hauka í körfuknattleik, i stuttu samtali við DV. því að ég verð að vera fljótur að losa mig við aukakílóin,” sagði Einar. Mikill styrkur yrði Haukum að Einari en hann er einn besti miðherji sem við höfum átt í körfunni. -SK. fyrir KR: Guðni Guðnason 9, Agúst Líndal 7, Kristján Rafnsson 10, Páll Kolbeinsson 5 og Þorsteinn skoraöi 2 stig. Leikínn dæmdu þeir Sigurður V. Halldórsson og Gunnar Valgeirsson og voru þeir lengst af á plani KR-inga. Verö: stóll kr. 7.555,- 2ja sœta sófi kr. 11.795,- 3ja sœta sófi kr. 16.290,- sófaborð kr. 5.650,- Hamraborg 3 Kópavogi Sími 42011 SOFIE Sofie Glœsilegt sófasett úr lútadri furu A/drei meira úrva/af kommóðum Litir: Fura, tekk, hvítar :'V 3 sk.fura 4 sk. fura 5 sk.fura 6 sk. fura 3 sk. efst 1.688 1.998 2.396 2.588 + 252 Breidd 80 cm. Dýpt40cm. Hæö 56 til 101 cm. Æk 4sk. 8sk. 1.665 2.680 Breidd 45 cm. Dýpt 40 cm. Hæð71 og 131 cm. SUnflRHUSffii Háteigsvegi 20 - Sími 12811 Leikur kattarins að litlu músinni Maður leiksins: Jón Steingrímsson, Val. -SK. Jón Steingrímsson átti snilldarleik með Val gegn KR í gærkvöldi í Seljaskóla. Hér er kappinn að leggja síðustu hönd á eitt gegnumbrota sinna í leiknum. DV-mynd E. J. „Njarðvíkingar léku grófan körfubolta og dómararnir leyfðu þeim það” sagði Einar Bollason þjálfari Hauka „Njarðvíkingar sanngjaraan sigur og eiga eftir að vinna fleiri slíka í næstu lelkjum sinum. Þeir eru með sterkt lið sem er mun betra en okkar lið. Því verðum við að kyngja,” sagði Einar Bollason, þjálfari Hauka, eftir að Njarð- víkingar höfðu sigrað strákana hans með 88 stigum gegn 73 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 44—32 UMFN í vfl. ,,En mér fannst Njarðvíkingar leika grófan körfuknattleik og dómaramir leyfðu þeim að leika gróft. Þetta setti okkur út af laginu,” sagði Einar og var ekki að öllu leyti ánægður með gang mála í Iþróttahúsinu í Hafnar- firði í gær. Haukar byrjuðu leikinn vel og höfðu yfirhöndina framan af en IR-sigur ur vítaköstum þegar tíu sekúndur voru til lelksloka. Lokatölur 43—41, ÍR í vil. Bestar hjá IR voru þær Sóley, Þóra Steffensen, Guðrún Gunnarsdóttir og nýlið- inn Auður Rafnsdóttir sem lék af einstöku öryggi og á framtíðina fyrir sér. Þetta var annar leikur Islandsmótsins í kvennaflokki. Fyrsti leikurinn var á fimmtudag og þá sigruðu Stúdínur lið KR í hroðalega lélegum leik 45—38 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 16—12, já 16— 12. -SK. eftir sigur UMFN á Haukum 88:73 voru þó aldrei Njarðvíkingar langt undan. Eftir fimm mínútna leik var staðan 14—11, Haukum í vil, og um miðjan hálfleikinn var hún 26—25, Haukum í vil. Hér á eftir fylgdi afleitur leikkafli Hauka samfara góðum leik Njarð- víkinga undir stjórn Gunnars Þorvarðarsonar þjálfara og for- skotiö tólf stig í leikhléi. Einhvem veginn fannst manni að leikur þessi væri búinn í leikhléi, og ég held að ég hafi ekki verið einn um þaö. En hinir bar- áttuglöðu ungu leikmenn í liði Hauka rotuðu allar slíkar hug- myndir í síöari hálfleik með því að vinna upp forskot Njarð- víkinga og þegar síðari hálf- leikurinn var rétt tæplega hálfnaður var staðan orðin 50—49 UMFN í vil. Lokakaflinn var síðan eign Njarðvíkinga og ógn- uðu Haukar aldrei sigri þeirra. Það er ljóst að Njarðvíkingar verða sterkir í vetur og liðið getur leikið geysiskemmtilega. En breiddin virðist ekki vera mikil og sömu sögu er hægt að segja um Haukana. Þeir Árni Lárusson, Sturla örlygsson, Valur Ingimundarson og Gunnar Þorvarðarson voru bestir í liði Njarðvikinga en á óvart kom 16 ára nýliði, Kristinn Einarsson, og er þar mikið efni á ferðinni. StigUMFN: Valur Ingimundarson 26, Arni Lárusson 14, Sturla örlygsson 13, Gunnar Þorvarðarson 15, Kristinn Einarsson og Astþór Ingason 6 hvor og þeir lsak Tómasson og Júlíus Valgeirsson 4 hvor. Lið Hauka er skipað ungum leikmönnum sem tilfinnanlega vantar reynslu til að vinna marga leiki í úrvalsdeildinni. Liðið berst af krafti miklum og gefur ekki sinn hlut fýrr en í fulla hnefana. Framtíðarlið. I þessum leik skáru þeir sig nokkuð úr, Pálmar Sigurðsson og Hálfdán Markússon, en einnig voru þeir góðir, Reynir Kristjánsson, Olafur Rafnsson og Kristinn Kristinsson. StigHauka: Pálmar Sigurðsson 24, Hálfdán Markússon 22, Olafur Rafnsson 13, Henning Henningsson, Reynir Kristjánsson og Kristinn Kristinsson 4 hver og kylfingurinn Sveinn Sigurbergs- son skoraði eina körfu. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Olafsson og Hörður Thulinius og var dómgæsla þeirra félaga ekki til neinnar fyrirmyndar. Geta þeir eflaust báðir gert betur. Maðurleiksins: Valur Ingimundarson, UMFN. -SK. Kiddi Jör. í raðir Stúdenta — í körfunni ásamt tveimur KR-ingum — Nýlið- arnir komu þé ekki í veg fyrir sigur Fram á ÍS Það var nokkuð brcytt lið Stúdenta sem gekk inn á leikvöllinn er leikur ÍS og Fram hófst í 1. deildinni í körfu- knattleik á laugardag. Þrír nýir leik- menn höfðu samtímis skipt um félag og ber þar fyrst að nefna Kristin Jörundsson sem lék með ÍR í fyrra og undanfarin ár. Kom þessi ákvörðun Kristins mörgum á óvart. Hinir tveir voru Þröstur Guðmunds- son og Gunnar Jóakimsson sem báðir léku með KR áður og eru þeir liöinu mikili styrkur eins og Kristinn. Búist hafði veriö við spennandi viðureign liöanna á laugardag og sú varð raunin á. En leikurinn var hroða- lega lélegur og er þá vægt til orða tekið. Lokatölur 56:54 fyrir Fram og Þorvaldur Geirsson tryggði Fram sigurinn á siðustu sekúndu leiksins er hann blakaöi knettinum faglega í körfu Stúdenta sem uppi sátu meö sárt ennið. Einn annar leikur fór fram í 1. deild um helgina. Laugdælir frá Laugar- vatni unnu öruggan sigur gegn Skalla- grímifrá Borgamesi á Selfossi, 78—53. -SK. Platini og Rossi — tryggðu Juventus sigur gegn AC Milanó 2:1 Frakkinn Michcl Platinl og HM- stjarnan Paolo Rossi tryggðu Juventus sigur 2—1 yfir AC Mllanó í ítölsku 1. deildarkeppninnl i knatt- spyrau í gær. Það kom í hlut Franco Baresi að skora mark AC Mílanó. Italíumeistarar Roma áttu í erfiðleikum með Genoa og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Brasilíumennirnir Toninho Cerezo og Roberto Falcao fóru að láta að sér kveða. Það kom í hlut Bruno Conti að skora eina mark Roma — 1-0. Brasilíumaðurinn Zico fékk fá tækifæri til að skora þegar Udin- ese mætti Fiorentina á útivelli. Heimamenn pökkuðu mönnum í vöm til að koma í veg fýrir að Zico skoraöi og það tókst þeim — í jafn- teflisleik 0—0. Juventus er nú efst á Italíu með níu stig eftir fimm leiki og síðan kemur Roma með átta stig. Fiorentina, Verona og Torínó eru meðsjö stig. -SOS. Kristinn Jörundsson. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Einar Bolla á fulla ferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.