Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Jólavedrið íheiminum: Vorblóm á götum Parísar en köldustu jól í Washington — methiti í Ástralíu og Moskvubúar án skautasvells Veðurguöirnir sendu mönnum mis- jafnar jólagjafir um þessi jól. Bandaríkjamenn sátu í einum mestu kuldum og snjó um langa hríð á meöan vorblóm voru til sölu á götum Parísar. Suður í Ástralíu flykktust menn til stranda, í London tóku menn sér baö í Hyde Park og í Moskvu kvörtuðu áhugasamir skautamenn um skort á skautasvelli. I Vestur-Þýzkalandi, Belgíu og Varsjá í Póllandi voru sett hitamet um þessi jól. Vín, Prag ög Budapest, sem venju- legast liggja undir þykku snjóteppi á þessum árstíma, voru nú böðuð sól- skini en sunnar í álfunni flykktust spánskir skíðamenn til fjallanna í Segovia í einu mest umsnúna jóla- veðri sem menn muna. í Bandaríkjunum létust um 150 manns í jólaumferðinni frá því að kuldakastið byrjaöi fyrir níu dögum. Það voru sextán stig í mínus á Celsíus í Washington og þar með köldustu jól sem komið hafa þar. Kaldast varö í Bandaríkjunum um jólin í Havre í Montana, mínus 39,4, eða sami kuldi og mældist mestur hér á landi frostaveturinn 1918. I sólskinsríkinu Florida var kuld- inn slíkur að ávaxtaframleiðendur óttuðust milljóna dollara tjón. I Japan féll 115 sentimetra snjólag á 24 klukkutímum á vesturhluta aðaleyjunnar Honshu, mesta snjó- koma sem mælst hefur frá 1953. Sterkir vestanvindar sem fluttu með sér heitt og rakt loft frá Eystra- salti urðu til þess að Moskvubúar fengu annað sinn í röð óvenju heit jól. Sovésk ungmenni, sem vön eru að renna sér á skautum á ísi lögðum tennisvöllum, urðu að snúa sér aö yfirbyggðum skautahöllum og Moskvubúar bíöa enn hins venjulega ískalda rússneska vetrar. Vorblóm á götum Parísar Páskaliljur, sem venjulega sjást ekki fyrr en á páskum, voru nú til sölu á götum Parísar og heitast var í Nissa á Miðjaröarhafsströnd Frakk- lands. Veðurfræðingar lýsa veðrinu sem dæmigerðu vorveðri sem sé snemma á ferðinni en sögðu mikinn snjó í ölp- unum og búast þeir við áramótahreti sem gleðja mun skíöamennina. Á jóladag var hitinn í London 12,7 stig eða rétt undir metinu frá 1974. I Abidjan í Vestur-Afríku voru jólin skírð „hátíð ljósanna”, sem voru nokkur öfugmæli, þar sem rétt tókst að halda nægri raforku til að halda nauðsynlegustu kælitækjum gangandi. Undanfarið hefur lítil úr- koma á þessum slóðum orsakað raf- magnsskort og hafa íbúar þurft að svitna í hitanum vegna vatnsleysis í ánum. Veöurspáin geröi ráö fyrir venjulegumsandstormi frá Sahara. I Sydney í Ástralíu flykktust íbúamir til stranda og slepptu jóla- steikinni í mestu hitum síðan 1957 en nú fór hitinn upp í 37,9 stig. I Portúgal léttist brúnin á feröa- mönnunum því það birti til og sólin baðaði þá eftir að sex vikna rigning- um og flóðum linnti, en þau kostuðu ellefu mannslíf. Veðurfræðingar í Kina vömðu skautafólk við of þunnum ís til skautaferða og sögðu milda vetur vera aðeins stundarfyrirbrigði og hinn þungi kínverski vetur myndi snúa aftur undir næstu aldamót. FLUGELDASALA KR Hvít jól og kuída- leg í USA Metkuldi hefur verið í Bandaríkjun- um að undanförnu en í gær komst kuld- inn í þaö mesta sem mælst hefur í 46 borgum þar í desember. I Flórída, þar sem venjulega ríkir veöursæld á vetr- um, er slíkur kuldi að spáð er stór- spjöllum á ávaxtaræktinni. Vitað er um 160 manns sem látið hafa lífið í umferðinni vegna útafakst- urs eöa árekstra í hálkunni. Var spáð áframhaldandi snjókomu og skafrenn- ingi og fólk varað við að vera mikiö á ferli á þjóðvegunum. Það kyngdi niöur 35 cm af snjó í Buffalo í New York yfir jóladagana og sunnan borgarinnar er snjórinn sum- staðar orðinn eins metra djúpur. I Atlanta hvessti svo að raflinur slitnuðu. Um 15000 manns áttu þar jól í rafmagnsleysi. I Montana komst frostið í tæp fjöru- tíu stig á jóladag og þar var áfram kaldast í gær. I Oregon var frostið 34,5 gráður og drápust hundruð þúsunda silunga í eldistjörnum fiskeldisstöðvar fylkisins. Sunnan Buffalo í New York er kominn eins metra djúpur snjór. I Minnesóta fylltust flest hótel sem ekki sá út úr augum fyrir skaf- því hvít jól en æði kuldaleg um leið. Því meðfram hraðbrautunum þegar öku- renningi. er spáð að kuldakastiö haldist að menn komust ekki leiðar sinnar þar Víðast í Bandaríkjunum áttu menn minnstakostiframyfiráramót. Eigin innflutningur — Enn lægra vöruverð KR heimilinu, JL-húsinu, Tryggvagötu 26, Hverfisgötu 78 og Borgartúni 31. Opið 28.-30. des. kl. 10-10 31. des. kl. 9-4 KR-heimilið er opið í dag FJOLSKYLDUPOKAR, MARGAR GERÐIR TÍVOLÍBOMBUR - SKIPARAKETTUR FALLHLÍFARSOLIR - NEYÐARBLYS FLUGELDAR - BLYS - SÓLIR - GOS W STJÖRNULJÓS - INNIBOMBUR - KNÖLL ^ FJÖLBREYTT ÚRVAL - FRÁBÆRT VERÐ Bæjarins bestu fjölskyldupokar heita: Komdu og skoðaðu TÍVOLÍBOMBURNAR og SKIPARAK ETTURNAR okkar á FLUGELDASÝNINGU á KR-svæðinu 29. des. kl. 21.00 (ef veður leyfir). Þær hafa slegið í gegn. BARNAPOKI 400 kr. BÆJARINS BESTI 800 kr. SPARIPOKI 600 kr. TRÖLLAPOKI 1400 kr. Fullkomin KREDITKORTAÞJÓNUSTA EUROCARD - VISA - I.L. KORT Knattspyrnudeild KR, sími 27181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.