Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Page 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR
18. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1985.
T uborg vill brugga
bjór hjá Sanitas
Danska Tuborg-fyrirtækið hefur
áhuga á þvi að hinn þekkti bjór þess
verði bruggaður á tslandi. Fulltrúi
Tuborg kom til landsins í síðustu
viku og skoðaði verksmiðjur Sanitas
við Köllunarklettsveg i Reykjavík og
Sana á Akureyri.
„Það hafa verið viðræður milli
okkar og Tuborg og Vífilfells, sem er
umboðsaðili fyrir Tuborg,” sagði
Páll G. Jónsson, stjórnarformaður
Sanitas hf., í samtali við DV.
Það er ekki komin nein endanleg
niðurstaða. Ýmsar hugmyndir um
framtíðarskipan mála hafa verið
viðraðar. Margs konar sjónarmið
hafa komið fram,” sagðiPáll.
„Tuborg-menn hafa verið mjög
hrifnir af ölgerð okkar á Akureyri,”
bættihannvið.
Þessar þreifingar Tuborg eru
m------------------►
Verksmiðjustjóri Sana á Akureyri,
Ragnar Tryggvason, sýnir bjórinn
sem Sanitas flytur út. Verður Tu-
borg-merkið sett á flöskurnar?
óháðar því hvort sala áfengs öls
verði leyfð á íslandi á næstunni.
Tuborg gæti eins hugsað sér að byrja
á léttölinu.
„Við höfum áhuga á samstarfi við
Tuborg vegna tækniþekkingar þeirra
og reynslu,” sagði Páll.
Tuborg sýndi Sanitas-verk-
smiðjunum fyrst áhuga fyrir ári. Þá
kom fulltrúi þess hingað til lands til
viðræðna við Sanitas um samstarf.
Sanitas framleiðir, sem kunnugt er,
auk pilsners, bjór til útflutnings.
-KMU.
Um klukkan 10 i morgun vann allt slökkviið Reykjavíkur að þvi
að ráða niðurlögum elds i fyrirtœkinu Bossa, Skemmuvegi 8 í
Kópavogi. I Bossa eru framleiddar bleyjur.
Tveir starfsmenn voru i húsinu klukkan 9.30 i morgun er eldsins
varð vart. Er talið að kviknað hafi i út frá rafmagnsofni. Réðust
starfsmennirnir að honum meö slökkvitœki en allt kom fyrir ekki.
Eldurinn breiddist óðfluga út og þegar síðast fréttist höfðu
slökkviliðsmenn rofið þak hússins og dældu vatni þar i gegn. Þá
var og mikill reykur i nærliggjandi fyrirtækjum en voru þau ekki tal-
in í hættu. EH/-EIR.
Myndbandamaöur
farinn úr landi
Eriendur ríkisborgari, sem rekið
hefur eina umdeildustu myndbanda-
leigu í Reykjavík, er farinn af landi
brott. Skilur hann eftir sig 4 mál í
Hæstarétti og 6 í bæjarþingi Reykja-
víkur. Eru málin þó ekki höfðuð gegn
honum persónulega heldur mynd-
bandaleigunni er hann veitti for-
stöðu.
Fyrir skömmu lagöi lögreglan
hald á um 300 myndbönd í leigu
hans; öll ólögleg. „Maður þessi var
fremstur í flokki þeirra sem verst
haga sér á myndbanda-
markaðnum,” sagöi Friðbert Páls-
son, formaður Samtaka rétthafa
myndbanda, í morgun.
-EJR.
Kastaðist
iírbflnum
Datsun bifreiö fór út af veginum á
Alftanesi í nótt. Ökumaðurinn,
miðaidra kona, kastaðist út þegar
bíllinn fór af veginum. Konan var
flutt mikið slösuð á slysadeild Borg-
arspítalans. Grunur leikur á að
konanhafiveriðölvuð. -EH.
FiskflutningarSH:
Víkur meö
lægstatilboö
Skipafélagið Víkur var með lægsta
tilboðið í fiskflutninga Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna til Cambridge í
Bandaríkjunum.
SH bauð út flutning á um 18 þúsund
tonnum á freðfiski sem á að skipa út
á 10 höfnum hérlendis. Flutningar
þessir hafa fram til þessa verið í
höndum Eimskipafélagsins.
Skipafélagið Víkur bauð 119,5 doll-
ara fyrir hvert tonn. Næst kom Fær-
eyska skipafélagið með 120 dollara
farmgjöld fyrir flök og blokkir en 140
dollara fyrir lausfrystan fisk sem er
um 3% af heildinni. Tilboðið var þó
ófullnægjandi. Eimskipafélagið bauð
125 dollara fyrir flök og blokkir en
150 dollara fyrir iausfrystan fisk og
skipadeild Sambandsins bauð 135
dollara fyrir flök og blokkir en 202,5
dollara fyrir lausfrystan fisk. Haf-
skip bauð 137 dollara fyrir flök og
blokkir en 178 fyrir lausfrystan fisk.
Ekki hefur enn verið tekin ákvörð-
un um hvaða tilboði verður tekið.
ÓEF
T ugur manns handtekinn
í fíknief naveislu á ísafirði
— tveir úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarðhald
Tveir menn sitja nú í gæslu-
varðhaldi eftir að upp komst um
umfangsmikið fikniefnamál á Isa-
firði um siðustu helgi, eins og DV
skýrði frá í gær.
Komu mennirnir tveir til bæjarins
á föstudag og bókuöu sig inn á hótelið
á Isáfirði. Var afar gestkvæmt hjá
þeim. Fylgdist lögreglan með at-
buröum alla helgina, þar sem grunur
lék á að mennirnir hefðu með sér
fíkniefni. Lét lögreglan svo til skarar
skríða á sunnudagsmorgun. Var
margmenni samankomið á hótelher-
berginu, bæði utanbæjar-Æg heima-
nenn, og mikil fíkniefnaveisla í
gangi. Handtók lögreglan tíu manns
sem þama voru staddir. Varð að
flytja suma I fangelsi til Bolungar-
víkur því fangageymslur fylltust á
Isafiröi.
Hefur öllum verið sleppt nema
mönnunum tveimur sem hafa verið
úrskurðaðir í sjö daga gæslu-
varöhald, vegna sölu, dreifingar og
neyslu á hassi og amfetamíni. Málið
er í rannsókn hjá lögreglunni á Isa-
firði.
Ekki er enn ákveðið hvort málið
verði sent fíkniefnalögreglunni i
Reykjavík.
-EH.