Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER1983. 13 Nokkrir prestar hafa tekiö upp á því síðustu misserin aö kasta frá sér öllum áhyggjum af daglegri velferö sóknarbarna sinna en leggjast i staöinn á bæn um aö Vesturlönd verði andvaralaus í varnarmálum. I sumar hefur þetta oröiö til þess að auka sambandsleysi kirkjunnar við sáiimar — og söfnuöirnir skilja ekk- ert í því hvemig presturinn verð- leggur áhyggjur hins daglega lífs. Og þaö var e.t.v. eðlilegt aö bónd- inn, sem í allt sumar sá ekki til sólar en sótti hvem sunnudag messu til þess aö fá hughreystingu hjá klerki sínum í allri ótiöinni, færi að þreyt- ast í september, þegar allt var aö rigna í kaf, aö heyra aldrei rætt um annað úr stólnum en hættuna af kjamorkuvopnum. Taðan var oröin gul af aö hrekjast og þá lagöi prestur út af hinu gula úr- felli kjamorkuvopnanna. Ekki var hægt aö fara meö nokkra vél út á tún fyrir rigningu, en þá var rætt um það í stólræöu að geislavirkt regn væri mesta váin. Bóndinn fann aö komið var vonleysi í heimilisfólkiö vegna óþurrkanna og fer aö hitta prest. Honum er tekið vel en bent á þaö aö til sáluhjálpar eigi hann aö taka þátt í friðargöngum. Og er nema von aö víöa telji menn presta sína sísta menn í heimi aö ráögast viö. Og einnegin læknar Nokkrir læknar haf a einnegin tekiö upp á því aö varpa frá sér öllum dag- legum áhyggjum um heilbrigði en flytja erindi um að svonefnd kjarn- orkuvá sé mesta heilbrigðisvanda- máliö. Samkvæmt þessu er meira viröi fyrir heilbrigöismálin í heim- inum, aö Vesturlönd hætti viö aö setja upp vamareldflaugar í Evrópu heldur en aö berjast gegn malaríu, fýlasótt, holdsveiki, berklum eða næringarsjúkdómum. Mér þætti mjög gaman að sjá t.d. Högna Oskarsson gefa sig á tal viö lækni í Afríku, sem stritar úrvinda af þreytu viö aö berjast gegn einhverri plágunni þar, og biöja hann bless- aöan aö hætta þessu aukaverki í heil- brigðismálum en fara til Evrópu aö Friðarsókn lækna og presta taka þátt í friðargöngu. Ætli Afríku- lækninum þætti þetta ekki heldur skrítinn heilbrigöisandi? Meö þessu er ég vitanlega ekki aö gera lítiðúr þeim hörmungum sem kynnu aö stafa af kjamorkustyr jöld. En staöreyndin er einfaldlega sú aö það er ekki mikil hætta á kjamorku- styrjöld. Þau stórveldi sem eiga þessi vopn búa viö þaö stöðugt stjórnarfar aö lítil hætta er á aö notkun þeirra veröi leyfö. Og þótt spenna sé talsverð milli austurs og vesturs þá em meiri likur til þess aö kjarnorkuvopnin dragi úr átökunum heldur en hvetji til þeirra. Undarlegar friðarumræður Um síðustu helgi gekkst Líf og land fyrir fundi um frið og öryggi í heiminum. Það vakti nokkra athygli ; mína aö flest þessi nýstofnuöu friðar- samtök, nema friðarsamtök fram- haldsskólanema, töldu aö heims- Kjallarinn Haraldur Blöndal • „Bóndinn fann að komið var vonleysi í heimilisfólkið og fer að hitta prest. Hann tekur bónda vel og býður honum að taka þátt í friðargöngu.” Hvort er meira aðkallandi — að iœkna sjúka i Afríku eða marséra i svona göngu? spyr Haraldur Blöndal. friönum stafaði mest hætta af kjam- orkuvopnum og var einlægt minnst á að Vesturveldin yröu aö afvopnast einhliöa og hætta viö aö koma upp varnareldflaugum sínum. Ekki vakti prestur eöa læknir athygli á því að nú er mest ófriðarhætta af átökunum í Líbanon. Læknir áleit ekki teljandi heilbrigöisvandamál sem nú herja á saklausa borgara þess lands, né þótti presti ástæða til aö minnast þeirra sem þar búa í neyð og horfa á börn sín myrt í borgarastyrjöld. Ekki var heldur talin ástæða til þess aö vekja athygli á því stríði sem Rússar fara nú meö á hendur Afgönum og útbúa leikföng með vít- isvélum til þess aö limlesta koma- böm. Slíkt er hvorki aökallandi heil- brigöisvandamál né spuming um baráttu góðs og ills. Fyrir þá sem hlustuöu á voru þessar umræöur undarlegar en sýndu vel hversu fjarri raunveru- leikanum menn geta komist ef vU jinn er fyrir hendi. í þágu alræðisríkjanna Friöarhreyfingar samtímans bera sterkan svip af sams konar hreyfingum fyrir stríð. Þá voru ýmis samtök, t.d. í Bandaríkjunum, sem lögðu mjög hart aö stjómvöldum að láta Evrópumenn eiga sig, halda sig utan viö hemaðarátök og taka upp hina gömlu einangrunarstefnu Bandaríkjanna á nýjan leik. Það kom í ljós aö þessar friöarhreyfingar voru mjög studdar af Þjóöverjum enda var þeim i mun aö halda Bandaríkjamönnum utan viö hugs- • anleg átök í Evrópu. Og í Evrópu voru friöarsamtökin fyrst og fremst skipulögö af kommúnistum sem voru að þjóna Sovétríkjunum, eins og Halldór Laxness hefur boriö vitni um, bæöi meö skrifum sínum á þeim tíma, meö frásögnum í Skáldatíma og nú síðast með ræðu í Þjóöleik- húsinu. I þeirri ræðu lýsti hann því aö nútímafriðarhreyfingar væru arf- taki þeirra gömlu marséringasam- taka Stalíns, sem Halldór var í vinnu hjá. Fundarmenn fögnuöu þessum yfirlýsingum og hvergi hef ég séö forustumenn friðarsamtaka mótmæla fullyröingum Halldórs. Og þarf þá frekar vitnanna viö þegar einn frægasti samfylgdar- maöur (fellow traveller) Sovét- manna lítur yfir förumannahópinn og kennir þar strax sitt heimafólk? Vitanlega eru margir í þessum hópi þar af góðum huga en þaö er rétt að hafa hugföst þau sannindi Martins Lúters aö menn hafa ekki sigrast á djöflinum meö því aö ganga ( í þjónustu hans eða semja viö hann frið. Og það er eins um ill stjóm- málakerfi. Það stafar af þeim hætta. Þeirri hættu veröur ekki bægt frá nema með því að vera vel vopnum búinn. Haraldur Blöndal lögfræðingur. ÚTVEGURí ONGÞVEITI Enginn vafi er á því aö rekstur út- geröar er geysilega erfiður um þessar mundlr. Sumir segja kannski að þetta sé ekkert nýtt og ástæöu- laust að kippa sér upp við slikar fréttir. Þeim sem tll þekkja er þó verulega brugöiö og þegar hafa nokkur fyrirtæki i útgerð og fisk- vinnsiu gefist upp og öðrum verður lokaö eða þau boðin upp á næstu vikum. Það er mjög f jarri þvi, aö af- komudæmi sjávarútvegsins gangi upp núna. Þaö hefur verið sýnt fram á þaö, að það er a.m.k. 20% tap á skreiðarverkun, um 10% á saltfisk- vinnslu, frysting stendur i járaum, i og meö vegna birgðakostnaðar, og útgerð er rekin meö u.þ.b. 10% halla plús eða minus nokkur prósent eftir reikningsaðferöum. Auðvitað er aflaieysi og of stór floti hluti vand- ans, a.m.k. hvaö útgerðinni við kemur. Hins vegar veröur ekki séð aö meiri afli mundi bæta birgöastööu hraöfrystiiönaðarins né rétta salt- fiskverkun viö, þar sem tap er á hverju kílói. Það virðist þvi þurfa tvennt tii að leysa dæmið, þ.e. bæði auknar tekjur og mbmi tilkostnað, einkum við veiðarnar. Fækkun veiðiskipa; minni tilkostnaður Það hefur margoft veriö bent á það aö það er mun auöveldara aö láta undan þrýstingi og leyfa stækkun fiskiskipastólsins heldur en aö benda á raunhæfar leiðir til aö fækka skip- unum aftur. Þetta hefur helst verið reynt með svokallaöri úreldingu, þ.e. mönnum hefur veriö hjálpaö til aö hætta útgerö meö því að kaupa af þeim báta til eyöileggingar. Þetta er gott og blessað svo langt sem þaö nær, en dugir engan veginn gegn þeim vanda sem nú er viö aö eiga. Þá hefur sumum dottið í hug að reyna aö selja skip úr landi. Það má telja von- lítiö vegna mikils framboös af notuöum skipum á lágu verði og viö Islendingar höfum einmitt veriö helstu áhugamenn um kaup á slíkum skipum. Þá er eftir þriðja leiöin, sú sem menn virðast vera að leggja út á, aö skipum veröi lagt vegna skulda eöa rekstraröröugleika. Þegar þetta er skrifað er vitaö um þó nokkur skip sem ekki komast á sjó af þessum or- sökum og ekki er aö sjá annað en Flskvelðasjóður muni halda fast við' þá samþykkt að bjóða upp milli 10 og 20nýlegskip. Eíi þá er aö hyggja aö afleiðingum þess aö leggja þessum skipum. I sumum tilfellum heföi þaö ekki aðrar afleiöingar en eigendur töpuðu sínu stofnfé, kannski íbúöarhúsum og öllum öðrum eignum. Annars staöar mundu bæjarfélög, samvinnufélög eöa byggðasjóðsfélög bjarga mál- unum meö opinberu eða hálfopin- beru f jármagni í nafni þess að verið sé aö foröa frá atvinnuleysi. Sums staöar munu einkatogarar, sem boönir verða upp, hafa staðið undir atvinnulífi heilla bæjarfélaga og þá mun bæjarfélagið og sjálfsagt oft kaupfélag staöarins látiö eignast togarana að nafninu til. Þannig mun af þessum 10—20 skipum, sem bjóða á upp, aðeins örfáum verða lagt í raun og veru, en hins vegar mun sjálfstæðum útgerðarmönnum fækka verulega. Sjávarútvegurinn verður litlu betur staddur eftir þegar á heildma er litiö. Tilkostnaðurinn við veiðarnar mun sáralítið lækka þó aö nokkrum nýjustu og bestu skip- unum verði lagt. Það er sjaldnast hægt aö leiörétta eina villu meö annarri. Er hægt að auka tekjur sjávarútvegsins? Þaö virðist ekki sérstaklega líklegt nú sem stendur að tekjur sjávarút- vegsins muni aukast á næstunni. Jafnvel í hinni bjartsýnu þjóðhags- áætlun örlar á kvíöa fyrir þvi aö svo muni ekki verða á næsta ári a.m.k. Aflamagn þaö sem þjóöhagsspáin gerir ráöfyrir á þessu ári mun engan veginn nást. Þorskaflinn verður vafalitiö undir 300 þús. tonnum og loönuaflinn, þó leyfður veröi, nær tæplega 200 þús. tonnum, tímans vegna þó ekki væri annað. Auknar tekjur vegna aflaaukningar eru ails ekki „inni í myndinni” eins og stend- ur. Ekki virðist heldur blása byrlega á helstu mörkuðum fyrir fiskafuröir okkar. Ekki einu sinni þjóðhagsspáin gerir ráö fyrir verðhækkun á fisk- afuröum, en gert er ráð fyrir aö birgðir seljist án þess aö verö lækki og þaö má örugglega teljast vel sloppið. Tekjuaukning vegna hag- stæðari markaða er einfaldlega ekki í sjónmáii fyrir sjávarútveginn. Loks er von um lítilsháttar verö- mætaaukningu vegna bættrar nýt- ingar og betri gæða. Sú tekjuaukning verður þó hægfara og tekur mun lengri tíma en mér virðist margir ætla. Að sjáifsögðu ber okkur að kappkosta að bæta nýtingu og gæði en gerum okkur engar grillur um aö það eitt bjargi fjárhagsvanda út- vegsins í snarheitum. Þó veröur ekki undan því ekist aö skoöa þau úrræöi sem lengst af hafa verið notuö, þ.e. aö hækka fiskverð vegna útgerðar og sjómanna og fella gengiö til að fiskvinnslan geti borgaö hærra fiskverö í krónum. Auðvitað gagnar þetta ekkert fyrir þá sem skulda gengistryggö lán og reynslan sýnir að ekki hefur veriö hægt aö hindra aö gengisfelling fari út í verö- lagið og þar meö vísitölu og verð- bólgu. Stefna stjómvalda nú er að halda genginu föstu, a.m.k. fyrst um sinn, og það er jú ein af aðalforsend- um þess góöa árangurs sem nú er aö Kjallarinn Bjöm Dagbjartsson nást í viöureigninni viö verðbólguna. En það þýöir ekki að „gleyma” sjávarútveginum. Hann veröur aö geta gengiö. Þar er ekkert undan-; færi. Það er ekki annað sýnt en fisk- vcrðshækkun sé óhjákvæmileg og tilsvarandi gengissig. Það gengissig má ekki fara út í verðlagiö og helst ekki koma fram á gengistryggðum lánum. P.S. (Mörgum brá í brún þegar f jármálaráðherra lýsti þeirri skoöun sinni aö strika bæri yfir skuldir út- gerðar við opinbera sjóði. Þær skuld- ir gætu sjóöirnir afskrifað hvort sem er og það er í mörgum tilfellum s jálf- sagt hárrétt. En, þetta gengur þvert á hugmyndir þorra þjóðarinnar um meöferð opinbers fjár og eignarrétt. Mönnum finnst ótækt aö verðlauna þá sem knúiö hafa fram tilskilin leyfi og lán til óábyrgra f járfestinga með því að gefa þeim eftir skuldahalann. Meiningin hlýtur að vera sú aö viö- komandi missi eignarréttinn til sjóð- anna hvemig sem rekstrarformiö verður s vo eftir þaö uppg jör). Dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. • „Það er ekki annað sýnt en fiskverðs- hækkun sé óhjákvæmileg og tilsvarandi gengissig. Það gengissig má ekki fara út í verð- lagiö. . .”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.