Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
37
Sviðsljósíð
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Yul Brynner berst við
krabbamein með
þvíað borða...
Grænmeti
I miöjum septembermánuöi sl. fékk
bandaríski kvikmyndaleikarinn Yul
Brynner þær fregnir frá læknum
sínum aö hann væri kominn með
lungnakrabba og ætti aðeins 2 mánuði
eftir ólifaö. Þrátt fyrir það er leikar-
inn enn á lífi, hefur reynt flestar þær
lækningaaöferöir sem þekktar eru í
Bandaríkjunum og er nú kominn í
meöferð hjá doktor Hans A. Nieper í
Sibersee sem er hvað þekktastur fyrir
aö vinna bug á krabbameini meö því
að ala sjúklinga sína á vítamínum og
grænmeti. Starfsbræöur hans hafa aö
sögn Utla trú á þessum frumlegu
aðferöum doktors Hans sem samt
hefur náö umtalsveröum árangri í
starfi sinu.
Yul Brynner er 66 ára aö aldri og
segist vongóður um bata.
Yul Brynner sagður dauðvona.
Fyrir skömmu fókk S/ökkviliðið í Reykjavík nýjan afhentur að viðstöddu fjölmenni og slökktu meðal
brunabíl til umráða, þann fullkomnasta ó landinu, búinn annars eld í þessum bíl sem hér sést á hvolfi. Þetta
ýmsum tækjum sem áður hafa verið óþekkt hjá stofn- mun samt ekki vera nýi brunabillinn.
uninni. Slökkviliðsmenn sýndu listir sínar er bíllinn var
vx-x ; xv
. ; s s
■:
: vXvXy
Lew Rothman, forstfóri J.R. tóbaksfyrirtækisins, með Havanavindlana sem hann fann i pakkhúsi á
Spáni.
200 þúsund Havanavindlar íháu verði íNew York:
EKKIFÁANLEGIR SÍDAN1961
Það var uppi fótur og fit hjá banda-
rískum vindlareykingamönnum þegar
fréttist um 200 þúsund Havanavindla
sem bjóöa átti til sölu í New York.
Havanavindlar hafa ekki verið fá-
anlegir í Bandaríkjunum síðan 1961,
valdataka Castros á Kúbu 1959 varö til
þess aö viðskiptabann var sett á
eyjuna og þar meö hina víöfrægu
Havanavindla.
Astæöa þess aö 200 þúsund slíkir
skutu nú allt í einu upp kollinum í New
York er sú aö í vöruhúsi á Spáni
fundust miklar birgðir Havanavindla
sem þangað höfðu veriö fluttar fyrir
kúbönsku byltinguna og því ekkert því
til fyrirstöðu að hægt væri aö selja þá í
Bandaríkjunum. Á uppboöi sem haldiö
var af þessu tilefni seldust allir vindl-
arnir, verðiö var mishátt en nokkur
stykki náöu þó 3000 króna markinu.
Forstjóri J.R. tóbaksfyrirtækisins,
en þaö var hann sem uppgötvaði
Havanavindlana í spænska vöru-
húsinu, sagði vindlana mjög góöa þrátt
fyrir háan aldur, þeir heföu veriö
geymdir við hinar ákjósanlegustu
aöstæöur á Spáni í 25 ár. „Þetta er
fyrsta flokks vara, bestu vindlar sem
komiö hafa til landsins í rúm 20 ár,”
sagöi forstjórinn.
Vindlareykingamennimir á Havana-
uppboðinu töldu vist aö þama væru á
feröinni síöustu Havanavindlarnir í
Bandaríkjunum þar til samskipti land-
anna yröu eölileg á nýjan leik. Svo
drógu þeir djúpt andann og dreyptu á
30 ára gömlu koníaki sem fram var
boriö með vindlunum.
Menn vom á eitt sáttir aö innrásin á
Grenada heföi verið hrein mistök —
vindlalega séð.
Samkvæmt fréttaskeytum hefur vertíð jólasveina a
Vesturlöndum verið með bærilegasta móti um þessi
jól. Jólasveinar vinna yfirieitt ekki nema í einn mánuð
á ári og er því um að gera að leggja nógu hart að sór.
Þó má það ekki verða um of eins og hent hefur fjöl-
marga jólasveina í Evrópu um þessi jól — sérstaklega
þá sem vinna i stórum vörumörkuðum. Álagið hefur
orðið of mikið og margir fengið taugaáfall.