Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. 21 Tuðrur í vinnuna Þaö er nauösynlegt að eiga líka léttar og þægileg- ar hversdagstöskur. Tösk- urnar á myndinni eru úr mjúku leöurlíki — þær eru léttar, þægilegar og ódýr- ar, kosta 398, 495, 675 og tvær á 575 krónur. Einnig er á myndinni seðlaveski — eöa samkvæmisveski — sem í er budda og lykla- kippa, á 169 kr. Fallegar f rá Lady F Dönsku töskurnar frá Lady F hafa fyrir löngu náö miklum vinsældum hér á landi enda um úrvalsvöru aö ræöa. Verslunin Drangey, Laugavegi 58, á slíkt ógrynnis-úrval af öllum mögulegum töskum aö varla eru dæmi um slíkt annars staðar á landinu, til dæmis þessar sígildu og vinsælu töskur á myndinni sem kosta frá 650 upp í 1.950 krónur. Umslagstöskur Stööugt streyma inn í verslunina Drangey nýjar geröir af umslagstöskum og vinsælum, litlum kvöldtöskum, bæöi litlar og pínulitlar. Þær eru til í öllum mögulegum geröum og litum. Leðurtöskurnar á myndinni kosta 595, 745,1.250 (í miöið),. 410 og 735 krónur. Kristalsvörur í Kendal Verslunin Kendal, í nýja húsinu aö Hverfis- götu 105, hefur mjög fjölbreytt úrval af fallegum kristalsvörum á boðstólum, hægt er að fá fallega gjafavöru frá 250 krónum. Má þar nefna sérstök glös og karöflur. . . allt vörur frá Englandi sem ekki hafa fengist hér á landi fyrr. Þá má einnig nefna mikiö úrval af alls kyns vörum fyrir örbylgjuofna sem hægt er aö fá frá 8 krónum og upp úr. Eldfastar skálar frá Midwinter Þessar fallegu eldföstu skálar eru frá Midwinter í Englandi. Þær eru svolítiö sérstæöar því þær má taka beint úr frystinum og stinga inn í heitan ofn. Þessar skálar henta einnig stórvel fyrir örbylgjuofna. Kendal, Hverfisgötu 105 (nýja húsinu), býöur margar geröir af þessum eldföstu skálurn og veröiö er alveg frá 293 krónum upp í 1.216. Þá er einnig mikið úrval af annars konar eldföstum fötum og skálum sem ganga meö matar- og kaffistellum sem verslun- in býður upp á. í Kendal er ótrúlegt úrval af margs konar gjafavöru. Klukkur með utsaumi Hér er tilvalin gjöf fyrir myndarlegu húsmæöurnar. í eínum pakka fá þær hér fallega klukku upp á vegg og þær geta sjálfar saumað út í kringum klukkuna. Þannig verður hér til nytsamur hlutur meö eigin handbragöi. Útsaumsklukkan fæst í Hofi, Ingólfsstræti 1 a (á móti Gamla bi'ói) og kostar 1.990 kr. meö öllum fylgihlutum. Fyrir jólin í versluninni Hofi, Ingólfsstræti 1 a (á móti Gamla bíói), er mikið úrval af jóladiska- mottum á aöeins 110 krónur. Þá er þar fjölbreytt úrval af jólaefnum til aö nota í gardínur eða dúka. Hvort sem þú ætlar aö skreyta heimilið fyrir jólin eöa gefa jólalega gjöf, þá fæst hún í Hofi, að ógleymdum öllum garnhillunum, útsaumsmyndunum og yfirleitt öllu sem nefna má í sambandi við hannyröir. Vinsæll leðurbakpoki Hann er ekki bara fallegur, þessi bakpoki á myndinni, sem er tékkneskur, úr svínsleöri, hann er einnig sterkur og notadrjúgur. Pokinn kostar 1.795 krónur. Verslunin Drangey hefur einnig á boöstólum mjög mikiö úrval af alls kyns tískubeltum, jafnt venjulegum sem óvenjulegum, til dæmis eina gerö meö héra- fæti. Þá eru belti sem hægt er aö tengja saman með fleiri beltum og þannig mætti lengi telja. Beltin eru öll frá hinu þekkta, danska fyrirtæki Anabelts og verðið frá 250—495 kr. Hitalök sem verma rúmið Nú þarftu ekki lengur aö skríða upp í ískalt rúmiö. Hof, Ingólfsstræti 1 a, býöur nú sérstök hitalök. Þau eru þannig gerö að maður svitnar ekki á þeim, veröur aldrei kalt og aldrei of heitt. Þau eru frábær í rúmið hjá eldra fólkinu og ekki síöur hjá ungbarninu, t.d. í barna- vagninn. Einnig eru þau mjög góö fyrir þá sem eru mikið rúmliggjandi. Lökin eru bæöi til einbreið og tvíbreiö og kosta frá 540 krónum. Seðlaveski — ókeypis nafngylling Seölaveskjaúrvaliö hjá Drangey er hreint ótrú- legt. Þar færðu seölaveski sem gert er fyrir tékkhefti, meö tölvu og dagbók, á 975 kr. Árs- ábyrgð er á tölvunni. Þú færð einnig seðlaveski á 230, 385 og 495 kr. eins og þessi sem eru á myndinni. En þetta er aðeins lítiö brot af öllu úrvalinu. Og í kaupbæti færðu ókeypis nafn- gyllingu. ___________| Wedgwood-Aynsley-Poole Hér aö ofan eru aöeins nefnd nokkur af þeim vörumerkjum sem verslunin Kendal aö Hverfisgötu 105 hefur á boöstólum. Allt eru þetta ensk gæðamerki sem ekki hafa áöur fengist hér á landi. í Kendal er einnig hægt að fá handunnar Jasper vörur í grænu, bleiku og Ijósbláu. Hér er um aö ræða handmálaöa hluti sem kostar frá 168 krónum. Loks ber aö minna á hin fallegu matarsett fyrir börn meö ævintýramyndum. Settiö er hægt aö fá fyrir 560 krónur eöa hvern hlut stakan. Vandaðar og góðar Þær eru sannarlega vandaöar og góöar töskurnar frá Lady F og úrvalið hreint ótrú- legt, hvort sem þú vilt ódýra eöa dýra tösku. Töskurnar á myndinni kosta 1.195, 2.175 og 2.250 krónur. Einnig er mjög fjölbreytt úrval af hönskum og slæðum í versluninni Drangey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.