Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983.
23
KREDITKORT
f. .....a
E
EUROCARO
Matar- og kaffistell
í Habitat getur þú fengiö nánast allt fyrír heim-
ilið, til dæmis matar- og kaffistell á hlægilega
lágu veröi. Stelliö er frá Sienna, hvítt postulín
meö örmjórri, ryörauöri rönd. Sem dæmi um
verð má nefna aö matardiskur kostar 76 kr.
djúpur diskur 75 kr., ábætisskál 68 kr., bolli 69
kr., undirskál 43 kr., kökudiskur 45 kr., kanna
56 kr., skál 409 kr. og fat 403 kr.
Átján glös í kassa
í Habitat átt þú kost á átján glösum í einum
pakka á aðeins 898 krónur. Sex tegundir. Hér er
kjörin gjöf handa þeim sem nýlega hafa stofn-
aö heimili. Auk þess má þar fá þriggja glasa
pakkningar frá 134 krónum. Má þar nefna hvít-
vínsglös, rauövínsglös, kampavínsglös, glös
fyrir írskt kaffi, vískiglös á 58 kr. stykkið og
mjólkurglös, þrjú í pakka, á 91 krónu. Þú gerir
ekki hagstæðari glasakaup.
Hefurðu vitað
ódýrara borðstofuborð
Já, þaö er ýmislegt hægt að finna á gjafverði í
Habitat enda segjast þeir vilja bjóöa vandaöa
vöru fyrir lítinn pening. Hver skyldi trúa því aö
þetta fallega, massífa beyki-borö meö milli-
plötu kosti aðeins 3.750 kr.? Ótrúlegt en satt.
Stólarnir viö boröiö kosta 1.520 kr. stykkiö en
hægt er aö fá stóla fyrir allt niöur í 1.218 krónur.
hab i tat
Þessi er flottur...
Hér á myndinni er vogpottur sá er hefur gengið
sem æöi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Pott-
inn er hægt aö fá hjá Habitat á aöeins 797 kr. og
með honum fylgja tólf matarprjónar, sleif,
spaöi og leiðbeiningar um mataruppskriftir á
íslensku og ensku. Potturinn er ættaöur frá
Kfna en hann hefur þá eiginleika aö maturinn
helst allur jafnheitur í honum. Potturinn er
pottþéttur fyrir alla pottrétti, alla kínverska
rétti og margt fleira.
Videovagn á hjólum
Þaö er margt sniðugt og ódýrt hægt aö fá í
Habitat. Þessi videovagn, sem er auðvitaö líka
fyrir sjónvarpið, er meö þremur hillum, úr
svartlökkuðu stáli. Vagninn kostar 1.975 og þú
getur einnig fengiö hann með tveimur skúffum
á 1.620 krónur.
Stakir sófar
Habitat hefur mikiö úrval af fallegum, stökum
sófum. Þetta er einn þeirra og er fáanlegur í
hvítu, rauöu, gulu og bláu. Sófinn er þriggja
sæta. Hægt er að renna áklæðinu af og þvo það.
Sófanum fylgja þrír púöar og veröiö er 10.931
kr. Habitat býöur upp á góö greiöslukjör.
Viltu falleg rúmföt?
í Habitat er geysilegt úrval af fallegum og fjöl-
breytilegum rúmfötum. Litirnir eru í samræmi
viö hina fallegu Habitat litalínu. Sængurver og
koddaver í pakka kosta 718 kr., sængurver frá
628 kr. 03 koddaver frá 115 krónum.
VELKOMIN
í Eldhúsinu frá Habitat
Þaö er alveg sama hvaöa áhald þig vantar í
eldhúsiö — allt frá kústinum upp í eldhúsinn-
réttingu — þá er nóg aö koma í Habitat. Og þú
getur fengiö allt í stíl. Viö getum nefnt sem
dæmi dúk á eldhúsgólfið, flísar á vegginn eöa
bara potta, pönnur, glös og diska. Þú færö þetta
allt og meira til í Habitat. Og verðið er hlægi-
lega lágt.
í Habitat eru vörur sérpantaöar fyrir þig án
kostnaðar. — í Habitat færðu góðar vörur og
nytsamar gjafir.
Falleg handklæði
á gjafverði
í Habitat er mikið úrval af fallegum handklæö-
um, hvort heldur þú vilt röndótt, einlit eöa
fallega munstruð. Litirnir eru allfjölbreyttir.
Verö á baöhandklæöum er frá 280—353 kr. og
handklæðum frá 137—178 kr.
Hægindastóll
fyrir hana
eða hann
Einu sinni voru hæginda-
stólar kallaöir húsbónda-
stólar. Núna, þegar konur
vinna líka mikió, þurfa
þær líka hægindastóla og
þess vegna er þessi fallegi
stóll bæöi fyrir konur og
karla. Stóllinn er hentug
gjöf fyrir hana frá honum
eöa til hans frá henni.
Verö er aðeins 3.972 kr.
Stóllinn fæst auðvitað hjá
Haibat og er fáanlegur í
ryörauöu og svörtu.
Ludvig
skrúfustóll
Það er ekki amalegt aö
geta skrúfaö sig upp og
niður aðeins meö því aö
snúa setunni á stólnum.
Þetta er hægt í hinum
vandaöa Ludvig skrúfu-
stól frá Habitat. í honum
er massíft beyki sem þolir
snúninga mjög vel. Þetta
er stóll sem hentar alls
staöar og kostar aöeins kr.
631.