Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 14
14 Repromaster til sölu, Danagraf DG 602 S. Uppl. í síma 81477 eða 32814. NES -----------------------SOL AUSTURSTRÖND 1 SELTJARNARNESI. Vesturbæingar — Seltirningar. , Nú er rétti tíminn til ad koma sér í betra form fyrir jólin. 3ja, 4ra og 5 vikna námskeið, 50 mín. þjálfun. MORGUN ,DAG- OG KVÖLDTÍMAR Frúarleikfimi Jane Fonda leikfimi. Fyrir þœr sem eru í megrun, 3ja vikna kúr, þrisvar í viku. Þú getur komid með — við eigum lausa tíma á námskeiðum fyrir jól. Sólaríumbekkir — nudd — sauna — leik- fimi — sturtur Ath., afsláttur í Ijósabekki fyrir þá sem eru á námskeiðum. Karlatímar: Opið föstudaga kl. 18—20 og laugardaga kl. 8—14. Innritun er í gangi. Sími 17020. aaga r prp r Rr oTTnAnoTP.ö'T .vo DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983. Menning Menning Menning Þórarinn Eldjám: Kyrrkjör Saga Iðunn 1983 Þórarinn Eldjárn færist mikið í fang í sinni fyrstu skáldsögu. Efnið sækir harrn til upphafs 18du aldar og lýsir síðustu mánuðunum í lífi Guð- mundar rímnaskálds Bergþórsson- ar. Guðmundur þessi er eitt af undrum þjóðarsögunnar enda hafa myndast um hann margar kynja- sagnir. Sagt er að hann hafi lamast í vöggu og lítt getað hreyft sig upp frá því. En þrátt fyrir mikla bæklun öðl- aðist hann viröingu samtíðar sinnar með mögnuðum yrkingum sem sum- ir kenndu við galdur. Saga Stapa- krypplingsins er í senn dæmi um ægi- lega eymd og nær ofurmennska reisn. Þessi likamslausi maður var á sina vísu öflugri öllum líkamsþrótti því hann bjó yfir krafti sem valds- menn tímans óttuðust, krafti andans, skáldskapargáfu. „Þjóðarsálin” hefur lesið galdur og stórmerki inní ævi Guðmundar. Meö tímanum hefur saga hans oröið aö þjóðsögu um ákvæðaskáld, ofur- menni; hörmungasaga kramar- manns hefur fengið á sig svip ævin- týris með goðsögulegum blæ. Fróðlegt er að sjá hvemig nútíma- höfundur gengur aö efni sem þessu. Staðnæmist hann við ytra form eins- og svo margir ritarar sögulegra skáldsagna hafa gert? Eða reynir hann að lýsa þeirri veröld sem skóp söguna um Guðmund? Reynir hann að framkalla þann duiarheim sem Islendingar hafa um aldir lifaðhálfir Skáldið og þjófurínn í? Kafar hann í djúp „þjóðarsálar- innar”? Þórarinn velur þann kost að fylgja munnmælasögnum og sögulegum heimildum æði nákvæmlega en bætir þó persónum og atvikum inní frá- sögnina að geðþótta. Víða gerist sag- an í ljósaskiptum draums og vöku og höfundur skirrist ekki viö að rjúfa rökvísan gang viðburöa. Undur og stórmerki eiga sér stað og ná há- marki þegar dvergurinn sjálfur Pálmi Purkólín er magnaður útúr kletti og þjófurinn Þóroddur stígur til himna. Þessir atburðir falla ósköp eölilega inní annars raunsæislega frásögn. Þó gætir ákveðins tví- skinnungs af höfundar hálfu því öðru hverju er einsog sagan þurfi að bera í bætifláka fyrir sjálfa sig. Á einum stað segir galdramaðurinn Silunga- Björn til dæmis: ,,.. .galdur er ef til vill fyrst og fremst það sem aðrir halda að sé galdur. Sá er galdurinn.” Höfundur er greinilega í vanda staddur og veit vart í hvorn fótinn á að stíga. Hvað er galdur? Imyndun eða veruleiki manns? Líkast til hvort tveggja. Skynsemdarskýringar eru stilbrjótar í sögu Þórarins því imyndunarafliö réttlætir sjálft sig. I skáldskap er galdurinn staðreynd. I heimi Guðmundar Bergþórssonar er hann veruleiki. Mér er ekki grun- laust um að takmörkun sögunnar stafi af þessari tvídrægni. Höfundur tvístígur á brúninni og hættir sér ekki oní djúpið. Galdur og frelsi Margar persónur koma viö sögu í Kyrrum kjörum, sumar smáskrítn- ar, aðrar stórfurðulegar. Margar eiga erindi við skáldið Guðmund en ganga misfegnar af hans fundi. Einkum verða valdsmenn ýmis- konar hart úti. I lýsingum þeirra nýtur kímnigáfa höfundar sín hvaö best. Jónmundur Hítalin biskup, monsjör Bent og Stapasýslumaður eru stórskemmtilegar fígúrur og dilla lesandanum óspart. Ut frá þeim spinnast ýmsar skopsögur sem hafa má sér til skemmtunar. En i i Brahmsminning Kammermúsíkklúbbsins Tónleikar Kammermúsikklúbbsins í Neskirkju 13. nóv. Flytjendur: Einar Jóhannesson, Gunnar Kvar- an, Gisi Magnússon, Ruth L Magnússon, Jón- as Ingimundarson, kinar G. Sveinbjörnsson, Rut Ingólfsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Guörún Þórarinsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Amþór Jónsson. Efnisskró: Jóhannes Brahms: Tríó fyrir klarínettu, celló og píanó í a-moll, op. 114; Ljóö- söngvar meö píanói: op. 19, nr. 5 — op. 47, nr. > 1 — op. 95, nr. 4 — op. 105, nr. 2 — op. 43. nr. 1; Ljóðsöngvar með vfólu og píanói: op. 91, nr. 1 — op. 91, nr. 2; Strengjasextett nr. 2, op. 36. Þegar Kammermúsíkklúbburinn, sá ágæti félagsskapur, tekur sig til og minnist þess að eitthundrað og fimmtíu ár eru liöin frá fæðingu Jó- hannesar Brahms, þá gerir hann það myndarlega, eins og hans er von og vísa. Þar sem ýmsir aöilar keppast nú um að flytja verk Brahms getur veriö úr vöndu að ráöa við gerð efnis- Tónlist Eyjólfur Melsted skráa. Mikil hætta er á að hvað rek- ist á annars horn og að allir séu að spila sömu verkin á hver jum tónleik- unum eftir aðra. Annars hefur merkilega lítið rekist á á þeim Brahmstónleikum sem hingað til hafa veriö haldnir. Gísli Halldórsson, Gunnar Kvaran og Einar Jóhannesson riðu á vaðið. Samleikur þeirra var með miklum ágætum, en heldur fannst mér Gísli vera óþarflega harður í slætti sínum. Stakk þaö nokkuð í stúf við flosmjúk- an leik félaga hans. Tóku þvi næst viö Ruth Little Magnússon og Jónas Ingimundarson og fluttu nokkra af þekktari ljóö- söngvum Brahms. Hann eins og fg m ! y Brautryðjendur f lugsms Snœljós S.F. Garöabœ 1983. Prentsmiðjan Oddi. Einangrun — miðstöð flugs norðurhafa I þúsund ár var íslenzka þjóðin einangruð sökum skorts á samgöng- um. Hún var langt frá öðrum þjóðum og siglingar tii landsins voru erfiðar og hattuiegar nær því á öllum árstíð- um. Líku máli var farið um samgöng- ur um landiö. Þar réð ríkjum einangrun og erfiöleikar. En með til- komu flugsins á líðandi öld gjör- breyttist þetta í einni svipan. Flugið varpaði einangrunar-grímunni af þjóðinni í bókstaflegri merkingu. Leiðin milli granna varð greiöari og þaö tók ekki nema augnablik aö fara þá leið, sem áður tók ósegjan- legalangantíma. Isiendingar urðu ótrúlega fijótir að tileinka sér flugið. Ungir og dug- miklir menn fóru til náms utan og sneru heim aö loknu námi og tóku til óspilltra mála að byggja upp nýja grein í samgöngumálum landsins. Kunnátta og þjálfun varð fljótlega treyst af reynslu og þekkingu af íslenzkum aðstæðum. Millilandaflug- ið varð líka raunhæft í höndum Islendinga og urðu þeir fljótlega frægir af þekkingu sinni og leikni að fljúga yfir Norður-Atlantshafið. Saga Jóhánnesar R. Snorrasonar rekur þennan þátt íslenzkrar sögu vel. Hann greinir erfiðleikana er fyrstu íslenzku flugmennimir urðu aö sigra og hvernig þeir lögðu grunn- inn að flugsamgöngum landsins og uröu brautryðjendur í heinskauta- flugi til Grænlands. Ný kynslóð, breyttir tímar Við árris íslenzka flugsins reyndi mjög á ungu mennina, er brautina ruddu fyrir nýjar samgöngur. Þeir urðu af starfi sínu að kynnast land- inu frá ólíkum sviðum, þeir urðu að kynnast veðrinu, breytingum þess frá eykt til ey ktar, loftstraumum yfir fjöllum, fjörðum og skögum, en fyrst og fremst að skilja og notfæra sér aðstæður hverju sinni. Af þessu er mikil saga og kemur greiniiega og föst fram í hinni velskrifuðu bók, Skrifaö í skýin, ævisögu eins fyrsta íslenzka flugstjórans. Jóhannes R. Snorrason var frá upphafi í forustusveit islenzka flugs- ins. Hann hóf ungur nám í flugi í Kanada, og hamingja Islands var að hann sneri heim til starfa að námi loknu. Hann er einn af fyrstu flug- stjórunum í millilandaflugi. Þeir námu starf sitt af bandarískum og brezkum flugstjórum, og þrátt fyrir það urðu þeir að læra margt af starf- inu — reynslunni og aðstæðunum á uthafinu yfir fjörrum slóðum þess, Jóhannes Snorrason. heimskautalöndum og margbreyti- legum slóðum yfir háfjöllum og sundum sífrera og lægðum og ill- viðrissvæðum. En morgunroði nýs dags var ekki blánaöur á árdögum flugmálanna, þegar íslenzkir flug- menn voru orðnir meðal þeirra fremstu í Norður-Atlantshafsfluginu og hafa haldið þeirri stöðu með sóma síöan. Islenzkum flugmönnum hafa ver- ið falin hin f jölbreytilegustu verkefni í flugi um norðurhöf. Þeir hafa ann- ast flug til Grænlands um árabil og tekist það framúrskarandi vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.