Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 13
 13 AÐFÖR AÐ ÞJÓDERNINU Morgunblaðiö skýrir frá því sl. sunnudag að um ellefu ára skeið hafi einhverjar undirtyllur í mennta- málaráðuneytinu unnið markvisst að því að fella niöur kennslu í Islands- sögu. Og er nú svo komið að einungis eru kennd 120 ár af þeim ellef uhundr- uöum sem taiiö er að byggð hafi ver- ið í landinu. Námsefni þetta er svo takmarkað viö landnámsöld (870— 930), upphaf átjándu aldar og sögu móðuharöindanna og aö lokum um Jón Sigurösson og samtíö hans. Ekki telja skólarannsóknarmenn ástæðu til þess að kenna börnum um gullöld Islendinga, öllu varðandi Snorra Sturluson og samtíð hans er sleppt, ekkert rætt um gamla sátt- mála, ekkert um siðaskiptin, ekkert um upphaf einokunar í landinu og þegar fjallaö er um Jón Sigurðsson er öörum forustumönnum, t.d. Fjöln- ismönnum,sleppt. Böm sem þannig læra um söguna vita álíka mikið eftir lesturinn og ferðamaður sem rennir augum yfir leiðbeiningabækling meðan hann bíöur eftir flugvél sinni. Haraldur Blöndal Hvaðan er valdið? Nú vita þaö allir aö alþingi hefur ekki gefið nein fyrirmæli um það að hætta eigi kennslu í Islandssögu. Ekki er heldur vitað til þess að ráð- herrar hafi haft slíka forheimskun á stefnuskrá sinni. Og er þá spuming- in, hvaöan undirtyllum kemur það vald að fella niður heilar námsgrein- ar? Mér sýnist að nauðsynlegt sé fyrir menntamálaráöherrann aö koma á nokkmm kennslustundum í stjórn- lagafræði handa starfsfólki sínu, svona til þess að það átti sig á því hverjir stjórna í þessu landi og hvemig ákvarðanir eiga aö vera teknar. Og það er ljóst að foreldrar geta tæpast setið aðgerðalausir meðan verið er að þurrka út alla kennslu í sögu landsins. Því eins og sagt er í leiðara Morgunblaðsins sl. þriðjudag „hefur það verið viðtekin skoðun, að tilvera Islendinga sem sjálfstæðrar þjóöar mætti rekja til tungunnar og sögunnar. Nú liggur sem sé fyrir að deild innan menntamálaráöuneytis- ins við Hverfisgötu hefur ákveðið að í gunnskólum á Islandi skuli hætt aö kenna sögu þjóðarinnar. Hvenær kemur rööin að tungunni? Sagan af Jóni Sigurðssyni Eg hef fylgst með því að dóttir mín les í skóla í vetur bók um Jón Sigurðsson og samtíð hans. Þessi bók er ágæt samantekt um störf Jóns og vitanlega á að segja frá störfum hans. Hinu er hins vegar ekki aö neita að margt í þessari bók virkar hálf- hjákátlega, eins og t.d. kenningar um að Jón hafi fengið kosningarétt- arhugmyndir sínar frá verkamönn- um í Bretlandi. Þá er því haldið fram að konur hafi ekki fengiö kosn- ingarétt til sveitarstjórnar fyiT en eft- ir aldamót, þótt sett hafi veriö lög 1882 um rétt kvenna til þess að kjósa til sveitarstjórna. Þá er því haldið fram að embættismenn á Islandi hafi verið andstæðingar Jóns og blindir þjónar „danska valdsins” þó að all- ir viti að margir af helstu stuðnings- mönnum Jóns vora háembættismenn á Islandi, enda veit ég ekki til þess að menn hafi greint á um landsréttindi íslendinga þótt einstaka sinnum hafi orðið ágreiningur um leiðir. En þaö sem helst er þó galli á bók- inni er aö lítið er skýrt frá öðram for- ustumönnum Islendinga og með því að bömin hafa ekki fengið að læra neitt um aðdragandann á starfi Jóns þá skortir þau samhengið í söguna. Nauðsynlegur utanbókarlærdómur Sú kona, Erla Kristjánsdóttir, sem hefur haft forastu um að fella niður kennslu í Islandssögu segir í Morgunblaöinu að nú eigi að hætta að kenna bömum söguna meö hliö- sjón af fróðleik heldur eigi aö láta þau skilja hana. Mér er spum: Hvernig getur bam skiliö þaö sem það ekki kann? Hvernig getur bam t.d. áttað sig á falli þjóðveldisins nema að læra um átök Sturlungaald- ar og vita deili á mönnum eins og Gissuri Þorvaldssyni, Kolbeini unga, Sturlúúgum og Guðmundi biskupi Arasyni? Hvernig getur bam skilið stjómmálabaráttu Jóns Sig- urösonar án þess að hafa heyrt um Skúla fógeta, Magnús konfernsráö eða JónEiríksson? Og hvernig geta menn lært án þess aö læra utan aö. Ég veit ekki til þess að nokkur fróðleikur verði til af sjálfu sér — en kannski heldur fólkið í skólarannsóknadeildinni, aö menn geti skiliö hluti án þess aö læra þá fyrst. Erla Kristjánsdóttir segir að aðal- tilgangur sögunnar sé að hjálpa fólki til þess aö skilja nútímann betur. Eg veit ekki hvaöa tímabil sögunnar ég verö aö læra til þess aö skilja frú Erlu. En hitt veit ég að sú gamla sögukennsla sem Islendingar hafa alist upp við hefur ekki orðið mönn- um til tjóns heldur til þess að tslendingar vita almennt meira um uppruna sinn en aðrar þjóöar. Og þeirri stefnu veröur aö halda áfram. Haraldur Blöndal. Snorra Sturluson eða samfélag bavíana? — opið bréf til menntamálaráðherra Menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir! Átök þau sem mest er frá sagt um þessar mundir í heimsfréttunum snúast um hvort og þá hvernig þjóðir og þjóðarbrot fái staðiö vörö um tilvera sína. Ríkur þáttur þeirrar tilveru er þjóöarsaga og þjóðararf- leifð. Afghanir og Palestínumenn sækja þangaö baráttustyrk sinn. Eistlendingar, Lettar og Litháar reyna að standa vörö um þetta „þjóðarsjálf” þótt þeir hafi misst lönd sín og ríki. Baráttan er frétt- næm þegar hún er blóðug. Uggvænleg frásögn Þjóð getur glatað þeim verðmætum sem felast í þjóðarsögu og þjóöarfleifð án átaka. Hún getur tapað slíkum verömætum á vegferð sinni þótt enginn taki þau af henni. Hún getur meira að segja gefið þau frásérsjálf. I Morgunblaðinu sunnudaginn 13. nóv. sl. er frásögn eftir Guömund Magnússon um umritun Islandssög- unnar fyrir skyldunámsskóla. I sama blaði er viðtal við námsstjóra samfélagsfræöslu um sama efni. öll er þessi frásögn uggvænleg. Eg geri fúslega þá játningu að mér brá óþægilega við lesturinn. Ákveöið hefur verið að fella niður ýmsar kennslugreinar, þ.á m. Islandssögu, sem sjálfstæðar náms- greinar í skyldunámsskólum og um leið falli brott úr námsefni á því skólastigi fræösla um heil 900 ár á vegferð þjóöarinnar. Þjóöarsagan, þjóðararfleiföin, eins og við þekkjum hana verður sum sé ekki lengur til í skyldunámsskólum landsins. Hlutdrægt námsefni Hver er ástæðan? Islandssagan eins og hún hefur verið rituð er hlut- dræg lýsing á sögu þjóðarinnar, segir námsstjórinn. Því skal sú lýsing brott felld. Hvers vegna? „Námiö á aö vera raunvirkara,” er eftir námsstjóranum haft. Raun- virkara? — Enn ein orðaflækjusmíð engrar merkingar til þokukenndrar tjáningar á reikandi hugsun gervi- vísinda í þeim eina tUgangi gerð að varpa blæ yfirborðsþekkingar yfir óljósan ruglanda. Eins konar málfræöUegur voodooismi; málkukl nútíma alkemista, samanrimpingur gats og rifu eins og nýju fötin keisar- ans. Skipulögð skipuþætting Hvernig verður svo nám „raun- virkara”? M.a. með „skipulagðri skipuþættingu” svarar gúrúinn. Það merkir á mæltu máli aö hræra saman í graut átthagafræði, Islands- sögu, mannkynssögu, landafræði, félagsfræði, mannfræði, sálarfræði, hagfræði, stjómmálafræði, þjóö- háttarfræði, vistfræði, umferöar- fræðslu, félagsmálafræöi, bindindis- fræðslu, kynferöisfræðslu, jafnréttis- fræöslu, umhverfismálum og starfs- vaU. Láta svo slettu á hvers manns disk sem hver maður éti. Mót flökur- leika og uppsölu komi spU og leikir („ýtarefni” (sic), s.s. skyggnur, hljómsnældur, spjöld, kort og jafnvel spil , segir gúrú). Móti þembu faUi niður ÖU próf. Hver getur svaraö spumingu upp á bókhveiti sem bara hefur fengiö hafragraut? Hver getur svarað um ísland á þjóöveldisöld sem bara hefur kynnt sér samfélag bavíana? (ekki aulafyndni, heldur raunverulegt vandamál íslenzkra grunnskóla ef marka má lýsingu Mbl.) Sighvatur Björgvinsson Hver var Snorri Sturluson? FíflskaparmáUn eru því miður það sem minnstu máU skiptir. I skjóli „nýrrar vitneskju um nám og þroska bama sem rannsóknir í sálar- fræði hafa fært okkur” og til þess að „nemendur öðlist skUning á vanda- málum nútímans” hafa yfirvöld íslenzkra fræðslumála afráðiö aö feUa niður úr námsefni grunnskóla ýmsa rismestu þætti í íslenzkri þjóðarsögu. Ákveðiö er aö nefna ekki á nafn ýmsa kunnustu Islendinga í 900 ára sögu þjóöarinnar, því skóla- rannsóknadeUd menntamála- ráöuneytisins þykir lýsingin á þeim of hlutdræg og „torveldi nemendum réttan skilning á vandamálum samtímans”. MUU spjalda skóla- bóka tU 15 ára aldurs nemenda rekast menn því væntanlega ekki á nöfn eins og Snorri Sturluson, Sturla Þóröarson, Þóröur kakaU, Gissur Þorvaldsson, Kolbeinn ungi, Jón Loftsson, Hrafn Sveinbjarnarson, Þorvaldur Vatnsfiröingur. Um gullöld íslenzkra bókmennta segir ekkert. Biskuparnir Jón Arason og Brynjólfur Sveinsson veröa ekki fremur nefndir á nafn en Hallgrímur Pétursson. Hvorki Ámi Oddsson og erfðahylUngin né SkúU Magnússon og innréttingamar koma þar við sögu. Jörand hundadagakóng muna ungir lslendingar ekki lengur nema svo vUji tU aö þeir hafi haft af honum kynni fyrir tilverknað Jónasar Árna- sonar. Hvers vegna? Hvers vegna má ekki nefna nöfn þessara manna og annarra samtíðarmanna þeirra í kennslubók- um skyldunámsstigs? Vegna þess aö of mikið hefur verið gert úr þessum mönnum er svarið. Hvers vegna má ekki fræöa nemendur um tímaskeið þeirra og verk þeirra? Vegna þess að shkt tor- veldar nemendum að skilja vanda- mál samtímans er svarið. Vitneskja um Snorra Sturluson og verk hans torvelda sem sé íslenzkum ungUngum aö skilja „vandamál samtimans”! Þetta er rakiö til „nýrrar vitneskju um nám og þroska bama, sem rannsóknir í sálarfræði hafafærtokkur.”! Þar að auki bætir námsstjóri viö aö sá tími sé nú aö baki þar sem sagan á að skipa fyrsta sætið í sögu- kennslu í staö nemandans. M.ö.o. námsefniö á aö þoka fyrir nemandanum. Myndi námsstjóri leita sér læknishjálpar hjá lækni sem kennt heföi verið samkvæmt því boð- orði? Eða ætlar námsstjórinn fram- haldsskólunum aö vinda ofan af þeim hnykU sem grunnskólunum er ætlaöað vrnda upp á? Samfélag bavíana Meö því að fella 900 ár niður úr sögu íslenzku þjóðarinnar búa menn sér auðvitaö til talsvert svigrúm í námsskrá skyldunámsstigsins. Hvernig er þaö notaö? M.a. með fræðslu um samfélag bavíana sem væntanlega nýtist þá uppvaxandi kynslóð miklu betur til skilnings á vandamálum nútímans en frásögn um samfélagshætti Islendinga á þjóðveldisöld. Væntanlega gætir ekki heldur neinnar hlutdrægni í frá- sögnum Námsgagnastofnunar af bavíönunum. Enginn bavían þar öðrum meiri. Allir sömu aparnir. Af Eistum, Lettum og Litháum I frásögn Guðmundar Magnús- sonar segir orörétt um þessi ósköp: „aö kennarar á framhaldsskólastigi séu hikandi við að taka afstööu til námsefnisins og beri því viö, að þeir þekki þaö ekki nógu vel, né heldur þær hugmyndir í kennslu og upp- eldisfræðum, sem þar liggja aö baki”. Sjá menn ekki fyrir sér undir- dánugan og hikandi framhaldsskóla- kennara í Lettlandi svara hhöstæöri fyrirspum um mat hans á nýjustu niðurstöðum fræðsluyfirvalda í Moskvu um námsefni í þjóðarsögu Letta er samrýmst geti „nýjustu kenningum í sálarfræði” og auöveld- aö geti lettneskum ungUngum aö skilgreina „rétt” „vandamál nútím- ans”. Á öörum staö í grein Guðmundar segir svo: „Sumir kennarar viöurkenna þó í einkaviöræðum (leturbreyting mín) aö hugsanlega kunni breytingin að hafa gengið of langt.... og eins megi líta svo á, að það sé metnaðarmál hverrar þjóöar og jafnvel nauösyn- legt fyrir samheldni hennar („viöur- kenna í einkaviöræðum!”) að upp- vaxandi kynslóðir hafi yfirlitsþekk- ingu á öllum öldum þjóöarsögunnar. Þessum skoöunum hefur þó ekki verið fylgt eftir í ræðu og riti á opinberum vettvangi.” Að verða hugsað til Eista, Letta og Litháa er eitt. Að geta afstýrt því að þjóðarsaga Islendinga sé þannig leikin í námsskrá skyldunámsstigs- ins er annaö. Þaö getur mennta- málaráðherra. Eg spyr um vilja þinn, Ragnhildur Helgadóttir. Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.