Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Blaðsíða 21
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
KR-ingarnar eru einnig með sex
tívolíbombur í kassa og kostar kassinn
hjá þeim 600 krónur. Stærri tívolí-
bombur eru þeir með einnig sem þeir
selja stakar og eru það mjög kraft-
miklar bombur. Þær þarf aö setja í
sérstaka stálhólka, sem þeir bæði
leigja og selja. Stór kassi með 90 skota
tívolíbombu hjá KR kostar 750 krónur,
hjá skátunum kostar slík ,,kaka” með
90 skotum 990 krónur. Fleiri „kökur”
selja þeir og kostar sú ódýrasta 290
krónur með 70 skotum. Slysavarna-
deildin Fiskaklettur í Hafnarfirði er
ásamt deildum í Mosfellssveit, Sand-
gerði og Grindavík innflutningsaðili og
dreifingaraðili fyrir slysa-
varnadeildir um land allt. Þeir hafa
einnig stóra ,,köku” sem kostar 800
krónur og í henni eru 100 skot.
Margar „kökur” höfum við litið
auga og þær siðan veriö sprengdar, ein
þeirra, „Happy fireworks” með 36
skotum, sem kostar 155 krónur frá
SVD, þótti okkur slæm, skotin skutust
ekki nógu hátt upp í loftið og voru glær-
ingamar að flögra á milli manna.
Fáið leiðbeiningar
Stjörnuljósapakkarnir eru frá 10
krónum upp í 145 krónur, bengaleld-
spýtur á 10—11 krónur pakkinn og svo
allt innidótið. Þar eru kampavíns-
flöskur og fleira smádót eins og lit-
ríkur fugl á fimm krónur. Reyndar er
þetta smádót nauöaómerkilegt, en ef-
laust hafa einhverjir ánæg ju af þessu.
Sérfræðingar þeir sem viö ræddum
við, sumir hafa stundaö þá iðju í
>m. Þeir oru með
tr, 810 krónur og
eru 5 Ijós. Í minni
6.
num eru 8 þýskar
rakettur og kostar pakkinn 600 krónur, sá stærri með fimm
rakettum kostar 850 krónur. Siðan er þarna innidót og blys,
snúningssólir og eitt neyðarblys, sem kostar 150 krónur stykkið.
DV-myndir: B.Ó. og Bj.Bj.
Frá Verslun O. Ellingsen er hár sýnishorn af úrvalinu. Þeir eru meðal annars með úrval af islenskum
flugeldum frá Flugeldaiðjunni. Stjörnuljós (10 stk. i pakka), minni pakkinn á 10 krónur, sá stærri á 20
krónur. Fjölskyldupakkar, tvær stærðir, sá stærri kostar 1000 krónur og í honum eru 30 stykki. Sá
minni kostar 600 krónur og eru 24 stykki i honum.
Nokkrar rakettur á 60 krónur stykkið, þýskar eð gerð, kraftmiklar og
vandaðar. Þær skjótast hátt og stjömuregnið varir frá 20—50 sekúndur.
stóru kínversku raketturnar drjúgar
og eftir okkar bestu vitund teljum við
aö þær skili mestu fyrir peningana sem
greiddir eru fyrir þær. Þær duga og
gera sitt gagn.
Islenska halastjarnan getur verið
varhugaverð. Hún stendur undir nafni
og áður en hún geysist á loft, púðrast
hali mikill niöur af henni, sem getur
verið óþægilegur fyrir nærstadda. En
þaö er auðvitaö hægt að sjá við 'henni
og halda sig i mikilli fjarlægð. Eld-
flaugin íslenska var kraftmikil — var
fljót aö skila ætlunarverki sínu.
Sprengikökur
Tívolíbombur verða vinsælli með
hverju árinu. Einn seljandi tjáði okkur
að sala þeirra hefði tvöfaldast á
síðasta ári. Flestir eru með tívolí-
bombur, skátarnir selja til dæmis sex
slíkar í kassa meö pappahólk til að
skjóta þeim úr, sem kosta 650 krónur.
En þeir eru með'tívolíbombur niður í
130krónur.
sautján ár aö flytja inn og selja flug-
elda fyrir áramótin, búa yfir mikilli
þekkingu á þessu sviði. Það er því
sjálfsagt fyrir fólk að spyrjast fyrir
um hlutina þegar keypt er. Það er
hægur vandi að kaupa köttinn í
sekknum.
Okkar niðurstöður eru þær að kín-
versku flugeldarnir eru auranna virði,
þær þýsku eru voldugar og kraftmiklar
— þar í hópi eru systurnar tvær áður-
nefndar sem bera af. En dýrar eru
þær. Standard-flugeldamir ensku eru
ákaflega misjafnir, þeir kosta líka
’mismunandi mikiö frá 30 krónum og
allt að 370 krónum. Þær batna með
fleiri krónum. Islenska halastjarnan,
sem kostar yfirleitt um 170 krónur,
getur veriö varhugaverð ef þið fariö of
nálægt henni. Eldflaugin íslenska, sem
er á 125 krónur, er ágæt. Handblysin
íslensku með trésköftunum eru prýöi-
leg og taka fram þeim erlendu með
pappírshöldum. — Annað tíundum við
ekki í þessum flugeldafrumskógi —
það væri að æra óstöðugan. Hunda-
byssuhvellurskot, mark og tjaldið
fellur.
-ÞG.
Sú litla kostar 190 krónur.
Sem fyrr segir voru litlu og meðal-
Fjölskyldupokar o.fl. frá KR. Aft-
ast á myndinni er kassi með sex
tivolíbombum sem kostar 600
krónur. Þá tvær „þrumugóðar"
rakettur, sú stærri og dýrari kostar
270 krónur — norðurljósa-raketta
og sú minni kostar 140 krónur.
Báðar eru þýskar.
KR-ingarnir eru með fjórar stærðir
af fjölskyldupokum, sá minnsti
kostar 400 krónur og þeir nefna
hann „Barnapoka". Næsta stærð
er 600 krónur (36 stykki) og síðan
bæjarins besti á 800 krónur sem er
hentugur fyrir fjölskyldur með
stálpuð börn. Þá eru þeir með eina
stærð i viðbót sem reyndar er ekki
á myndinni og það er „ Tröllapok-
inn", sem kostar 1400 krónur — í
honum eru stórir hlutir og kraft-
mikiir. Þó ekki sé fíeira á þessari
mynd selja fótboltamennirnir ótal
fíeiri hiuti.