Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 2
Árvekni gjaldkera
stöðvaði svikin
fimm hafa verið handteknir en þnr sit ja enn í gæsluvarðhaldi
Fimm manns hafa verið handteknir
vegna gruns um aðild að gjaldeyris-
svikamálinu. Tveir hafa verið látnir
lausir aftur en þrír hafa veriö úrskurð-
aöir í gæsluvarðhald.
Mennimir höfðu lagt umsóknir um
gjaldeyrisyfirfærslur inn hjá að’
minnsta kosti 17 afgreiöslustöðum
þriggja banka, Landsbankans, Út-
vegsbankans og Búnaöarbankans.
Yfirfærslurnar áttu að vera greiðslur
til ýmissa fyrirtækja í Frakklandi sem
ekki voru til nema á pappírnum.
Lögðu þeir fram í bönkunum fölsuö
farmbréf og faktúrur fyrir vömm sem
ekki voru til. Borgarkjör var skráð
sem móttakandi varanna.
Að auki lögöu þeir innistæöulausar
ávísanir inn á bankabækur og tóku
upphæðirnar jafnharöan út aftur.
Einnig greiddu þeir fyrir gjaldeyrisá-
vísanir með innistæðulausum ávis-
unum frá útibúi Búnaöarbankans á
Egilsstöðum. Alls eru gjaldeyrisá-
vísanirnar sem þeir höfðu komist yfir
taldar vera að upphæð um 35 þúsund
pund og að auki um 5 þúsund pund í
ferðaávísunum. Þaö jafngildir um 1,7
milljónumkróna.
Leikurinn endaði í útibúi Útvegs-
bankans í Hafnarfirði á föstudaginn.
Einn mannanna framvísaði þar ávísun
sem gjaldkera þótti með það hárri upp-
hæð að ástæöa væri til aö kanna hana
frekar. Hringdi hann í Búnaðarbank-
ann á Egilsstöðum og kom þá í ljós að
ávísunin var innistæðulaus. En meðan
hann hringdi hvarf viðskiptavinurinn
úr bankanum. Gjaldkerinn tilkynnti
þá málið til aðalbankans sem sam-
stundis kærði til Rannsóknarlögregl-
unnar. Innan stundar hóf lögreglan
leit aö þeim sem tengdust málinu og
voru tveir þeirra handteknir um helg-
ina.
Ekki er talið aö bankarnir muni
skaðast á þessu svikamáli þar sem
allar ávísanir hafa komið í leitimar,
enda óvíst hvort hægt hefði verið að
leysa þær út erlendis.
ÖEF
Dalvíkingar ræða breytta hætti við vinnslu sjávaraf la:
Sameining eða
meirí samvinna
í fiskvinnslu
— hugmyndir uppi um að hefja aftur rækjuvinnslu
Á fundi sem bæjarstjóm Dalvíkur
boðaði til meö atvinnumálanefnd
staöarins og fulltrúum útgeröaraðila
og fiskverkenda á sunnudag var rætt
hvernig hægt væri að koma á nánari
samvinnu um fiskverkun milli ein-
stakra fyrirtækja. Einnig voru uppi
hugmyndir um sameiningu þeirra.
Ákveðið var að boöa til annars sam-
ráðsfundar innan tíðar.
Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri
sagði í samtali við DV að menn hefðu
ólíkar hugmyndir um hvað eigi að
sameina af fyrirtækjum ef eitthvað.
Stærstu fyrirtækin em útgerðarfélag
Dalvíkinga hf. og Söltunarfélag
Dalvíkur hf. með tvo skuttogara
hvort. Síöamefnda fyrirtækið rekur
fiskvinnslu en frystihús KEA tekur
viö afla úr togurum útgerðarfélags-
ins. Auk þessara aðila em margir
bátaeigendur með eigin fiskverkun.
„Ein hugmyndin er að sameinast
ekki um neitt nema sameiginlega
verkun,” sagöi Stefán. „Það yrði þá
sameiginlegt hlutafélag sem stæði
aöeins að fiskverkun. Einnig er talað
um að sameina meira þannig aö í
einu fyrirtæki sameinuðust bæði út-
gerðog verkun.”
Aðspurður hvaö liggja mundi til
grundvallar frekari viöræðum um
frekari fiskverkun á Dalvík sagði
bæjarstjóri: „Könnun sem atvinnu-
málanefndin hér gerði leiddi í ljós að
ákveðinn hluti útgerðaraðila var
reiðubúinn til samstarfs um þrennt:
Meiri frysting væri nauðsynleg og
þeir væru tilbúnir í samstarfs um
hana. Einnig kom þar fram, svo og á
fundinum á sunnudag, að menn álitu
það veigamikinn þátt að miölun yrði
á hráefni sem á land kæmi. Ekki
væri verið að skemma hráefniö
þannig að það yrði of gamalt hjá ein-
um aöilanum á meðan annar stæöi
með tómar hendur. Og í þriöja lagi
að koma á rækjuvinnslu.”
Þrír bátar frá Dalvík hafa í sumar
stundað rækjuveiði en lagt upp ann-
ars staðar. Fyrir nokkrum árum var
á Dalvík öflug vinnsla á rækju í
tengslum við veiðar skuttogarans
Dalborgar. Vélakosturinn mun að-
eins að litlum hluta til ennþá. „Það
er nú oröin spurning hvort ekki sé
meira en timabært aö vinna rækjuna
hér og beina bátunum meira á
rækju,” sagðiStefán Jón.
Á fundinum á sunnudag lýsti
bæjarstjórnin yfir efasemdum um
ágæti þess að einstakir smáir fisk-
verkendur kæmu sér upp tækjum til
lausfrystingar í ófullkomnu húsnæði
sem ekki stæðist þær kröfur sem
gerðar eru til frystihúsa. Ennfremur
efasemdum um fjárfestingu þeirra í
frystigámum þar sem þeir hafa ekki
yfir frystigeymslum að ráöa. Sagði
Stefán Jón að engin framtíð væri
tryggð með slíkum vinnubrögðum og
efaðist um aö þau yrðu leyfð til
lengdar.
Ljóst er að saltfisk - og skreiðar-
verkun á í mestum erfiðleikum á
Dalvík og eru menn sammála um að
auka verði frystinguna. 1 því sam-
bandi sagöi bæjarstjóri vera þrjá
möguleika, stækkun frystihúss KEA,
gámafrystingu hjá hverjum og ein-
um eða hreinlega nýtt frystihús.
JBH/Akureyri
JEPPINN GUFAÐIUPP!
Einhverjir hirðusamir náungar
hirtu um mánaðamótin jeppahræ, sem
stóö við þjóðvegínn rétt austan viö
bæinn Sel í Grímsnesi.
Jeppinn, eða það sem eftir var af
honum, haföi staðið þama í nokkum
tíma. Var þetta Willys-jeppi árgerö
1965 og var hvorki á honum hús né
blæja.
Stóð aðeins eftir skúffan (græn aö
lit), vélin og hjólin. Þeir sem geta gef-
ið upplýsingar um hvar þessi hluti af
jeppanum er nú niðurkominn, eða hafa
orðið varir við flutninginn, eru beðnir
um að láta lögregluna á Selfossi vita.
TROPICAL AIR PLANTS
er sérstæð jurt sem lifir á loftinu. Uppsett á sérkennilegar hitabeltis-
rætur.
Kynning um heigina í Blómavali, Sigtúni.
Hema sf., heildverslun,
Hverfisgötu 108, simar 26771 - 45664.
DV. FÖSTUDAGUR'18. NOVEMBER’1983. ’
Starfsmenn sovéska sendirádsins i Reykjavik munu innan fárra daga geta
horft á útsendingar sovéska sjónvarpsins. Á midvikudag voru menn í óða
önn við að koma upp stóru loftneti sem tekur á móti sendingum um gervi-
hnött. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Sovétmenn á Islandi gela horft
beint á eigið sjónvarp en loftnelið var áður á þaki verslunarinnar Hljóm-
bœjar þar sem borgarbúum gafsl um tíma kostur á að horfa á sovéska
sjónvarpið. -DV-mynd S.
Stærsta skákmóti heimsins var siegið i frest tii 25. febrúar. VerOlauna-
gripirnir iiggja til reiOu á sófanum hjá Timaritinu Skák — farseOlar, bækur
og fagurslípaOir jaspissteinar frá Austurlandi, en iengi er von á einum.
Stórmótinu frestað
Stærsta skákmóti heimsins, sem halda
átti í Reykjavík laugardaginn 19.
nóvember, hefur verið frestað til 25.
febrúar næstkomandi.
Að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar,
sem er driffjöður mótsins, bárust ein-
dregnar óskir frá einstaklingum og
fyrirtækjum þess efnis að því yrði
frestað fram yfir áramót þar sem ann-
ir væra mjög miklar hjá flestum svona
skömmu fyrir jól og í mörg horn að
líta.
1200 fyrirtæki munu hafa óskað
skrásetningar fyrir sveitir af sinni
hálfu en þar af höföu aðeins 340 stað-
fest sína þátttöku með greiðslu. Greidd
þátttökugjöld em á biðreikningi en
veröa endurgreidd ef óskaö er.
Þess má geta að 11. alþjóðlega
Reykjavíkurmótiö verður haldið í
febrúar og kemur stórmót Jóhanns
Þóris strax á eftir ef að líkum lætur.
Stefnt er að þátttöku 2000 manna og
veröa rífleg verðlaun veitt hinum
sigursælu.
-BH
Suðurnesjamenn
í Bláfjöllin
Suöumesjamenn eru væntanlega
að bætast í hóp þeirra sem eiga aðild
að Fólkvanginum í Bláfjöllum og
raunar einnig íbúar Bessastaða-
hrepps.
Ibúar flestra sveitarfélaga sem
eiga land að Bláfjallasvæöinu eða í
nágrenni þess munu þá standa sam-
an að nýtingu svæðisins og þar með
skiöalandsins.
Á fundi Bláfjallanefndar fyrir
hálfum mánuði var samþykkt að
leita samþykkis þeirra sveitarfélaga
sem staðiö hafa að samstarfi um
svæðið til þess að bjóða Samtökum
sveitarfélaga á Suðumesjum og
Bessastaöahreppi aðild. Þá lá fyrir
samningur í drögum.
Á sama fundi var lögð fram
skýrsla Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins, „Útivist og frítímaiðja”,
sem er drög að stefnumörkun
sveitarfélaganna í þessum malum.
Skýrslanernútilumsagnar. HERB
FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR
LJÓSLAUS UM JÓLIN
Stjóm Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæmis telur sér ekki fært að
koma upp jólalýsingu í Fossvogs-
kirkjugarði vegna of mikils kostnaðar.
Stjómin fól verkfræðistofunni
Rafhönnun hf. að gera úttekt á
kostnaðarhlið þessarar framkvæmdar
og niðurstöðutölur þeirrar könnunar
vom tæpar 45 milljónir króna. Slíkur
biti er of stór fyrir Kirkjugarða
Reyk javíkurprófastsdæmis.
-GB