Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983 17 Hummel skíðaútbúnaður Hummelbúöin, Ármúla 38, hefur á boðstólum allt sem skíöamanninn vanhagar um. Þú þarft ekki að leita annað. Þar fást ski'ðaúlpur frá 1.495 krónum í mörgum litum og gerðum, frá Hummel, skíðabuxur, húfur og vettlingar, einnig hin viðurkenndu Kneissel skíði, skíða- skór, bindingar og skíðastafir. hummél Sportbúðin Armúla 38 sími 83555 Los Angeles æfingagallar Los Angeles æfingagallarnir eru jafnt fyrir stráka og stelpur og mjög þægilegur sport- fatnaður. Þeir fást í stærðum 34—48, í þremur litum. Verðið er 1.980 kr. Það er auðvitað Hummelbúðin, Ármúla 38, sem selur þennan fatnaö. Anorakar fyrir stráka og stelpur Þessir anorakar, sem fást í Hummelbúöinni, Ármúla, eru bæði vindþéttir og hrinda frá sér vatni. Þeir fást í Ijósbláu, gulu og dökkbláu og kosta 1.950 kr. Einnig fæst fjölbreytt úrval af vatthúfum sem kosta frá 433 krónum upp í 498, þrjár gerðir og margir lifir. KREDITKORT VELKOMIN Léttar sportpeysur í Hummelbúöinni í Ár- múla er mikið úrval af góðum sportpeysum fyrir herra og dömur á 935 kr. Þær eru til í rauðu, hvítu, Ijós-ogdökkbláu. Værðarvoðir Hvert heimili þarf að eiga gott teppi enda getur það hvenær sem er komið sér vel. Nýju værðarvoðirnar sem fást í Rammagerðinni í Hafnarstræti sóma sér vel á öllum heimilum enda um úrvalsvöru að ræða. Verðið er frá 568 krónum. Hægt er að velja um nokkrar stærðir og allmargar gerðir. Luxo með stækkunargleri Hann Magni á Laugavegi 15 selur þessa sérstöku Luxo-lampa með Ijósi og stækkunargleri. Þeir eru tilvalin jólagjöf fyrir alla grúskara, svo og allt handavinnufólk. Lampinn kostar 1.180 krónur. Bæði er hægt aö skrúfa hann á borð eða fá aukalega fót sem kostar 430 krónur. Litir: hvítt og rautt. KRED1„ Tuttugu tegundir af tölvum VELKOMIN Það eru ekki bara spil og þrautir sem þú færð hjá Magna, Laugavegi 15. Hann hefur auk þess ógrynnin öll af margvíslegum tölvuspilum, allt frá 995 kr„ til dæmis Pac Man, sem er allt- af vinsælt, með þremur leikjum á 1.995, Snoopy á 1.695 og fleiri og fleiri tölvuleiktæki. Ekki má gleyma skákklukkunum og töflunum sem eru i' f jölbreyttu úrvali. Mokkahúfur og lúffur Rammagerðin í Hafnarstræti er löngu orðin þekkt fyrir úrval sitt af fallegum gjafavörum til vina og vandamanna,, bæði hér heima og erlendis. Hér má sjá hluta af því úrvali. Það eru mokkahúfur á börn, sem kosta frá 420 krónum. Þær eru einnig fáanlegar á fullorðna, frá 655 kr. Lúffur á börn kosta frá 190 kr. og á fulloröna á 440 krónur. Lopapeysur á börn kosta frá 600 krónum. Rammagerðin sendir út um ailan heim. Hér eru möguleikarnir Hann Magni á Laugavegi 15 er algjör sér- fræðingur i' öllu sem nefnist spil og spilaþrautir, aö ekki sé minnst á allar gestaþrautirnar sem hann hefur á boðstólum. Magni býður t.d. upp á þessa frábæru spilakassa sem hafa allt frá 40 upp í 96 spilamöguleika. Og það sem meira er, með hverjum kassa fylgir íslenskur leiðar- ^ísir sem getur kennt þér 80 spilamöguleika. Verðið er frá 442 krónum upp í 1.200 kr. Fjölskyldan hefur nóg aö gera yfir jólin með spilakassa frá Magna. Gamla sjóorrustan Nú er hún komin til hans Magna aö Laugavegi 15, sjóorrustan sem var svo vinsæl í reiknings- bókunum í gamla daga. Orrustan er til í þrem- ur stærðum, frá einföldustu kössum á 295 og 850 kr. og upp í tölvusjóorrustu á 1.975 kr. Hjá Magna færðu allar gerðir af vinsælum og vönd- uðum spilum og þú færð hann örugglega til að’ kenna þér á spilin. HjáMagna S?;15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.