Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER.1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Kennum tollurum að þekkja dóp
Andgrasi
skrifar:
Undanfariö hefur nokkuö veriö
skrifaö um fíkniefnasmygl og fiknefna-
neyslu. Er auöheyrt og séð aö þorri
landsmanna hefur áhyggjur af þessum
málum og skal engan undra. Fíkni-
starfandi tollgæslumenn sem aldrei
hafa séð t.d. hass hvaö þá önnur sterk-
ari fíkniefni. Þarna eru án efa dugandi
og áhugasamir tollgæslumenn. En
hvernig eiga þeir aö koma í veg fyrir
aö efni þessi fari inn í landiö þar sem
þeir vita ekki hvemig þau líta út eöa
Væri ekki hægt að fræða dreifbýlistollgæslumenn og fíeiri um fikniefni?
spyr bréfritari.
efnalögreglan vinnur þarna gott starf,
þrátt fyrir mannfæö og lélega starfsað-
stöðu. En þaö er nú ekki beint starfeað-
staöa fíkniefnalögreglu sem ég hef
mestar áhyggjur af. Heldur þaö aö ég
hef sterkan grun um þaö aö víöa úti á
landi (kannski líka í Rvík) séu
hvernig þáu lykta svo eitthvað sé
nefnt. Hugsum okkur tollgæslumann
sem aldrei hefur séö áfengisflösku,
bjórkassa eöa vindlingakarton. Eg
tala nú ekki um kjúklinga eöa beikon.
Væri hægt aö ætlast til aö hann kæmi í
veg fyrir aö þvílíkum varningi væri
Séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson, prestar i Hall-
grimskirkju, koma kirkjumunum þeim sem stolið var fyrir á sinum stað.
fnnbrotið i
Hallgrímskirkju
—vekuróhug
Jón Úlafsson skrifar:
Atburðurinn sem geröist fyrir
skömmu, þegar brotist var inn í Hall-
grímskirkju og þaðan stoliö fágætum
silfurmunum, hefur komið róti á hug
okkar Reykvíkinga. Hvar veröur þaö
næst? spyrja margir. Er ekkert þess-
um mönnum heilagt? Ekki létu þeir
sér nægja aö stela kirkjumununum,
heldur þurftu þeir einnig aö vinna stór-
kostleg spjöll á innviðum kirkjunnar.
En nú hefur máliö sem betur fer upp-
lýst og þessir ómetanlegu listmunir
komnir á heimaslóöir. Þaö er gott að
vita til þess aö allir munirnir komust
til skila og ekki voru þeir neitt stór-
skemmdir. Þaö er óskandi aö þessir
munir megi vera í Hallgrimskirkju
um ókomna framtíö, kirkjugestum til
ánægju og yndisauka. Þaö heföi veriö
sérstaklega bagalegt fyrir þá presta,
Ragnar Fjalar Lárusson og Karl
Sigurbjörnsson, ef þessir listmunir
heföu glatast, þaö hefði sett dökkan
blett á allt messuhald yfir hátíðirnar.
Þaö er alltaf sárt að missa hluti sem
hafa tilfinningalegt gildi og veröa því
ekki metnir til fjár. Þeir kirkjumunir
sem þarna um ræðir voru sérstakir
kjörgripir, unnir af ástsælum lista-
manni og gefnir af sómafólki til minn-
ingar um látna ættingja. Það er því al-
gjörlega óforskammað að stela slíkum
munum.
Rannsóknarlögreglan hefur því unn-
iö gott verk og þarft þegar hún upplýsti
málið á svo skömmum tíma sem raun
ber vitni. Þeir ógæfumenn sem þarna
voru aö verki ættu aö láta sér þetta að
kenningu veröa og láta af þessum
óþverraskap.
smyglaö inn í landið? Eg held varla.
Eg veit aö tollgæslustjóri er allur af
vilja geröur að koma í veg fyrir aö
óþverri þessi flæöi inn í landið. En
hugleiöing mín er sú hvort þama sé
ekki pottur brotinn. I framhaldi af því
langar mig að koma þeirri spurningu á
framfæri, hvort ekki sé tímabært aö
boöa dreifbýlistollgæslumenn
(kannski fleiri) til fræöslu um fíkni-
efni. Gæti þetta t.d. orðið í formi nám-
skeiðs eða einhverju þviumlíku. Eg er
viss um aö þetta væri vísir í rétta átt.
Gaman væri ef tollgæslumenn mundu
tjá sig frekar um málið.
Okkur er það einstök ánægja að geta nú boðið viðskipta-
vinum okkar upp á almenna gjaldeyrisþjónustu s.s.:
• stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga
• afgreiðslu ferðamanna- og námsmannagjaldeyris
• útgáfu Eurocard kreditkorta
auk allrar almennrar bankaþjónustu.
UŒZIUNRRBRNKINN
Bankastræti og Húsi verslunarinnar.