Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983.
15
Menning Menning Menning
Þórarinn Eldjárn.
Bækur
Matthías Viðar
Sæmundsson
meginefnið snýst þó um skáldið
sjálft og þjófinn Þórodd. Merking
verksins rís af samleik þeirra, iík-
ingu og andstæðu. Fyrst í stað virð-
ast þeir gjörólíkir. Þjófurinn er tröll
að vexti en skáldið vaxtarlaust. Þjóf-
urinn er lítt menntur í andanum en
skáldiö fátt annað en andi. Sé betur
að gáð kemur þó í ljós aö þeir eru
nauðalíkir. I rás sögunnar vaxa þeir
saman á óbeinan hátt, þjófurinn
gengur Guðmundi í líkamsstað og
flytur hann í fylling tímans á fund
dvergsins. Báðir bera merki mein-
legra örlaga: annar örkuml, hinn
þjófsmark á enni. Þeir eru hvor á
sína vísu ófrjálsir og sameinast í
voninni stóru um endurlausn og
frelsi í græðismyrsli og gulli dvergs-
ins góða. Hvorugur unir sínum
„kyrru kjörum”; Guðmund dreymir
um frelsi frá líkamlegri kröm, Þór-
odd um ást og rétt til aö lifa með
mönnum. Þeir una ekki sínum „ör-
lagadómi” og reyna að leiðrétta að-
stæður sínar með galdri. Guðmundur
seiðir dverginn úr steini, Þóroddur
leggur staf undir kodda ríkrar
heimasætu. Að sjálfsögðu endar
þetta með ósköpum því líkt og
Galdra-Loftur ganga þeir kumpánar
of langt með því að rísa gegn sköpum
sinum og heimta þaö ófáanlega.
Skrumskæling og
guðfræði
Saga Þórarins er fyrir alla muni
athyglisvert verk. Ekki síst vegna
viðleitni hans að umskapa veruleika
þjóötrúar og galdurs í epíska frá-
sögn. Þórarinn er ekkert hvunndags-
skáld og óhræddari viö fantasiuna en
margur annar. Sömuleiöis er saga
hans skemmtileg aflestrar á köflum.
Þó er eins og herslumuninn vanti.
Sagan af Guðmundi Stapakryppl-
ingi kallar á margtóna frásögn því
hún felur jafnt í sér harðsnúna ör-
lagasögu og ævintýralega helgisögn.
Formið kallar á innsæi, margræðni,
tilfinningalega dýpt. Texti Þórarins
er hins vegar heldur banall því
breiddina vantar í lýsingu skáldsins
sjálfs. Höfundur gerir ekki tilraun til
að sýna innri mann þess nema að
litlu leyti. Guðmundur er dæmi um
tilvist á heljarþröm en í meðförum
Þórarins viröist andlegt líf hans oft
ná lítið lengra en sem nemur þrætu-
bók. Stíllinn, sem einkennist af
stráksskap og hálfkæringi, vekur
ekki vitund um hið tragíska í iifi
hans.
A einum staö eiga þeir Guðmundur
og biskup tal saman. Umræðan er
gott dæmi um efnistök Þórarins:
,3egiö mér þá herra biskup: Er
það rangt eða óguölegt að reyna aö
hafa áhrif á guðs verk og vilja? Aö
reyna að færa hlutina til annars
vegar en hann hefur af einhverjum
orsökum oss huldum, viljað hafa þá?
/ Hann rankaöi lítillega við sér við
spumingu skáldsins og svaraði loð-
mæltur út úr draumi sínum eöa inní
hann: Það er synd. . . Af hverju eruð
þér þá svo drukkinn? spuröi skáldiö.
Þannig verðið þér öðruvísi en drott-
inn vildi í upphaf i hafa y ður.”
Þetta er ósköp fyndið en heldur
grunnt. Gott ef guðfræði Silunga-
Bjarnar er ekki merkilegri: Við
viljum það sem Guð vill að við
viljum!
Skrípaþrá höfundar fær sitt í þess-
ari sögu en oft finnst mér vanta í
hana undirtón góðrar skrumskæling-
ar. Af þeim sökum meðal annars
tekst höfundi ekki að kveikja saman
sársaukann og fantasíuna sem búa i
persónugerö kramarskáldsins.
-MVS.
SÖLUMAÐUR
Sölumaður getur bætt við sig verkefnum. Hentugt
fyrir þá sem þurfa að koma vörum sínum strax á
framfæri. Uppl. í síma 79033 kl. 13—18.
Óskum eftir starfskrafti til auglýs-
ingasöfnunar og innheimtustarfa,
gegn prósentum, fyrir tímarit sem
kemur út mánaðarlega. Góð starfs-
aðstaða.
Upplýsingar í síma 85816 ■
Notaðir lyftarar
í miklu úrvaii
Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar:
Rafmagns
1,51.
21.
2,51 m/snúningi.
3t m/snúningi.
Skiptum og töku
Disil
2.51 m/húsi.
3.51 m/húsi.
4t.
i umboðssölu.
S I I | .I.
fleiri stórskáld tónanna hefur það á
samviskunni að hafa gert leirburö
jafnt sem úrvalsljóð ódauðieg.
Sjaldan hafa Ruth og Jónas unnið
betur saman, nema ef væri þegar
þau fluttu Ljóðakom, sællar minn-
ingar. Aldrei hef ég heyrt Ruth fara
svo vel með þýskan texta fyrr, en ég
saknaöi hins vegar glansins í rödd
hennar. Og áfram hélt Ruth með lið-
Sinni Gísla Magnússonar og Helgu
Þórarinsdóttur. Nú bætti Gísli fyrir
hörkuna í fyrra tríóinu og' raddir
víólunnar og söngvarans voru eins
og tvíburasystur.
Lokaverkið átti að vera Strengja-
kvintettinn í F-dúr, opus 88, en vegna
forfalla varð við að hætta og fyrir-
varalítið hlupu sexmenningarnir úr
Kammersveit Reykjavíkur, sem
einmitt léku saman á tónleikum
hennar fyrir tæpum tveimur vikum, í
skarðiö og spiluðu Sextettinn nr. 2,
opus 36 aftur. Var þetta einkar
ánægjuleg forfallaafleysing. Frábær
spilamennska — í rauninni eitt sam-
stillt sexradda hljóðfæri.
Þangað hafa þeir flutt margs konar
hluti, vistir, rannsóknartæki og til
baka alls konar dýr norðursins,
vandasaman flutning, sem þurfti
mikillar gæzlu og alúðar.
Einnig hafa íslenzkir flugmenn
annast alls konar aðstoö við vísinda-
leiðangra, jafnt á íshafinu og á
Atlantshafinu. Frá þessu segir
Jóhannes í hinni skemmtilegu ævi-
sögu sinni og em frásagnir hans for-
vitnilegar og heillandi af framand-
leik sínum og opnandi nýjan heim
mikillar víðáttu. Myndirnar er
prýða bókina eru líka mikils virði.
Þær eru sérstaklega fagrar og vel
geröar að öllu leyti.
En var ekki hættan
mest... ?
En var ekki hættulegasta flugið
samt sem áður heima á Islandi? Þar
áttu íslenzku flugmennimir frægustu
flugferðirnar á bemskuárum nýrra
samgangna, yfir f jöll, firði og skaga í
tvísýnni för, í illu skyggni, hryllilegu
veðri og við ófullnægjandi upplýs-
kaflar bókarinnar.
Frásagnir Jóhannesar em hér
skýr dæmi. Mér er ofarlega í huga,
þegar hann segir frá för sinni vestur
á Isaf jörð til að sækja þangað veikan
mann í tvísýnu veðri í fylgd með séra
Jóni Auöuns dómprófasti og hjúkmn-
arkonu. Af mikilli kunnáttu og leikni
tókst Jóhannesi að ná vestur til Isa-
fjarðar og bjóst hann til gistingar
þar. En allt í einu batnaði veður og
hann lagði af stað heim. En þetta
reyndist hálfgert svikahié, og komst
Jóhannes í mikinn vanda, því ófært
reyndist til Reykjavíkur. Hann nauð-
lenti af mikilli kunnáttu á Patreks-
firði og náði svo þaöan suöur. Ég
ætla ekki að spilla ánægjunni fyrir
þér, lesandi minn, meö því að rekja
þessa skemmtilegu frásögn. Hún er
heillandi lestur eins og margir fleiri
kaf lar bókarinnar.
Flugmannsstarfið krefst
víðtækrar þekkingar
Flugmannsstarfið krefst fjöl-
þættrar þekkingar. Margt getur orð-
Bókmenntir
Jón Gíslason
ið í ferð flugmannsins, lendingar á
eyðilegum stöðum, þar sem ekkert
er annað til ráða en að afla sér fæðu
með veiðum. Þeir verða því að
þekkja til veiða og kunnáttu í sam-
bandi við þær. Jóhannes segir frá
þjálfun sinni við veiðar í tómstund-
um ásamt félögum sínum. A Græn-
landi kynnti hann sér einnig veiðar
og gat það orðið nytsamt. En sem
betur fór þurfti hann ekki á slíku að
halda. En hann segir frá skemmti-
legum ævintvrum í flugi sínu
til Grænlands.Hann var þar oft við
hinu versta búinn og af varkárni og
rökréttum ályktunum á fjörrum
slóðum varðsigurinnhans.
Jóhannes var alinn upp við sjó og
kynntist ungur lífi sjómanna. Hann
gefur það í skyn, að hann hafi haft
löngun til sjómannsstarfs, en atvikin
höguðu ævi hans öðruvísi. Hann talar
af mikilli virðingu um æskuvini sína
sem urðu afburða sjómenn, Eg las
meö mikilli ánægju frásögn hans og
ummæli um gamlan vin minn,
Martein Jónasson skipstjóra.
Jóhannes hefur frá
mörgu að segja
Jóhannes R. Snorrason hefur frá
mörgu að segja. Hann hefur lifað viö-
burðaríka ævi og kann vel að greina
á milli þess frásagnarveröa og auka-
atriða. Minningar hans eru óvenju-
lega skemmtilegar og bera um
• margt af meöal íslenzkra ævisagna.
Hann meitlar aðalatriðin í stuttorðar
og hnitmiöaðar setningar. Frásagnir
hans eru því ánægjulegt lestrarefni,
fróðleikur er borinn fram af örugg-
um heimildum. Það er auðséð af frá-
sögnum hans, að hann hef ur ritað hjá
sér minnisatriði og útfærir þau á
skemmtilegan hátt í bók sinni. Bókin
er vel gerð að öllu leyti, heillandi í
" frásögn og prýdd mörgum velgerð-
un og óvenj ulegum my ndum.
Eg vil taka fram að lokum, að ég
vildi geta um fleiri atriði í bókinni,
sem eru til fyrirmyndar, en til þess
er ekki stund né staður í stuttum rit-
dómi. JG
M
Lyftarasalan hf.
Simar 91-26455
91-12452.
ekki aöeins
Athuganir á búsetu viðskiptavina okkar við
Holtsgötu, leiddu í ljós að stór hluti þeirra
ferðast oft um langan veg til að leigja VHS
eða BETA spólur hjá okkur. Þess vegna opn-
uðum við útibú að Höfðatúni 10, Rvík. Þar
bjóðum við nú VHS spólur í meirihluta auk
úrvals af BETA spólum.
viö Holtsaötu
líkanáueet
HLEMMT