Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Blaðsíða 34
34
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGR>
„Dægradvalist”
um áramótin
„Komiði sælir, félagar og vinir góðir, og við bjóðum ykkur góðan „þriðja
dag jóla” í nýbyrjuðu áramótaskapi. Ekki er ráð nema í fjóra daga sé tekið.
Við dúndrum Dvölinni upp að þessu sinni með brennum, blysförum,
rakettum, rokeldspýtum, stjörnuljósum, dansleikjum og plastpokum.
„Já, plastpokum. Við ræðum nefnilega við „plastpokamanninn” ógurlega,
sem oft fer á stjá um helgar. Um áramótin tekur hann sig þó til og „thleybur
þetha umm” á skjá og skjön. Hvað er í plastpokanum?
Þá gerumst við lífsnautnalegir og spjöllum örlítið um Lífsnautnastefnu-
klúbbinn, sem heldur sína árlegu hátíö á nýárskvöld í Naustinu. Þar er
kreppan borðuð og drukkin í hel í banastuði.
„Svona, dúndrum draslinu upp,” sagði karlinn forðum á gamlárskvöld og
fékk punktinn góða í liö með sér. Góðan áramótaundirbúning.
Texti: Jón G. Hauksson
Myndir: Gunnar V. Andrésson
ogEinarÓlason
Fjöríð er skrúfað i botn hjá Lífsnautnastefnunni. Lengst til hægri má sjá Guðiaug nokkurn Bergmann i
Karnabæ.
Hann er undaríegur þessi„p/astpokamaður". Bú
inn að „sjæna" sig, kominn ibetri fötin og
gleymir ekki síða frakkanum. Nær i plastpokann
hvita með glamrinu i og pantar sér leigubil. HaJk
er klár i slaginn.
DV-myn dEjja/meáfMtBM
Hann er undaríegur þessi „plastpokamaður". Búinn að „sjæna" sig, kominn i betri fötin og gleymir ekki siða
frakkanum. Nær i plastpokann hvita með glamrinu í pg pantar sér leigubil. Honn er klár i slaginn.
DV-mynd Einar Ólason.
P| ACTPftlflNN FP — segir„plastpokamaðurinn”
fV Lll^ sem „thleybur þetha umm”
MITT LEYNDARMÁL” S22r“"“*r
Hann er undarlegur þessi „plast-
pokamaður”. Það virðist fara lítiö
fyrir honum svona „dagligdags” en
þegar kemur að helgum þá fer hann á
stjá. Og um áramótin er hann mikið á
ferðinni. Stundum fær hann líka fyrir
ferðina.
En „plastpokamaðurinn” er alltaf
vel klæddur. Þegar hann kemur heim
með plastpokann sinn, eftir aö hafa
stundað ýmis verslunarstörf, hugsar
hann fyrst og fremst um aö „sjæna”
sig til og koma sér í gallann.
I flestum tilvikum á „plastpoka-
maðurinn” boð inni einhvers staöar.
Hann er þess meðvitaöur. Þess vegna
er hann svolítið stressaöur þegar hann
fer í gallann. Hann vill fara að koma
sér af stað. Sem allra fyrst.
Siminn hringir skyndilega hjá kapp-
anum þegar hann er einmitt að setja á
sig „bindindishnútinn”. „Jæja, það er
mikiö að maður nær í þig. Hvað hefur
dvaliö þig? Ert’ ekki að koma. Allt liöiö
er mætt og það stefnir í þaö aö þú
verðir síðastur.”
Þessu svarar „plastpokamaöurinn”
með því að segja að hann sé alveg að
verða til. Hann sé á síðasta snúningi í
undirbúningnum.
Eftir að hafa „skveraö” sig af í
dressinu og stressinu, hringir hann á
leigubíl. „Áttu ekki bíl í Bindindishlíð
12.” Þaö var borð 9, sem haföi svarað
honum og sagt að bíllinn kæmi á hverri
stundu.
„Plastpokamaðurinn” er svotil klár.
Aðeins aö kíkja í spegil og tékka á
lubbanum. Jú, hárið mætti fara betur
við ennið. Greiöan er sett undir vatn í
flýti og lagi er komiö á lubbann.
Leigubíllinn flautar. Hjartað slær
örar í „plastpokamanninum”. I frakk-
ann og út í bíl. Krakkar og fullorðnir
horfa á þegar hann gengur aö bílnum.
„Þessi er alltaf með plastpoka, þegar
hann fer í leigubíl” heyrist í einum
krakkanum.
„Hvaö ætli hann sé meö í plastpok-
anum?”
-JGH.
Kreppan er
boröuð og
drukkin í hel
— hjá Lífsnautnastef nuklúbbnum sem
heldur stef nunni og bregður ávallt
upp balli á nýárskvöld
„Þetta er eiginlega hópur sem
Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri á
Mogganum, bjó til fyrir þremur árum.
Allt ákaflega hressilegt fólk sem ein-
setur sér að skemmta sér vel þetta
kvöld.”
Þannig komst Ingvi Hrafn Jónsson,
fréttamaður hjá sjónvarpinu, að oröi
er við slógum á þráðinn til hans og
spurðum hann út í Lífsnautnastefnu-
klúbbinn svokallaða sem kemur
saman í Naustinu á nýárskvöld.
Hópurinn samanstendur af fólki úr
„fjölmiðlaheiminum”. Alls eru um
hundraö í honum.
„Viö höfum aðeins eina meginreglu.
Hún er sú að enginn er undan því skil-
inn að koma upp á svið og skemmta ef
veislustjóri óskar þess. Hann er
einráður.
Ingvi annast undirbúningin fyrir
komandi nýársdagskvöld. „Mottóið”
aö þessu sinni snýst um efnahagslífið,
sjálfa kreppuna.
„Viö segjum að þetta sé okkar fram-
lag til efnahagsb’fsins og markmiðið er
aö borða kreppuna og drekka hana í
hel meö léttum eöalvínum að sjálf-
sögðu.”
Til aö ná stemmningunni upp í þessu
„stóra partíi” er setið þétt viö borð,
tólf til f jórtán sem sitja saman.
„Og útkoman er líka meiri háttar
banastuð.”
Samútgáfan hefur jafnan stillt kompásinn og tekið stefnuna á Naustið á
nýárskvöld. Húllum hæ, og diggi iiggi lælæ.
Einn af frammámönnum Lifs-
nautnastefnuklúbbsins, Ingvi Hrafn
Jónsson. Hann sór um undirbúning
fagnaðarins oð þessu sinni.