Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. Bómullar- náttkjólar Madam, Laugavegi 66, og Glæsibæ býður upp á glæsilegt úrval af falleg- um bómullarnáttkjólum og náttfötum fyrir stelpur á öllum aldri. Þessi stutti náttkjóll á myndinni hefur slegið öll met í vinsældum en hann kostar frá 495 krónum. Gjafakörfur frá BodyShop Body Shop heitir snotur verslun aö Laugavegi 69 sem verslar með hinar þekktu Body Shop vörur. i Body Shop er hægt að fá fjölbreytt úr- val af gjafabastkörfum sem innihalda ýmsa vinsæla vöru frá Body Shop. Má þar nefna ilmjurtir, leirkrúsir, ilmsápur, freyðibað, sjampó, andlitskrem og ótal margt fleira. Körfurnar eru fáanlegar frá 98 kr. upp í 300 krónur. í Jólaglöggsett úr keramiki Verslunin Lofn, Laugavegi 19, sími 21720, selur þetta vandaða og fallega íslenska jólaglöggsett sem samanstendur af pottinum, hitunarstatífi og sex bollum. Haldiöi að það sé munur að geta boöið upp á rjúkandi jólaglögg í þessu frábæra setti sem kostar aðeins 1.690 krónur? Auk þessa hefur Lofn á boðstólum margs konar gjafavöru úr keramiki. Hér eru ósköpin öll af teppum og mottum Já, það segja þeir er líta inn að Laugavegi 5, í Teppasöluna, aö þar sé úr- valiö óskaplegt. Þar fást teppi, mottur og renningar í öllum stærðum, gerðum og litum, belgísk ullar- teppi og mottur frá 400 krónum, handofnar mottur frá Kína, ísrael og Portúgal frá 490 kr. og þannig mætti lengi telja. Gjöfin frá Teppasölunni kemur langt aö. . . Úrvalið hjá Jóni og Óskari Nú sem fyrr bjóða Jón og Óskar sérdeilís gott úrval af skartgripum í öllum veröflokkum. Jón og Óskar halda alltaf mikið upp á landbyggðarfólk og þess vegna hvetja þeir fólk úti á landi til að hafa samband við sitt góöa starfsfólk nú fyrir jólin, það getur aöstoöaö við val á skartgripum til jólagjafa í póstkröfuformi. Síminn er 24910. Á myndunum má sjá brot af úrvalinu; silfur- sett á mjög góðu verði, armband á 450 krónur og hálsfesti á 1.420 kr. Á hinni myndinni er hvítagull, 14 kt demantshringur á 1.800 kr„ hálsmen á 3.900 og eyrnalokkar á 2.800 krónur. Lady Rose snyrtikassar í Lady Rose snyrtikössunum eru sex litir af augnskugga, auk kinnalits og bursta, sem er góð gjöf fyrir þær vandlátu á 485 kr. Auk þess er mikið úrval af annars konar snyrtivörum frá Lady Rose í versluninni Lady Rose, Lauga- vegi 66, sími 26105. Þess má geta að í Lady Rose er litaúrvaliö í naglalökkum og varalitum alveg einstakt. Naglalakk kostar 68 krónur og varalitur 158 kr. Þær eru frá V-Þýskalandi, Algemarin baðvörurnar sem eru tilvalin jólagjöf fyrir bæði dömur og herra og sú gjöf endist lengi. Ljúfur og ferskur sjávarilmur fyllir baðiö og baövatnið veröur fallega blátt. Heilnæmustu efni sjávarins, unnin úr þörungum, veita þiggjandanum hvíld og hressingu. Freyöibaö (25 böð) kostar 180 kr„ baöolía 180 kr„ body lotion 160 kr. baðsápa 52 kr. og deodorant 110 kr. Algemarin snyrtivörurnar fást í versluninni Lady Rose, Laugavegi 66, sfmi 26105. 1001 nótt eru vörur fyrir unglingana Verslunin 1001 nótt aö Laugavegi 69 býöur upp á fjölbreytt úrval af slæðum, beltum, skart- gripum, buddum, töskum, pönkvörum, fatnaði, skóm og jafnvel teppum sem komin eru alla leið frá Marokkó. Úrvaliö er hreint ótrúlegt og margt hægt að finna til gjafavara. Verðiö er að sjálfsögðu eins misjafnt og úrvalið er mikið og því er ekkert annað aö gera en skella sér inn í 1001 nótt . . . jafnvel fyrir þá sem vilja gefa ódýrt. „Bjútíboxin" frá Deisey í Regnhlffabúöinni að Laugavegi 11 er mikið úrval af margs konar fallegum gjafavörum, til dæmis þetta fallega „bjútíbox" frá Delsey á myndinni en þaö er fáanlegt í mörgum litum. Delseyboxið kostar 1.740 kr. í það hefur verið raöaö hinum geysivinsælu snyrtivörum frá Paco rabanne. Hér er um aö ræða franska línu bæöi fyrir dömur og herra. Númeramyndir fyrir föndurunnendur Sértu í vandræðum með jólagjöf handa þeim sem eru hugmyndaríkir, föndurglaðir eða lista- menn þá færöu ýmislegt sniöugt í versluninni Litir og Föndur á Skólavörðustígnum. Verslunin hefur óskaplegt úrval af öllum mögulegum hlutum fyrir tómstundafólkið, til dæmis númeramyndirnar sem alltaf eru jafn- vinsælar til gjafa frá 122—487 kr. Þá eru olíuvaxkrftarlitir (neocolor I) mjög vinsælir og kosta þeir frá 176—530 kr. Vatnskrítin (neocolor II) er einnig vinsæl og kostar 196— 586 kr. Jólafötin eða gjöfin frá FIX Það er óhætt að segja aö börnin séu „fix" í fötum frá FIX. Þau fást í Bangsa í Bankastræti og eru til á þau nýfæddu og upp úr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.