Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Islenska stúlkan
varö númer fimm
— í f egurðarsamkeppninni um titilinn ungfrú heimur
— en tölvunni leist best á þá bresku
Breska fyrirsætan Sarah-Jane
Hutt var í gærkvöldi krýnd ungfrú
heimur viö mikla athöfn í London og
ómælda ánægju fyrir landsmenn
og veðmálastofur sem spáö höföu
henni sigri.
Unnur Stelnsson, fulltrúi íslands f fegurðarsamkeppninni í London, komst í 5. sæt-
ið, eina Norðurlandadísin sem komst í úrslit.
Urval
i Timarit fyrir
Urval
«RÐ
bskr.
Vt.
Htni
NÖMEMBtR
Tíbet
land
jeyndardómanna
Bls.
5 ClrvaW)68;
,„r«m6gheH« • • 5 Htv»)UvcrUneti6.’.. «»
V'W' Tfurðuhlutir. vtjörou- Stci,«nar W h)orgun ■ ■ • • U6
»zr£~ssr..............
ISSSS-' 5
m
B6kin
Bb. ■>'
Bls. 81
hkydjuvbkkanbtid
NÓVEMBERHEFTIÐ
ER KOMIÐ
ÁSKRIFTARSÍMI
27022
1 ööru sæti varö ungfrú Kolombía
og í þriöja sæti ungfrú Brasilía en ís-
lenski þátttakandinn, Unnur Steins-
son, hafnaði í fimmta sæti, eina
Norðurlandadísin sem komst í úrslit.
Þetta er í fyrsta sinn sem val
fegurðardrottningarinnar fer fram
meö aðstoð tölvu og aö undangengnu
gáfnaprófi.
Rauðsokkur hafa á undanfömum
árum jafnan reynt aö hleypa þessari
samkomu upp en athöfnin í gær fór
forfallalaust fram. Ætlað er aö 500
milljónir manna muni sjá krýn-
inguna í sjónvarpi.
Andófsmaður
handtekinn
Sovéskur andófsmaöur, stærðfræð-
ingur, sem árin 1972—77 dvaldi í fang-
elsum og geöspítölum, hefur veriö
handtekinn aö nýju, aö sögn eiginkonu
AndreiSakharovs.
Yuri Shikanovich (50 ára) var
hnepptur í varöhald af Moskvudeild
öryggislögreglunnar fyrr í vikunni en
Yelena Bonner segir að hann eigi við
heilsubrest aö stríða.
Hringdi hún í vestræna blaðamenn í
Moskvu í gær og sagöi þeim að gerð
heföi verið húsleit hjá þrem mönnum
öörum í tilefni handtöku Shikanovieh
og heföu þeir einnig verið yfirheyröir.
Þegar erlendir blaðamenn ætluöu aö
hitta Yelenu aö máli viö íbúð þeirra
hjóna í Moskvu var þeim vísað frá af
KGB-mönnum.
Hún og Sakharov búa í Gorky
skammt frá Moskvu, þar sem honum
er gert að dvelja í útlegö frá Moskvu.
Sakharov á viö hjartakrankleika aö
stríða en hættir sér ekki í hendur lækna
í Gorky heldur krefst innlagningar á
sjúkrahús vísindaakademíunnar, sem
hann er enn meðlimur í. Honum hefur
ekki verið veitt þaö.
Nú skal sökkva fyrir fullt og allt borpallinum Alexander Klelland.
KIELLAND
SÖKKTí DAG
Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara
DVíOsló.
Allt bendir nú til þess, aö borpallur-
inn Alexander Kielland verði
sprengdur niöri á 700 m dýpi síðdegis í
dag, föstudag, eöa fyrir hádegi á
morgun. Á miðvikudag var byrjaö aö
draga hann áleiðis út á Nedstrands-
fjord og er þaö gert af þremur hol-
lenskum dráttarbátum. Áöur en pallin-
um veröur sökkt þarf að fjarlægja
ýmsan búnaö af honum sem notaöur
var viö björgunaraðgerðina og rann-
sóknina um borð. Eitt fyrirtæki gerði
tilboð í að rífa pallinn í brotajárn en
því tilboði var hafnað, talið óraunhæft.
Harðar deilur urðu í Stórþinginu á
miðvikudag um örlög Alexander Kiel-
land. Káre Willoch var gagnrýndur
harðlega fyrir að láta áætlunina um að
sökkva pallinum koma til fram-
kvæmda athugasemdalaust í stað þess
að kanna aöra möguleika. Þingflokks-
formenn Kristilega þjóðarflokksins og
Miðflokksins, Gro Harlem Brundtland,
formaöur Verkamannaflokksins, og
Finn Kristensen fyrrum iðnaöarráð-
herra, kröföust þess aö pallurinn yrði
hlutaður í sundur og átöldu Willoch
fyrir að hafa ekki tekiö skýrslu Kiel-
land-rannsóknarnefndarinnar til um-
ræðu í þinginu. Willoch brást ókvæða
við og kvað enga ástæðu til að stöðva
borpallinn enda væri fullkannaö aö
engin náttúruspjöll eöa mengun
myndu hljótast af sprengingu hans.
Lét Willoch svo um mælt í hita um-
ræðnanna að gæfu miðflokkarnir í rík-
isstjórninni ekki eftir gætu þeir fariö
aö leita sér að nýjum forsætisráö-
herra.
-GB.
Carrington lávarður næsti
framkvæmdastjóri NATO?
Hans saknað úr utanríkisráðherrastólnum, en sir Geoffrey hart gagnrýndur
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra var hvött til þess í breska
þinginu í gær að láta sir Geoffrey
Howe utanríkisráðherra róa úr ríkis-
stjórninni en kalla heldur aftur til
starfa Carrington lávarð sem sagði af
Carrington lávarður þyklr líklegasti
eftirmaður Joseps Luns framkvæmda-
stjóra NATO.
Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra
hefur verið harkalega gagnrýndur.
sér í fyrra eftir að honum tókst ekki að
afstýra Falklandseyjastríðinu.
Innan íhaldsflokksins kom það flest-,
um á óvart að þessu vantrausti skyldi
lýst á sir Geoffrey á þinginu. En
Thatcher reyndi ekkert aö verja utan-
ríkisráðherra sinn og er þaö þó vani
hennar að lýsa fullu trausti á ráðherra
sína ef að þeim er veist á þingfundum.
Sir Geoffrey hefur mjög verið gagn-
rýndur fyrir viöbrögð sín við innrás
Bandaríkjamanna á Grenada og er aö
miklu leyti kennt um stirðari sambúö
Breta og Bandaríkjamanna síðan.
— Er búist viö því að í næstu upp-
stokkun ráöherraembætti veröi sir
Geoffrey f alin önnur trúnaöarstörf.
Carrington lávaröur var fyrsti utan-'
ríkisráðherra Thatcher og gegndi því
embætti í þrjú ár. Þótt hann segði af
sér og kenndi sjálfum sér um að innrás
Argentínu hefði komið stjórn Breta á
óvart fannst flestum hann hafa gegnt
embættinu með reisn. Thatcher og
meðráðherrar hans lögðust mjög gegn
afsögninni á sínum tíma en lávarður-
inn hefur aldrei mátt vamm sitt vita.
I fyrirspumum á þingfundum í gær
sagði Thatcher aö menn heföu í huga
annað mikilvægt embætti á alþjóöa-
vettvangi fyrir Carrington lávarö. Er
taliö aö hún eigi þaö við framkvæmda-
stjórastöðu NATO en Joseph Luns
hefur lýst því að hann muni láta af
störfum um áramótin.