Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Síða 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984.
Spurningin
Ferð þú oft í leikhús?
Krlstin Lú&vfksdóttir sölumaður: Nei,
en mig langar til þess. Rg gef mér ekki
tíma til þess. Rg ætla aö fara í óperuna
og sjá Rakarann í Sevilla. Þaö versta
er að bóndinn hefur engan áhuga.
örn Sæmundsson loftskeytamaður:
Aldrei, ég hef bara ekki áhuga á því, aö
minnsta kosti ekki eins og er. Þaö er
video-tæki heima og ég fæ mér oft spól-
ur. Þaö er þó lítið um bláar, þó viö og
við, ég tek aðailega sakamálamyndir.
Susan Jörgensen húsmóðir: Rg hef
ekki farið enn enda tiltölulega nýflutt
til landsins Rn nú er ég aö flytja til
Reykjavíkur og ég hef hugsaö mér að
fara og sjá eitthvert leikrit.
Guðmundur Danieisson bifreiðar-
stjóri: Nei, ég fer ekki oft í leikhús.
Það er mest sjaldan, en ég hef þó
gaman af því að fara. Rg hef ekkert
hugsaö mér enn að fara, en ef ég fer,
þá færi ég aö sjá eitthvert létt verk.
Sigrún Pálsdóttir húsmóðir: Nei, ég
fer sjaldan. Rg veit nú ekki af hverju
ég fer svo sjaldan, sennilega er það
framtaksleysi. Mér finnst gaman í
leikhúsi þegar rnaður er kominn þang-
að.
Kristólina Jónsdóttir húsmóðir: Nei,
mjög sjaldan. Rg hef ekki farið síðan
ég sá Gullna hliðiö í Þjóöleikhúsinu. Rg
hafði reglulega gaman af því. Maður
veit ekki hvað gæti orðið, kannski að1
maður fari í vetur.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
ILL
MEDFERD
—á útigangshrossum
Egili Ölafsson skrifar:
Þarfasti þjónn nútímans, bíllinn,
hefur átt erfiða daga að undanförnu.
Þarfasti þjónn gamla timans, hestur-
inn, hefur ekki síöur átt erfiöa ævi í
óveörinu. Þegar kemur fram á þennan
árstíma er yfirleitt ekki mikið fyrir
hross að hafa og þaö litla sem þau ná
að kroppa upp úr freðinni jöröinni er
næringarlítii sina.
Um langan aldur hefur það viögeng-
ist hér á landi að hross séu látin ganga
sjálfala á veturna án þess að eigendur
þeirraskiptisérnokkuöafþeim. Þetta
er kallaö að „setja á guð og gaddinn”.
Veturinn reynist því útigangshrossum
oft erfiöur eins og eftirfarandi saga ber
með sér.
Um mánaöamótin nóvember — des-
ember tóku menn eftir því að hestur,
sem lengi haföi flækst einn um, var
horfinn af þeim staö sem hann var van-
ur að vera á. Fyrir einhverja tiiviljun
gengu menn fram á hestinn þar sem
hann lá afvelta, frosinn fastur í jörð-
ina. Greinilegt var að hesturinn var
búinn aö liggja þarna ósjálfbjarga í
nokkurn tíma því vargfugl var byrjað-
ur að kroppa í hann lifandi. Þeir sem
fundu hestinn losuðu hann úr klakan-
um og komu honum á fætur og skildu
síöan viö hann án þess aö athuga hver
ætti hestinn. Nóttina eftir að hrossiö
losnaði var 12 stiga frost. Síðan þetta
var er liðinn rúmur mánuöur og enn
lifir hesturinn en hvort hann lifir til
vorserannaðmál.
Svona atburðir eru því miður ekki.
einsdæmi. Meðferö á útigangshross-
um ber oft vott um furöulegt afskipta-
leysi og grimmd.
A sama tima og svona atburðir ger-
ast beina dýraverndunarmenn kröft-
um sínum að því að reisa „kattahótel”
og að því aö vernda ormafulla seli.
Ekki á hann Gráni gott þegar úti er veður vont. En hann og fieiri hross sem
látin eru ganga úti á veturna þurfa oft að þola afskiptaleysi og grimmd,
segir i bréfi þessu.
Skólahaldi ætti að aflýsa áður en skólabörn fara i skólann, segir móðir i
Breiðholtinu. Það veitist mörgum oft erfitt að koma börnum sinum i skóla
islæmum veðrum.
,Ansans, þar fór I verra," aagði konan þegar töhran renndi yfir númerið
hennar án þess að draga ó það vinning. Þama er veriO aO draga i
Happdrætti Háskólans en þar, eins og i öllum happdrættum, fá færri vinn-
ing en vilja.
Fæ aldrei
vinning
—íhappdrættinu
Astahringdi:
Eg var búin aö eiga happdrættis-
miöa í Happdrætti Háskóla Islands í
tuttugu ár þangað til í hittifyrra og
aldrei hlotiö vinning. Strax næsta ár
eftir að ég hætti féllu tveir vinningar á
gamla númerið mitt, þar af annar
hæsti vinningur mánaðarins. Alltaf er
maður jafnseinheppinn.
Nú er alltaf veriö aö auglýsa að
fjórði hver hljóti vinning og ef það er
rétt þá hlýt ég að eiga inni hjá þeim
vinning. Mig langar því til gamans aö
spyrja þá hvernig á því standi aö ég
hef aldrei fengið vinning þó ég hafi
spilaðítuttuguár.
Jóhannes L. L. Helgason, forstjóri,
Happdrættis Háskóla Islands, sagði aö
HHI gæfi út 60.000 miða árlega og af
þeim væru 15.000 dregnir út sem vinn-
ingsmiðar. Það væri því að jafnaði
fjórði hver miöi sem hlyti vinning þeg-
ar miöað væri við allt áriö.
Aflýsið
skólahaldi
— áður en kennsla hefst
Móðir í Brciðholtinu hringdi:
Miðvikudaginn 4. jan., klukkan
rúmlega 10 um morguninn, þegar veð-.
ur var orðið ansi slæmt hér í Fellunum,
hringdi ég á Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkurborgar þar sem ég þurfti að fara
að senda 8 ára gamla dóttur mína í
skólann en ekkert hafði heyrst um
niðurfellingu kennslu.
Fræðslustjóri og skólafulltrúi voru
vant við látnir þannig að ég spurði því
starfsmann á skrifstofunni hvort ekki
hefði verið rætt um aö aflýsa skóla-
haldi í borginni. Þar var því svarað
með spurningunni hvort ég teldi eitt-
hvaö vera að veðri. Rg varð hvumsa
við svo ábyrgðarlausu svari og spurði
því hvort ekki væri fylgst meö veöur-
fréttum og var þá svarað aö ekki væri
hlustaðá útvarp þar.
Mér finnst að skólahaldi ætti að af-
lýsa áöur en skólabörn fara í skólann
en ekki eftir aö skóli hefst, eins og
reynslan hefur sýnt okkur, þannig aö
börnin lendi í erfiðleikum viö að kom-
ast heim.
Derrick og Harry lltii njóta mikilla vinsmlda meOal sjónvarpsáhorfenda
enda menn myndarfegir og skarpskyggnir. Brófritari vill aO þeir og aOrir
þættir veröi sýndir fyrr ákvöldin.
Færið dag-
skráriiðina
Sjónvarpsáhorfandihringdi: vilja heldur ekki missa af þessum
Mig langar til að spyrja þá hjá góöuþáttum.
sjónvarpinu hvort ekki sé hægt að DV fékk þau svör hjá sjónvarpinu
breyta niöurröðun á dagskrárliöum að margir hefðu komið með slikar
á kvöldin, sem sagt að flytja þætti óskir til þeirra, bæöi um aö flytja
eins og Derrick og Dallas, sem fólk þessa þætti aftar á dagskrána og
horfir mikið á, fram í dagskrána framar. Þeir hefðu því tekið þá
þannig að fólk þurfi ekki að bíða stefnu að sigla milli skers og báru.
fram á nótt eftir því aö horfa á þessa Þessir þættir væru annar dagskrár-
þætti. Það eru margir sem þurfa aö liöur af þrem á kvölddagskránni og
mæta snemma í vinnu næsta morgun þannig teldu þeir að komiö væri
og vilja því fara snemma aö sofa en til móts við flesta.