Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983. Hvers vegna fórst TF-RÁN? Geymir forþ jappan svarið? Rannsóknarmenn í flugskýli Flug- málastjómar á Reykjavíkurflugvelli hafa beðiö með að opna forþjöppu hægra hreyfils þyrlunnar TF-RÁN. Þeir vilja ekki opna hana fyrr en sér- fræðingur öryggiseftirlits samgöngu- ráðuneytis Bandaríkjanna er kominn á staöinn en hann var væntanlegur til landsins í morgun. í forþjöppunni er talið að finna megi FIK4V I í HVERRI VIKU lykilinn að svarinu við því hvers vegna þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjóinn í Jökulf jörðum að kvöldi þriöjudagsins 8. nóvember síðastliöinn með þeim af- leiöingum að fjórir menn fórust. Með því að horfa inn í forþjöppuna sést að hún hef ur laskast eftir einhvem aðskotahlut. Hvort þessi aöskotahlutur hafi komið frá þyrlunni sjálfri, verið fugl eða annaö veit enginn ennþá. Menn eru þó bjartsýnir á að svarið muni fást áöur en langt um líöur. Sikorsky S-76 er, eins og áöur hefur komiö fram, búin tveimur hreyflum. Þótt annar hreyfillinn bili á að vera hægt að fljúga þyrlunni á hinum hreyflinum. Flugmennirnir sem fórust með TF- RÁN, þeir Bjöm Jónsson og Þórhallur Karlsson, voru nýkomnir af endur- þjálfunarnámskeiði í Bandaríkjunum þegar þeir hófu þyrluna á loft frá Reyk javík daginn sem slysið varð. Á námskeiðinu, sem þyrluflugmenn Landhelgisgæslu sækja á sex mánaða fresti, hljóta þeir einmitt þjálfun í aö bregðast við hreyfilbilun á flugi við ólíklegustu kringumstæöur. Hvor hreyfill þyrlunnar er 650 hest- öfl. Alls gefa hreyflamir því 1.300 hest- afla orku. 1 láréttu flugi er að jafnaði notast við 60 prósent af afli hreyflanna eða tæplega 800 hestöfl. -KMU. SANITAS PILSNER : AÐ ÁSTÆDULAUSU! Okkar framlag í verðbólgubaráttunni Sanitas Komiö með þyrluna TF-RÁN ti! Reykjavikur. Allar sveitarst jorn- arkosningar verða Svo til pottþétt er aö kjörtímabil nú- verandi borgarstjórnar, bæjarstjóma og hreppsnefnda í kauptúnum styttist um mánuð og hreppsnefnda í sveitum um tvo mánuði. Og að næst verði kosiö í apríllok 1986. Félagsmálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi stjómarfrumvarp um að fram- vegis verði allar sveitarstjómir kosnar síðustu helgi í apríl á fjögurra ára fresti og að það taki gildi á næsta kosn- ingaári. Eftir núgildandi lögum vom allar stærstu sveitarstjórnir kosnar um síðustu helgi í maí í fyrra og þær minni mánuði síðar. Þetta fyrirkomulag er áratugagamalt og byggt á úreltum þjóöfélagsaöstæöum. í apríl Nýskipanin er tillaga nefndar um endurskoðun málefna sveitarfélag- anna, á snæmm félagsmálaráðuneyt- isins. Hún gaf Sambandi ísl. sveit- arfélaga kost á aö kanna hug sveitar- stjórna um einn kosningatíma. Spurt var um júní eða október, en svörin urðu á ýmsa lund. Sárafáar sveitarstjórnir völdu haustið og marg- ar athugasemdir vom gerðar um júní- kosningar. En nefndin telur líklegasta sameiningu um síðustu helgina í apríl, eftir allt. Þar sem frumvarpið til laga um aprílkosningar er stjórnarfrumvarp má gera því skóna aö það verði að lögum. -HERB. Umferðarslysum hefur fækkað Sú ánægjulega þróun hefur orðið það sem af er þessu ári, norræna um- ferðaröryggisárinu, aö slysum í um- ferðinni hér á landi hefur fækkað tals- vert. Það sem af er árinu hafa 13 látist af völdum umferöarslysa og 525 slas- ast. Á sama tíma í fyrra höfðu 22 látist og656slasast. Samt hefur umferðaróhöppum f jölg- að og þau tjón þar sem aðeins varð skaöi á eignum eru nú oröin 5.727 á móti 5.663 ífyrra. Dauðsföll vegna umferðarslysa hafa ekki verið svo fá sem nú nokkur undan- arin ár, svo hvað þau varðar er varla umtilviljunaðræða. Eftir aldri hefur slysum alls staðar fækkað nema í hópnum 17—20 ára þar sem þeim fer sífellt f jölgandi. -HERB. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur heldur FINLUX sprettrall laugardaginn 19/11 kl. 1. Komið og sjáið spennandi keppni. Ekið verður fram og til baka um Reykjanes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.