Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 25
DV. FIMMTUD AGUR 24. NOVEMBER1983. ÞAÐ FÆST í AUSTURVERI Konf ektið til jólanna Konfekt er alltaf vinsæl jólagjöf enda alltaf gott að fá góða mola með jólalestrinum. í SS Austurveri er úrval af fallegum konfektkössum til gjafa, bæði íslenskir og erlendir. Umbúöirnar eru margvíslegar, allt frá 106 krónum. iMamiya ekta góð myndavél Þessi 35 mm Mamiya vasamyndavél meö inn- byggðu flassi skilar alveg sérlega skýrum og góðum myndum. Og það er barnaleikur að taka góða mynd á Mamiya. í svörtu kostar vélin 3.800 og í silfurlit 3.900 krónur. Einnig er hægt að fá fyrir krakka hulstur fyrir vélina, sem eru fætur, og getur myndavélin þá staðið sjálf á borði og tekið myndina alveg ein, bara að ýta á einn takka. Þetta er góö og skemmti- leg gjöf og fæst að sjálfsögðu hjá Hans Peter- sen, Austurveri. Sýningartjöld Hans Petersen í Austur- veri hefur á boðstólum mjög vönduö og góð sýn- ingartjöld, bæði sem standa á þrífæti og einnig til að hengja á vegg. Verð á tjöldum sem hanga á vegg, 125X125, er 1.570 kr. en síðan kosta hin 1.100 kr., 2.270 kr og 2.290 krón- ur. Hægt er að velja um silfurlit eða hvít tjöld. Mikka mús freyðibað Skemmtileg gjöf handa yngri krökkum er t.d. þessi frægi karl, Mikki mús, en hann er fylltur með freyðibaöi og kostar 115 kr. í Háaleitis- apóteki í rauðu og bláu. Einnig eru fáanlegir gjafakassar sem í eru tvær sápur og freyðibað. Pakkningar með ævintýramyndum kosta 148 kr. og Mikka mús hjarta með freyðibaði 67,50 kr. Bilora þrífætur Enginn góður Ijósmyndari getur verið án þrí- fótar, enda kjörin jólagjöf fyrir alla áhugaljós- myndara. Þessir vönduðu þrífætur fást hjá Hans Petersen, Austurveri og kosta frá 2.010— 4.980 kr. Jólaefnin í úrvali í versluninni Faldi í Austurveri er mikið úrval af fallegum jólaefnum. Má t.d. nota þau í jóla- gardínur, dúka, sérvíettur eöa í jólaföndrið. Verðið er allt frá 174 kr. metrinn. Einnig fást tilbúnir jóladúkar frá 79 krónum. Nýja Flash Dance-platan Hún er komin í Fálkann, nýja FLASH DANCE platan sem hefur gert allt vitlaust í henni Ameríku. í Fálkanum í Austurveri færðu plötuna eða kassettuna á 449 kr. Þeir sem fara á myndina fyrst og sýna bíómiöann þegar þeir kaupa plötuna í Fálkanum fá hundraö króna afslátt eða plötuna á 349 kr. Þú gerir ekki betri kaup. Glæsileg púðurhulstur í Háaleitisapóteki er mikið úrval af fallegum hulstrum fyrir púðurdósir og varaliti, auk pilluboxa, sem er skemmtileg gjöf handa frænku eða ömmu. Púðurdós með spegli, munstruð, kostar 479 kr„ gyllt 318 kr„ varalita- hulstur í stíl kr. 328 kr. og gyllt pillubox 199 kr. Einnig er þar úrval af snyrtivörum, t.d. YVES SAINT LAURENT toilet spray á 581 kr„ tvöfalt glas, body lotion og freyöibað á 223 kr. Blómaskreyt- ingar í Vori Blómabúðin Vor í Austur- stræti býður upp á mikið úrval af fallegum kerta- og blómaskreytingum nú fyrir jólin. Allar skreyting- ar eru gerðar eftir óskum hvers og eins. Verðið er frá 200 krónum. í Vori er einnig mikið úrval af gjafavöru, afskornum blómum og pottablómum. Blómabúöin vor Austamcn Sími 84940 Reiðtygi fyrir hestamanninn Verslunin Ástund í Austur- veri við Háaleitisbrautina er sérverslun hesta- mannsins. Þar er mjög mikiö úrval af vönduðum vörum fyrir hestamenn. Á myndinni sjáum við hnakka sem eru til frá 6.500 kr. og beisli sem eru fáanleg frá 1.100 kr. Lítiö inn í sérverslun hesta- mannsins í Austurveri. Þar er úrvalið. Original búningar ensku liðanna Þeir koma beint frá saumastofu ensku liö- anna, þessir búningar og eru seldir í gjafakössum. í þeim eru bolur, buxur og sokkar á kr. 790. Strákarn- ir þekkja Umbromerkiö og vita að hér eru ekta búningar heimsfrægra liða, original. Plaköt af lið- unum fylgja hverjum pakka og stærðirnar eru þrjár. nsTuno Bensínstöð fyrir krakka Þessi skemmtilega bens- ínstöð er sett saman ogl sfðan geta allir litlu bíl-l arnir á heimilinu fengið| sér dropa. Þetta skemmtilegt leikfang fyrir I minni strákana eða stelp-1 ur og kostar 860 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.