Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 26
34
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER1983.
Andlát
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Guðmundur Arnason yf írlæknir íést 18.
október sl. Hann var fæddur að Kjarna
í Arnameshreppi 28. nóvember 1925,
sonur hjónanna Arna Olafssonar og
Valgerðar Rósinkarsdóttur. Stúdents-
prófi lauk Guðmundur 1945 og varð
cand. med. frá Háskóla Isiands 1953.
Að loknu kandidatsprófi hóf hann störf
sem aöstoðarlæknir hjá héraðs-
lækninum á Egilsstöðum. Eftir hálfs
árs dvöl á Egilsstöðum varð
Guðmundur aöstoðarlæknir við
Rannsóknarstofu Háskóla Islands en
1956 hélt hann til Kaupmannahafnar
þar sem hann var við framhaldsnám í
einn vetur. Eftir þaö fór hann til
Svíþjóðar til starfa og var við fram-
haldsnám í lyflækningum. Þar lauk
hann sérfræðinámi 1965. Yfirlæknir á
lyfjadeild sjúkrahússins á Akranesi
varð Guðmundur 1973, eftir nokkurra
ára störf á Borgarspítalanum. Eftirlif-
andi eiginkona Guðmundar er Stefanía
Þórðardóttir. Eignuðust þau tvo syni.
Utför Guömundar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
"■■■"■■■■■ ■■■
UMBOÐSMAIMIM I
VAIMTAR ■
í NESKAUPSTAÐ
Ný plata —
Dropi í hafið
Nýlega kom út ný íslensk hljómplata. Nefn-
ist hún Dropi í hafið og inniheldur niu
frumsamin lög. Átta þeirra eru eftir Svein'
Hauksson og eitt er eftir Kristin Níelsson.
Upptaka fór fram í stúdió Stemmu og
Sigurður Rúnar og Gunnar Smári stjómuðu
upptöku. Utsetningar á lögunum eru eftir
Svein Hauksson. Hljóðfæraleikarar og
söngvarar er koma við sögu á Dropa í hafið
eru Krístinn Níelsson, Sveinn Hauksson,
Sigurður Rúnar Jónsson, Hildur Ragnarsdótt-
ir, Helgi Pétursson.og Reynir Sigurðsson.
Verkakvennafélagið
Framsókn
heldur sinn árlega basar laugardaginn 19.
nóvember kl. 14 að Hallveigarstöðum. Tekið á
móti munum á skrif stof u félagsins að Hverfis-
götu8—10.
Basamefndin.
Frá Reykvíkingafélaginu
Gerist félagar fyrir aðalfundinn 7. nóvember.
Upplýsingar í símum 12371 og 18822.
Sími AA-samtakanna
Eigir þú við áfengisvandamál að stríða þá er
sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag-
lega.
Akraborgin
siglir nú fjórar ferðir daglega á milU Akra-
ness og Reykjavíkur en að auki er farín
kvöldferð á sunnudögum. Skipið sigUr:
FráAk. FráRvík:
Kl. 08.30 Kl. 10.00
Kl. 11.30 Kl. 13.00
Kl. 14.30 Kl. 16.00
KL 1730 Kl. 19.00
IKvöldferðir á sunnudögum frá Ak. kl. 20.30
ogfráRvíkkl. 22.
Elsa Magnúsdóttir lést 20. september
sl. Hún var fædd að Kirkjufelli í Eyrar-
sveit þann 20. nóvember 1928, dóttir
hjónanna Valgerðar Skarphéðins-
dóttur og Magnúsar Gíslasonar. Eftir-
lifandi eiginmaöur hennar er Björn
Lárusson. Þau eignuðust fjögur böm.
Utför Elsu veröur gerð frá Langholts-
kirkjuídagkl. 15.
Björa Halldórsson fv. framkvæmda-
stjóri lést 19. október sl. Hann var
fæddur 28. júní 1918 á Hvanneyri í
Borgarfirði. Foreldrar hans voru
hjónin Svava Þórhallsdóttir og Halldór^
Vilhjáimsson. Eftir nám í
menntaskóia og viðskiptadeild Há-
skólans lá leið hans til Bandaríkjanna
þar sem hann lauk BA-prófi í hagfræöi
viö háskólann í Minneapolis, Minne-
sota 1945. Við Harvard-háskóla í
Massachusetts lauk hann síöan meist-.
araprófi í hagfræði 1946. Ariö eftir hóf'
hann störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna, fyrst sem skrifstofustjóri en
síðan 1948 sem framkvæmdastjóri allt
til ársins 1977. Eftirlifandi eiginkona
hans er Marta Pétursdóttir. Marta og
Bjöm eignuðust tvö böm. Utför Bjöms
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl.
13.30.
1
Bóas Valdórsson lést 23. október sl.
Hann var fæddur 16. apríl 1911, sonur
hjónanna Valdórs Bóassonar og Her-
borgar Jónasdóttur. Eftirlifandi eigin-
kona Bóasar er Margrét Eiríksdóttir.
Þau eignuðust þrjá syni. Fyrstu
búskaparárin bjuggu þau aö mestu á
Reyðarfirði þar sem Bóas stundaði bif-
reiðaakstur en þó aðallega bifvéla-
virkjun. Síðustu áratugina hafa þau
búið í Ytri-Njarðvík. Utför Bóasar
verður gerð frá Njarðvíkurkirkju í
dag.
Magnús Þorgeirsson forstjóri, Reykja-
vik, andaöist í Landspítalanum aö
kvöldi miövikudags 26. október.
Ingveldur Gyða Astvaldsdóttir, Króka-
túni 4a Akranesi, lést í Land-
spítalanum þann 27. október.
Hörður Sigmundsson, Flúðaseli 18
Reykjavik, andaöist miðvikudaginn
26.október.
Ólafur Sigurbergur Sigurgeirsson,
Hlíð, Eyjafjöllum, lést í Landakots-t
spítala 26. þessa mánaðar.
Hólmfríður Magnúsdóttir, Uxahrygg,
Rangárvöllum, andaðist í Sjúkrahúsi
Suðurlands þriðjudaginn 25. október.
Jón Birgir Dungal lést 20. þ.m. Utförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Lag fyrir móðurskipið
I gærkveldi varð lítið úr útvarps-
hlustun hjá mér, af óviðráðanlegum
orsökum. Þó heyrði ég álengdar,
Kristin Gestsson leika Sjö skissur
eftir Bela Bartok og Serenöðu í a-dúr
eftir Stravinski. Þaö var að sjálf-
sögðu gott, mjög gott, og fjarri mér
aö kvarta yfir því. En þó verð ég að
varpa þeirri spurningu hér fram
hvort þetta sé alveg nóg af æðri tón-
list fyrir heila kvölddagskrá. Nú,
þegar svokölluð Rás 2 er að fara að
hefja starfsemi sina og á að sjá um
lágkúltúrinn.ætti aldeilis að vera lag
fyrir móöurskipið að efla æðri
tónlistarmennt þjóðarinnar.
Væri til dæmis ekki vit að flytja
óperur á fimmtudagskvöldum? Nóg
er af þeim. Mætti ekki flytja meiri
kammermúsík aö morgni til? Og
sinfóníur eftir hádegið? Ég bara
spyr!
Seinna um kvöldið heyrði ég svo
upphaf þáttarins I fjarlægri nánd,
sem var um danska skáldiö Henrik
Nordbrandt. Mér leiddist sú dag-
skrá óheyrilega og slökkti á henni og
fóraðsofa.
Ólafur B. Guönason.
Aðalfundur
Breiðabliks
Aöalfundur knattspymudeildar Breiöabliks
veröur haldinn laugardaginn 29. október nk.
kl. 13 í Félagsheimili Kópavogs. Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Kvenfélag
Langholtssóknar
heldur fund í safnaðarheimilinu þríðjudaginn
1. nóvember klukkan 20.30. Dagskrá: Venju-
leg fundarstörf. Skipulögð störf fyrir basarinn
5. nóv. Ostakynning, kaffiveitingar. Stjórnin.
Tilkynningar
60 ára er í dag, föstudaginn 28. október,
Ragnar Kristjánsson, Háaleiti á
Djúpavogi.
Herrakvöld Valsmanna
Herrakvöld Vals, hiö fyrsta sinnar tegundar
verður haldið föstudaginn 4. nóvember nk. í
Félagsheimili tannlækna, Síðumúla 35.
Miöaverö er kr. 350 og er veislumatur
innifalinn. Skemmtiatriði era öll innanfélags
og munu allir helstu skemmtikraftar koma
fram. Einnig veröur málverkauppboö.
Upplýsingar og miöapantanir eru hjá Lár-
usi Loftssyni, s. 71359/86880, og Halldóri Ein-
arssyni, s. 31515/18355.
Aldarafmæli Hellnakirkju
Hellnakirkja á SnæfeUsnesi á 100 ára afmæU
um þessar mundir. AfmæUsins verður minnst
á sunnudagmn kemur, 30. október, í HeUna-
kirkju og mun biskupinn yfir Islandi fiytja
þar hátíðarræðuna.
V6 inniheldur
brintoverilte sem
er sótthreinsandi
V6 er án sykurs og
litarefna
V6 hefur frískandi
bragð sem endist
Fundir
Afmæli
Eirikur Helgason rafvirkjameistari,
Stykkishólmi, andaöist íSt. Francisku-
spitala, Stykkishólmi, mánudaginn 24.
október. Utförin fer fram laugar-
daginn 29. október kl. 14 frá Stykkis-
hólmskirkju. Sætaferö verður frá BSI
sama dag kl. 8.
Perla Höskuldsdóttir, Hellubæ, Hálsa-
sveit, verður jarðsungin frá Reykholts-
kirkju laugardaginn 29. október kl. 14.
Sætaferðir verða frá Umferðar-
miðstöðinni að vestanverðu kl. 10.30
sama dag.
Jón J. Ingibergsson, Brekkustíg 2
Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju laugardaginn 29.
októberkl. 14.
Hljómplötur
Siglingar
Upplýsingar hjá umboðsmanni DV í Nes-
kaupstað, Halldóru Ásmundsdóttur,
Hrafnsmýri 4, sími 97-7266 og afgreiðslu
DV, sími 27022.
VERÐ:
KR. 1.690,-
Innifalið í verði
platínur, kerti
og loftsía. Sími
46940
ÞETTA GERUM VIÐ:
1. Athuga ástand ökutækisins.
2. Athuga olíu á vél, stýrisvél
og vökva á rafgeymi, kæli-
kerfi, rúðusprautum,
bremsum og og kúplingu.
3. Mæla rafgeymi og hleðslu og
hreinsa geymasambönd.
4. Mæla frostlög og bæta á ef
þarf.
5. Hreinsa síur i bensíndælu og
blöndungi.
6. Athuga og skipta um ef þarf
þétti, platínur, kveikjuham-
ar, kveikjulok, kertaþræði,
kerti, loftsíu og viftureim.
7. Athuga olíuleka af vél.
8. Strekkja tímakeðju.
9. Stilla kveikju og blöndung.
10. Athuga sviss, startara,
mæla, þurrkur og miðstöð.
11. Athugaöllljós.
12. Stillt kúpling.
13. Athuga hurðir, þéttikanta og
smyrja læsingar.
BÍLAVERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 4
SÍMI46949