Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Side 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 27. JANOAR1984. Togarafíotinn bundinn við bryggiur í 4 mánuði Abendingar um val leiða við fisk- veiðar í ár, sem ráðgjafanefnd um sjávarútvegsmál hefur nú skilað sjávarútvegsráðherra sýnist i fljótu bragöi leiöa af sér að beinum veiðidögum togara fækki úr nálega 300 niður í 220 tU 240 daga á ári. Það þýöir að þeir verða viö bryggjur í fjóra mánuði af 12 í stað liðlega tveggja af eðlilegum orsökum vegna landana og áhafnahvílda. Fullt freisi verður þó um fyrirkomulag. Ekki er hægt að setja bátana i einn flokk á sama hátt vegna breytUegs og mismunandi veiðiskapar, en i einni eða annarri mynd er ljóst að í heild muni þeir þurfa að takmarka veiðar sinar um nálega 20 prósent en takmörkun aflaverðmætis verður hins vegar talsvert yf ir 20%. Hið þriþætta markmiö fisk- veiðistjórnarinnar er að veiða hæfilegt magn af fiski með æskilegri stærðar- dreifingu á sem ódýrastan hátt. Að setja aflahámark yflr sjö helstu botn- fisktegundirnar, þorsk, ýsu, ufsa, karfa, skarkola, grálúðu og steinbít. Að leitast viö aö heimiluðu aflamagni sé náð á sem hagk væmastan hátt. Neflidin leggur tU að hvert skip fái aflamark, þ.e. að það fái að veiða meöaltalsafla þriggja síðustu ára að frádregnum samdrættinum nú. FuUtrúar sjómanna í nefndinni vildu fremur sóknarmark, þ.e. aö skipin fengju að veiða jafnmarga daga á árinu og aö meöaltaU sl. þrjú ár, að frádregnum samdrættinum. Nefindarmenn geta ekki falUst á þá hugmynd að hluta skipastólsins, einkum togurum, verði lagt allt árið með ákvörðun stjómvalda og sýnist eðlUegt að hægt sé að flytja aflakvóta á mUU skipa og útgerða. Eins og DV hefur áður skýrt frá er meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að aflakvóti sé heppUegri en sóknarkvóti en ný skip og skip sem breytt hafa um veiðiaðferöir fái hins vegar einhvern eðUlegan sóknarkvóta. Hugmyndir þessar voru kynntar í sjávarútvegsnefndum Alþingis í gær og þóttu þá strax koma misjafnt niður á ýmsum útgerðum og útgerðar- plássum. Sumir nefndarmanna reifuðu hugmyndir um að blanda sóknar- og aflamörkum saman tU að ná frekari jöfnuði, en það er taUð nær ógerlegt að sögn nefndarmanna. -GS. Vaxandi austanátt og snjór og meiri snjór l dag er gert ráð fyrir að veður versni með vaxandi austanátt og snjókomu. Veðurhamurinn gengur fyrst yfir Suður- og Vesturland en færist svo norður og austur. 1 nótt verður veður slæmt um aUt land. 1 gær tóku menn á Veðurstofu Islands við veðurtilkynningum og • gervihnattarmyndum og spáðu veðri helgarinnar. „Þaö verður alls staöar meira og minna slæmt um helgina,” sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur. Á sunnudag spáir hann þó aö eitthvað muni veður batna á Suður- og Vesturlandi en snjóhraglandi riki á Norður- og Austurlandi. -ÞóG. SMA K »si«vinn er augVý^ 27022 OPID TIL KL. 10 í KVÖLD HRINGDU NÚNA! Eyjólfur Þorbjömsson veðurfræðingur, með veðurkort og gervihnattarmyndir allt í kringum sig, spáir austanátt og snjókomu. DV-mynd Bjamleifur *■» Tobacco Road í Frey- vangi í Eyjafirði Leikfélag Ongulsstaðahrepps og Ungmennafélagið Arroðinn frumsýna leikritiö Tobacco Road eftir Erskine Caldwell í Freyvangi í kvöld kL 20.30. Þýðandi leikritsins er Jökull Jakobsson. Að þessari sýningu standa um 30 manns en leikarar eru 11. Sviðsmynd er unnin eftir hugmyndum leikstjór- ans, Hjalta Röngvaldssonar leikara. Búninga gerðu þær Maria Haralds- dóttir og Hjördis Pálmadóttir. Ljósa- menn eru Halldór Sigurgeirsson og Pétur Haraldsson. 1 helstu hlutverkum era Jón Steinn Aðalsteinsson, Emilía Baldursdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Ingólfur Jóhannsson og Jóhanna Valgeirsdótt- Næsta sýning á Tobacco Road er á sunnudagskvöldið. Miöapantanir era í síma 96-24936 eða í Freyvangi. -JBH/Akureyri. o 43 o « Œ f £ I aðeins fyrir splunkunýjan Skoda og ekki nema helminginn út, við lánum þér afganginn. Þetta var hrikaleg Verólækkuil JÖFUR hf. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.