Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR18. NÓVEMBER1983.
„Eg hef verið áhugamaður um bækur, en kannskl tyrst og tremst nagiræomæK-
ur,” segir nýi framkvæmdastjórinn hjá AB, Kristján Jóhannsson.
DV-mynd S.
„FANNST
VERKEFNIÐ
HEILLANDI,
OG TÓK ÞVÍ’
— segir Krist ján Jóhannsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri AB
Kristján Jóhannsson hagfræðingur
hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
Almenna bókafélagsins frá 1. janúar
næstkomandi. Kristján hefur starfað
hjá Félagi íslenskra iönrekenda frá því
hann kom heim frá námi í Danmörku
sumarið 1981. Þá hefur hann einnig
stundað kennslu viö Háskóla Islands
oghjáStjórnunarfélagi Islands.
Kristján var spurður hvort það yrðu
ekki viðbrigði að fara úr iðnrekstrin-
um yfir í bókaútgáf una.
,,Jú, aðvissuleyti,”sagðihann. „En
þetta er líka framleiðsla og þaö eru
ákveðnir grundvallarþættir í fyrir-
tækjarekstri sem eru eins, sama í
hvaða atvinnurekstri það er. ”
— Munt þú hafa áhrif á útgáfustefnu
Almenna bókafélagsins?
„Ég reikna með því, en ég býst ekki
við að þar á veröi nein breyting. Þar er
fyrir ákveðinn grunnur sem áfram
verðurbyggtá.”
— Hvernig kom það til aö þú tókst
þetta starfaðþér?
„Forsvarsmenn Ahnenna bókafé-
lagsins spurðu mig hvort ég væri ekki
til í að taka þetta að mér. Mér fannst
verkefnið heUlandi og tók því. ”
— Ertu áhugamaður um bækur?
,,Erum við það ekki aUir? Eg hef
verið áhugamaöur um bækur, en
kannski fyrst og fremst hagfræðibæk-
ur.”
— Nú hefur manni virst sem starf
framkvæmdastjóra Almenna bókafé-
lagsins hafi verið stökkpaUur í áhrifa-
meiri stööur. Líturþú þannig á máUn?
„Nei, ég Ut ekki svo langt fram á
veginn. Eg læt hvem dag nægja í
einu.”
— Þú ert þá ekki farinn að
skipuleggja að hætta?
„Síður en svo. Ég hlakka mjög til að
byrja.”
Kennslan í Háskólanum og hjá
Stjómunarfélaginu hefur tekið mikið
af frítíma Kristjáns. Hann hefur samt
séð sér fært að stunda badminton einu
sinni i viku meö gömlum skólafélögum
úr Verslunarskólanum og frá Dan-
mörku og leikfimi hjá Valdimar
ömólfssyni í Háskólanum, tvisvar í
viku. Einnig f er hann á skíöi.
„Þetta er bæði líkamleg og andleg
upplyfting. Þama slappar maöur af
frá daglegu amstri,” sagði Kristján
Jóhannsson. Hann bæti því þó við að
hann væri ekki íþróttafrík.
Kristján er kvæntur Ingibjörgu
Sigurðardóttur meinatækni og þau
eiga tvö börn. -GB
11
SPÚNA-
PLÖTUR
10-25 mm
Eldþolnar spónaplötur 12-18 mm
Rakaþolnar spónaplötur 10-15 mm
Steypumóta Phenol-húðaðar
spónaplötur 18 mm 120x270 - 300 cm s
aðkeyrsla
OG
BILASTÆOI
reimr ii B 'm 11 11 v
______4>
ímt H« r
X> TTiJ
IBYGGINGAVÖRÖRl
Hringbraut 120
(aðkeyrsla frá Sólvallagötu).
Byggingavörur.............
Gólfteppi.................
Harðviðarsala.............
Málningarvörur og verkfæri
Flísar- og hreinlætistæki. .
Sölustjóri................
Skrifstofa................
28-600
28-603
28-604
28-605
28-430
28-693
28-620
E
EURDCARD
EINSTAKT TÆKIFÆRI:
Við þurfum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum því þessi húsgögn á ótrúlega hag-
stæðum kjörum.
FGIPUHÚSÍÐ HF.
SuAurlandshrtitit 30 105 Reykjavik • Sími 86605.
Model ReykhoK er glæsilegt
borðstofusett i íslenskum
sögualdarstíl.
Framleitt úr valinni
massifri furu.
Fæst í Ijósum viðarlit
eða brúnbæsað.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Félag járniðnaðarnema
Aðalfundur verður haldinn nk. sunnudag kl. 14
að Skólavörðustíg 19. Dagskrá skv. félagslögum.
___________________ Stjórnin.