Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Qupperneq 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985. Spurningin Tekur þú lýsi? Bylgja Guðjónsdóttlr húsmóðir: Já, ég tek lýsi. Þó ekki í þessu venjulega fljótandi formi, heldur tek ég lýsis- pÚlur. Indriði Arnórsson verkfræðlngur: Nei, ekki lengur. Eg tók lýsi þegar ég var strákur en núna tek ég vítamín og læt það duga. Atli Orlygsson nemi: Já, ég tek alltaf j lýsi á morgnana. Það er alveg nauðsynlegt að taka lýsi vegna þess að það er svo hollt. Stefán Sæmundsson nemi: Nei, ég tek ekki lýsi lengur. Ég drakk of mikið af því sem bam, þannig aö mér finnst það vont núna. Guðrún Mgnúsdóttir húsmóðir: Já, ég er nýfarin að taka lýsi. Það er hollt og manni veitir ekki af því þegar maður er komin á þennan aldur. Unnur Guðmundsdóttir afgreiðslu- stúlka: Nei, ég tek sko ekki lýsi. Mér finnst það ógeðslegt og hef ekki hugs- að mér að byrja að taka það. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Gagnrýni á val íþróttamanns ársins 1984: „Að fyllast þjóðarstolti” tslendingur skrifar: Að undanförnu hafa hinir ýmsu „spekingar” ruðst fram á ritvöllinn, óánægðir með að Asgeiri Sigurvins- syni hlotnaðist sá heiður aö vera út- nefndur íþróttamaöur ársins 1984 en ekki Bjarna Friðrikssyni. Það hefur verið broslegt að sjá hvernig menn hafa tjáð sig. Minnst á „þjóðarstolt”, „hneyksli” og „siðferöilega rangt kjör”. Þaö er enginn rökstuöningur hjá því fóiki, sem hefur skrifað greinar og lesendabréf, aö benda á að bronsið hans Bjarna hefði átt að nægja honum til að verða útnefndur íþróttamaður ársins, einfaldlega vegna þess aö Ásgeir Sigurvinsson vann miklu meira afrek og þaö afrek sem hann vann er tvímælalaust eitt það mesta, ef ekki mesta, sem ís- lenskur íþróttamaður hefur unnið. Að leiða Stuttgart til sigurs í hinni erfiðu Bundesligu í fyrsta skipti í 32 ár er frækilegt afrek. Asgeir stóö á hátindi glæsilegs knattspyrnuferils og knattspyrnukappinn Karl-Heinz Rummenigge sagöi þá: „Forráða- menn Stuttgart geta þakkað Sigur- ; vinssyni að þeir hampa nú meistara- titlinum.” Sama dag og titillinn var í höfn í Stuttgart kusu leikmenn í Bundesligunni Ásgeir knattspyrnu- mann ársins. Ásgeir fékk 198 atkvæði en næstur kom Rummenigge með 32 atkvæði. Við Islendingar eigum að vera stoltir af að eiga slíkan afreksmann. Við eigum aö vera eins stoltir af Ás- geiri og hann er stoltur af að vera Is- lendingur. V-Þjóöverjar hafa öfundað Island af að eiga afreksmann á borð við Ás- geir og þeir hafa oft óskað þess að hann væri Þjóðverji en ekki Is- lendingur. V-þýska blaöið KICKER, sem er eitt víðlesnasta íþróttablað heims, spurði Ásgeir, eftir að hann hafði verið svo mikið í sviðsljósinu, hvort hann hefði hug á aö gerast v-þýskur ríkisborgari til að vera gjaldgengur í landsliö V-Þýskalands. Ásgeir hló við þeirri spurningu og sagöi: — „Eg er Islendingur og verð allt- af tslendingur og ég er stoltur af því.” Blaðið sagði síðan að Ásgeir ætli aö nota krafta sína fyrir Stutt- gart og Island í framtíðinni. Konan sem skrifaði hér lesenda- bréf á dögunum, sem sagðist hafa fyllst miklu þjóöarstolti og verið hreykin af því að vera íslensk þegar hún frétti að Bjami hefði unniö bronspening á OL, ætti einnig að fyllast þjóöarstolti við lestur um- mæla Ásgeirs. Sú kona sagði einnig í grein sinni aö Ásgeir væri ekki að skora mörk fyrir Island í V-Þýska- landi. Þaö er ekki rétt hjá henni. Ásgeir er að skora mörk fyrir Island. Hann er besti fulltrúi Islands úti í hinum stóra heimi. Sá Islendingur sem hef- ur haldiö merki þjóðarinnar hæst á lofti undanfarin ár og hefur fengið menn til að fyllast miklu þjóðar- stolti. Ekki einu sinni heldur dag eftir dag og ár eftir ár. Þaö var enginn annar en Ásgeir sem átti nafnbótina iþróttamaður ársins 1984 skilið og það þarf enginn að skammast sín fyrir það. Ásgeir Sigurvinsson, iþrótta- maður ársins 1984, í baráttu um knöttinn vifl Karl-Heinz Rummen- ■990, fyrrum fyrirlifla Bayern. „Reykingamenn, sýnifl tillitssemi vifl þá sem ekki reykja og virflið lögin" skrifar ein 13 ára. Reykingalögin: „HVAR Æm HÚN AÐ BORDA?” EFNAHAGSKREPPAN OG LAUSN HENNAR J.R. skrifar: Hvers vegna fara lífskjör versnandi á sama tíma og framfarir og fram- leiðslugeta stóraukast? Hvað er efna- hagskreppa? Ef við lítum í kringum okkur kemur í ljós, að allar þjóðir eru skuldugar við erlenda banka. Sumar eru svo skuld- ugar að þjóöartekjur þeirra duga vart fyrir vöxtum og afborgunum. Þetta þýðir að þjóðirnar geta ekki haldið uppi eðlilegum viöskiptum en afleiðing þess er aukið atvinnuleysi og óeðlilega hörð samkeppni. En hver er orsök efnahagskreppu? Það er eigið fjármagn bankanna (höfuðstóll). Einstök fyrirtæki og einstaklingar eiga þátt í að mynda þennan höfuðstól en bankinn er lang- stærsti aöilinn. Það er lögmál sem ríkir milli framleiðslu og fjármagns. Sem dæmi tökum við 10% af fjármagni úr umferð (höfuðstóll bankanna) og það myndi þýða 10% samdrátt. Ríkið getur frestað vandanum með því að taka lán en í raun stækkar vand- inn með hverju láni — höfuöstóll bankanna vex og biliö milli f jármagns og framleiðslu eykst. Hvernig á þá að leysa þennan vanda? Ef viö ætlum að búa við stöðugan hagvöxt má enginn eiga meira fjármagn en hann eyðir. Við verðum að tryggja að fjármagnið sé í stööugri hringrás efnahagskerfisins. Þaö verður að rífa niður höfuðstól bankanna til þeirra sem mynduðu hann með of háum vöxtum. Þannig kemst jafnvægi á aftur. Ríkið á svo að taka alla bankastarfsemi í sínar hendur. Þá er hægt að fylgjast með fjármagnsstreymi í þjóöfélaginu og koma umframgróða banka, fyrirtækja og einstaklinga aftur út í efnahagshfið. 68-66-11 I kl. 13 til 15 ISIMA Guðrún, 13 ára, skrifar: Mig langar að gera athugasemdir við grein sem birtist í lesendadálknum 16. þessa mánaðar þar sem Hallur nokkur var að mótmæla nýsettum reykingalögum. Sér í lagi þar sem bannað er að reykja opinberlega. Þessi lög eru ágæt og skerða ekki persónufrelsi eins eða neins. Þau eru ekki aöeins sett til þess að fá fólk til að hætta að reykja heldur einnig fyrir þá sem ekki reykja og verða fyrir óþæg- indum vegna sígarettureyks. Eg þekki konu sem verður fyrir miklum óþægindum vegna sígarettu- reyks. Hún fær óþægindi í háls, augn- rennsli og sviða í augu. Hún getur hreinlega ekki verið þar sem reykt er. Hvemig heldur Hallur að henni líði í mötuneyti þar sem reykt er? Hvar ætti hún annars að borða ? Eg veit einnig af minni persónulegu reynslu aö reykur getur valdið köfn- unartilfinningu og ógleði sem reyk- ingamenn finna ekki. Reykingamenn, sýniö tillitssemi við þá sem ekki reykja og virðið lögin. Hvað er ungbarnaeftirlit? Móðir skrifar: Eg, sem móðir þriggja barna, hef þurft á ungbarnaeftirhti að halda eins og margir aðrir. En hvað er ung- barnaeftirlit? „Það þjónar einungis sprautun fyrir ungbörn og svo er fylgst með lengd og þyngd barna,” var svarið sem ég fékk er ég hringdi á eitt ungbarnaeftirlitið og þurfti að fá tíma strax fyrir bamið mitt. Mér var neitaö um tíma og sagt að snúa mér til heimilislæknisins, sem er enginn sérfræðingur um ungbörn, eða barnalæknis, sem tekur niður pantanir. Sá er auk þess fokdýr, kostar 270 kr. Hvað er eiginlega að í heilbrigðis- kerfinuhér á landi? A ungbarnaeftir- litið ekki að vera með eftirlit fyrir ungbörn, eða hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.