Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Side 19
DV. MIÐVKUDAGUR11. JANUAR1984. 19 Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Ian Rush — markaskorarinn mikli hjá Liverpool sést hér í welska lands- liðsbúningnum. Hann verður í sviðsljósinu á Laugardaisvellinum. íslendingar mæta Walesbúum fyrst — í undankeppni HM í knattspyrnu — Við munum leika okkar fyrsta landsleik í heimsmeistarakeppninni gegn Wales og mun sá leikur fara fram á Laugardalsvellinum 12. september, sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, þegar DV hafði samband við hann í París í gærkvöldi en í gær var raðað niður í leikjunum í þeim riðli sem íslendingar leika í. Fulltrúar frá Spáni, Skotlandi og Wales voru þar saman komnir. — Niðurröðunin var ekki eins og við óskuðum okkur en hún er samt viðun- andi. Við leikum einn leik heima í ár og síðan fáum við Spánverja og Skota í heimsókn á næsta ári, sagði Ellert. Ellert sagði að Islendingar myndu leika gegn Wales 12. september í Reykjavík og gegn Skotlandi í Glasgow 17. október. — Við mætum síðan Wales aftur 14. nóvember úti, sagði Ellert. — Þetta verða þeir landsleikir sem við komum til með að leika í ár. Við fá- um einnig Norðmenn í heimsókn 20. júní, sagði Ellert. Ellert sagði að þaö væri ljóst að at- vinnumennirnir okkar í V-Þýskalandi yrðu örugglega lausir í leikina gegn Wales í Reykjavík og gegn Skotlandi þar sem landslið V-Þjóðverja væri að leika á sama tíma og því ekkert leikið í V-Þýskalandi. — Því miður var ekki Danir glíma við Frakka í Parfs —í fyrsta leik EM í knattspyrnu Það kemur í hlut Dana að leika fyrsta leikinn í Evrópukeppni lands- liða í knattspymu sem hefst í Frakk- landi 12. júní. Danir mæta gestgjöfum Frakka í fyrsta leiknum og verður hann leikinn á Parc des Princes í París. Frakkar eiga harma að hefna því að þeir töpuðu stórt (1—3) fyrir Dönum í vináttulandsleik í Kaup- mannahöfn sl. sumar og skoraði Michael Laudrup þá tvö mörk í leikn- um. Það var dregið í tvo riöla í Evrópu- keppni landsliða í París í gær og leika HMíRúss- landi 1990? Sovéska fréttastofan Tass hefur sagt frá því að Joao Havelange, forseti FIFA, hafi tilkynnt Sovétmönnum að þeir eigi mjög góða möguleika á að fá að haida heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 1990. Havelange sagði á fundi með fréttamönnum í Leningrad að þeir leikvellir sem hann hefði séð í Sovétríkjunum — í Kiev og Minsk, stæðust fyllilega þær kröfur sem FIFA gerði til leikvaUa og einnig væra veU- irnir í Moskvu og TbUisi og Leningrad mjög góðir. Aðrar þjóðir sem hafa óskað eftir að halda HM 1990 eru England, Italía og Grikkiand. -SOS Frakkar, Danir, Belgíumenn og Júgó- slavar í riðli 1. Evrópumeistarar V- Þjóðverja, Portúgalir, Rúmenar og Spánverjar leika í riðU 2. Oneitanlega virkar fyrsti riðillinn sterkari. Áður en drátturinn hófst var ákveðið að Frakkar og V-Þjóðverjar yrðu hvor í sínum riðU og þá voru nöfn Júgóslavíu og Spánar tekin frá, þannig að byrjað var að draga úr hatt- inum þar sem nöfn Portúgal, Danmerkur, Rúmeníu og Belgíu voru í. Þegar það var búið var dregið um í hvorum riðlinum Júgóslavía og Spánn yrðu. Leikdagar og leikir í Evrópukeppn- innieruþessir: 12. júni: Frakkland—Danmork í París 13. júní: Belgía—Júgóslavia í Lenz 14. júni: V-Þýskaland—Portúgal í Strasbourg Rúmenía—Spánn í St. Etienne 16. júní: Frakkland—Belgia íNantes Danmörk—Júgóslavía í Lyon 17. júní: V-Þýskaland—Rúmenia í Lenz Portúgal—Spánn i Marseille 19. júní: Frakkland—Júgóslavía í St. Etienne Danmörk—Belgia í Strasbourg 20. júni: V-Þýskaland—Spánn í París Portúgal—Rúmenía í Nantes • Undanúrslitaleikirnir fara fram 23. og 24. júní: sigurvegarinn í fyrsta riðU mætir því landi sem er í öðru sæti í öðrum riðli í Marseille og sigurvegar- inn í öðrum riðU mætir því landi sem verður í öðru sæti í fyrsta riðli í Lyon. • UrsUtaleikurinn fer fram í París 27. júní. -sos hægt að raða niður leikjunum í sam- ræmi við landsleiki Belgíu, þar sem Belgíumenn væru ekki búnir að raða niður sínum landsleikjum, sagði Ellert. Tveir heimaleikir 1985 Islendingar mæta siðan Skotum í Reykjavík 28. mai 1985 og Spánverjar koma svo hingað 12. júní. Síöasti leikur Islands í HM verður svo gegn Spán- verjum á Spáni 22. september 1985. — Það var ljóst að Spánverjar vildu draga það sem lengst að mæta Islend- rngum. Þeir muna eftir leikjunum í EM sem fóru báðir 0—1 og það getur EUert B. Schram — formaður KSÍ. verið að þeir hafi verið að hugsa um að þeir gætu unnið Isiendinga eins stórt og Möltu —12—1, sagði Ellert. Ellert sagði að 21 árs landsleikimir færu fram daginn áður en leikir A- landsliðanna færu fram — og þá í sama landi. Allar f jórar þjóðirnar tefla einn- ig fram 21 árs liðum. -SOS Devonshire skorínn upp — við meiðslum íhné Enski landsliðsmaðurinn Alan Devonshire hjá West Ham, sem meidd- ist í bikarleik West Ham gegn Wigan á iaugardaginn, var skorinn upp við meiðslum í hné i gærmorgun. Þessi snjaUi miðvaUarspUari verður frá keppni í tvo mánuði. Ray Clemence, markvörður Tott- enham sem meiddist í bikarleik félags- ins gegn Fulham, leikur ekki með Tott- enham í kvöld. Það verður varamark- vörðurinn Tony Parks sem mun Ieika í staöinn fyrir Clemence í kvöld. -sos. Al.ia Devonshire. fl ,Þet ta i vai rm ■ ■■ _ ^ jog ái iægj íul legu irsi gur” — sagði Stenmark eftir að hann hafði sigrað í stórsvigi í Adelboden í Sviss Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- manni DV í Svíþjóð: — Þetta var mjög ánæg julegur sigur þvi að hann sýnir að ég get enn veitt þeim bestu í stórsvig- inu harða keppni. öfugt sem ýmsir hafa haldið fram, sagði skíðakappinn Ingimar Stenmark eftir að hann hafði orðið sigurvegari í stórsvigi í heims- bikarkeppninni sem fór fram í Adel- boden í Sviss í gær. Stenmark, sem vann sinn 75. sigur í heimsbikarkeppninni síðan hann hóf að keppa í henni, sagði að Adelboden hefði aUtaf verið í miklu uppáhaldi hjá sér. — Hér hef ég unniö marga góða sigra á undanförnum árum, sagði Stenmark sem náði bestum brautar- tíma í báðum umferðunum. Stenmark hefur unnið sigur 39 sinn- um í stórsvigi og 36 sigra í svigi en til að byrja með var aðalgrein hans stór- svig en nú er hann sterkari í svigi. Heimsbikarkeppnin hófst 1967 og síð- an þá hafa Austurríkismenn unnið 100 sigra, Svíar 77 og Svisslendingar 75. Stenmark hefur unnið 75 sinnum fyrir Svía en Stig Strand tvisvar sinnum — í bæði skiptin í svigi. Bandaríkjamaðurinn Phil Mare, sem er handhafi heimsbikarsins, hefur ekki náð sér á strik í vetur — hann keyrði út úr brautinni í fyrri umferð- inni í gær og varð þar með úr leik. Þeir skíðamenn, sem náðu bestum tíma, voru: Stenmark, Svíþjóð 2:27,36 Strolz, Austurríki 2:28,04 Zurbriggen, Sviss 2:28,16 GirardeUi, Lúxemborg 2:28,61 Franko, Júgóslavíu 2:29,05 Enn, Austurríki 2:29,27 -GAJ/-SOS (þróttir Iþróttir (þrótti íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.