Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 36
TAL STÖDVARBÍLAR
um alla borgina...!
«.85000
NÝJA SENDIBlLASTÖOIN
KNARRARVOGI2 — REYKJAVlK
Dönsku stúlkurnar á sviðinu /
Glæsibœ. DV-mynd Einar Ó/ason.
Dansmeyjar
kæröarfyrír
brotá
velsæmi
Skemmtiatriði það, sem tvær dansk-
ar stúlkur hafa aö undanförnu sýnt í
veitingahúsinu Glæsibæ í Reykjavík,
hefur verið kært til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins á þeim forsendum að
um ósiösamlegt athæfi sé aö ræða.
Stúlkurnar munu vera nokkuð fá-
klæddar í sýningaratriði sínu og hefur
fötum jafnvel farið fækkandi eftir því
sem á atriðið hef ur liðiö.
Framkvæmdastjóri Glæsibæjar,
Halldór Júlíusson, segir í samtali við
DV að honum komi kæra þessi spánskt
fyrir sjónir, hér sé um listræna tján-
ingu aö ræða og ekkert annað. Hver og
einn verði hins vegar að leggja sitt mat
á tjáninguna og mynda sér sínar eigin
skoðanir þar eftir, en að kæra sé út í
hött.
Halldór segir ennfremur að hingað
til hafi hann ekki oröið var við annað
en að gestir hans hafi verið ánægðir
með sýningaratriöi stúlknanna. A.m.k.
hafi enginn kvartað fyrr en nú.
Hjá Rannsóknarlögreglunni fengust
þær upplýsingar að málið væri í rann-
sókn og yröi sent til saksóknara aö
rannsókn lokinni. -SþS.
Vextirlækka
á mánudag
Almennir innláns- og útlánsvextir
lækka um 2,5—5% næstkomandi
mánudag.
Bankastjóm Seðlabankans tók um
þaö ákvörðun aö höfðu samráði við
ríkisstjóm og bankaráð, með hliðsjón
af ákvæðum laga um að vextir taki mið
af veröbólgu á hverjum tíma.
Þetta er þriðja vaxtalækkunin síöan
21. september og á þeim tíma hafa al-
gengustu vextir óverðtryggðra inn- og
útiána lækkað um 10—15%.
Sem dæmi um hina nýju vexti má
nefna aö vextir á ávísanareikningi
verða nú 15% og 27% á almennri spari-
sjóðsbók. -GB.
LOKI
Er ekki rétt að Giæsi-
bæjarforstjórinn gerist
ráðunautur Listahátíðar?
071100 AUGLÝSINGAR
^SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLT111
1 r,tstjórn
OOU I I SÍDUMÚLA 12-14
„Ætla ekki að lata
stoppa mig upp”
— segir Jóhann L Helgason en umsókn hans um að fá að
reisa sérgrafhýsi hefur verið synjað
„Eg er ekki sáttur við það sem talsmanns kirkjumálaráðuneytisins Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta mál. Ríkið vakir yfir þegnunum svo
boðið er upp á í sambandi við jarðar- fjallar 15. grein kirkjulaganna um þrefalltgeturtekiötímaogþvíveitir lengi sem þeir lifa og vilja líka ráða
farir og því hef ég sótt um þaö til kirkjugarða og þar er skýrt tekiö ekki af að hefjast handa strax. Eg hvernig þeir hvíla eftir að þessari
ráðuneytisins að fá að reisa mér lítið fram aö bygging grafhýsa í kirkju- hef nægan tíma, er aðeins 41 árs að jarðvist lýkur. Synjun umsóknar
og fallegt grafhýsi en þeirri umsókn görðum sé óheimil. aldri.” minnar um grafhýsi er sönnun þess.
minni var synjað í gær,” segir ,,Eg ætla ekki að gefast upp,” Jóhann segist ekki reka þetta mál Eg hefði skilið sjónarmið ráðu-
Jóhann L. Helgason húsasmiður. segir Jóhann. „Næsta skref verður einvörðungu fyrir sjálfan sig heldur neytisins ef ég hefði farið fram á að
Grafhýsi Jóhanns átti að vera þrír að fara i mál sem ég að öllum líkind- einnig og ekki síður fyrir aðra sem láta stoppa mig upp eins og þeir gera
metrar á hæð og tveir á breidd og um tapa bæöi í undirrétti og Hæsta- hafa svipaðar óskir í þessum efnum. í Ameríku en það er ekki ætlunin,”
afar látlaust aö allri gerð. Að sögn rétti en þá mun ég leggja málið fyrir ,,Eg lít á þetta sem mannréttinda- sagði Jóhann L. Helgason. -EIR.
„ Við munum setja okkur það verkefni að hrinda af höndum þjóðarinnar stjórnarstefnunni og koma i veg
fyrir að af/eiðingar hennar verði enn hrikalegri fyrir íslenskt þjóðllf en þegar er orðið," sagði Svavar
Gestsson meðal annars á iandsfundi Aiþýðubandaiagsins sem hófst i gær. Myndin er tekin við setningu
fundarins i Austurbæjarbiói. D V-mynd EÓ.
Ræða Svavars Gestssonar á landsfundi Alþýðubandalagsins:
Ákall um samein-
ingu vinstrimanna
,,t núverandi ríkisstjóm birtast vítin
til að varast, því hún varð til vegna
sundrungar vinstrimanna. Reynslan
frá sumrinu 1983 kennir okkur að
standa saman. Viö þurfum að eignast
stjórnmálaafl sem ræður við fjár-
magnsöflin. Það er aðalverkefni 6.
landsfundar Alþýðubandalagsins að
marka spor í þá átt,” sagöi Svavar
Gestsson í setningarræðu sinni á lands-
fundi flokksins í gær. Sagði Svavar að
hann myndi gera tillögu um endur-
skoðun stefnuskrár flokksins í fram-
haldi af landsfundinum.
Fyrir fundinum liggur tillaga um ný
lög Alþýðubandalagsins þar sem
meðal annars er sú nýbreytni að innan
flokksins geta starfaö áhugahópar um
tiltekin málefni sem setji sér eigin lög
og ákveði eigin starfsreglur. Ein-
staklingar innan þessara hópa þurfa
ekki að vera félagar í Alþýöubanda-
laginu. Búist er við að þetta ákvæði
mæti nokkurri mótspyrnu á fundinum.
Þá er í tillögunum gert ráð fyrir að
hvort kyn skuli eiga rétt á að minnsta
kosti 40% fulltrúa í hverri stofnun
flokksins sem kosið er til og ef færri
flokksmenn en 40% af hvoru kyni eru í
framboði teljist þeir sjálfkjörnir. Þetta
ákvæði nær þó ekki til vals á framboðs-
lista.
Á þessum landsfundi verður kjörinn
nýr varaformaður flokksins í staö
Kjartans Olafssonar. Uppstillingar-
nefnd mun gera tillögu um formann,
varaformann, ritara og gjaldkera, en
síöar geta komið fram aðrar tillögur.
Hópur kvenna hefur sameinast um að
bjóða fram Vilborgu Harðardóttur í
varaformannsembættið en um hana er
ekki samstaða. Steingrímur Sigfússon
alþingismaður er talinn njóta verulegs
stuðnings en hann mun ekki vilja
stofna til átaka um þessa kosningu.
Því er búist við að fram komi tillaga
um aö uppstillingamefnd láti fara
fram skoðanakönnun á fundinum og
verði niöurstaðan trúnaðarmál nefnd-
arinnar en henni til leiðbeiningar um
uppstillingu. -OEF.
Afgreiðslutími verslana:
Nýjar reglur
íReykjavík
Á borgarstjómarfundi sem haldinn
var í gærdag var samþykkt ný
reglugerð um afgreiðslutíma verslana
í Reykjavík. Þessar nýju reglur fela í
sér að nú hafa allar verslanir leyfi til
að hafa opið mánudaga til fimmtudaga
til kl. 20, föstudaga til kl. 22 og laugar-
daga til kl. 16. Stefnt er að því að koma
þessum reglum í gagnið hið snarasta
þannig að verslanir geti jafnvel haft
opið til kl. 16 á morgun.
17 borgarfulltrúar greiddu atkvæði
með þessari tillögu en 4 sátu hjá.
Þessi tillaga er runnin undan rifjum
Kaupmannasamtakanna, Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur og Neyt-
endasamtakanna. En þessi samtök
gerðu ráð fyrir því að afgreiðslutími
verslana yrði samræmdur á
höfuöborgarsvæðinu. Nágrannabæjar-
félögin hafa hins vegar ekki sýnt þeim
áformum mikinn áhuga. Jón Gauti
Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði:
„Við höfum þá skoðun á þessum mál-
um að bæjar- og sveitarfélög eigi ekki
að skipta sér af þessu. Hér í Garöabæ
eru engar reglur um afgreiðslutíma.
Þetta á fyrst og fremst að vera í
höndum kaupmanna og launþega og
það er þeirra að komast að lausn þess-
ara mála. Við sjáum ekki ástæðu til að
setja reglur sem skerða núverandi
frelsi verslana hér til að hafa opið.”
-APH.
Vopnaðirverðir
með ísraelska
handboltaliðinu
Mikil öryggisgæsla er í kringum
ísraelska liðið Maccaby Tel Aviv sem
leikur við FH í Evrópukeppninni í
handknattleik karla í kvöld og á
sunnudaginn.
Fylgja lögregluþjónar leikmonnum
liösins eftir hvert sem þeir fara en auk
þess eru með liðinu tveir vopnaðir
öryggisverðir frá Israel. Hafa þeir sér-
stakt leyfi til að bera vopn á meðan á
dvölinni hér stendur.
Það er regla hjá ísraelsku íþrótta-
fólki að fara ekkert án sérstakrar
verndar .Hefurþessireglagiltallatíð
síðan á ólympíuleikunum í Munchen
1972 er hryðjuverkamenn réðust á
ísraelsku íþróttamennina þar og
myrtumargaþeirra. -klp.