Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR18. NÖVEMBER1983.
Spurningin
Hvernig líst þér
á að ríkið
selji Fríhöfnina?
Unnur Jóhannesdóttir afgreiðslu-
stúlka: Bara mjög vel og áfengisversl-
unina líka.
Asgerður Gísladóttir húsmóðir: Hef
ekki hugsaö um þetta mál.
Sigurlina Baldursdóttir, starfst. á
barnaheimili: Illa, það væri hægt aö
reka hana áfram.
Örn Einarsson verslunarmaður: Það
gæti veriöalltílagi.
Hermann Daníelsson: Eg tel það ekki
vera í lagi.
Guðni Gunuarsson sölumaður: Eg tel
að Fríhöfnin sé betur komin í höndum
einstaklinga.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Góðar löggur að starfi um niðdimma nótt iReykjavik.
Góðar löggur í Breiðholti
Bakkabúi skrifar:
Við sem eigum heima í Bakkahverfi
nálægt Breiöholtskjöri erum ánægðir
meö lögguna okkar. Þaö er stundum
verið aö skammast út í löggur sem
eiga aö hafa beitt einhverja mótor-
hjólastráka ofríki og heimtaö af þeim
skilríki en okkur er spurn: Hvernig
eiga lögreglumenn aö geta gegnt
sínum skyldum og sinnt þeim störfum
• sem þeir fá launin fyrir ef þeir mega
ekki biöja um skírteini ökumanna?
I okkar annars ágæta Bakkahverfi
er sífellt ónæöi af þessum herjans
mótorhjólastrákum. Seint á kvöldum
æða þeir um allar trissur meö vélarnar
á fullu og hlýst af því ógurlegur
hávaöi svo aö smábörn hrökkva meö
gráthviðum upp af værum svefni en
fullorðnir og einkum hin eldri kynslóð
getur vart á heilli sér tekið.
Þessir mótorhjólastrákar keyra eins
og villidýr á göngustígum milli fjöl-
býlishúsanna, spæna upp leikvelli litlu
krakkanna, þenja vélarræksnin eins og
þeim er frekast unnt og sýna enga
tillitssemi.
En þá gefst okkur vel að hringja í
lögguna og biöja hana um að skakka
leikinn.
— Alveg sjálfsagt, við sendum bíl aö
bragði, segir varðstjórinn í símann,
kurteis og alúðlegur eins og fyrri
daginn.
Og áöur en langt um líöur dettur allt
í dúnalogn. Mótorhjólastrákarnir
hundskast inn meö sínar vélknúnu
tindabikkjur og eiga svo sem ekki
langa leiö fyrir höndum því aö flestir
eiga þeir heima í einni ákveðinni blokk
hér um slóðir.
Smábörnin brosa þakklát til mömmu
og pabba og festa blund en eldra fólkiö
varpar öndinni léttar.
Viö sem eigum heima í Bakkahverfi
fáum samt aldrei almennilegt tækifæri
til þess aö koma þakklæti okkar á
framfæri svo þaö er best aö ég geri þaö
á þennan hátt fyrir hönd okkar allra.
Kæru löggur: innilegar þakkir fyrir
skjóta hjálp- og gangi ykkur allt í
haginn!
,.Ég sendi öiium leikurum Leikfólags Reykjavíkur minar bestu kveðjur fyrir frábæran skemmtiþátt, "segir
Paul V. Michelsen um dagskrána Við byggjum leikhús sem var isjónvarpinu á dögunum.
Frábærir
skemmti-
kraftar
Paul V. Michelsen skrifar:
Fyrir nokkru var í sjónvarpinu
skemmtiþáttur frá Leikfélagi Reykja-
víkur með öllum þekktustu leikurum
okkar. Þetta var framúrskarandi
skemmtilegur þáttur og veit ég aö
fleiri en ég eru áf jáöir í að þessi þáttur
veröi endursýndur.
Annars langar mig aö koma með þá
uppástungu að svona samsuðuþættir
komi hálfsmánaðarlega frá Leikfélagi
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsi til skipt-
is. Þetta yrðu frábærir skemmtiþættir
sem kepptu um hylli sjónvarpsáhorf-
enda og myndu örva fólk til aö fara í
leikhús og við kynntumst leikurum
betur. Helst ætti greiðsla fyrir alla
þættina aö renna í nýja leikhúsið sem
við bíðum öll eftir. Eg sendi öllum
leikurum Leikfélagsins mínar bestu
kveöju fyrir frábæran skemmtiþátt.
ÁSKORUN
TILÁSU
Fjórar ungar f jölskyldur skrifa:
Við erum héma nokkrar ungar
mæöur úr Reykjavík. I dag, 13. nóv.,
settumst viö fyrir framan sjónvarpiö
um sexleytið en þá er einmitt á dag-
skrá sjónvarpsins barnatíminn Stund-
in okkar. Börnin okkar höfðu komið sér
vel fyrir og öll biöum viö eftir góöu
efni. En viti menn, hvílíkur skrípaleik-
ur átti sér þarna stað? Stjómandi þátt-
arins talaöi viö börn okkar, yngstu
meðlimi þjóöfélagsins, sem væru þau
skilningssl jó og heimsk.
Viö viljum benda stjórnandanum á
aö börnin okkar eru hugsandi verur og
oft betur skyni gædd en viö eldri.
Bömin gáfust fljótt upp á þessu ein-
staklings „flippi” stjómandans og
kvörtuöu við okkur eldri um hversu
niðurdrepandi þátturinn væri.
Þessi þáttur er ekkert einsdæmi,
þvert á móti. Þeir hafa allir verið jafn-
lélegir. Viö skomm á stjómandann aö
bæta þáttinn eöa hætta strax.
Ása Helga Ragnarsdóttir er um- j
sjónarmaður Stundarinnar okkar /|
sjónvarpinu.
Dansmeyj-
arfækk-
uðu fötum
Ein óhress hringdi:
Við vorum fjögur sem fórum í
Glæsibæ sL laugardagskvöld. Þaö
var auglýst í blööum aö dansmeyj-
ar myndu koma fram og skemmta.
Nú, svo komu þessar stúlkur fram
og fóru aö fækka fötum. Þessi sýn-
ing breyttist í allsherjar klámsýn-
inguog þá grófustu sýningu sem ég
hef séö. Eg hélt aö þetta varðaöi viö
lög.
Mér finnst alls ekki hægt aö
þegja yfir svona löguðu.